Tíminn - 10.09.1966, Síða 14

Tíminn - 10.09.1966, Síða 14
14 TÍMINN LAUGARDAGUR 10. september 1966 Ný kennslubók í starfsfræði Stanfsfræði. Leiðbeiningar um ' stSSn'ra’L, nefnist ný kennsln- böfc^em RíkisútgSfa námsbóka r befm- nýlega gefið út Höfundar esa Krfetlna. ffi^amsson, sáifræð , ingBBWJgtStefán <SWur Jónnsson ) námssSóii B®3ntíer einkum æilnð memend tnnSaingHngaog gagnfræðaskól nm cg 6ðm <nngu fólki, sem ekki | hefnr valið sér lífsstarf, en vill i fræðast mn hlna ýmsu þætti at- ' vimmHfsins. Starfsfræðin greinist í nokkra aðalhluta, Fyrst er stutt yfirlit um atvinnuþrónn, einkum hér á landi. Því næst eru upplýsingar um starfshópa og störf, sem völ er á, og í framhaldi þess hent á ýms ar leiðir, sem unnt er að fara, til að búa sig undir störfin, þ. e. náms leiðir. Þá er kafli um atvinnulífið og aðstæður á vinnustað, ætlaðnr til að gefa nemanda hagnýtar upplýsingar um margt það, sem hann þarf að vita, þ^gar komið, erút í atvinnulífið. Loks er síðasta hluta bókar innar ætlað að hjálpa nem anda við sjálft starfsvalið, kenna honum að meta eigin hæfni, áþuga og aðrar aðstæður, er 'máli skipta, kenna honum að velja. Samtímis Starfsfræðinni, hefur verið gefið út sérstakt verkefna- hefti. Er það einkum ætlað nem endum við sjálfskönnun með val lífsstarfs í huga. Bókin, sem er 96 blaðsíður, er með nokkrum skýringarmyndum Prentun annaðist Prentsmiðja Hafnarfjarðar h.f. Gestur nr. 25.000 KT—Reykjavík, föstudag. í kvöld kom gestur númer 25. 000 á Iðnsýninguna í sýningarhöll inni í Laugardal. Var honum afhent ur að gjöf vandaður stóll, fram leiddur hjá Gamla Kompaníinu að verðmæti um 12 þúsund krónur. Gesturinn var Ólafur Jónsson, Trúlofunar- hringar afgreiddir samdægurs Sendum om íllt land. H A L L D Ó R . Skólavörðusttg 2. verkamaður, Bræðraborgarstíg 13 í Reykjavík. Kona hans, Lilja Sig uðardóttir, var með honum á sýn ingunni. Aðsókn að sýningunn var ágæt í dag. Sóttu hana um 5 þúsund manns. BORTEN Framhald af bls. 1. undan ökutækjum ferlegur, svo að byrgði sýn hið næsta. Klukkan fimmtán mínútur yfir eitt var komið að Húsmæðraskól- anum á Varmalandi, og tók Ás- BOLHOLTI 6. (Hús BelgjagenSc'frinnar; ÞAKKARÁVÖRP “ Þakka innilega auðsýnda vinsemd í tilefni af sjötugs- afmæli mínu þann 6. þessa mánaðar. Gestur Oddleifsson. HlglnmaSur minn Hendrik Ottósson fréltamaSur, andaðist 9. þ. m. í Landsspítalanum. Fyrir hönd vandamanna. Henný Ottóson. Útfðr móður okkar og tengdamóður, Ragnhildar Thoroddsen verður gerð frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 13. september n. k. kl. 13.30. Blóm og kransar afbeðnir. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á minningarsjóð Pálma Hannessonar rektors. Minningarspjöld fáanleg hjá Bókaverzlun Braga Brvnjólfssonar og í Menntaskólanum í Reykjavik. Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, Indriði Gísuton, Péfur Jökull Pálmason, Hrafnhildur t^iftrursdóttir, Skúli Jón Pálmason, Edda Magnúsdóttlr, Pálmi Ragnar Pálmason, Ágústa Guðmundssdóttlr. geir Pétursson sýslumaður og frú hans þar á móti gestum. Einnig voru þar komnir til móts við hina norsku gesti séra Einar Guðnason í Reykholti og Vilhjálm- ur Einarsson, skólastjóri, og konur þeirra. Þarna var boðið til ljúffengs há- degisverðar sem forstöðukona skól ans, Steinunn Ingimundardóttir ammðist Veðrið var blítt, og norski forsætisráðherrann virtist ekki kæra sig um að sitja lengur undír Iborðum, en brýn þörf gerð- ist Meðan aðrir gestir fengu sér kaffi snaraðist hann út einn síns liðs, og lét lítið bera á, svo að jafnvel blaðamenn misstu af hon- um. Hann hljóp með kvikmynda- vél sína niður að gróðurhúsunum, hitti þar starfsfólk og hafði skoð- að allt og kvikmyndað, þegar aðr- ir gestir fóru í skoðunarferð um staðinn. Norsku forsætisráðherrahjónin gáfu húsmæðraskólanum á Varma- landi fagra og stóra myndabók — Norge í dag, natur, kultur og nær ingsliv, og á hana ritaði Per Borten: Takk for all gjæstevenn- skap. Per Borten hafði orð á því við tíðindamann blaðsins, að honum hefði þótt fjallasýnin undrafögur og héraðið fagurt. Þetta hefði ver- ið hin lærdómsríkasta morgunferð. En hann sagði, að sér fyndist langt milli bæja, lengra en hann hefði búizt við. Hann skoðaði svepparæktina með athygli og spurði starfsfólkið margs, og einn- ig þóttu honum vínberin falleg og góð, en bæði sveppa og vínberja, sem ræktað var á staðnum var neytt við hádegisverðinn. Norska forsætisráðherrafrúin, Magnhild Borten, kvaðst aldrei hafa bragð- að eins góð vínber og þau, sem lesin voru handa henni þarna í gróðurhúsinu á Varmalandi. Heimskringla og Snorralaug. Upp úr klukkan þrjú var ekið að Reykholti. Eiríksjökull kom æ meira í fangið á leiðinni, ægibjart- ur sem fyrr. í Reykholti var blæja- logn, sumarhlýja og glatt sólskin og staðurinn fagur. Per Borten heilsaði þar fyrst upp á Snorra og kvikmyndaði hann í bak og fyrir. Síðan var gengið að Snorralaug undir leið- sögn skólastjórans og séra Einars, og Per Borten lét kvikmyndavél- ina suða þindarlítið. Þegar menn höfðu skipað sér um Snorralaug, flutti séra Einar stutt erindi, lýsti gerð laugarinnar og göngunum, sagði frá því, hvernig Snorri hefði gengið frá bæ sínum með heima- mönnum og gestum, sem stundum voru rithöfundarnir frændur hans. Síðan hefðu þeir setið í lauginni og ræðzt við, hugsað og ræðzt við um það, sem síðar var skrifað. Lítill vafi væri á því, sagði séra Eínar, að í þessari laug hefði oft verið hugsað um norrænu sögu, og þar hefðu fæðzt hugsanir og setningar, sem við hefðum síðar kynnzt í Heimskringlu. Sannleik- urinn væri raunar sá, að Odda- skólinn hefði raunar flutzt með Snorra að Reykholti. Þegar hér var komið gekk Ás- geir Pétursson sýslumáður fram og afhenti norska forsætisráðherran- um að gjöf þarna á laugabarm- inum íslenzka skrautútgáfu af Heimskringlu. Eftir þetta gengu menn um staðinn og í kirkju og kirkjugarð, og séra Einar sagði gestum marg- an fróðleik. Loks bauð hann mönnum að ganga í bæinn og þiggja hressingu hjá sér og konu sinni, frú Önnu Bjarnadóttur, og var dvalizt þar við spjall nokkra stund. Er leggja átti af stað til