Vísir - 12.08.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 12.08.1975, Blaðsíða 7
Visir. Þriöjudagur 12. ágúst 1975 7 cyflenningarmál Ekkert t\\ að kvefast út af Paul Kersey (Charles Bronson) reynir aö draga aö sér athygli árásarmannanna til þess eins aö geta skotiö þá niður meö köldu hlóði, ef þeir gerast of næ-rgönguHr. HASKÓLABÍÓ „Death Wish” ♦♦ Leikstjóri: Michael Winner Aðalleikendur: Charles Bron- son, Hope Lange og Vincent Gardenia. Vonbrigði var það eina, sem myndin „Death Wish” skildi eftir hjá mér. Eftir mikið umtal og töluvert af hrósi erlendis átti maður von á einhverri opinber- un. í myndinni „Death Wish” hafa leikstjórinn Michael Winner og leikarinn Charles Bronson enn einu sinni tekið höndum saman. Aður hafa þeir meðal annars gert myndirnar „The Mechanic” og „Stone Killer”, sem er ári eldri en þessi. 1 báðum myndunum leik- KVIKMYNDIR Umsjón: Jón Björgvinsson ur Bronson steinrunninn drápara eins og nöfnin reyndar bera með sér. Þegar Michael Winner tekur sig til upp á eigin spýtur hefur hann náð öllu meiri árangri eins og myndirnar „The Night- comers” með Marlon Brando og „Scorpio” með Burt Lancaster og Alain Delon bera með sér. Báðar voru þær myndir sýndar hér um siðustu áramót. Myndin „Death Wish” hefur einkum vakið athygli fyrir boð- skapinn, sem hún setur fram og leik Charles Bronson, sem er hér örlitið þýðari en vanalega. Boðskapur myndarinnar og efni er spurningin um, hvort of- beldi megi stöðva með ofbeldi. Myndin gerist i New York borg. Afbrotamenn hrella varnar- laust fólk á götum úti. Á heimil- um sinum er fólk ekki heldur ó- hult. Ráðizt er inn á heimili arkitektsins Paul Kersey (Charles Bronson) og konu hans og dóttur misþyrmt. Afleið- ingarnar eru þær, að Kersey, sem verið hefur andvigur öllu ofbeldi til þessa, ákveður að gripa sjálfur til hrottalegra að- gerða gegn afbrotamönnum borgarinnar. En það er langt frá þvi, að hér kveði við nýjan tón. Sagan um lögreglumanninn, sem gafst upp á þvi að brjóta glæpamenn á bak aftur með löglegum að- gerðum og tekur að vinna sam- kvæmt eigin ofbeldislögum, hef- ur verið vinsæl meðal kvik- myndahöfunda að undan- förnu. „Dirty Harry” og „Magnum Force” heyra til slikra mynda og jafnframt er efni áðurnefndrar „Stone Killer” af svipuðum toga. Efnisrásin i myndinni „Death Wish” er óvenju grófgerð og til- gangur atriða, sem eru að undirbúa jarðveginn fyrir það sem koma skal,falla ekki nógu vel inn i heildarmyndina til að skapa tilætluð áhrif. Þannig hefur hið friðsæla at- riði i opnun myndarinnar, þar sem Paul Kersey er sýndur með elskandi konu sinni, augljóslega þann tilgang, að réttlæta sökn- uðinn, þegar kona hans deyr skömmu siðar. Þá er jafnframt allt gert til að hella yfir áhorfandann tölum og staðreyndum um ofbeldis- verk i New York. Slik lögmál auglýsingakvikmynda eiga vart heima hér. Þá er i myndinni að finna of margar endurtekningar, sem koma i veg fyrir að spennan nái sér nokkru sinni verulega á strik. Þegar sakamálamynd er tek- in að vetri til i New York hugs- ar maður sjálfkrafa til mynd- arinnar „The French Connection”. Með þvi að bjóða upp á svipuö atriði og þar sáust á nokkrum stöðum, til dæmis atriðið i neðanjarðarlestinni, býður leikstjórinn til frekari samlikingar. Winner tekst ekki að leiða á- horfandann jafn nálægt veru- leikanum og leikstjóra „The French Connection”. Þótt drepandi kuldi hafi t.d. verið i New York, er kvik- myndatakan fór fram skynjar áhorfandinn hann mjög takmarkað. Aftur á móti lá við, að áhorfendurnir kvefuðust við að horfa á kuldaatriðin i „French Connection”. Vissir vankantar koma þó ekki i veg fyrir, að kvikmyndin veiti þokkalega kvöldskemmt- un. Leikstjórn Michael Winner hefur gjarnan verið trygging fyrir þvi. Kvikmyndahúsið vill