Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Vísir - 13.08.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 13.08.1975, Blaðsíða 2
Visir. Miðvikudagur 13. ágúst 1975 VÍSDtSm: — Hvaða þáttur 1 sjón- varpinu finnst þér skem mtile gastur? Sigurður tsaksson, bifrciðastjóri: Fréttir er það, sem ég vil sizt missa af. Af einstökum þáttum hef ég mest gaman af Onedin. Annars er ég ósköp litið fyrir sjónvarpið og sit ekki heima yfir þvi. Edda Tegeder, húsmóðir: Mér finnst mest gaman að dýramynd- um og góðum biómyndum, þegar þær slæðast með. Ég er hins veg- ar ekkert mikið fyrir sjónvarp. Rafn Ólafsson, sjómaður: Ég horfi yfirleitt ekki á neitt nema fréttirnar. LESENDUR HAFA ORÐIÐ 't Steypustöð hefur verio sett upp tíl oð þjóna steinfram- „Það verður ekki þörf á slfk- um brimbrjótum við norður- garðinn, þar brimar mun minna,” sagði Einar Sigurðs- son, yfirverkfræðingur hjá ls- tak, sem sér um framkvæmdir i Þorlákshöfn. Suðurgarðurinn er myndaður þannig, að risastór- um T-iaga björgum er komið fyrir á grjótinu. Grjötinu er ekið i höfnina úr grjótnámu skammt frá bænum. Suðurgarðurinn er orðinn 140 m langur, en eftir eiga að bætast 60 metrar. Þegar hefur verið kom- ið fyrir tunnu úti i hafi, sem markar, hversu langt garðurinn nær. Hún sést reyndar ekki nema þegar mikið brim er. önnur tunna a eftir að koma of- an á hana og eru þær búnar til úr digrum viði, sem siðan er slegiðutan um járngrind. Þarna myndast eins konar haus i mynni hafnarinnar. Steinarnir, sem mynda brim- brjótinn, eru kallaðir dólossar. Þeir eru steyptir i húsi einu við höfnina. Þar var útbúin smá- steypustöð, þegar ljóst var, að gera þyrfti 2900 stykki. Hver steinn vegur um 9 tonn. Einar sagði, að framkvæmdir gengju samkvæmt áætlun — og á öllu að vera lokið þann fyrsta október 1976. 1 ár er ætlunin að ljúka við suðurgarðinn og er vonazt til, að verkinu verði lokið i nóvember. Starfsmenn við verkið eru 65, þar af 20 heimamenn. Aðkomu- mennirnir búa i búðum við höfn- ina. Vitamálaskrifstofan lagði til eina húsalengju til að verkið þyrfti ekki að tefjast af þeim sökum. —B.A. Það þarf miklar tilfæringar til að koma 9 tonna bjargi fyrir. leíðslunni / í Þorlókshöfn Páll Valmundsson, leigubilstjóri: Fréttirnir finnst mér bezti dag- skrárliðurinn. Þá hef ég einnig gaman af islenzku skemmtiefni, sérstaklega leikritum. Björn Tómasson, 8 ára: Þaö er enginn ákveðinn þáttur, sem ég fylgist með. Ég horfi stundum á Onedin og fréttirnar. Það er helzt, að ég horfi á barnatimann. Sigrún Baldursdóttir, húsmóðir: Onedin finnst mér bezti þáttur- inn. Fréttir horfi ég yfirleitt á, en er litið fyrir almennt fræðsluefni. Annars hef ég engan sérstakan óhuga fyrir sjónvarpinu. Hœkka aðgönguverðið en afhenda ekki miðana Skrifstofumaður hringdi: „Það er ekki nóg með að veit- ingahúsin hafi hækkað aðgangs- eyri sinn 100% eða 200%, heldur kom það tvisvar fyrir mig nú um helgina, að ég fékk ekki af- hentan tilskilinn aðgöngumiða að vinveitingahúsi, þegar ég greiddi minn aðgangseyri að húsunum. A þennan hátt eru veitinga- húsin þvi ofan á allt hitt að losna við skatta og skyldur af þessum peningum. í fyrra tilfellinu krafði ég dyravörðinn um að- göngumiða og fékk ég hann þá, en i siðara tilfellinu var sagt, að þvi miður væru miðarnir búnir og þvi ekki hægt að afhenda gestum þá. Nú er það þannig, að veitinga- húsaeigendur eru að gera okkur vesælum lýðnum gustukaverk með þvi að hleypa okkur inn á umrædda staði. Hver sá, sem hreyfir andmælum yfir ein- hverju þvi, sem honum þykir óréttlæti við