Tíminn - 10.09.1966, Side 15
LAUGARDAGUR 10. september 1966
TÍIWINN
15
Eldfjall á
Iðnsýningunni
HZ—Reykjavík, föstudag.
Á morgun verður dagur efna-
iðnaðarins á Iðnsýningunni 1966
og í því sambandi mun nefnd efna
iðnaðarmanna (kemikera) setja
upp lítið eldfjall.
SÍLDARDÆLUR
Framhald af bls. 2.
RAPP verksmiðjurnar framleiða
einnig háþrýstisnurpuspil, sem
taka mun minna pláss á skipun-
um en önnurs pil, og er verið að
jetja eitt slíkt spil í Sólfara frá
Akranesi.
Ingvar kvaðst sannfærður um að
I allir stærri síldveiðibátar myndu
| vera búnir síldardælum innan tíð-
j ar.
! HENDRIK
Framhald aí bls. 16.
I málaskóla og rak hann í 16 ár.
, Fréttamaður utvarpsins gerðist
hann 1946 og stundaði það starf
til æviloka. í mörg ár var hann
forstöðumaður þeirrar deildar í
Hljóðfærahúsi Reykjavíkur, sem
sá um tónlistarhald.
Hendrik Ottósson var formaður
Brtafélagsins Bjargar frá stofnun
þess 1940 til 1952. Þá var hann
stofnandi Jafnaðarmannafélags
Reykjavíkur 1917 og í stjóm þess
j til 1920 og svo aftur 1922 — 1927
Stofnandi var hann og fyrsti for-
maður Félags ungra kommúnista
' 1922—1924. Stofnandi og fyrsti for
maður Sambands ungra kommún-
ista 1925—1927. Sæmdur var Hend
rik heiðursskjali alþjóðasamtaka
Gyðinga. Hann ritaði margt bæði
bækur og greinar í blöð og tíma
rit og flutti oftlega fyrirlestra í
útvarpið. Kona Hendriks er Jo-
hanna Henny Leo Lippmanns kaup
manns í Berlín.
AÐALFUNDUR
Framhald af bls. 2.
mu.ndur Ásgeirsson Hæli. Frum
nwelendur svörðu að lokum nokkr
um fyrirspurnum er fram höfðu
komið.
Formaður þakkaði síðan fundar-
mönnum komuna — fjörugar og
gagnlegar umræður, — sem bæru
vott um þann samhug og grósku,
sem ríkti í Framsóknarflokknum.
Um kvöldið hélt félagið fjölmenna
héraðshátíð að Brún, sem fór
ágætlega fram.
VANÞÓKNUN
Framhald af 16. síðu.
gat formaður félagsins, séra
Trausti Pétursson þeirra breyt-j
inga, sem orðið höfðu á starfsliði i
kirkjunnar á félagssvæðinu síðast-!
Iiðið ár og kirkjulegra viðburða.:
Erindi flutti á fundinum séra i
Heimir Steinsson á Seyðisfirði, erj
hann nefnd: „Breytingar á guð-!
fræðinámi og nýir straumar í guð
fræðilegri hugsun síðari áratuga.“
Einnig flutti séra Bragi Benedikts-
son á Eskifirði erindi, er hann
nefndi: „Kirkjan og þjóðfélags-
vandamálin í fortíð og nútíð.“
Urðu miklar og almennar umræð-
ur um bæði erindin. Fundurinn
tók síðan til umræðu sumarbúða-
mál kirkjunnar á Austurlandi.
Ekki reyndist unnt að útvega hús-
næði til starfseminnar á þessu
sumri, þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir sumarbúðanefndar, en fé-
lagið hyggst halda áfram að vinna
að framgangi þess máls. í sam-
bandi við fundinn voru guðsþjón-
ustur fluttar á fimm stöðum á
félagssvæðinu. Stjórn Prestafélags
Austurlands skipa nú eftirtaldir
menn: Séra Heimir Steinsson, for
maður. Séra Einar Þór Þorsteins-
son og séra Sverrir Haraldsson
meðstjórnendur.
Siml 22140
Synir Kötu Elder
(The sons of Katie Elder)
Víðfræg amerísk mynd í
Terhnicolor og Panavision.
Myndin er geysispennandi
frá upphafi til enda og leik
in af mikilli snilld, enda tal
in einstök sinnar tegundar.
Aðalhlutverk:
John Wayne
Dean Martin
Bönnuð innan 16 ára
íslenzkur texti
Sýnd kl. 5 og 9.
SERVÍETTU-
PRENTUN
SÍMI 32-101.
GUNNAR MYRDAL
Framhald af bls. 5.
skammarlegu undanlátssemi
flestra Bandaríkjam. í ábyrgð-
arstöðu við stjómmálaofsókn
ir. Sé litið yfir alllangan tíma,
kemur þó í Ijós, að framvind
an hefur orðið hliðholl jafn
réttishugsjóninni. Nálega all
ar viðurkenndar hetjur í sögu
Bandaríkjanna hafa verið frjáls
lyndar á bandaríska vísu.
