Vísir - 26.08.1975, Síða 2

Vísir - 26.08.1975, Síða 2
5 Visir. Þriðjudagur 26. ágúst 1975 VÍSBSm: — Hvað segja Hafnfirðingar um hit aveituna? Inga Jónsdóttir, húsmóðir! — Ég er mjög ánægð með hana og bið bara spennt eftir þvi að tengt verði. Það verður vonandi i næsta mánuði. Rakel Ingvarsdóttir, húsmóðir: — Ég sé engar neikvæðar hliðar á þvi að fá hitaveitu og tel mjög mikilvægt, hvað kyndingar- kostnaður lækkar. Skúli Valtýsson, viðskipta- fræðingur : — Það er mjög gott, að hún skuli vera að koma. Þetta er fyrst og fremst mikill sparnaður fyrir húseigendur. Inntaks- kostnaðurinn um 110 þúsund á að skila sér íljótt. María Ingibergsdóttir, húsmóðir: — Ég er afar feginn að fá hitar veituna. Þetta eru mikil viðbrigði, þegar maður hefur aldrei notað hana áður. Sigurbjörg Lárusdóttir, ganga- stúlka: — Það er stórfint fyrir okkur, semekki höfum búið á hitaveitu- svæði, að fá hana. Það verður vonandi i næsta mánuði. Íris Brynjólfsdóttir, húsmóðir: — Aðalkosturinn er, hvað kyndingarkostnaður fólks lækkar. Ég sé enga ókosti við hana, það hefur tekizt að minnka fýluna, sem var hér áður fyrr. „Erfitt að fó endanlegt verð hjó íslendingunum" — segir Bergþóra Sigfúsdóttir er starfar við þýzka ferðaskrifstofu „Inter-air er einn stærsti aðil- inn í Þýzkalandi, sem býður upp á tslandsferðir,” sagði Berg- þóra Sigfúsdóttir, sem starfað hefur við þessa ferðaskrifstofu i 2 1/2 ár. Áður en hún hóf störf þar, vann hún um 5 ára skeið hjá Flugfélagi islands i Frank- furt. En I þeirri sömu borg er Inter-air. Bergþóra sagði, að þessj skrifstofa væri litil á Þýzka- landsmælikvarða. Hún byggir þvl starfsemi sina, eins og allar aðrar litlar ferðaskrifstofur, á þvi að bjóða upp á eitthvað sér- stakt. Eiginlega mætti segja, að Inter-air væri mest i ævintýra- ferðum. Nefna má staði eins og Zambiu og Island, sem eru ofar- lega á blaði. Ferðalög Þjóðverja eru að mörgu leyti frábrugðin Is- lendinga. Þeir taka til dæmis iðulega fri 2svar á ári. Þá eru þeir gjarnan búnir að velta vöngum I hálft ár yfir hvorri ferð, sem farin er. Bergþóra sagði þvi, að ein meginkrafan, sem Þjóðverjar gerðu til skrif- stofunnar, væri, að allar upp- lýsingar lægju fyrir i nóvember árið áður en ferðin er farin. Þeir vildu geta hugsað um ferðina yfir jólin. Þá sagði hún, að þeir væru sérstakirnáttúruunnendurog til dæmis væri jarðfræðiáhugi mjög almennur I Þýzkalandi. Þeir læsu sér yfirleitt reiðinnar ósköp til áður en lagt væri i ferðirnar. „Er oft mjög gaman að heyra hinar óliku spurning- ar, sem bornar eru upp annars vegar við pöntun og hins vegar, þegar farmiðinn er afgreidd- ur,” sagði Bergþóra. Ferðaskrifstofufólk er mennt- að til þeirra starfa i Þýzkalandi. Gengur námið ekki ósvipað fyr- ir sig og iðnnám á Islandi. Fólk fer yfirleitt i þetta að loknum grunnskóla og stundar þá nám og vinnu jöfnum höndum i 3 ár. íslandsferðir Bergþóra sagði, að áhugi fyrir Islandsferðum hefði aldrei verið meiri en i sumar. Og jafnframt væri það öllu fjölbreyttari hóp- ur, sem hingað kæmi. Þetta heföi meira verið eldra fólk, sem hefði haft peninga jafn- framt miklum áhuga á óspilltri náttúru. Með tilkomu leiguflugs hefði reynzt unnt að lækka verð- ið og væri nú mikið af ungu fólki I ferðunum. Yfirleitt virtist svo sem fólk félli fyrir Islandi eða þvi likaði það alls ekki. Það fólk, sem tæki ástfóstri við landið, færi fleiri ferðir. Bergþóra er hér stödd til að undirbúa prógramm næsta árs. „Verst af öllu er, að ekkert ákveðið verð er hægt að fá upp úr íslendingunum,” sagði hún. „En Þjóðverjar vilja fá að vita, hvað þeir eiga að borga og neita að greiða meira siðar, ef þess þarf.” Reyndar væri það ekkert skritið, þótt Þjóðverjarnir gerðu kröfur, þvi að ferðir hing- að væru mjög dýrar. 18 daga ferð með fullu fæði kostar um 200 þúsund krónur. Fyrir þessa sömu upphæð mætti komast i 3ja vikna ferð til Indlands, Cey- lon og fleiri landa við Indlands- haf. Bergþóra Sigfúsdóttir „Við heyrum alltaf frá þeim óánægðu og sumir ómaka si'g til þess eins að hrósa okkur,” var svar Bergþóru við þvi', hvernig Þjóðverjar tjáðu sig um ferðim- ar. — BÁ SAS gefur Bak- húsinu meðmteli Eitt það nýjasta fyrir ferðamenn og innfædda i Kaupmannahöfn er matstaðurinn „Baghuset”, segir í nýútkomnu hefti af Scanorama, blaði SAS. Eigandi Bakhússins er enginn annar en Þor- steinn Viggósson, sá sem á Pussycat og Bonaparte þar í sömu borg. Bakhúsið opnaði Þorsteinn fyrir um ári, segir Scanorama, og hafa vinsældir þess farið jafnt og þétt vaxandi siðan. Það er fyrir aftan Gothersgade 13, skammt frá Kóngsins Nýja- torgi. Þangað liggur þröngt port frá götunni, og athyglisverð annexia er barinn Mayblómið, segir blaðið ennfremur. Þetta er litill matsölustaður, laus við tónlist og skær Ijós, og stemmningin er mild. Innrétting ber öll keim af sjávarútgerð og meira að baghuset ('back building”) COPENHAGEN Sjggfpw Gothersgade 13 Delicious food in Holberg Theatre’s (steak house) old backstage building segja hanga sjóstigvél ofan úr röftunum. Engu að siður vitnar Scanorama i eigandann, sem segir, að 80% þeirra, sem komi að snæða hjá honum, vilji steik og aftur steik. — En húsið er litið og vissara að panta fyrir- fram, ef maður vill fá borð, segja þeir hjá SAS. — SHH. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Fóar konur hafa þolað píslarvœtti — vegna baráttu sinnar fyrir auknu mannfrelsi Edvarð T. Jónsson, Skipholti 30, skrifar: „Hve oft liturðu á klukkuna? var spurt i utvarpinu kl. hálfátta á miðvikudagskvöld. Hvað er timinn? var spurt. Tveir menn veltu vöngum yfir þessari spurningu, stjarn- fræðingur og heimspekingur. Sá fyrri sagði, að það væri ekki beinlinis vitað með vissu, hvað timinn væri. Hinn siðari svaraði, að timinn væri ráðgáta. Sfðan var leikið lag með Spike Jones og þættinum var lokið. Þetta var allt heldur sérkenni- leg fyndni. Fyrir nokkru sendi ég út- varpinu stutt erindi um persnesku skáldkonuna Tahirih, sem fyrst kvenna i Islam varpaði blæjunni og var myrt af stjórnvöldum i Teheran á öldinni sem leið. Sök hennar var sú að hafa opinskátt kennt jafn- rétti karla og kvenna og aðhyllzt þess konar siðgæði og mann- réttindi, sem nú eru undirstaða þjóðskipulags á Vesturlöndum. Þessu erindi var hafnað af dag- skrárstjóra og siðar útvarps- ráði. Ástæðurnar eru þessar: a) I erindinu er m.a. fjallað um morð, og morð er ekki heppilegt útvarpsefni, b) sem innlegg i umræðu um kvenréttindamál er efnið of fjarlægt til að falla þar inn, c) fáar konur hafa þolað pislarvætti vegna baráttu sinnar fyrir auknu mannfrelsi, d) fræða þyrfti menn miklu meira um menningarlegar for- sendur til að frásögnin kæmist til skila. (Boði minu um að takast á hendur slika fræðslu var einnig synjað). Fram skal tekið, að þessir fjórir liðir eru teknir næstum orðrétt úr sam- tali við dagskrárstjóra og bréfi frá honum. Að erindinu skyldi hafnað var auðvitað dálitið leiðinlegt fyrir mig, þvi að ég hafði lagt i það nokkra vinnu, en þegar öllu er á botninn hvolft, kemur það varla að sök. Ég mun að sjálfsögðu ekki gera aðra tilraun i bráð til að skrifa fyrir útvarp,án þess að mér detti i hug að útvarpið harmi það neitt sérstaklega. Mér leikur á hinn bóginn nokkur forvitni á að vita, hvort útvarpið bregzt oft á þennan hátt við menningarviðleitni hlustenda sinna. Þátturinn um klukkuna er ekki bezta dæmið — aðeins það nærtækasta — um metnaðarleysið, sem i vaxandi mæli skin út úr útvarpsdag- Baldvin Jónsson hjá DAS skrifar: „I lesendabréfi nýverið var fundið að framkvæmd útdráttar I Happdrætti DASr talað um, að tromlan væri ekki rétt hönnuð, að sum númer yzt i tromlunni yrðu alltaf út undan o.s.frv. Þessum aðfinnslum vis- um við algerlega á bug. Bréf- ritari fékk að vera við seinasta útdrátt i happdrætti okkar, en sat þar aðeins skamma stund, sem þó nægði honum til að kveða upp sinn sleggjudóm. Staðreyndin er sú, að útdrættir fara fram undir eftiriiti og skránni, er litill metnaðurhelzt oft i hendur við tómlega lifs- skoðun. Slik meinsemc1 er þvi miður nokkuð seingrædd, en sjaldan ólæknandi.” fyrirsögn opinbers happdrættis- ráðs, tromlunni er snúið öðru hvoru svo rösklega, að öll númerin losna frá miðásnum og blandast siðan kirfilega saman, þegar tromlan stöðvast, og stúlkan, sem dregur, fer ekki bara með hendina i miðju tromlunnar, heldur einnig út til beggja hliða á vixl. Við fullyrðum þvi og stöndum við, að MIÐI ER MöGULEIKI og það stundum allt að 20 millj. króna möguleiki, eins og i desember og april n.k. er húsin verða dregin út.” „Miði er möguleiki i - hvar sem númerið er í tromlunni", segir DAS

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.