Vísir - 27.08.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 27.08.1975, Blaðsíða 8
Vísir. Miðvikudagur 27. ágúst 1975 Visir. Miðvikudagur 27. ágúst 1975 Dwight Stones Heimsmet- hafarnir báru af Bandariski spretthlauparinn Steve Williams sigraði bæði i 100 og 200 m hlaupinu á alþjóðlegu frjálsiþrótta- móti, sem fram fór i Stuttgarti Vestur- Dýzkalandi i gærkvöldi. Williams hljóp 100 m á 10.1 sek. og 200 m á 20.1 sek. Ensá, sem vann giæsilegasta sigur- iiin, var heimsmethafinn i 110 m grindahlaupi Guy Drut. Hann tók mót- herja sina I kennslustund i, hvernig á að hlaupa grindahlaup og kom lang- fyrstur I markið á 13.5 sek. átta tiundu úr sekúndu á undan næsta manni!. Olymplumeistarinn John Akii-Bua vann 400 m grindahlaupið, i fyrstu veitti Bandarikjamaðurinn Jim Bold- ing honum harða keppni, en Uganda- maðurinn var sterkari i lokin — timi hans var 48.7 sekúndur. Aðrir heimsmethafar, sem voru I sviðsljósinu, voru Dwight Stones USA, sem«igraðií hástökkinu — stökk 2.27 m, A1 Feuerbach USA, sem sigraði I kúluvarpinu — kastaði 20.71 m og Irena Szwinska frá Póliandi — hún sigraði í 200 m hlaupinu, hijóp á 22.79 sek. Þeir beztu mœttir á HM í badminton Heimsmcistarakeppnin i badminton — „World Badminton Championship” — fer fra m i Kuaia Lumpur dagana 4. til 7. september n.k. Flestir af beztu badmintonmönnum heims eru komnir þangað og byrjaðir að æfa og venjast aðstæðum fyrir keppnina, sem búizt er við að verði mjög hörö. Gcrt er ráð fyrir, að keppnin komi til mcð að standa á milli Danans Sven Pri og Tjun Tjun frá Indónesiu, en fleiri koma þar sterklega til greina eins og t.d. Daninn Flemming Delfs, Sviarnir Elo Iiansen og Sture Johansson, Rury Hartono Indóncsfu og þeir Liem Swie King og Bandid Jayen frá Thailandi. Gott hjá Geiberger! A1 Geiberger vann sér inn 50 þúsund dollara með þvi að sigra i TBD-keppn- inni á hinum 7.190 yarda langa Colonial golfvelli i Fort Worth I Texas, sem lauk nú i vikunni. Hann lck 72 holurnar á samtals 270 höggum .... 60:68:67:69.og var það i allt 10 undir pari vallarins, sem cr 70 miðað við 18 holu hring. Verðlaunin i kcppninni voru 250 þúsund dollarar, þar af tók Geiberger 50 þúsund, Dave Stockton, sem varð annar á 273 högg- um, tók 28.500 dollara, og Hubcrt Grcen, sem var á 275 höggum, fékk i sinn hlut 17.750 dollara. Verða risar frá USA með KR og Ármanni? Bœði félögin kanna hvort þau ráði fjárhagslega við að fá hingað körfuknattleiks- menn frá Bandaríkjunum til að leika með þeim í vetur Við erum ekki komnir lengra i þessu máli en að kanna fjárhags- hliöina,” sagði Kolbeinn Pálsson, hinn nýi þjálfari 1. deildarliðs KR I körfuknattleik, er við höfðum samband viðhann til að fá fréttir af þvi, hvort KR ætlaði að fá hing- að bandariska körfuknattleiks- menn til að leika með liðinu I vet- ur. ,,Við erum svolitið spenntir fyr- ir þessu, þvi að við teljum, að þetta geti orðið mikil upplyfting fyrir iþróttina hér eins og i öðrum löndum Vestur-Evrópu, þar sem bandariskir leikmenn leika. Er nærtækt dæmi fyrir okkur Svi- þjdð, þar sem aðsókn að körfu- boltanum hefur meira en tvöfald- azt siðan Bandarikjamenn fóru að leika þar með beztu liðunum og þannig er það i fleiri löndum. Við höfum áhuga á tveimur leikmönnum, sem báðir eru þel- dökkir, en hvort af þvi verður, að þeir komi, er ekki hægt að segja um á þessu stigi. Það er ýmislegt, sem þarf að kanna og ganga frá, og þar er fjárhagshliðin þyngst á vogarskálinni. Ég sé ekkert athugavert við það, þótt við fáum hingað erlenda Ieikmenn. Það er búið að kaupa toppinn af okkar mönnum i hand- knattleiknum og knattspyrnunni, án þess að nokkur geti sagt orð við þvi, og þess vegna ætti ekki að vera neitt vandamál, þótt við fá- um hingað erlenda leikmenn — hvort sem nú af þvi verður i ár eða ekki.” Ármenningar hafa einnig verið að kanna með að fá hingað bandariskan leikmann, en að sögn Birgis ö. Birgis eru þeir litið komnir nær ákvörðuninni en KR- ingar. „Við höfum i huga að fá hingað mann i þrjá mánuði og höfum verið að kanna kostnaðinn við það. Hann verður sýnilega mjög_ mikill og þvi höfum við ekki gert” neitt i þessu enn sem komið er. Það á eftir að kanna þetta betur og siðan að taka lokaákvörðunina og gerum við það nú einhvern næstu daga. —klp— Bal