Dæmi eru til, að bandaríska
frjálslyndið rísi eins og háreist
flóðalda í afstöðu til ákveð-
inna mála. Hin síðari ár, hafa
tölfræðilegar athuganir, bæk-
ur, greinar ráðstefnur og
stjórnmálayfirlýsingar og
ákvarðanir orkað vertjlega í þá
átt að vekja hinn velmegandi
meirihluta í Bandaríkjunum af
vitundar’ og hirðuleysinu um
einangruðu undirstéttina, sem
stöðugt verður fjölmennari og
á æ erfiðara uppdráttar.
SÍAUKIN uppreisn negr-
anna á verulegan þátt í þess
ari siðferðilegu vakningu. Hug
sjónir rætast ekki af sjálfu
sér. Þess eru engin dæmi í sög
unni, að menn, sem vegnar
verulega vel, láti sérrétt-
indi sín sjálfviljugir af hendi
eða miðli undirstéttinni af
þeim, (allra sízt, þegar um er
að ræða mikinn meirirluta,
eins og hér í Bandaríkjunum).
Undirstéttin verður sjálf að
berjast fyrir rétti sínum og
hagsmunum. Þegar hún hefur
baráttuna, getur hugsjónin
gegnt mikilvægu hlutverki. Lýð j
ræðisþjóðfélag þarfnast því;
mótmælahreyfinga þeirra hópal
sem útundan verða, ef þá á að!
þrífast vel. i
Undirstéttin í Bandaríkjun- •
um hefur tíðast verið átakanl
lega dauf. Ég hef áður látið ií
Ijós það álit, að hún væri frá-»
hverfari byltingaráhuga en
nokkkri aðrir fátæklingar í
heimi. Hún hefur ekki verið
virkur þátttakandi í stjórnmál
um. Negrarnir í suðurfylkj-
unum hafa með ýmsu móti ver
ið hindraðir í að láta til sín
heyra, en kosningaþátttaka
þeirra hefur verið slæleg.
Flokksvélarnar hafa tíðum
hagnýtt sér þá, sem upp hafa
risið. Þeir hafa ekki sjálfir
skipulagt baráttu fyrir eigin
hagsmunum. Verkalýðshreyf-
ingin hefur verið vanmáttug.
Minna en fjórðungur launþega
er félagsbundinn. Ýmis stétta
samtök eru vanmáttugri en
vera þyrfti vegna áhugaleys-
is félaganna um málefni stétt
arinnar, og láta ráðríka ein-
staklinga ráða ferðinni.
Athafnaleys: hinna fátæku
LAUGARAS
„Fantomas"
Maðurinn með 100 andlitin.
Hörkuspennandi og mjög vfð.
burðarík ný frönsk kvikmynd
f litum og scinemascope.
Aðalhlutverk:
Jean Marais,
Myléne Demongeot
Bönnuð börnum innan 12 ára
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
GAMLA BÍÓ
, . . ....1»
Sími 114 75
Verðlaunamynd Walt Disnays
Mary Poppins
með
Julie Andrews
Dick van Dyke
íslenzkur texti
sýnd kl. 5 og 9.
Hækkað verð.
Slmar 38150 oe 32075
Spennandi frönsk njóínamynd
um einhvern mesta njósnara
aldarinnar Mata harL
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 16 ára
Danskur texti
Miðasala frá kl. 4.
Slmi 18936
Kraftaverkið
(The reluctant salnt)
Sérstæð ný amerisk úrvalskvik
mynd. Aðalhlutverkið leikur
Óskarsverðlaunahafinn
Maximilian Schell
ásamt
Richard Montalban,
Akim Tamlroff.
sýnd kl. • 7 oig 9.
Næturklúbbar
heimsborganna
endursýnd kl. 11. Aðeins þessi
eina sýning.
HAFNARBIÓ
Eiginkona læknisjns
sýnd kl. 9
Svarta skialdar-
merkið
spennandi litmynd
sýnd kl. 5.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Ó þetta er indælt strid
Sýning sunnudag kl. 20
Aðgöalgumiðasalan opin frá kl.
13.15 til 20. Simi 1-1200
sýning mánudag kl. 20.30
Aðeins fáar sýningar.
Aðgöngumiðasalan í Iðnó er
opin frá kl. 14. Sími 13191.
31:111111 ii«««■ ii mtii
KÓRAViacsBI
Slm 41985
Islenzkur texti
Banco f Bangkok
Víðfræg og snilldarvel gerð, ný
frönsk sakamálamynd i .lames
Bond-stR
Myndin sem er i Utum hlaut
gullverölaun á kvikmyndahálfð
innl I Cannes
Kerwin Mathews
Robert Hossein.
