Vísir - 14.08.1975, Side 2
Visir. Fimmtudaf'ur 14. ágúst 197S
■IMW MHHI.
imvw
Hvaða áhrif hefur sólar-
leysið á þig?
Anna Björg Jónsdóttir, kennari: ,
„Engin, ég hef ekki oröið vör við
neina skapbreytingu.”
Margrét Gunnlaugsdóttir, nemi:
betta veður hefur engin áhrif á
mig. Þó þótti mér stundum leiðin-
legt aö vinna i unglingavinnunni,
þegar veðrið var sem leiðinleg-
ast.
Guömundur Guómundsson,
bankastarfsmaður: „Mér finnst
ég verða niðurdreginn og latur I
þessum sifellda dumbungi”.
Maggi Jóhannsdóttir: „Ég er
glaölynd að eðlisfari og hugsa
með mér, að ekki þýði að kljást
við veðurguðina, en annars erum
við búin aö vera fyrir norðan i sól-
inni þar að undanförnu.
Bjarni Pálmason, bifreiðastjóri:
„Ég hef sól i hjarta og sól i sinni,
þaö bjargar öllu”.
Anna óskarsdóttir, húsmóðir:
„Svo lengi sem veðrið er hlýtt og
vindurinn blæs ekki mjög mikið,
þá hefur þetta veðurfar litil áhrif
á mig”.
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
Síldin fœrði mér heilsuna
Maga-
sjúk-
lingar! # #
Ragnar Alfreðsson hafði sam-
band við blaðiö:
— Þannig er, að ég hef verið
magasjúklingur um nokkurt
skeið. Ég er með skeifugarnar-
sár og of háar sýrur. Á morgn-
ana hef ég ælt lifur og lungum
##
og verið með sárindi i maga alla
daga. Þetta hefur verið mjög
erfiður timi.
Svo var það fyrir tilviljun, að
ég fékk mér marineraða sild og
tók þá eftir þvi, að hún gerði
mér gott og fór vel I maga. Ég
fór að borða meira af slíkri sild
og borða nú orðið eitt til tvö flök
á dag. Og ég skrökva engu um
það, að ég er orðinn allt annar
maður á eftir.
Sildarátið hefur látið öll fornu
einkennin hverfa. Ég hef einnig
reynt að drekka vökvann af
slldinni, en það hefur ekki haft
eins góð áhrif. Mér þótti rétt að
skýra frá þessari reynslu minni,
ef það gæti hjálpað einhverjum
öðrum, sem á við sama vanda-
mál að striða og ég.”
Að hlaupa 800 metra
þegar bíllinn bilar?
Vegfarandi og útvarpshlustandi
hafði samband við biaðið:
„Ég hjó eftir þvi i umferðar-
þættinum hjá Árna Þór Ey-
mundssyni um daginn og ég hef
raunar heyrt hann minnast á
þaö áður, að ef blll minn bilar
úti á þjóðvegi, sé hollt ráð að
koma fyrir litlum endurskins-
merkjum 100 metrum fyrir
framan og aftan hann. Jafn-
framt hafi Umferðarráð gert
samþykkt um að mæla með þvi,
að slik endurskinsmerki sé að
finna I öllum bilum.
En ég segi nú fyrir mitt leyti,
ekki ætla ég að fara að hlaupa
800metra i hvert sinn, sem bill-
inn minn bilar. 400 metra sam-
tals þegar billinn bilar og aðra
400 metra þegar búið er að gera
við.Eru þetta núekki einum of
langar vegalengdir? Mig lang-
aði nú bara að skjóta þessu að
fólki.”
Alþjóðarundiskriftasöfnun:
200 mílna
lögsagan að-
eins nýtt af
íslendingum
8350-8361 skrifar:
„Tvennt er það, sem brotizt
hefur um i huga minum nú und-
anfariö, eru það að visu óskyld
mál, en þar sem ég tek mig nú
til að skrifa, ætla ég eins og
smiðurinn sagöi, að kljúfa tvo
raftana i einn, og láta eitt bréf
nægja um bæði málin.
Vil ég þá fyrst minnast á það
málið, sem mestu skiptir fyrir
lif þjóðarinnar, bæði i nútið, og
ekki siður um ókomna framtið,
en það eru 200 milurnar, sem öll
þjóðin stendur einhuga að.
Ég mun ekki vera eini tslend-
ingurinn um þá skoðun, að þvi
miður verði vart of mikillar
undanlátssemi i ræðum og riti
landsfeðranna, gagnvart öðrum
þjóðum, og þá einkum þeirra,
sem sýnt hafa mestan ágang og
frekju i okkar garð, bæði með
hervaldi og efnahagsþvingun-
um, og á ég þar við Breta og
Þjóðverja, eins og flestir munu
skilja.
