Vísir - 06.08.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 06.08.1975, Blaðsíða 3
Visir. Miðvikudagur 6. ágúst 1975 3 33 fórust á sjónum órið 1974 Alls urðu 266 slys á sjó á árinu 1974, samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar sjóslysa. Þrjátiu og þrir biðu bana af völdum þessara slysa, þar af drukknuðu 12 en 21 lét lífið af öðrum orsökum. — ÓT. Misjafnlega strangt eftirlit — með börnum í sumardvöl ,,Ef kvartanir berast ber okkur að kanna aðbúnað,” sagði séra Gunnar Arnason, starfsmaður barnaverndarráðs. Það hefur eftirlit með starfsemi sumarbúða og sumardvalarheimila barna. Hver sá sem viH reka slikt heimili verður að sækja um leyfi til menntamálaráðuneytisins. Það veitir þó aldrei leyfi fyrr en barnavemdarráð hefur fjallað um málið. „Leyfið er þó aldrei veitt nema i eitt ár,” sagði Svandis Skúla- dóttir, sem hefur með þessi mál aö gera i menntamála- ráðuneytinu. Hún kvað það þó ekki vera algengt að synjað væri um endurnýjun. Oftast vildi fólkið fá að hafa aðeins fleiri börn en reglurnar leyfðu og þá væri ekki um annað að gerá fyrir það en fækka við sig. A hverju sumri eru þær búðir og þau heimili, sem fengið hafa leyfi, heimsótt og börnin, sem og allur aðbúnaður er athugaður. .Valdsvið barnaverndarráðs virðist þó ekki ná til allra þeirra aðila sem hafa börn til sumar- dvalar. Þannig reka ungmenna- félögin, undir yfirumsjón UMFt, sumarbúðir um allt land án þess að sótt hafi verið um leyfi til menntlamálaráðuneytisins. Ungmennafélögin ætla sér þvi sjálf að annast eftirlit með allri starfsemi. Sama er að segja um flokka þá sem fara til iþrótta- iðkana að Leirá. Þar rekur Sig- urður R. Guðmundsson iþrótta- skóla, þar sem börn á aldrinum 9- 16 ára eru við iþróttir og leiki. Sá skóli virðist ekki heldur hafa þurft á leyfi að halda og þar af leiðandi er ekkert eftirlit af hálfu barnaverndarráðs með starf- seminni þar. -BÁ Rannsóknarnefnd sjóslysa: STRÖND VEGNA KÆRU- LEYSIS ERU OF TÍÐ — Eldvörnum óbótavant Hreint kæruleysi er alltof oft bein orsök þess að skip og bátar stranda, að sögn Rannsóknar- nefndar sjóslysa. I nýút- kominni skýrslu nefndar- innar fyrir árið 1974 lýsir hún áhyggjum sínum af þessu. Það virðist algengt að aðeins einn maður sé hafður á vakt, þótt hann hafi hvorki skipstjóra- né stýrimannsréttindi. Telur nefndin slíkt með öllu óverjandi. t skýrslunni er einnig fjallað um veltur loðnuskipa og elds- voða. Um fyrra atriðið segir að veltur skipa með loðnufarm sýni glögglega, hversu nauðsyn- legt sé að frágangur sé góður i lestum skipa og að haft sé vak- andi eftirlit með stöðugleika þeirra. Oftast sé erfitt að segja til með vissu um orsök slysa af þessu tagi, en ljóst sé þó, að annað tveggja komi til greina: stöðugleika hafi verið áfátt eða skilrúm i lest látið undan. Um eldsvoða segir i skýrsl- unni að tiðni þeirra gefi tilefni til að álykta að eldvarnir um borð i skipum séu ekki eins og skyldi. Sérstakur kafli er um skuttog- ara og öryggismál þeirra. Nefndin fagnar árangri, sem náðst hefur, en segir að enn sé þó langt i land. — ÓT. í Ólafsvíkurenni: Fjórveiting fyrir vegsvalir fœst ekki í