Sýnd kl. 5 og 6.
Bönnuð börnum.
Undir logandi seglum
íslenzkur texti. .
Hörkuspennandi sjóorrustu-
kvikmynd, cinemascope með
Álec Guinness
sýnd kl. 5.
Bönnuð innan 12 ára.
og undirokuðu að nokkru
sögulegar rætur að rekja til
hinna „opnu landamæra" í
vestri, og annarra eðlisþátta
bandaríska þjóðfélagsins, sem
hafa ávallt svift fátæklingana
væntanlegum leiðtogum. Negra
uppreisnin, sem orðin er aS
fjöldahreyfingu, hefur nú loks
ins ofið venjubundin dofa og
aðgerðaleysi. f framtíðinni j
veltur mikið á því, hvert aðirr!
hópar fylgja dæmi negranna og i
rísa upp til baráttu fyrir hags í
munum sínum, og hvort öllum!
þessum öflum reynist unnt að|
vinna saman. i
Síðasta árið, sem Kennedy j
forseti lifði, undirbjó hann áætl j
unina, sem Johnson forseti hef j
ur lagt fram um „.stríðið á j
hendur fátæktinni“. í ehnni j
felst djörf tilraun til að vinna;
bug á ástæðunum fyrir tíiveru j
og aukinni einangrun bandai
rísku undirstéttarinnar. Virkja j
má hinar fornu hugsjónir
Bandaríkjamanna til fram-
dráttar hugmyndinni. Efna
hagslegar og félagslegar athug
anir geta sýnt fram á, að til-
vera undirstéttarinnar hindr-
ar efnahagsþróunina verulega.
Stríðið gegn fátæktinni kostar
þjóðfélagið ekki neitt, þegar til
lengdar lætur, hækkar meira
að segja tekur meirihluta
hinna velmegandi, og eykur
ábata þeirra.
ÉG HEF annars staðar sýnt
fram á, að jafnréttishugsjónin
og hagur efnahagsþróunarinn
ar hafa aldrei áður átt jafn
fullkomlega samleið. Þessi mik
ilvægu sannindi breiðast nú ótt
$ÆJ|P@
Slm «1186
Hetjur Indlands
Stórfengleg breiðtjaldsmynd i
litum eftir Italska letKtíórann
M Camerine
Sýnd kl 9
Sautjáo
kL 7
út og halda áfram að búa um
sig í vitund bandarísks al-
mennings. Þegar styrjöldinni
gegn fátæktinni verður haldið
áfram, nær hún til mun fleiri
atriða en þeirra dreifðu og
meira og minna óskipu
legu stjórnmálaaðgerða, sem
þingið hefur tekið til meðferð
ar samkvæmt tillögum for-
setans. Bandaríkin verða knú-
in til að nálgast efnahagskerfi
fullrar atvinnu. Ekkert er eins
vel til þess fallið að efla frama
girni æskunnar og vöntun á
vinnuafli. Sé skortur á vinnu
afli, neyðast atvinnurekend
urnir til að veita æskunni tæki
færi tii starfa og þjálfunar.
Stríðið gegn fátæktinni verð
ur að leiða til breyttrar stjórn
málastefnu á öllum hinum mik
ilvægari sviðum, svo sem í land
búnaði, íbúðabyggingum, skött
um, lágmarkslaunaákvæðum
skólakerfi, heilsugæzlu o.s.frv.
Breyta verður öllu félagslega
framfærslukerfinu, og auka við
það. Styrjöldin gegn fátæktinni
verður langvinn og tekur að
minnsta kosti mannsaldur.
Lamandi áhrif arfgenginnar fá
tæktar eru svo mikilvirk, að
margt verður að gera samtím-
is. Oft kemu árangur slíkrar
félagslegrar fjárfestinga ekki
í Ijós fyrri en að löngum tíma
liðnum
Slm; 50249
Börn Grants
skipstjóra
Walt Disney kvíkmynd í litum
Hayley Mills.
sýnd kL 5 7 og 9.
T ónabíó
Slm> 31182
íslenzkur texti
Hjónaband á ítalskan
máta
(Marriage Italian Style)
Víðfræg og snilldarvel gerð, ný
ltölsk stórmynd ) litum, gerð
af snillingnum Vittorlo De Sica
Aðalhlutverk:
Sophla Loren
Marcello Mastroianni.
Sýnd kL 5, 7 og 9.
Slm> 11544
Grikkinn Zorba
(Zorba the Greek)
Grísk-amerísk stórmynd sem
vakið hefur beimsathygli og
hlotið þrenn heiðursverðlaun
Anthony Quinn
Alan Bates
Irena Papas
Llla Kedrova
Islenzkur textí.
Bönnuð bömum.
Sýnd kl. 5 og 9.