innganginn og neit- ar að sætta sig við eitt eða annað er visað á dyr og meinuð að- ganga að paradis. Vinkona min mótmælti þeim órétti I seinna skiptið að fá ekki tilskilinn miða. Eini réttur gest- anna er sá, að geta valið á milli götunnar og gleðskaparins. Hún gafst upp og fór miðalaus inn. Það er raunar alveg eins- dæmi, hversu ógestrisnir is- lenzkir skemmtistaðir geta verið. Það er miskunnsemi frekar en vingjarnleiki, sem starfsfólkið þar hefur tamið sér. Ég spyr til dæmis: Hvenær hef- ur þú heyrt dyravörð á veitinga- húsi segja: — Gott kvöld. Vel- komin i eða á þennan eða hinn klúbbinn? Eða hver hefur heyrt dyravörð bjóða góða nótt, þegar gestirnir fara? Ég veit, að veitingahúsaeig- endurnir hafa einnig yfir ýmsu að kvarta i fari gestanna, en ég tel þó engu að siður, að gengi starfsfólk húsanna á undan i þægilegra viðmóti, myndi brag- urinn á skemmtistöðunum breytast til hins betra.” f/ Eigum við ekki þjóðsöng? ## „Mikið lifandi skelfingar •; ósköp erum við Islendingar orðnir miklir ættjarðarvinir og þjóðernissinnar. Þjóðsöngurinn? okkar t.d. (lofsöngurinn frá 1874) er orðinn það heilagur, að ekki má leika hann að aflokinni dagskrá Út- varpsins og Sjónvarpsins nema á sunnudögum. Alla aðra daga eru ýmis ættjarðarljóð leikin að aflokinni dagskrá Rikisútvarps- ins, sum reyndar mjög falleg. Hvers vegna má ekki leika þjóðsönginn okkar eins og aðrar þjóðir gera, ef við þá á annað borð eigum þjóðsöng?? Hvers vegna að vera með þennan hringlandahátt i þessu máli og rugla fólk i riminu. Þeir munu vera ófáir ung- l— lingarnir, sem ekki vita hvort þjóðsöngurinn?. okkar er „Ó, guð vors lands” eða „Ég vil elska mitt land”. Þetta lag og ljóð er nú farið að leika sem (nokkurs konar) þjóðsöng I tima og ótima, og fjöldi manns er far- inn að standa upp úr sætum sin- um þegar þetta lag er leikið. Aörir dragast svo til þess að gera hið sama, með semingi þó, og botna ekkert i öllu saman. Fyrir nokkrum árum átti danskt fyrirtæki útgáfuréttinn að þjóðsöng (?) okkar, en út- gáfuréttinn keypti islenzka rikið svo siðar. Þjóðsöngurinn? (okkar) var spilaður inn á plötu i Kaup- mannahöfn, og var hljómsveit- in, sem spilaði sönginn inn á plötuna (mjög vel), engin önnur en hin fræga TIVOLIHLJÓM- SVEIT. Ég hefi hugboð um, að Rikis- útvarpið leiki enn þessa Tivoli- plötu með þjóðsöngnum (?) okkar á sunnudögum I sjálfu Rikisútvarpinu. Gaman væri að fá þetta upp- lýst frá réttum aðilum. Það er alveg áreiðanlegt, að t.d. Bretar og auðvitað aðrar konunghollar þjóðir hafa fastar reglur um, hvenær þjóðsöngur- inn skuli leikinn. Þeir hafa áreiðanlega viðurlög við, sé þjóðsöngurinn litilsvirtur, þvi með þvi er i Bretlandi þjóð- höfðingjanum um leið sýnd litilsvirðing. Það vaknar þvi sú spurning. hvernig þessum málum sé hátt- að hér heima um okkar þjóð- söng, ef við þá eigum þjóðsöng i raun og veru. Hér á landi eru til lög (reglu- gerð) um notkun hins islenzka þjóðfána. Það væri fróðlegt að fá upplýst frá dómsmálaráðu- neytinu, hvaða lög (reglugerð) er i gildi um lofsönginn frá 1874, sem allir álita að sé hinn eigin- legi þjóðsöngur okkar Is- lendinga. Ég hef ekki við hend- ina lagasafnið okkar. Kannski er engin reglugerð um þjóðsönginn (lofsönginn frá 1874) i gildi, og íslendingar eigi I raun og veru engan ÞJÓÐ- SÖNG. Mérdattþetta (svona) Ihug. 7877 — 8083

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 181. Tölublað (13.08.1975)
https://timarit.is/issue/239174

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

181. Tölublað (13.08.1975)

Aðgerðir: