Tíminn - 10.09.1966, Side 13

Tíminn - 10.09.1966, Side 13
LAUGARDAGUR 10. september 19S6 TIIVB8NN 13 NÝ BÓK Kramhald af bls 7 dagbókarbrot nú Rússlands- ferðinni, þar sem hann segir skemmtilega frá viðkynningu sinni við ýmsa framámenn Rússa, og lýsir vinsamlegu við móti alþýðu þar í landi, eink- um í Suður-Rússlandi. Á þess- um árum þótti slík ferð ekkert smáfyrirtæki og dómar manna um þjóðfélagið, sem þar var að skapast voru mjög mót sagnakenndir. MacMillan segir, að þegar hann hafi farið yfir landamærin aftur inn í Vestur- Evrópu, hafi sér fundizt líkt og hann vaknaði af martröð og síðan segir hann: „Ef til vill mundi Rússum finnast það sama, þegar þeir kæmu aftur til Rússlands eftir dvöl hand- an landamæranna. Muncherarsamningar Cham berlaines vöktu mikla andúð höfundar. Hann gefur ágæta lýsingu á Chamberlaine og seg ir, að einn helzti galli hans hafi verið sá, að það hafi aldrei hvarflað að honum, að hann hefði ekki á réttu að standa í hverju máli. „Hefði Chamber laine dregið sig í hlé frá stjórn málum eða dáið 1937, mundi hans áreiðanlega hafa verið minnzt í sögunni sem merki- legs brautryðjanda í heilbrigð- is og húsnæðismálum, enda var hann alltaf opinn fyrir nýj um hugmyndum sem heilbrigð ismálaráðherra. Sem forsætis ráðherra á varhugaverðum tím um reyndist hann hins vegar óhæfur. Hann skildi ekki tím- ana. MacMillan var einn þeirra fáu stjórnmálamanna brezka íhaldsflokksins, sem áttuðu sig á hættunni, sem staf aði af nazismanum og var þar á báti með Churchill. Skoðanir hans á utanríkismálum reynd- ust réttar, og eftir stríðið urðu viðhorf hans í innanríkismálum ríkjandi í íhaldsflokknum brezka. Nokkur hluti þessa bind is fjallar um deilur varðandi kreppuna og hvernig skyldi bregðast við henni. Er sá hluti bókarinnar sízt forvitnilegur al mennum lesanda. Síðara bindi þessar verks munu fjalla um heimsstyrjöldina síðari, og eft- irstríðsárin, þar til hann segir af sér sem forsætisráðherra 1963. Höfundur setur saman þessa bók til þess að hún geti fyrst og fremst orðið heimild um hann sem stjórnmálamann og jafnframt orðið þáttur í stjórnmálasögu þessa tíma- bils. Hann er mjög varfænrni og vandaður í dómum um menn og málefni og kurteisin bregzt honum aldrei. Vafalaust mun rit þetta verða forvitni- legt öllum þeim, sem áhuga hafa á stjórnmálasögu síðustu áratuga. Sigurlaugur Brynleifsson. LEYNIÞJÓNUSTA USA Framhald af bls. 9 Rannsókn NYT bendir til . þess, að það sé ekki ósýnileg ríkisstjórn, heldur hin raun- verulega stjórn, sem ber ábyrgð á þvi, þegar leyniþjónustan er „stjórnlaus". Því ef ábyrgð er viðurkend, þá getur ekki verið um neina ósýnilega ríkisstjórn að ræða. LANDFARI Framhald af bls. 3 ur að hafa mikla skömm og mestu óþökk fyrir þvílíka skemmtun." Sumum þótti og nóg aflögun dag skrár áður, t.d. það, að senda okk ur sæmilegum íslendingum víðs- vegar um landi, vaðal ykkar Reyk víkinga um ykkar innanbæjarmál kvöld eftir kvöld, fyrr í vikunni. Svo og það, að skipta við „okkur sem heima sitjurn" i góðu efni stund úr degi (i samnefndum þætti) framhaldssögu og fróðleik og látið í staðinn blandaðan glamur hljómleik, sem miklum mun yrði vinsælli, ef sjaldnar heyrðist. Það var illa gert við þá, sem heima verða að vera. Lýkur svo skammabréfi þessu. Þakkabréfið skal vissulega koma líka, ef þetta fer ekki alveg erind isleysu — því að margt er að þakka. „Brekknakoti", 21. mai, 1966, Jónas Jónsson- ÁRSFUNDUR Framhald ai hls. 9 lega mistekizt og skyldi því öll gát á höfð með flutning grasanna. Frætekjan væri alls ekki viss und ir of suðlægri sól. Einar E. Sæmundsen spurði: Eru tilraunir að verki með fræ- tegundir sem nota ætti til rækt- unar beitilanda? Keill Indriðason á Fjalli lýsti tilraunum með sáningu í mela, ut an og innan girðinga. Reynzt vel, þegar sáð hefur verið og dreift nógu miklu af hvorutveggja, áburði og fræi. En svo koma fyrir vanhöld á slíkum tilraunum. Oddur Andrcsson óskaði að er- indi Jónasar Jónssonar yrði birt, og þá á þeim vettvangi, sem nær almennt til lesenda. Vallarfox- gras gefur góða raun, en þolir ekki beit. Guðleifur Sigurðsson spurði um grasfræblöndur, hvaða fræi væri helzt að sækjast eftir. Jónas Jónsson: Vallarfoxgras og túnvingull af góðum tegundum. Fylking hefur reynzt mjög vel. „Ný frætegund, sem kannski hlýt ur nafnið Katla með því það er ættað af Mýrdalssandi gefur það góðar vonir. Mýri, ræst og ræktuð, gefur góða raun, en verður aldrei sú sama aftur. Taða af gömlum tún- um gefur mjög gott fóður, en ég er ekki viss um, að erlendar teg- undir sömu grasa gefi sömu raun. Ræktun eins mikið innlendar grastegundir og erlendar. En það þarf betri sumur, til þess að fá uppskeru af fræi en byggi. Okkar fræðimenn hafa þurft að fást við margt og því ekki getað einbeitt sér sem skyldi við neitt eitt. i Ritarinn biður afsökunar: „Ég náði eigi öllu niður, sem ræðu- maður fræddi mig um.. Höfum unnið að því að veija sláttugrös, og erum að byrja (2 ár) að fást við beitargrös. Ekki ávallt nauðsynlegt að brjóta land. Áburður og framræsla mjög gagnleg til ræktunar beitilanda. Á helagras og lúpínur! Að græða vegarkanta! Þar um eru þrenn lög. Þar eru hafnar til- raunir. Bera þarf á vegarskemmdir í tvö ár. Þarf lausan jarðveg. Lýsti vanköntum á áburðargjöf í eitt eða fá skipti, vegna gróður- farsbreytinga, sem ættu síðan ekki frambúðarlífsskilyrði. Daníel Kristjánsson skógar- vörður: Rætt hefði verið um gróð urvernd. Vildi að af því sprytti eitthvað raunhæfara gagnvart uppblæstri. Það þarf að fást meira fjármagn til landgræðslu! Vildi að Skógrækt ríkisins næði meiri afskiptum af þessum málum. Við gerum of lítið úr ágæti birkisins og ræktun í skjóli þess. Margfalda þarf birkigerðin. Birki og aftur birki! Á þessari öld þýfið sigrað og mýrar að nokkru. Tryggvi SiStryggsson: Fjölga þarf skógarvörðum. Vinnuflokkar fyrir skógræktarfélögin framtíð- in. Skógræktin verður ódýari, ef vanir menn eru að verki. Áróður og kynningastarfsemi ekki jafn nauðsynlegt og áður, þar sem nú er komið. Minntist ársins, sem við við sáum Hallormsstaðaskóg! En við þurfum áróður samt. Nokkuð var rætt um sauðfjár- búskap í borgum og bæjum. Og féllu í því sambandi orð fundar- manns um, að erfitt yrði að búa til kanarífugl úr sauðkindinni! Jón Sigurðsson: Túnin eru girt. Rætt um að skylda bændur til að halda fé frá vegum. Vegagerðin á að girða vegina. Sum félög efndu til fjáröflunar með góðum árangri. Hjá fæstum félaganna næðu endar saman fjár hagslega. En styrkur hins opin- bera hefur verið félögunum mik- ils virði. Fá tillögurnar eða geta um aðal efni þeirra. Magnús Finnbogason: Þessi þjóð hefur átt tvo hluti, fiskinn í sjónum og gróðurmoldina. Fyrst nýlega sem við virkjum fossafl og jarðhita. Hætt við að fiskur gangi til þurrðar. Nefndi í því sambandi Norðursjóinn. Síldveið- arnar í sumar, hvað hefði oröið um þær, fyrir tíu árum! Á ekki eftir að fara eins fyrir góðumoldinni! Kom í sumar í skóglendi í landi Næfurholts. Eyðingin gífurleg. Fólk, sem nú er að fæðast, mun vart sjá þar birkiskóg. Við höfum huga á ræktun skóga, eigum andstæðinga, eins og komið hefur fram. Skiljanleg er mannleg skammsýni! . . . Fór að Stálpastöðum. Þarna hefur mikið starf verið unnið. Þakkaði þeim, sem þar hafa að unnið. Framhald í næsta blaði. NITTO JAPÖNSKU NITTO HJðLBARDARNIR f (loshjm stærðum fyrirliggjandi f Tollvörugoymslu. FUÓT AFGREIÐSLA. DRANGAFELL H.F. Skipholti 35-Sfmi 30 360 OKUMENN Látið athuga rafkerfið i bílnum. Ný mæíitæki. RAFSTILLING SuSurlandsbraut 64, simi 32385 (bak við Verzlunina Alfabrekku) Níræð í dag: Þórdís Jónasdóttir Þórdís Jónasdóttir frá Straum-1 firði á Mýrum er níræð í dag. Þór j dís er fædd í Stnaumfirði 10. sept i ember 1876. Foreldrar hennar j voru hjónin Þuríður Bjarnadóttir ; frá Knarrarnesi og Jónas Kristjáns son frá Hítardal. Þórdís ólst upp í foreldrahúsum í Straumfirði, en hún giftist á gamlársdag árið 1899 Guðjóni Sig urðsisyni frá Miðhúsum á Mýrum. Þau hófu þá þúskap. í Straumfirði og bjuggu þar til ársins 1937, er þau fluttu til Borgarness, vegna heilsubilunar Guðjóns. Mann sinn missti Þórdís árið 1939. I Þórdís á engin börn, en þau hjón ólu upp tvö fósturbörn, systra börn hennar, Herdísi, er giftist Stefáni Lyngdal, kaupmanni og Kristján Þórólfsson. Auk þess dvöldu mörg börn langtímum sam an í Straumfirði, og nutu öll þessi börn ástúðar og hlýju eins og hefðu þau verið eigin þörn Þór- dísar. Allt af er ánægjulegt að heim sækja Þórdísi og ræða við hana, því hún er bæði glaðlynd og fróð og hlýtt viðmót hennar vekur traust allra þeirra, sem kynna.st henni. Mýrarnar eru þekktar m. a. fyrir hina brimasömu strönd og skerja garðinn úti fyrir. Við Straumfjörð varð og eitt hinna h.örmul.egu sjó slysa, sem orðið hafa hér við land, þegai franska rannsóknar- skipið „Pourquoi pas?“ fórsit þar árið 1936 og aðeins einn maður bomst lífs af. f því ofsaveðri lögðu þeir Guðjón í Slraumfirði og Kristján uppeldissonur þeirra hjóna sto hart að sér við björgun arstörf, að þeir munu báðir hafa beðið tjón á heilsu sinni. Og Þór dís lét þá efeki sinn hlut eftir liggja að lífga við og hressa þann eina af hinum frönsku skipverjum, sem komust lífis af, enda var Straum- fjarðanheimilinu sómi sýndur PUSSNINGAR- SANDUR vikurplötur Einangrunarplast Seljum allar gerðir at pússningasandi. helm- fluttan og blásinn *nn Þurrkaðar víkurplðtur oa einangrunarplast. Sandsalan við Elliðavog st Elliðavogi 115. simi 30120 vegna þessara björgunarstarfa o g þeir Guðjón, maður Þórdísar, og Kristján sæmdir heiðursmerkjum franska lýðveldisins. í annað skipti átti Þórdís mík inn hlut að björguu áhafna þriggia fiskibáta af Mýrum, sem lentu í óveðri og hrakti upp í Þormóðs sker. Fylgdist hún með bátunum í sjónauka, þegar veður tó!k að versna, og varð vör við, að áhafn ir þeirra voru komnar upp í sker ið. Hraðaði hún þá för sinni til næsta bæjar þar sem sími var og kom boðum til Slysavarnafélaes ins í Reykjavík, sem sendi skip á vettvang, og tókst björgun mann anna giftusamlega. Eftir þetta var loks lagður sími í Straumfjörð. Þórdís fluttist til Reykjavilcur fyrir þremur árum. Hún verður á afmiælisdaginn á heimili uppeldis dóttur sinnar Herdísar Lyngdal, Mávahlíð 33. Þeir verða áreiðanlega margir, sem senda Þórdísi hlýjar kveðjur á þessu merkisafmiæli. Kristján Thorlacins. v/Miklatorg Sími 23136 Qi/niiiQAi 1 Bll í fullum gangi - oKUU I oAI lm Mikið úrval - Góð kaup Skóverzlun Péturs Andréssonar Laugavegi 17 - Framnesvegi 2

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.