Á undanförnum árum hafa
farið fram undirskriftasafnanir
um mörg og óskyld mál, en að
minum dómi hafa þau ölí verið
litils virði I samanburði viö
þetta llfshagsmunamál okkar
tslendinga, sem segja má, að á-
kvarði tilveru okkar um alla
framtið.
Þess vegna vil ég nú skora á
einhverja menn, sem mark er
tekið á, að þeir beiti sér fyrir al-
þjóðarundirskriftasöfnun j þá
átt, að 200 milna lögsagan verði
eingöngu nýttaf tslendingum og
engar undanþágur veittar öðr-
um þjóðum. Gæti sá nafnalisti
orðið mikilvægur styrkur þeim,
sem með völdin fara, og jafn-
framt aðvörun um minnkandi
vinsældir þeirra meðal almenn-
ings, ef hann yrði virtur að vett-
ugi, enda vænti ég þess, að nöfn-
in yrðu ennþá fleiri en þegar
„Varið land” var á ferðinni.
Ferðabók Eggerts og Bjarna:
ERLENDIR KAUPA Á
6.500-ÍSLENZKIR
Á 25.000 KRÓNUR
Hitt málið snýr að bókaútgáfu
okkar. I tilefni af 1100 ára af-
mæli tslandsbyggðar réðst
bókaútgáfan örn og örlygur i
það stórvirki að géfa út Ferða-
bók Eggerts og Bjarna i skraut-
útgáfu, rúmlega 100 eintök
prentuð á svokallaðan forn-
prentpappir, sem ég, fávis les-
andi og bókavinur, kann ekki
skil á bvers virði er, en hvert
eintak kostaði kr. 25.000,-, siðan
komu 1500 eintök, prentuð á að
visu allgóðan myndapappir, og
kostuðu þau litlar 15.000,- krón-
ur hvert. Vegna manns, sem ég
þekkti, var ég svo stálheppinn
að eignast eitt eintak af ódýru
útgáfunni og þóttist hafa himin
höndum tekin, einkum er ég las
i blöðum, að erlendir bókagagn-
rýnendur væru undrandi á þvi,
hvernig hægt væri að stilla verði
jafnvandaðrarútgáfu i slikt hóf.
Alþjóðaökuskírteinið
ekki tekið gilt í útlöndum
— aðeins það íslenzka
tslendijigur i Luxemborg
skrifar.
„Mig langar til að koma eftir-
farandi á framfæri til allra
þeirra tslendinga, sem hyggja á
ferðalög til annarra landa með
bilinn sinn eða ætla að leigja sér
bilaleigubil erlendis.
Þessi alþjóðaökuskirteini,
sem F.t.B. selur heima og út-
heimtir mikla snúninga að fá —
fyrir utan kostn^ið, eru ekki tek-
in til greina og eru einskisvirði.
Þetta gildir alls staðar, þar sem
ég hef komið — bæði i Evrópu og
Ameriku.
Það eina, sem t.d. bilaleigur
taka gilt er islenzka skirteinið
og sömuleiðis lögreglan og
landamæraverðirnir.
Ég hitti mann hér i Luxem-
burg um daginn, sem varð að
biða 2 daga eftir þvi að fá sitt
venjulega skirteini sent að
heiman, af þvi að alþjóðaskir-
teinið var ekki tekið gilt.
Ég vona, að þessi ábending
komi til með að spara mörgum
landanum tima og snúninga.”
En Adam var ekki lengi i
paradis. Nú fyrir skömmu sá
ég og heyrði i islenzkum fjöl-
miðlum, að útgáfufyrirtækið
hefði gert enn betur, hafði
það nú fengið þekkta mál-
vísindamenn (trúlega ekki út-
gjaldalaust) til þess að
þýða 'bókina á enska tungu,
gefið hana út á FORN-
PRENTAPAPPtR og boðið er-
lendum kaupendum fyrir kr.
6.500,- svo að tæpast held ég, að
um stórfellt tap hafi verið að
ræða á Islenzku útgáfunni, en
hér sannast vist hið fornkveðna,
að sitt hvort er að heita Jón eða
séra Jón, og finnst mér, að það
annars ágæta útgáfufyrirtæki
hefði máttsjá sóma sinn i þvi að
okra ekki meira á sinum tryggu
islenzku viðskiptavinum én á
erlendum vonarpeningi.”