tilefni frétta í fjölmiðlum um hættu af grjóthruni og stórum björgum, sem slúta fram yfir sand- steinsvegginn, sem veg- urinn undh* Ólafsvikur- enni „liggur utan i”, þá hafði Visir samband við verkfræðing Vega- gerðar rikisins, Jón Birgi Jónsson. Hvað hefði skeð ef þessir grjóthnullungar hefðu ient á þaki fólksflutningarbifreiðar? En á myndinni má sjá hluta af því grjóti, sem hrundi ofan á veginn við ólafsvikurenni á laugardaginn. Sagði Jón Birgir, að gerð hefði verið áætlun um gerð svokallaðra vegsvala úr steinsteypu, til að hindra grjóthrun, bæði fyrir Ólafsfjarðarmúla og Óshliðar- veginn milli Hnifsdals og Bolungarvikur. En þessir vegir eru taldir hættulegri en vegurinn undir Ólafsvikurenni, að sögn Jóns Birgis. Sagði hann, að ekki hefði fengizt f jármagn á siðasta þingi, til að gera þessar vegsvalir, þvi að slikar framkvæmdir væru mjög kostnaðarsamar, t.d. ef borinn væri saman kostnaður við brúargerð miðað við brúarlengd. Ennfremur sagði Jón Birgir, að net, sem hindruðu grjóthrun, hefðu verið notuð hér með prýði- legum árangri, en slik net eða vegsvalir gætu auðvitað ekki haldið heilum björgum eins og slúta yfir veginn undir Ólafs- vikurenni. -HE. „Makir stórfé — Kristilegir stúdentar halda stœrstu norrœnu rúðstefnuna til þessa í Laugardal í gullkistu ríkisins" „Þessi ráðstefna er án efa einn af meiri háttar viðburðum i islenz.kri kristni á þessari öld. Þetta er þvi kirkjusögulegur at- burður. En það er ekki nóg með að allir hafi af mótinu andlega blessun. Það er liklegt að ráð- stefnan mali ekki alliítið fé i gullkistu Matthiasar fjármála- ráðherra. Ef reiknaður er ein- ungis flugvallarskatturinn, má gera ráð fyrir yfir 3 milljónum i rikiskassann. Það er heidur ekki óliklegt að yfir 50 milijónir i beinhörðum gjaldeyri falli i Matthiasarkirnuna fyrir tilstilli mótsins”. ' Það eru blaðafulltrúar Nor- ræns kristilegs stúdentamóts, sem hér hefst i dag, sem þetta segja. Stendur það til 12. ágúst. Norrænu kristilegu stúdentafélögin halda mótið, en það er Kristilegt stúdentafélag, sem sér um framkvæmdahlið þess. 1 fyrradag komu hvorki meira né minna en 250 útlendingar til landsins vegna mótsins, og i gær var gert ráð fyrir um 800 út- lendingum. 1 dag er svo gert ráð fyrir 100. Það eru Flugleiðir sem sjá um flutningana og eru þetta mestu hópflutningar félagsins frá upphafi. Vélar félagsins verða að mestu bundnar við þessi störf i nær tvo sólarhringa. Þetta er stærsta norræna ráð- stefna á Islandi til þessa, enda verður IþVóttahöllin i Laugardal aðalmiðstöð mótsins. Er búizt við að yfir 2000 manns sæki samkomurnar þar. Þátttakendur eru á fjórtánda hundraö, þar af eru islenzkir 160 að tölu. Búa erlendu gestirnir i skólum i nágrenni Laugardals- hallarinnar, t.d. Armúlaskóla, Laugarnesskóla og viðar. Nokk- ur hundruð munu einnig búa á einkaheimilum. A mótinu, sem kallast Iteykjavik ’75verða samkomur opnar almenningi. Hefjast þær kl. 20.30 á kvöldin. Fyrirlesarar á mótinu eru margir þekktustu kirkjumenn á Norðurlöndum, m.a. biskup Islands: Yfirskrift mótsins er: „Orð Guðs til þin”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.