Akra ness lét Borten sérstaka ósk í ljós um að fá að ganga um skólabygginguna í Reykholti, og var það auðsótt mál. Vilhjálmur skólastjóri gekk með gestunum um skólann, og létu þeir í ljósi hrifningu af sundlauginni. Að lokinni ferð um skólabygging una var stigið í bílana sem biðu á hlaðinu, og var ekið rakleiðis til Akraness, þar sem lögregluyfir völd staðarins tóku á móti hópnum í útjarðri bæjarins og lögreglu- þjónar stóðu heiðursvörð á bryggj unni, en forvitnir áhorfendur hóp uðust niður á bryggju til að sjá hvað væri á seiði, þegar þrír lög reglubílar með blikkandi rauð ljós óku þangað, klukkan rúmlega hálf átta. Um borð í Óðni var sezt að borðum, á meðan skipið tók stefn una út á Faxafóa. Forsætisráðherr arnir sátu úti í horni borðsalarins stjórnborðsmegin, og virtust þeir hafa meiri áhuga á samræðum en mat og drykk. Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgisgæzlunnar sýndi norska forsætisráðherranum skipið hátt og lágt og þurfti sá síðarnefndi margs að spyrja um skipið og Landhelgisgæzluna á meðan, eins og reyndar allstaðar þar sem komið var við i dag — því Per Borten virðist vera sér staklega fróðleiksfús maður. Til Reykjavíkur var komið um klukkan níu, eftir ánægjulega sjó ferð og góðar veitingar um borð. Þar með var lokið dagskrá heim sóknarinnar í dag, og eins og fyrsta dag heimsóknarinnar hófst þessi dagur með ferð í Sundlaug Vesturbæjar, því Borten hjónin segjast vera árrisul — jafnvel þótt þau gangi seint til náða. GEGN VARNARBANDALAGI Framhald af bls. 1. varnarbandalag myndi æxlast er það ljóst að það myndi starfa und- ir verndarvæng öflugs vestræns vaínarbandalags. Slíkar aðgerðir myndu skjóta loku fyrir sænskt hlutleysi, sem byggir á sögulegum grunni, og væri í andstöðu við hagsmunamál Finna. Hins vegar er Isvestia hliðholl hreinu skandinavísku samstarfi um hlutleysi „norðursins“ og er sammála Svíum, að hernaðarlegt hlutleysi veiti meiri vernd en hernararbandalög. Segir blaðið, að því sé ekki að neita, að hin hlut lausu lönd boði minni hættu fyrir hernaðarlöndin en þau, sem aðil ar séu að hernaðarbandalögum. Er endurtekið að Sovétríkin séu reiðubúin til að tryggja hlutley^ ríkja Skandinavíu, svo fremi að vesturveldin séu á sömu skoðunar. í greininni er því haldið fram, að Norðmenn og Danir vísi á bug fregum um atómvopnalaust belti af ótta við, að það mundi valda RÉTTIR í NÁGRENNI BORGARINNAR KT-Reykjavík, föstudag. Vegna hinna fjölmörgu Reyk- víkinga, sem áhuga hafa á að vera við réttir á þessu hausti þykir rétt að birta hér á eftír lista yfir rpt.tir í nágrenni höfuðstaðariins. Nokkr ar þeirra hafa verið nefndar áður í blaðinu, en i þeirri upptalningu var dagsetning á einum réttunum ekki rétt. Sunnudagur 18. sept. Fossvalla- rétt. Mánudagur 19. sept. Húsmúla- rétt, Kaldárrétt, Þingvallarétt og Nesjavallarétt. Þriðjudagur 20. sept. Ilafravaatns rétt og Kjósarrétt. Miðvikudagur 21. sept. Kolla- fjarðarrétt og Selvogsrétt. Fimmtudagur 22. sept. Ölfus- rétt. ringulreið í fyriræCiunum NATO. Segir höfundur greinarinnar, að atómvopnalaust belti myndi ekki breyta neinum styrkleikahlutföll um, heldur aðeins styrkja það ástand sem fyrir er. Að lokum segir greinarhöfund ur, að tími sé til kominn, að mað ur losi sig við þær röngu hug myndir, að öryggi fólksins hvíli aðeins í höndum stórveldanna. Lætur hann grein sinni lokið með því að hvetja til þess, að köll uð verði saman evrópsk ráðstefna um öryggi þess meginlands. BLYSFÖR Framhald af bts. 1. Öflugur lögregluvörður stóð umhverfis torgið til að koma í veg fyrir hugsanlegar óspektir af hálfu Vietcong. En á meðan fólkið tók þátt í hátíðahöldunum dundu sprengjurnar í næsta nágrenni í úthverfum borgarinnar áttu her menn stjórnarinnar í hörðum bar dögum við Vietcong. Á sama tíma berast fréttir af því, að munkarnir 200 haldi áfram hungurverkfalli sínu og muni því ekki lokið fyrr en að loknum kosningum á sunnu dagskvöld. Vietcong og munkahreyfingin hafa hvatt fólk til að taka ekki þátt í kosningunum, en að öðrum kosti mætti búast við alls konar hryðjuverkum. Allir bandarískir hermenn hafa mátt kenna á útgöngubanni vegna kosninganna, að undanskildum tveim hersveitum, sem hefur vei ið falið að aðstoða þær suður- vietnömsku á kosningadaginn. MJÓLKURPOKAR Framnald al ois 16. þess að taka á móti pokunum úr vélinni og annan til þess að taka flutningaplastkassa frá vélinni, en 10 pokar komast í hvern kassa. Kössunum má stafla á fyrirferðar- lítinn hátt. Fyllsta hreinlætis er gætt áður en pökkun er hafin og vélin dauðhreinsuð. Kostir þess að pakka mjólk í slíkar plastpokaumbúðir eru marg víslegir. Umbúðirnar eru úr lit- uðu plasti þannig að ljós kemst ekki að mjólkinni og kemu í veg fyrir svokallað sólarbragð. Umbúð irnar eru það sterkar að fullvax- inn karlmaður getur staðið á mjólkurpoka, án þess að hann springi. Einn kosturinn við pok- ana er hversu vel þeir rúmast í ísskáp. Kostur pokanna fram yfir hyrn- urnar er m.a. hversu auðvelt er að koma þeim fyrir kattarnef, en hyrnunum er erfitt að eyða og þær taka mikið pláss í ruslaföt- unum. Sérstakar plastkönnur má kaupa til þess að hafa pokana í þegar hellt er«úr þeim og eru könnurnar ódýrar. Grétar Símonarson, mjólkurbús stjóri, sagði að allar aðrar mjólk- urumbúðir yrðu lagðar niður þeg ar pökkunin kæmist í fullan gang og bjóst hann við að það yrði í t ’g.Flöskurnar kvaðst hann ætla að gefa húsfreyjunúm undir saft, það væri hvort sem er ekkert hægt að gera við þær. Einnig kvaðst hann hætta að flytja hyrnur úr Reykjavík á Suðurlandsundirlend- ið. Hann sagði, að nálægt 6000 lítr. væru seldir dag hvern á Suð- urlandsundirlendi frá Þorlákshöfn til Víkur í Mýrdal. Hann kvaðst binda miklar vonir við þessa Pre- pac vél og sagði að þetta væri framtíðin fyrir fámenna staði. Kostnaðurinn v.ið íJVkunina á piastumbúðunum væn mun minni en á hyrnunum. Góð reynsla hefur fengizt á Prepac-vélunum, þær eru til dæm is í notkun í 15 löndum og eru samt aðeins 3 ár síðan þær komu á markaðinn. Samband ísl. sam- vinnufélaga hefur umboð fyrir þær hér á landi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.