Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Vísir - 13.08.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 13.08.1975, Blaðsíða 7
Vísir. Miðvikudagur 13. ágúst 19 Hvernig á fólk að léttast? —Hvað er áhrifaríkast, megrunarkúrar lyf, tœki? sé stór hópur manna kyrrsetu- menn. Máltiöir eru eftir sem áð- ur miðaðar við þann tima, þegar allir unnu erfiðisvinnu. Hungurtilfinning, sem menn finna til, er eðlilegur hlutur. Jafnvel þótt sú tilfinning sé kæfð með þvi að borða á það ekki að leiða til yfirvigtar. Matarlyst er hins vegar allt annar hlutur. Hún höfðar bæði til likamlegu og andlegu hliðarinnar og er fyrst og fremst vandinn i sam- bandi við megrun. Það er matarlystin, sem fær fólk, sem þegar hefur etið sig mett að snæða eftirrétt. Hvar eru mörkin milli þeirra# sem verða að grenna sig og hinna? Sumir þeirra, sem sifellt eru með megrunarkúra á heilanum væru betur komnir með sin fáu umframkiló á sér. Það er tvi- mælalaust hollast að halda vigt- inni samkvæmt uppgefnum töfl- um eða aðeins fyrir neðan. Hins vegar telja sumir læknar, að þeim, sem aðeins séu með 10- 15% umfram draumavigtina, væri betra að vera það áfram heldur en vera sifellt að láta likamann aðlaga sig nýjum og nýjum kúrum. Það er rétt, að sum af þeim ráðum, sem eiga að hjálpa fólki að grennast, gera gagn — enda þótt fólk léttist ekki. Er þá átt við sálfræðilegu hliðina. Það kemur væntanlega i veg fyrir, að fólk bæti á sig á timabilinu. Þvi miður skiptir hins vegar aðalmáli langtimalétting en ekki þótt einhver hrapi um nokkur kiló snögglega. Farsæl- ast virðist takast hjá þeim að grenna sig, sem fylgja skyn- samlegum matseðli og gæta þess að hreyfa sig nóg. Þetta er þó ekki eins einfalt og það sýn- ist. Margs konar vandamál ein- staklingsins kunna að hafa or- sakað ofát hans. Þau þarf að leysa áður en hann getur hafið kúrinn. Kolvetnakúrinn Þegar kenning Dr. Atkins um kolvetnin kom fyrst fram, var það kölluð bylting. Hann er af IIMIM SÍÐAN Umsjon: Berglind Asgeirsdóttir mörgum álitinn óöruggur, fyrst og fremst af þvi að likaminn þarf að ganga i gegnum nýja reynslu. Þá þola til dæmis nýrnasjúklingar hann ekki og fólk kann að finna fyrir ýmsum kvillum. 900 kaloriu megrunarkúrinn náði þó nokkrum vinsældum. Hann var fólginn i þvi að drekka fjórar könnur á dag af sérstak- lega útbúnum drykk. Rannsóknir hafa sannað, að hver, sem getur haldið sig við 900 kaloriur á dag, á að geta grennzt. Flestir telja þó hæpið að leggja út i svo stifan kúr nema hafa samráð við lækni. Karamellur fyrir máltíö Þær eru teknar i þvi skyni að hækka sykurmaghið i blóðinu. Hver karamella samsvarar um 3 teskeiðum af sykri og ekki hef- ur tekizt að sanna, aö þær hafi nokkur áhrif (nema þá imynduð). önnur leið, sem reynd hefur verið, er sú að taka duft út i vatn tiu minútum fyrir máltið og láta það blása upp. Gallinn við slikt efni er, að það er mjög skamma fitu þarf að sneiöa hjá 3.500 kalórium. Þetta þýðir, að þeir sem eru vanir að borða 2.700 kalóriur og minnka skammtinn um 500 kalóriur, ættu að missa 1/2 kiló á viku. En þá verður lika allt annað að vera óbreytt. Sá, sem vill grenna sig, getur reynt að hraða þvi, hvað hann léttist með þvi að auka áreynslu. Margir óttast, að það auki mjög matarlystina, ef þeir fari að gera æfingar. Það er ekki rétt. Beztum árangri er væntan- lega hægt að ná með þvi að telja kaloriurnar o’g það heldur leng- ur en skemur. Þetta þýðir jafn- framt að heilsu þinni er ekki stefnt i hættu eins og i svo mörg- um af kúrunum og þetta er heldur ekki mjög dýrt, þar sem ekkert eitt er tekið fyrir. Gætið þess, að máltiðir séu reglulegar og að likaminn fái þau efni sem hann þarfnast. Ef fólk er ekki einungis að grénna sig fyrir ákveðna árshátið og vill