Vísir - 27.08.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 27.08.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Miðvikudagur 27. ágúst 1975 3 Auðvelt að hverfa sporlaust úr landi — ekki hœgt að ganga að launum íslendinga sem búsettir eru utan Norðurlanda Kristinn Finnbogason milligöngumaður fyrir nýja dagblaðið Kristinn Finnbogason, fram- kvæmdastjóri Timans, hefur haft miliigöngu fyrir þá Svein R. Eyjólfsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Visis, og Jónas Kristjánsson um að reyna að laða blaðamenn Visis yfir á sitt nýja blað, sem á að koma út 8. septem- ber næstkomandi. Þjóðviljinn skýrir frá þessu i viðtali við Svein i dag. Sveinn er þar að fárast yfir þeim orðrómi, að Kristinn sé i hópi Alberts Guð- mundssonar og annarra peninga- manna, sem standa að nýja blaö- inu. Sveinn segir: — Hvernig dett- ur mönnum i hug að dreifa- þeim orðrómi. Það er fáránlegt. Sagan komst á kreik þegar við báðum Kristin Finnbogason að hringja i einn af blaðamönnum Visis til að fullvissa þá um að nýi Visir feng- ist prentaður i Blaðaprenti. Þess má geta, að stjórn Blaða- prents hefur enn enga ákvörðun tekið um, hvort nýja blaðið verði prentað þar. —ÓT. Krstinn Finnbogason. Nýsloppinn af Hrauninu — Fangelsaður vegna nauðgunar Rúmlega tvítugur piltur situr nú í fanga- geymslu lögreglunnar vegna meintrar nauög- unar. Piltur þessi hefur áður komið við sögu er hann elti stúlku og ógn- aði henni með hníf i stærsta hverfi höfuð- borgarinnar. 1 framhaldi af þvi var pilt- urinn fluttur á Litla-Hraun og var hann að losna þaðan á mánudaginn, er hann lenti i samkvæmi i þvi sama hverfi og örlög hans voru ráðin i fyrra skiptið. t samkvæminu var 37 ára gömul móðir, sem nú hefur kært piltinn fyrir nauðgun. Aðdragandi málsins er óljós, en málið er nú i rannsókn. —JB Lögbirtingur birti fyrir stuttu úrskurð í meðlagsmáli, þar sem þess er getið, að faðirinn Ragnar Snæfelis Elinbergsson, húsasmiður hafi horfið spor laust úr landi I september 1968 og ekki komið fram siðan. Eftir þvi sem bezt sé vitað, hafi Ragnar flogið meö islenzkri flugvél til Luxemburgar um miðjan september umgetið ár. Vísir kannaði hjá Útlendinga- eftirlitinu, hvort margir Is- lendingar hefðu horfið jafn sporlaust úr landinu á undan- fömum árum. — Það held ég heyri til algerra undantekninga, sagði Karl Jóhannsson hjá Útlendinga- eftirlitinu. — Nokkrir menn, sem lent hafa i fjárhagskröggum hér heima hafa að visu horfið á brott fyrir- Sjötiu prósent Hafnfirðinga ættu að fá hitaveitu á þessu ári. Framkvæmdir þar syðra hafa gengið mjög vel, og má segja, að Hitaveita Reykjavikur hafi fariö fram úr áætlun, en i dag hefur hún lagt um 35 kilómetra. En alls mun dreifikerfið vérða um 62 kilómetrar. Þessi bæjarhverfi fá heita vatnið: allur Norðurbærinn, svæðið milli Reykjavikurvegar og Alfaskeiðs að Lækjargötu, Kinnahverfið og efri hluti Hvammanna, nokkrar götur I vesturbæ næst Reykjavikurvegi. Vegna hitaveituframkvæmd- anna hefur viða orðið að gera mikið jarðrask. Má segja, að bærinn hafi verið undirlagður á annað ár, en bæjarbúar hafa ekki kvartað að þessu sinni. t eldri bæjarhverfunum hefur viða orðið varalaust. Oftaster þó vitað um dvalarstað þeirra erlendis, sagði Karl. Karl Jóhannsson sagði enn- fremur, að auðvelt væri að komast Ur landi og inn i önnur lönd án þess að það sé skráð. Aðeins fáein lönd, þar á meðal England og Spánn, skrá nöfn og heimilisföng þeirra, sem koma og fara frá landinu, en til Norð- urlandanna væri auðveldast að komast. — önnur lönd bera mestan kviðboga fyrir þvi, að þeir, sem koma inn i landið lendi I fjárhagskröggum, sagði Karl. — Vanir útlendingaeftirlits- menn erlendis hleypa þó Norð- urlandabúum yfirleitt inn i landiö án mikilla skriffinnsku, þar sem þeir vita að Norður- löndin bjarga þegnum sinum, ef að gera miklar endurbætur á gatnakerfinu. Það hefur einkum verið á vatns- og holræsakerfinu. Þá hefur einnig þurft að endur- bæta hæðarlegu gatna. Viða er skipt um jarðveg eftir þvi sem þörf gerist og göturnar undirbún- ar fyrir lagningu varanlegs slit- lags. A þessu ári er unnið við og fyrirhugað að ljúka undirbygg- ingu á 28 götum. Ekki er reiknað með, að unnt verði að leggja slit- lag á götur i ár eða á árinu 1976, meðan hitaveituframkvæmdir stánda sem hæst. Kostnaðurinn, sem Hafnar- fjarðarbær hefur af þessum gatnagerðarframkvæmdum, er um 280 milljónir. Sá kostnaður mun skiptast nokkuð jafnt á árin 1975 og 1976. Hins vegar ber Hafnarfjarðarbær ekki kostnað- inn við hitaveituframkvæmdir. þeir lenda i erfiöleikum er- lendis, sagði Karl Jóhannsson. Hörður Bjarnason hjá utan- rikisráðuneytinu sagði, að yfir- leitt væri ekki hægt að ganga að launum og eignum tslendinga, sem sezt hafa að erlendis.vegna meölaga- eða gjaldþrotamála. — Mestur hluti þessara mála varðar Islendinga I Danmörku og Noregur er i 2. sæti. A Norðurlöndunum eru þessi mál yfirleitt afgreidd sjálf- virkt i gegnum skattakerfið, sagði Hörður. — Meirihluti þeirra mála, sem ekki tekst að leysa, er aftur á móti vegna manna, oft Banda- rikjamanna, sem búsettir eru i Bandarikjunum, sagði Hörður. — Það hefur sýnt sig, að þar er mjög erfitt að ganga að launum manna og eignum vegna van- Það er hitaveita Reykjavikur, sem á Hitaveituna suður i Firði. Tengingarbeiðnir eru þvi sendar goldinna barnsmeðlaga hér á landi, og sömu sögu er að segja um Frakkland, Spán og Bret- land,en einstaka sinnum kemur beiöni um innheimtu meðlaga frá mönnum, sem þar eru búsettir, sagði Hörður Bjarna- son. — Það eina sem hægt er að gera, er að stefria viðkomandi manni fyrir dóm á Islandi, en þótt hann mæti er litið fé út úr honum að hafa, sé hann þvi mótfallinn og búsettur i við komandi löndum, sagði Hákon Bjarnason hjá utanrikis- ráðuneytinu. Þess má geta að lokum, að meðlagsgreiðslur þær sem ekki - fást inntar af hendi hjá réttum aðila lenda á Tryggingastofnun rikisins. -JB. þangað en ekki á bæjarskrifstofur Hafnarfjarðar. Þaö er Hringbrautin i Hafnarfirði sem lftur svona glæsilega út. —BA Vatnið sem streymdi út við brunninn, sem komið ht fur verið fyrir á gatnamótum Hjallabrautar og Breiðvangs I Norðurbæ.var ekki heitara en svo, að bæjarfulltrúar prófuðu hitann hver á fætur öör- um, án þess að brenna sig. Hitinn mun þó væntanlega ná hitastigi vatnsins i Reykjavik innan tiðar. Hér má sjá Markús Einarsson sem vanalegast hyggur að veðrinu, kanna veðurhorfur I rörinu. Ljósm: JIM Hafnfirðingar fó heita vatnið í september Nú byrjar alvaran ,,Það er búið að ákveða það núna, að umsóknir I gagnfræða- skólana verði staðfestar 1. september og kennsla byrji mánud. 8. sept.,” sagði Kristján Gunnarsson, fræðslustjóri Reykjavikur, i viðtali við blaðið Þetta er um viku fyrr en venjulega, en að öðru leyti breytist ekki kennslutimabilið. Gert er ráð fyrir, að fjölbrautaskólinn i Breiöholti byrji kennslu 1. október, en sá skóli er enn i byggingu. Verið er að leggja síöustu hönd á þann hluta skólans, sem tekinn verður i notkun i vetur og mun hann nægja þeim unglinga- fjölda, sem þar sækir um skóla- vist nú. Barnaskólarnir verða settir 1. sept. Kennsla hefst 4. sept. Aðeins einn barnaskóli, Ölduselsskóli i Breiðholti II. sem er með færanlegar kennslustofur, er ekki alveg tilbúinn, en ætti að verða það mjög fljótlega eftir 1. september. -EVI.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.