Vísir - 23.08.1975, Page 3

Vísir - 23.08.1975, Page 3
Visir. Laugardagur 23. ágúst 1975 3 Anna Einarsdóttir húsfreyja aö Kifiafelli situr hér og skoðar nokkra af steinunum, sem hún hefur flutt heim I garðinn. Hún situr viö hliðina á gamalli kabyssu. Þá má sjá taurúllu fremst á myndinni og þvottapott aðeins til hiiðar. HVAÐ ER HÆGT AÐ GERA VIÐ GARÐINN? Anna raðar hér upp steinunum við tré, sem henni var sent vestan af Ströndum. Þegar látin er I ljós sú skoöun, að garður sé fallegur, álita margir, að þá sé átt við vel hirt- an og blómum skrýddan vermi- reit. Svo ekki sé talað um þá, sem hefur tekizt, þrátt fyrir ó- fært veður, að koma upp trjá- iundi. Svona litu nú út fyrstu raf- magnsþvottavélarnar, sem bár- ust hingað tii lands. Þessi hefur sennilega komið frá Þýzka- landi. Allur fróðleikur, sem um hana var hægt áð fá, var skráður á vélina sjálfa þannig að lítt þýzkulærðir menn áttu á hættu að eyðileggja hana. Hjalti litli lét sér fátt um finnast allar myndatökurnar i garðin- um hennar ömmu. Þó leyfði hann okkur að smella þess- ari mynd af sér við hliðina á steinunum við innganginn að bænum Kiöafelli. Til hliðar sést nokkuö af þeim sjórekna viði, sem Anna hefur hirt svo vel um. Ýmislegt annað er þó hægt að gera til að garðar verði skemmtilegir og jafnframt fall- egir fyrir augað. Garðurinn að Kiðafelli i Kjós er dæmi um garð, þar sem hugmyndaflug ibúanna hefur gert þeim kleift að UtbUa mjög óvenjulegan hUsagarð. Garðurinn þarna er eiginlega merkilegur fyrir tvennt. Það er í fyrsta lagi ó- venjulegt, að sveitafólk sé að Ut- bUa einhverja sérstaka garða við býli sin. t)g i öðru lagi er þetta allt verk einnar mann- eskju. Hún heitir Anna Einars- dóttir og segist hafa byrjað að gróðursetja fyrstu plönturnar fyrir 16 árum. Siðan hafizt var handa, hefurhvorki verið slegið slöku við sumar né vetur, ef dæma má eftir verkunum. Anna er mikill steinasafnari og er garðurinti allur prýddur steinunum i ótrúlegustu litum og formum. Anna sagðist aðal- lega leita steina i fjörunni ör- skammt frá bænum, sem er i Kjósinni. Einnig sagðist hún leita þeirra, þegar hún ferðaðist um landið. Þá setja þeir ekki siður svip á garðinn, gömlu munirnir, sem safnað hefur verið. Má nefna sem dæmi fyrstu rafmagns- þvottavélina hér á landi, fyrsta plóginn á bænum, eldgamla tau- þurrku og þvottapott og kabyssu. Ollu er þessu komið fyrir á þann hátt, að þetta er sem ein samfelld heild. Hjalti lyftir hér upp fyrir okkur einum af sérkennilegri steinun- um, sem flutt hafa heimilisfang sitt að Kiðafelli. Þarna á tröpp- unum liggja fleiri sérkennilegir steinar, sumir gulir, aðrir rauð- ir, nokkrir fjólubláir og svo mætti lengi telja. Ekki má gleyma öllum reka- viðnum, sem Anna hefur komið fyrir I garðinum. Sagðist hún hafa fengið sendan við af Ströndum. Út úr mörgum af trjánum má lesa myndir. Þann- ig sýndi hún okkur eitt tré, sem hefur andlit og hefur verið kall- að Strandamóri. Annað tré var gjörsamlega eins og fugl með þanda vængi. Sjálfri hefur henni gengið illa að rækta tré, og eru þau, sem gróðursett voru fyrir um 15 ár- um, aðeins um metri á hæð. Þetta er aðeins dæmi um, hversu erfitt er að fást við garð- rækt hér á Suð-Vesturlandi. Til þess að gera garöinn enn hlýlegri hafa Anna og Hjalti komið fyrir Ijósaseriu- og er stórfengleg sjón að lita heim að bænum eftir að skyggja tekur. Það virðast vera venjulegir borðfætur sem perurnar eru festar á. Hvernig stóð á þvi, að þú byrj- aðir á þessu? Anna sagðist bara hafa leyft hugmyndafluginu að fljúga óbeizluðu er hún skipulagði garðinn. Þá heföi hún og gaman af öllu óvenjulegu. Flesta munina hefði hún graf- ið upp á bænum, ýmsir voru i fjósloftinu eða ryðgaðir úti i haga. Þá hefðu menn í sveitinni leyft henni að taka muni. Hún nefndi sem dæmi hverfistein einn, sem gamall maður þarna i Kjósinni hafði smiðað og Kiða- fellsfólkið fengið eftir hann. Er ekki erfitt að halda öllu i horfinu? Anna sagði, að allt fullfriskt og almennilegt fólk ætti að hafa sin áhugamál og vinna að þeim. Sjálf sagði hún, að sér þætti þetta ákaflega heilsusamlegt og þá ekki hvað sizt að fara i fjör- una. Steinasöfnunin væri hálf- partinn ástriða hjá sér — og þvi væri ágættaðkoma þeim þarna fyrir. A veturna sagðist hún hins vegarlitið geta gert i garðinum. Hann yrði að fenna i kaf, en sið- an væri tekið til við þetta á nýj- an leik á vorin og öllu raðað upp aftur. Verstaf öllu væri veðráttan — og þar þýddi ekki að undan- skilja veðrið á sumrin. Hið stöð- uga rok og oft rigning, sem þarna er, gerir mjög erfitt fyrir. B.A. Hjaltarnir tveir standa viö plóg nokkurn, sem eldri Hjaltinn kvað hafa veriö fyrsta plóginn, sem hann notaöi. Það var 1938, sem Hjalti hóf notkun hans viö búskap aö Kiöafelli. Plógurinn er skreyttur með steinunum eins og næstum allir munirnir I garðinum.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.