Vísir - 13.08.1975, Blaðsíða 5
Umsjón Guðmundur Pétursson
Vlslr. Miövikudagur 13. ágiist 1975
ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND
5
ólagan og óróin ráöa rlkjum f Portilgal þessar vlkurnar — og fjöldinn
lætur óánægju sina meö stjórn landsins birtast I aöförum á skrlfstofur
kommúnista. Þessi tvö ungmenni eru aö brenna flokksfána
kommúnista i Braga.
Goncalves lœtur
ekki hagga sér
Herlögregla meö
stálhjálma á höfði og
vélbyssur i hendi fékk
afstýrt meiriháttar
árekstri kommúnista
og jafnaöarmanna i
bænum Evora i suöur-
hluta Portúgals i gær.
Varö lögreglan aö
ganga á milli, þegar
minnstu munaöi, aö
kröfugöngum beggja
aöila iysti saman á
aöalgötu bæjarins.
A meöan óánægja óbreyttra
borgara birtist þannlg dag eftir
dag i óeiröum og uppþotum hér
og hvar um Portúgal, hafa ýms-
ir foringjar hersins, sem óar
offors kommúnista, reynt aö
þjarma aö Vasco Goncalves for-
stætisráöhorra og fá hann til aö
segja af sér.
Þessum tilraunum hinna hóf-
samari afla hersins hefur veriö
mætt meö uppsögnum foringj-
anna og hörku. Talsmaöur for-
sætisráöherrans lét eftir sér
hafa i gær, uö Goncalves væri
óhagganlegur.
Fyrir dyrum stendur þó fund-
ur yfirmannu flestra deilda
hersins. A honum veröur fjallaö
um áætlun, sem Carvalho, hers-
höföingl, og annar meöráöherra
Goncalves ku vera höfundur aö.
Hún mun fela i sér tilraunir til
aö reyna aö fá hln striöandl öfl 1
Portúgal til þess aö samelnast
um eina stjórn. En elns og
kunnugt er hafa jafnaöarmenn
og alþýöudemókratar, tveir
stærstu stjórnmálaflokkar
landsins, neitaö aö ganga til
samstarfs viö kommúnistaöflin
I hernum um myndun stjórnar,
meöan ekki er meira tlllit tekiö
tll þeirra sjónarmiöa en hlngaö
til hefur veriö gert.
Erlendir fréttamenn I Portú-
gal hleruöu I morgun aö i þess-
ari nýju áætlun Carvalho komi
fram gagnrýni jafnt á Jafnaöar-
menn og kommúnista, og þá þar
á meöal sjálfan Goncalves for-
sætisráöherra.
Beitti sér fyrir því
að Solzhenitsyn fœri
ekki í fangelsi
Henry Kissinger, utan-
ríkisráðherra Bandaríkj-
anna, lét eftir sér hafa [
gærkvöldi, að hann hefði
beitt áhrifum sínum við
Sovétstjórnina til þess að
hún hneppti ekki Solzhenit-
syn i fangelsi í fyrra.
Eins og menn minnast var Sol-
zhenitsyn handtekinn 1 febrúar i
fyrra vegna andstööu sinnar viö
stjórnina og berorö skrif sin um
þrælafangabúöir, óttuöust menn,
aö hann hyrfi enn einu sinni á bak
viö fangelsismúra, en þá skyndi-
lega ákváöu stjórnvöld aö reka
hann úr landi.
Þaö hefur veriö' fjölmiölum
nokkurt umtalsefni á slöustu vik-
um, aö Solzhenitsyn, sem veriö
hefur á fyrirlestraferö I Banda-
rikjunum, var ekki boöiö til
Hvita hússins, eins og mörgum
heföi þótt vert um svo merkilegan
mann. Mörg eru dæmin um aö
forsetar Bandartkjanna hafi
heiöraö gesti þar i landi meö siik-
um heimboöum.
Menn hafa legiö Ford forseta á
húlsi fyrir aö hafa ekki — eins og
þeir oröa þaö — þoraö aö bjóöa
Solzhenitsyn til Hvita hússins,
vegna undirritunar öryggissátt-
málans, sem þú stóö fyrir dyrum.