virkilega halda árangrinum verður það að breyta lifsmáta sinum varanlega. Þaö liggja ýmsar ástæður að baki þess, að fólk, sem ber mikla yfir- vigt, vill losna við hana. Sumir vilja það af ótta við hjartasjúkdóma, aðr- ir vegna þess, hve óþægi- legt er að vera of feitur. Báðir þessir hópar munu haf a uppgötvað, að það er léttast — og halda þeirri vigt sem næst — er alls ekki auðvelt. Það, hversu fáum af þeim, sem þjást af offitu, hefur tekizt að ná árangri með færri kaloríum, hefur ýtt undir aðrar leiðir. Kolvetna- kúrinn er íslendingum að góðu kunnur, hver kann- ast ekki við karamellu- ráðið, taugalyfin, sem gera það að verkum, að menn missa lyst og svo framvegis. Hvers vegna er fólk svona misjafnlega feitt? Læknisrannsóknir um og eftir 1960 sýndu, að fólk, sem þjáðist af offitu, hafði ekki aðeins afar- stórar fitufrumur, heldur fjölg- aði þeim og mjög ört. Þegar of- fitu-sjúklingar grenntust minnkuðu frumurnar en þeim fækkaði ekki. Um leið og fólk hóf að borða eðlilega á nýjan leik, náðu fitufrumurnar fyrri stærð. í ljós kom, að fjöldi fitu- fruma hélzt svo til óbreyttur frá unglingsárum til ellidaga. Þvi hafa „megrunaraðgerðir” á kornabörnum færzt mjög i vöxt. Sé fjölskyldan öll mjög feit, minnka möguleikar hins ný- fædda einstaklings á þvi að skera sig úr þeim hópi. Ekki auðveldar það rannsókn á offitu, þegar i ljós kemur, að fólk með svipaða byggingu og sömu orkueyðslu, sem neytir sama kalóriufjölda, fitnar ekki á sama hátt. Ráðið: Um leið og vigtin stígur, fækkarðu kaloríunum. Þetta er allur galdurinn en jafn erfiður eða auðveldur og hann hljómar. En hvers vegna étur fólk þá meira en það þarf? Margir hafa skýrt það með þvi, að i hinu tæknivædda þjóðfélagi stund i maganum fyrir utan það að aldrei hefur verið sannað, að það hafi nokkur áhrif á hungur- tilfinninguna. Hvað þá, að það hafi áhrif á matarlystina. Taugalyf, sem draga úr matarlyst. Það er enginn vafi á þvi, að Amphetamine-lyf og önnur þvi skyld geta haf áhrif á matarlyst fólks. Hversu mikinn skammt á að taka, er komið undir hverj- um einstökum og aukaáhrif (óæskileg) eru algeng. Það er verst að þol manna fyrir þess- um lyfjum vex þannig, að skammturinn vex stöðugt. Athugun, sem tók yfir 5 ára timabil, sýndi, að þegar beztur árangur náðist i þvi að létta fólk, gerðist það mest á fyrsta mánuði. 1 ljós kom, aö tilraunir á fólki, sem var á matarkúr, tókust mun betur en á þeim, sem einnig neyttu lyfja. Aðal- aukaáhrif lyfjafólksins, voru: þurr munnur, pirringur, óró- leiki, hraður hjartsláttur, höfuðverkur og svo framvegis. Aðalhættan við lyfin er ávanahættan, auk þess sem lyfjanotanda kann aö finnast, að honum „þyngi” eftir að notkun lýkur. Æfingar og tæki. Yfirleitt er með þeim ráðist á að eyða keppum, en ekki bein- linis hugsað um að létta við- komandi. Allar æfingar, sem þýða að fólk brennir kalorium, eru ágætar. Föt og belti, sem eiga að grenna fólk meðan það sefur, eru vita gagnslaus, og sum jafn- vel hættuleg. Tæki eins og þau, sem skapa titring eða hreyfingu vöðva eru ekki mjög áhrifamikil. Þau framkalla eins konar rhytma- hreyfingu og eru oft mjög af- slappandi og mýkjandi fyrir likamann. Erfitt er að mæla kaloriubrennsluna. Varið ykkur á töfrakúrunum Samtök lækna i Bandarikjun- um komust að þvi, að matar- kúrar sem eiga að gera það að verkum, að fólk léttist mjög hratt, séu yfirleitt gagnlausir. Staðreyndin er sú, að það hve mikið fólk léttist fyrstu 1-2 vikurnar stafar af losun um- framvatns úr vefjum likamans. Til þess að léttast um 1/2 kiló af

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 181. Tölublað (13.08.1975)
https://timarit.is/issue/239174

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

181. Tölublað (13.08.1975)

Aðgerðir: