Vísir - 06.08.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 06.08.1975, Blaðsíða 2
2 Vlsir. Miðvikudagur 6. ágúst 1975 VÍSIR SP7R: LESENDUR HAFA ORÐIÐ — Hvert tórstu um verzlunarmanna- helgina? Ragnhiidur Dagmar Hannesdótt- ir, 8 ára: — Ég fór eitthvað upp i sveit með pabba og mömmu, frænda minum, ömmu og frænku. Ég veit ekki, hvað þaö heitir sem við fórum en við lögðum af staö kl. 8 á laugardagsmorgun og svo keyrðum við bara og keyrðum. Elin Helena Bjarnadóttir, 9 ára: — Ekkert. Mig langaði upp i sveit, þvi að það var ekkert skemmti- legt að vera bara heima. Svavar Jónsson, trésmiöur: — Norður i Skagafjörð. Þar vorum við alla helgina hjá skyldfólki. Það var litið um skemmtun, en þetta var góð afslöppun. Karl Valgeir Jónsson, kennari: — Ég lúrði og kúrði I sumarbústað minum við Þingvallavatn. Við gerðum það fjölskyldan, slöppuð- um af og söfnuðum kröftum. Þórunn Þóröardóttir, fararstjóri: — Ég var sem fararstjóri I Þórs- mörk. Það var ágætt veður, hlýtt og gott en svolitil rigning. Kolbrún Steinsdóttir, skrifstofu- stúlka: — Ég fór á Laugarvatn og var þar i sumarbústaö með kunn- ingja minum. Jú, það var reglu- lega gaman. RÍKIÐ OG ÁFENGIÐ: Að auglýsa eigið okur Halldór Pétursson (ekki teikn- ari) skrifar: ,,A tslandi hafa gefizt og gefast enn mörg tækifæri til að skammast sin fyrir að vera íslendingur. Yrði of langt mál að telja upp hér hin mýmörgu dæmi. En i gær, 30. júli, kl. 20.00 hefi ég undirritaður aldrei ósk- að þess eins heitt að geta sokkið ofan i jörðina: hverfa. Staður: Laugardalsvöllurinn i Reykja- vik. Tilefni: Þjóðsöngvar Rúss- lands og íslands við upphaf landsleiks milli fyrrnefndra þjóða. Áður en leikurinn hófst, höfðu margir vallargestirorð á þvi, að engin lúðrasveit væri á vellinum til að skemmta vallargestum, likt og lúðrasveit Kópavogs hef- ir gert með miklum sóma á sið- ustu landsleikjum, sem leiknir hafa verið á Laugardalsvellin- um. En það var ekki yfir þvi að fárast, liklega blési hann heldur of köldum á unglingana til að forsvaranlegt væri að þeir stæðu úti, — eða hitt, að nú hefði átt að spara og nota grammó- fóninn i staðinn. Leikmenn stilltu sér upp ásamt dómara og linuvörðum. Svo hófst leikur þjóðsöngs Rússlands i gegnum hátalarakerfi vallarins. Vallar- gestir stóðu á fætur eins og vera ber, en greinilegt er að hinum óklipptu lögregluþjónum, sem þarna voru staddir, hefir enn ekki verið kennt að ,,gefa honnör” við leik þjóðsöngva. Svo hófst hryllingurinn. Þjóð- söngur Rússlands kom falskur út úr kerfinu, en þó tókst að merja hann i gegn. En þaö var ekki allt búið enn. Nú leituðu vallarstarfsmenn að plötunni með þjóðsöng íslands og fundu hana loks. En strax i upphaíi hans kom i ljós að hann var helmingi verri en sá rússneski, þ.e. rammfalskur. 1 barnaskap sinum héldu vallarstarfsmenn, að fónninn væri stilltur á rangan hraða og stilltu þvi á 45 snún. eða jafnvel 78 snún. Allir, sem hafa heyrt 33 snún. plötu leikna með 45 snún. hraða, vita hvað það þýðir, — en þetta var nú einu sinni þjóðsöngurinn okkar sem þarna var verið að lim- lesta, — fyrir framan erlenda gesti og blaðamenn. Margir hlógu. Aðrir (og þeir voru fleiri) kiknuðu i hnjáliðunum, settu hettur úlpna sinna vel yfir höfuðið, eða bara litu niður á tær sér og óskuðu þess heitt og innilega, að þeir gætu horfið niður um gólfið i stúkunni, eða þar sem þeir voru staddir á áhorfendapöllum. Svo tilkynnti rödd (liklega vallarstjóri) að vegna þess að platan með þjóð- söngnum væri biluð, væri ekki hægt að leika hann til enda . En allir, sem á hlýddu vissu að platan var ekki biluð, heldur grammófónninn. Einhver heyrðist segja: ,,Ef vallarstjóri LaugardalsvallarinS hefði ver- ið i Rússlandi, væri hann ekki vallarstjóri á morgun., heldur númer i eyjaklasanum Gulag. Mér er spurn: Hvers vegna voru tækin/plöturnar ekki reyndar FYRIR leikinn, ef einhver vafi lék á um gæði þeirra??? Hvers vegna lék ekki lúðrasveit þenn- an dag? Hverjar eru skýringar vallarstjóra á þessu hneyksli?? En eins og alltaf er með opin- bera starfsmenn á fslandi. Eng- inn er ábyrgur, likt og með hafnargarðinn i Grimsey — sællar minningar. Og nú biða 10.000 vallargestir eftir svari!!” Vallorstjóri Laugardalsvallar númer í eyjaklasanum Gulag „Nú er VERZLUNAR- MANNAHELGIN