Yfirlýsing Kissingers utan-
rikisráöherra i gær kom I kjölfar
þessara umræöna og neitaöi hann
um leiö þvi, aö nokkuö væri hæft i,
aö hann heföi gert samkomulag
viö sovézka ráöamenn um, aö
Solzhenitsyn yröi ekki veitt mót-
taka 1 Hvlta húslnu. Sagöi hann,
aö slikt væri fjarstæöa.
TOKU TUTTUGU
SMÁLESTIR AF
FÍKNIEFNI
Mexíkanskur herflokkur
lagði hald á bandaríska
flugvél, sem komið var að
á afskekktri fjöru. Fund-
ust í henni 20 smálestir af
maríjúana.
Þessi óhugnanlegi farmur er
talinn vera jafnviröi 800 milljóna
króna ú eiturlyfjamarkaönum i
Mexikó, og jafnvel enn meira, ef
hann væri kominn I hendur flkni-
efnasala i Bandarikjunum.
Hermennirnir handsömuöu tólf
menn hjú flugvéllnni, nokkra
Bandarikjamenn og nokkra opin-
bera embættismenn héraösins,
sem virtust vera I vitoröi meö
smyglurunum.
Örmagnast af hita
Mlkll hltubylgja hefur genglö
yllr meginlundlö undanfarna Afrlku, leltar hælU I svalandl.
dagu og jafnvel vlkur. 35 stlga vatnl dýrugaröslns I Waller-
hlti orkar lamandi á fólk og státten I Þýzkulandl þur sem
'Nkcpnur, svo aö jafnvel konung- hefur vcrlö hvuö heitast slöustu
ur (lýranna, œttaöur sunnan úr daga.
Nlxon forsetl og Mao Tse Tung formaöur, Myndin er frá heim
sókn Nlxons tll Klnu.
Nixon boð-
ið að heim-
sœkja Kína
aftur?
Mao Tse Tung, formaöur kfn-
vcrska kommúnlstaflokkslns,
mun hnfa boölö Rlchard Nixon,
fyrrum forseta Bandarfkjanna,
uö helmsækja Kina aftur sem
dbrcyttur borgarl — cftir þvl
sem greinarhöfundurinu Jack
Anderson heldur fram I fasta-
dálkl slnum I Washlngton Post.
„Nlxon hefur ekki þeglö boö-
lö, vegna þcss aö hann vlll IJúka
vlö aö skrlfa mlnnlngar slnar,
áöur en hann léttlr elnungrun
sinni I San Clemente," skrlfur
Anderson.
Sat í fangelsi vegna falsaðra sannana
Maður, sem fangetsaður
var á fölsuöum sönnunar-
gögnum, hefur sætzt á aö
fá skaðabætur, sem nema
750 þúsund dollurum. Eru
þaö einhverjar hæstu bæt-
ur, sem um getur, að veitt-
ar hafi veriö fyrir þannig
skaöa.
37 ára gamall vörubllstjóri i
Los Angeles, William dePalme,
sat tvö og húlft ár i fangclsi,
dæmdur fyrir bankarán. Hann
fékk 15 ára dóm, þogar lögreglu-
liöþjálfi bar þaö fyrir rétti, aö
fingraför bllstjórans heföu fund-
izt á afgreiösluboröi bankans.
En mállö var tekiö upp aftur,
þegar upp komst aö liöþjálfann i
ööru máll, sem hunn haföi rann-
sukaö og falsuö sönnunargögn.
Fingrafarasérfræölngar komust
aö raun um, aö sannanirnar gegn
dePalme 1971 heföu lika veriö
falsaöar.
DcPalme sagöi eftir sættina vlö
bankastjórnina, aö jafnvel þessar
háu bætur gætu aldrei vegiö upp á
móti þvl, sem hann heföi orölö aö
gunga I gegnum, réttarhöldin,
fangcisisvistina o.ll.