Vísir - 23.08.1975, Síða 7

Vísir - 23.08.1975, Síða 7
Visir. Laugardagur 23. ágúst 1975 7 cTVIenningarmál Sjónvarpsstjörnur eru nú hver annarri ómyndarlegri Andlitið ber vott um harða lífsbaróttu Hann keppir ekki viö þá Steve McQueen, Robert Redford eöa Paul Newman I útliti. En engu aö siður hefur vegur hans vaxiö i kvikmyndum. Áhorfendurnir viröast sjá eitthvað i fari þessa harögerða manns, sem fellur þeim í geð. Þetta er Charles Bronson og þar sem ein nýjasta mynd hans „Death Wish” er nú til sýnis i Háskólabiói er ekki fjarri lagi að skoða aðeins sögu þessa vlgamikla leikara. Nafn Bronson er raunar Bouchinski, enda er hann af litháenskum ættum. Lifsbarátta Bronson hófst strax er hann Charles Bronson I „Death Wish”. fæddist i Pensilvanlu árið 1920. Þá gengu mikil flóð og hörmungar yfir fylkið. Hann var niundi I röðinni af fimmtán systkinum. Fjögur af systkinum hans dóu ung. Bronson kynntist strax fá- tæktinni. Þrælavinna I kola- námum, þar sem hann eyddi slnum unglingsárum hefur skilið eftir djúp för I harðgerðu andliti hans. Það var herþjónustan sem gaf honum tækifæri á að yfirgefa kolanámurnar. Hann var skytta um borð I B-29 flugvél á Suður- Kyrrahafinu, en eftir að her- skyldunni lauk sneri hann sér þó aftur að kolanámunni. Síðar fékk hann starfa sem llfvörður, hann pakkaði inn brauðsnúðum I bakarii i Pensilvanlu, hlóð múrsteinum, leigði úr sólbaðsstóla á ströndinni og stjórnaði bingó- um i Atlantic City. Tuttugu og tveggja ára að aldri fór hann I leikhús I fyrsta sinn. Það voru tímamót i llfi hans. Ef þetta á að kallast leikur, hugsaði hann, þá get ég gert betur. Nú lá fyrir Bronson að sanna orð sln. Bronson gekk i félag sem hafði nokkur kunn leikrit á efnisskrá sinni. Hann vann með þeim nokkur sumar- verkefni þeirra og lék siðan i tveim leikritum, sem sett voru á svið I minni leikhúsum I New York. Þá hélt Bronson til Hollywood og lék þar I Pasadena leikhúsinu. Vegurinn var ekki langur áður en hann fékk smá- hlutverk I sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Það sem aftraði honum frá að birtast allur I sviðsljósinu var útlitið, sem féll ekki alveg að glansformúlu sjötta áratugsins. En þegar sá áratugur var á enda fékk hann hlutverk I myndum, sem öðluðust vinsældir eins og I myndinni „The Magnificent Seven”, „Flóttinn mikli” og „Tólf rudd- ar’.’ svo eitthvað sé nefnt. En það voru þó Evrópubúar, sem fyrst uppgötvuöu Bronson. 1 Frakklandi lék hann I myndinni „Adieu, L’Ami”, sem varð vinsælasta mynd ársins I þvl landi. Eftir sigurinn I þess- ari mynd hélt hann til Rómar og lék þar i mynd Sergio Leone „Once Upon A Time In The West”, sem sló i gegn um alla Evrópu. Bronson var orðinn stórstjarna. Slðan þetta gerðist hefur Bronson fengið f jölda tilboða frá Bandarikjunum og leikið I hverri myndinni á fætur annarri, misjöfnum að gæðum að visu. Sá leikstjóri sem Bronson hefur mest unnið með er þó enskur að uppruna. Það er Michael Winner, sem leikstýrði Bronson I „Chato’s Land”, „The Mechanic”, The Stone Killer” og nú slðast „Death Wish”, sem sýnd er I Háskólablói um þessar mundir. -JB. Charles Bronson ásamt konu sinni Jill Ireland, sem leikiö hefur með honum I nokkrum mynda hans, þar á meðal I „The Mechanic”. Það verður ekki lengur um það villzt. Timi gömlu sjarmöranna er liðinn. Þetta sýna okkur hetjur sjónvarps- kvikmy ndanna, sem vin- sælastar eru i útiandinu i dag. Kvenfólkiö stendur á öndinni yfir bækluðum og þétt- vöxnum lögreglumanni á sextugsaldri og öðrum hálf- sköllóttum með Istru. Svona lita nú hetjur sjónvarpsmyndanna út I dag. Sá fyrrnefndi heitir Raymond Burr og leikur I þættinum um „Ironside”, sem jafnvel hefur birzt hér fáein föstudagskvöld en hinn siðari er hetjan okkar I sjónvarpsmyndaflokknum um leynilögreglumanninn Cannon sem vinsæll hefur verið bæði vestan hafs og austan undan- farin ár. Næst varð svo vinsæll fram- haldsþáttur um náungann Columbo. Hann var að vísu nokkuð yngri en þessir tveir en langt frá þvi frlður. Hann er með gleraugu, gengur um I krumpluðum rykfrakka, og er með úfið hár. En nýjasta afkvæmi sjón- varpskvikmyndaveranna slær þó alla þessa flra út I vinsældum enda er útlit þess eins langt frá nokkru því, sem áður taldist glæsilegt I fari kvikmynda- stjörnu og hægt er aö komast. Telli Savalas, sem við könnumst helzt við _ úr kvikmyndinni Tólf ruddarl • hef- ur hlotið ódæma vinsældir með- al kvenþjóðarinnar I hlutverki lögreglumannsins Kojak. Aldrei hafði CBS sjónvarps- stöðin lagt I eins mikið fjár- hættuspil og þegar það bauð þessum sköllótta, nefbrotna, eyrnastóra, vörtumþakta Kvikmyndir Umsjón: Jón Björgvinsson manni að leika aðalhlutverkið I nýjum vikuþætti fyrir 6 milljónir Islenzkar á viku auk, og takið eftir þvl, auk hluta af ágóða. Stöðugur straumur kvenkyns aðdáenda leggur leið slna I Universal City Studios I Los Angeles, þar sem kvikmynda- taka fer fram til að lita þennan grlskfædda innflytjanda. Og af hverju er hann svo vinsæll meðal veikara kynsins? Þvi svarar Telly Savalas sjálfur um leið og hann stingur enn ein- um sleikibrjóstsykrinum upp i sig, en brjóstsykurinn er orðinn vörumerki ley nilögregu- mannsins Kojak. — Það er sennilega vegna þess að þær setjast niður I seilingar- fjarlægð frá sjónvarpinu og sjá þá augu min gneista. Þær vita þá að mér er meira gefiö um dömuna en byssuna og bll- húddið, segir Telly. Telly Savalas telst vart smáfriöur en vekur þó mikla aðdáun meðal veikara kynsins. Þegar hann raulaði lagiö „If.... ” inn á plötu fyrir skömmu, rauk hún upp alla vinsældarlista erlendis. Með glerauga á annarri augna- tóftinni og skakkt bindi um háls- inn hefur Peter Falk orðið fræg- ur sem lögreglumaðurinn Columbo. Hann leikur Cannon og getur vart talizt i hópi sjarmöranna, sem léku leynilögreglumennina I sjónvarpsmyndunum forðum. ‘‘•;í 7*4*^'

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.