um garð gengin, guði sé lof, og um leið hinar mjög svo ósmekklegu til- kynningar og fréttir frá skemmtistöðunum um mikla ölvun eða litla á tilteknum skemmtistöðum, um góða eða slæma hegðun mótsgesta, um litil eða engin slagsmál, og um það hve margar flöskur hafi verið hirtar af fólki o.s.frv. Allt þetta er sent á öldum ljós- vakans út um byggðir landsins, um leið og lesnar eru I útvarp- inu tilkynningar (auglýsingar) um hitt og þetta mót, þar sem eftirsóttar hljómsveitir eigi að leika, allt til þess að laða að unglinga og aðra ferðamenn. Mikið skelfing er þessi lestur leiðinlegur og um leið ósmekk- legur, en Rikisútvarpið hefur af þessu tekjur, og þá er tilgangin- um náð. Islendingar drekka allt of mikið af áfengi (miðað við fólksfjölda) á ári hverju, en ein- hvers staðar hlýtur drykkja þessa magns áfengis að fara fram, það getur ekki farið fram hjá nokkrum manni. t fjölmiðlum svonefndum, blöðum og útvarpi, eru birtar skýrslur um áfengisnot lands- manna, svona nokkurn veginn mánaðarlega og er Afengis- varnaráð borið fyrir þessum upplýsingum. Um leið eru svo birtar tölur um áfengisnotkun- ina fyrir ári siðan. Koma þá fram skuggalegar tölur i is- lenzkum krónum, en sem minnst látið á þvi bera, að áfengi hafi hækkað um svo og svo mörg prósent á þessu tima- bili. Þetta er vægast sagt mjög mikil smekkleysa, og á auðvitað ekki að birtast eða lesast, hvorki fyrir íslendinga og alls ekki til lestrar fyrir útlendinga, sem ekkert varðar um innan- landsmál okkar. Áfengiskaup þjóðarinnar að. krónutölu eru allt of mikil, en áfengið, sem hið opinbera selur, hefur undanfarið hækkað gifur- lega, og eru kaup áfengis nú aðeins möguleg efnuðum for- réttindamönnum. Áfengisneyzla þjóðarinnar mun hins vegar hafa hækkað sáralitið, ef þá nokkuð. Viðskiptavinir áfengisverzl- unar rikisins (Rikissjóðs) eru ákafiega margir, og mér finnst það sérstaklega ósmekklegt, að rikið skuli i eigin fjölmiðli, Rik- isútvarpinu, vera að auglýsa fyrir alþjóð hvernig kúnnarnir nota þessa okur-dýru vöru, sem það sjálft selur. Það er alveg áreiðanlegt, að áfengisneyzla þjóðarinnar minnkar ekki með þeim auglýs- ingaaðferðum, sem mátti heyra i Rikisútvarpinu núna fyrir verzlunarmannahelgina, heldur munu þær frekar gera áfengis- neyzluna meira spennandi, a.m.k. fyrir unglinga. Afengið og neyzla þess hefur fylgt manninum frá ómuna tið og áfengi verður ekki upprætt með boðum og bönnum, þvi miður. Mér var sögð saga um mann, sem var alger bindindismaður, og sem hafði marga menn i vinnu, sjómenn, sem skvettu stundum i sig — eins og gengur. Það kom að þvi, að greiða skyldi atkvæði um það, hvort áfengisútsölu skyldi opna i plássinu, og viti menn, þessi „Þjóðsöngvahneykslið" Tiður vallargestur hringdi: 1. Hvers vegna er algengt, að nöfn islenzku leikmannanna séu lesin á undan nöfnum gesta eins og almennt er gert á Laugardalsvelli, þegar erlend lið leika þar? Væri ekki kurteislegra að lesa nöfn gestanna fyrst? 2. Hvers vegna lék lúðrasveit ekki á landsleiknum við Sovét- rikin? Aðgangseyrir var þó hækkaður um 30%. 3. Hvernig afsakar stjórn Laugardalsvallar „þjóð- söngvahneykslið” á lands- leiknum við Sovétrikin? 4. Hve lengi ætlar stjórn vali- arinsað halda áfram að skáka drengjum, sem sækja völlinn, út i horn á stúkunni eins og um einhvern óæðri lýð væri að ræða? Mig langar til að fá svör sem fyrst frá þeim, sem stjórna daglegum rekstri Laugardals- vallarins. annars bindindismaður greiddi þvi atkvæði að opna áfengisút- sölu á staðnum! Hann sagði kunningja sinum' þannig frá: Sko, ef strákarnir geta keypt eina flösku i einu i vinbúðinni, þá eru þeir bara fullir i einn dag (fridaginn), en ef þeir panta sér áfengið, er talsvert magn pant- að, og fridagarnir verða bara fleiri. Mérdattþetta (svona) ihug. 7877—8083” Átti að stuðla að vasa- pelafylleríi í Eyjum? Reykvizkur þjóðhátiðargestur Eyjamanna spyr: „Hvernig getur einn maður tekið á sig þá ábyrgð að banna vinveitingar á eina löglega vin- veitingastaðnum i Vestmanna- eyjum, Hótel Vestmannaeyj- um? Var hugmyndin sú að nauð- synlegt væri að allir stunduðu vasapelafylleri? Eða átti að fyrirbyggja allt slikt með lokun Áfengis- og tóbaksverzlunar rikisins i Eyjum?”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.