hins vegar sem minnst úr þvi gera, að hann hafi átt nokkurn hlut að máli og getur hvorki leikstjóra né raunverulegs nafns myndarinnar i auglýsingu sinni. „Auga fyrir auga” heitir sú mynd i auglýsingunni, sem umtal hefur hlotið erlendis undir nafninu „Death Wish”. Þótt forráðamenn Háskóla- biós fylgist takmarkað með i kvikmyndaheiminum mega þeir ekki ganga út frá þvi sem visu, að hið sama gildi um gesti þeirra. Saga um ítalska fjölskyldu STJÖRNUBÍÓ „Mafia” -K-K Leikstjóri: Leopoido Torre Nils- son Aðalieikendur: Alfredo Aicon, Thelma Biral og José Salvin. Þrjár italskar kvikmyndir eru á tjöldum kvikmyndahúsanna þessa dagana. Tvær myndanna eiga fátt skylt við italska kvikmyndagerð og þvi freistast maður til að halda að sömu sögu sé að segja um þá þriðju, myndina „Mafia” i Stjörnubió, sem unnin er af ítölum en dreift af Columbia. í stað þess að gera ofbeldis- verk að aðalboðskap sinum, reyna höfundar myndarinnar að draga upp sanna mynd af Mafiuforingjanum Don Chicho og fjölskyldu hans i bænum Rosario i Argentinu i kringum 1930. Ofbeldisverk eru aðeins bak- grunnur myndarinnar. I for- grunni er ástarsaga ungs og framagjarns Itala og ungrar stúlku, dóttur Don Chiho. Gegnum samband þeirra kynn- umst yið jafnframt lifsskoðun og háttum italsk föður og ættar- höfðingja, Don Chicho, saman- ber upphafsatriði myndarinnar, er sýnir konu hans og dóttur færa hann I fötin sem auðmjúkir þjónar. Likt og i efnisuppbyggingu sumra tslendingasaenanna og jafnframt leikrita Shakespeare fylgjumst við með þvi, hvernig framagirni unga mannsins dregur hann niður i svaðið og loks i sjálfan dauðann. Um leið og ungi maðurinn, Luciano Benoti, leikinn af Alfredo Alcon, óhlýðnast skipunum yfirmanns sins i Mafiunni og flekar siðan dóttur hans skynjar áhorfandinn að stoðir italska samfélagsins hrikta og aðeins ein endalok biði Benoti. Umgjörð myndarinnar er vönduð og leikur þýður. Myndin „Mafia” er kvikmynd sem kom mér á óvart og bauð upp á meira en ég reiknaði með fyrir- fram. Sköburstarinn flytur Luciano (Alfredo Alcon) slæm tiðindi. Mundi sóma sér vel á þrjú-bíó TÓNABIÓ „Með lausa skrúfu” (Providence and Hurricane Kid) Leikstjóri: Giulio Petroni Aðalhlutverk: Tomas Milian og Gregg Palmer Slangur af misjafnlega skop- legum hugmyndum er kjarninn, sem höfundar „Með lausa skrúfu” spunnu kvikmynd sina utan um. Siöan Trinity bræður litu dagsljósið hefur linan verið sú i „spaghetti vestrunum” að reyna að gera þá gamansama, bófana góða inn við beinið og aðalsöguhetjurnar eins ókúrekalegar og hugsast getur. Auk þess er ofbeldi og kynlifi stungið ofan i skúffu og eru þvi þarna yfirleitt komnar ágætis þrjú-bióa-kvikmyndir. Italarnir riða helzt ekki um á hestbaki likt og aðrir kúrekar nú orðið. Trinity lætur sinn hest draga sig áfram á börum og hetjan okkar I þessari mynd, Providence, lætur fjögur villt hross draga sig áfram i hús- vagni með öllum þægindum og óþægindum. Providence (Tomas Milian) leitar uppi sakamenn, sem fé hefur verið sett til höfuðs. Honum er eink- um annt um hinn ruddalega Hurricane Kid (Gregg Palmer), Þetta er hetjan okkar Providence i fullum skrúða. sem hann lætur setja inn fyrir fúlgur fjár og hjálpar svo að flýja sitt á hvað. Þarna eru þvi mættar litla og granna tipan og sú stóra og feita likt og i Trinity flokknum. Ekki vil ég fortaka, að þessi Pro- vidence mynd sé annað hvort upphafiö eða endirinn af flokki mynda um sömu kappana, þótt sú, sem nú er sýnd, sé sú fyrsta, sem hingað berst. „ Efnið er einfalt, kimnin ristir ekki djúpt og leikurinn er slæm- ur. Itölunum er þetta ljóst. En þeim er einnig ljóst, að alltaf kemur viss hópur manna til að lita á þessa framleiðslu, lika hér á landi. EOH ismmaagaffiffgagB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.