Vísir - 06.08.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 06.08.1975, Blaðsíða 1
SMRILL FÆR SAMKFPPNI UM BÍLAFLUTNINGA, ÍSLINDINGA — sjá baksíðufrétt 65. árg. — Miövikudagur 6. ágúst 1975 — 175. tbl. Galla- buxna- sumar Galiabuxur hafa sjaldan verið jafnvinsælar og i sumar. Það er lika leit á þægilegri klæðnaði. Úrvalið i verzlunum virðist nóg og úr mörgum sniðum að velja, en buxurnar kosta sannarlega orðið skildinginn. Gallabuxur fara yfir 6 þúsund krónur! Sjá Innsiðu bls. 7 Óttast að Hoffa sé ekki lífs — sjó bls. 5 • Harðnandi andstaða gegn komm- únistum í Portúgal — sjá bls. 5 • Hneykslaðir á misþyrm- ingu þjóð- söngsins — sjá bls. 2 Þokan hindraði lendingar á Reykjavíkurflugvelli - en léttir til í dag, en aftur þoka í nótt Sú mikla þoka, sem grúfði yfir Reykjavik i morgun, olli þvi, að ekki var hægt að lenda á flug- vellinum. Þokan hindraði það þó ekki, að unnt væri að fljúga frá Reykjavik. Áætlun gekk þvi ágætlega sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem við fengum hjá Flugfélagi Is- lands. I morgun var búið að fljúga til Akureyrar, Vestmannaeyja, Patreksfjarðar og Húsavikur. Keflavikurflugvöllur varð eins konar varaflugvöllur fyrir Reykjavik, en vonir stóðu til, að eitthvað færi að létta til i Reykja- vik. Og á Veðurstofunni fengum við þær upplýsingar, að þokunni létti i dag, en búizt er við, að hún grúfi sig aftur yfir I nótt. Gott skyggni veröur þó siðdegis i dag, austan gola og milt veður áfram. I morg- un var 11 stiga hiti i Reykjavik. Á Suðaustur- og Austurlandi er súld eða rigning en betra annars staðar á landinu. Hlýjast i morg- un var 15 stiga hiti, en hitinn á landinu i dag verður 15-20 stig. -EA. Laxinn kenjóttur í morgun 43% aukning ó veiði hjó Stangveiðifélagi Reykjavíkur Hann Ólafur Halldórsson er allvigalegur og tilbúinn að leggja til atlögu viö Iaxinn. Það er hins vegar Valter Vogely tengdasonur hans, sem hefur stöngina í augnablikinu, og laxinn lætur standa á sér. ,,Ég tapaði einum áð- an. Hann hefur tekið fluguna of naumt”, sagði ólafur Halldórs- son hjá L.í.ú. er við röbbuðum við hann upp við Elliðaár i morgun þar sem hann renndi fyrir laxinn ásamt dönskum tengdasyni sinum Valter Vogely. Valter stóð út i miðri á, svo að við áræddum ekki að trufla hann, en einn beit á meðan við stóðum við. En þvi miður hann lét vera að gleypa hinn girnilega maðk og slapp með skrekkinn. Annars voru þeir ekkert glað- hlakklegir veiðimennirnir, sem vð hittum, þrátt fyrir afbragðs- veiðiveður þoku og súld. Engan laxinn sáum við vera kominn á land. Hins vegar veiddust 22 fyrir hádegi i gær i Elliðaánum og 12 eftirhádegi. En dagurinn var svo sem ekki liðinn og laxinn kenjótt- ur. Hann gat farið að taka grimmt eftir að við höfðum yfir- gefið staðinn. Barði Friðriksson formaður Stangaveiðifélags Reykjavikur fræddi okkur á þvi, að úr öllum ám félagsins, sem eru 11, hefðu verið komnir á land 31. júli 4000 laxar á móti 2800 i fyrra. Sem sagt 43% aukning. Úr Elliðaánum og Leirvogsá var talan 1325 i ár. í fyrra 1060. 25% meira nú en þá. 2. ágúst veiddust 40 laxar i Leirvogsá á 3 stengur. INorðurá, Grimsá og Gljúfurá höfðu veiðzt 2384 laxar 31. júli, en I fyrra á sama tima 1635. 46% apkning. 1 Stóru-Laxá i Hreppum hafði aukningin orðið 146%. 292 komnir i ár, en 122 i fyrra. Seyði hafa verið sett i allar ár stangveiðifélagsins. Árið 1973, sem hefur verið bezta laxveiðiár til þessa, veiddust yfir sumarið 8160 laxar. — EVI Lœtur af ritstjórastarfi Jónas Kristjánsson, sem verið hef ur ritstjóri Vísis undanfarin ár, læt- ur nú af þvi starfi. Jónas tók við ritstjórn blaðsins árið 1966. 1 ritstjóra- tið hans hefur blaðið tekið al- gjörum stakkaskiptuni, ný prenttækni verið hagnýtt og útbreiðsla þess aukizt og veg- ur þess vaxið jafnt og þétt. Með skrifum sinum hefur Jónas vakið athygli á ýmsum þjóðfélagsmglum, sem önnur blöð almennt ekki hreyfa við. Við þessi timamót færir stjórn Reykjaprents h.f. Jónasi beztu þakkir fyrir störf hans i þágu blaðsins og óskar honum gæfu og gengis I störf- um á nýjum starfsvettvangi. Stjórn Reykjaprents h.f. Jónas Kristjánsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.