fyri II s ir l koraði Vrsenal Leeds tapaði sínum fyrsta leik í deildarkeppninni fyrir Liverpool Ein aðalástæöan fyrir þvi, aö Ármenningar hafa verið að ihuga að fá hingað bandariskan körfuknattleiksmann, er sú, að þeir hafa misst einn sinn bezta leikmann, Simon ölafsson, til Bandarikjanna. Hann fékk mjög góðan námsstyrk frá há- skóla i Bandarikjunum — sem að sjálfsögðu er með körfu- knattleik á dagskrá hjá sér — og er þegar farinn utan. Verið get- ur, að hann komi hingað heim i vetur og leiki meö Armanni I Evrópukeppni bikarmeistara, en þar hafa Armenningar til- kynnt þátttöku. Leeds tapaði sinum fyrsta leik i ensku deildarkeppninni i gær- kvöldi, þegar liðið lék við Liver- pool á Ellen Road I Leeds. Ray Kennedy skoraði fyrsta mark Liverpool I fyrri hálfleik, en Ian Callaghan bætti tveim mörkum við á siðustu fimm minútunum og gulltryggði með þeim góðan sigur Liverpool. QPR náði aðeins öðru stiginu i Wolverhampton gegn Olfunum. Don Givens náði tvivegis for- ystunni fyrir Rangers, en leik- menn Úlfanna gáfust ekki upp og tókst að jafna i bæði skiptin. Alan Ball lék sinn fyrsta deild- arleik með Arsenal gegn Norwich og náði hann forystunni fyrir Arsenal með marki úr vitaspyrnu I fyrri hálfleik. En sigurmarkið kom ekki fyrr en seint i seinni hálfleik — það gerði Eddy Kelly með þrumuskoti af 25 m færi. En litum nú á úrslit leikjanna i gærkvöldi: 1. deild Arsenal—Norwich 2:1 Everton—Sheff. Utd 3:0 Ipswich—Burnley 0:0 Leeds—Liverpool 0:3 Middlesb,—Birmingham 2:0 Wolves—QPR 2:2 2. deild Southampton—Bristol C 3:1 Sunderland—-Fulham 2:0 Deildarbikarinn Boumemouth—Plymouth Arg. 1:2 (Plymouth áfram 4:1) Bri st ol R—Card iff 1:1 (Bristol áfram 3:2) Charlton—Cambridge 3:0 (Charlton áfram 4:1) Exeter C—Newport 2:0 (Exeter áfram 3:1) Portsmouth—Aldershot 2:1 (Portsmouth áfram 3:2) Rochale—Bury 0:2 (Bury áfram 4:0) Scunthorpe—Mansfield 0:2 (Mansfield áfram 6:0) Shrewsbury—Walsall 2:1 Shrewsbury áfram 2:1) Workington—Oldham 1:3 (Oldham áfram 6:1) York—Bradford C 3:0 (York áfram 3:2) Tranmere—Crewe 2:1 Liðin eru með jafna markatölu og verða þvi að leika þriðja leik- inn á hlutlausum velli. Tveir stórleikir verða leiknir I bikarkeppni KSt I kvöld. A Akranesi mætast Akranes og Valur og I Keflavik tBK og KR. Liðin, sem sigra I þessum leikjum, komast I úrslitin, og er það almenn skoðun, að það verði utanbæjarliðin Keflavik og Akranes. Þessi mynd er frá leik Fram og Akraness á dögunum og það er Matthias Hallgrimsson, markakóngurinn í 1. deild, sem þarna sækir heldur gróflega að Arna Stefánssyni, markverði Fram. t kvöld eru það Valsmenn, sem fá að finna fyrir honum I annað skiptið á þrem dögum. Ljósmynd Bj.Bj. Fœreyjngar voru ekki eins gestrisnir á vellinum Reynismenn frá Sandgerði eru nýkomnir úr keppnisferð til Fær eyja, en þangað fóru þeir I boði Vágs Boltfelag á Suðurey, sem var að endurgjalda Reynis- Alan Ball lék sinn fyrsta leik á keppnistimabilinu með Arsenal i gærkvöldi — og skoraði mark. frá Brasili mönnum tslandsferð frá þvi fyrr I sumar. Að vanda voru móttökur VB-inga hinar höfðinglegustu og sátu Reynismenn m.a. 70 ára af- mælishóf VB, þar sem saman voru komnir ásamt VB-ingum flestir forystumenn iþróttasam- taka Færeyja. En Færeyingar voru ekki að sama skapi gestrisnir við þá Reynismenn á knattspyrnuvellin- um. Geröu sér litið fyrir og sigruöu þá I öllum leikjunum — fjórum. í fyrsta leiknum töpuðu Reynismenn fyrir HB i Þórs- höfn með 2:5. Þar næst léku þeir Margir vilja í badminton „Vetrarstarfið hér hjá okkur i badmintondeild KR byrjar þann 1. september n.k.” sagöi Friðleif- ur Stefánsson formaður badmin- tondeildarinnar, er við höfðum samband við hann til aö fá upp- lýsingar um vetrarstarfiö i bad- minton. „Það er og hefur verið mikil eftirspurn eftir timum hjá okkur og færri komizt að en vilja. Svip- aða sögu held ég að sé aö segja hjá öðrum félögum, sem eru með badminton á stefnuskrá sinni. Við munum ganga frá niðurröð- un i timana nú næstu daga, og þurfa þeir félagar deildarinnar, sem ætla aö vera meö I vetur að skrá sig á milli kl. átta og niu annað kvöld I KR-heimiIinu. Úr þvi getum við séð, hvað verður eftir af timum og fariö að skipu- leggja vetrarstarfiö af fullum krafti”. við VB um bikar, sem Albert Guömundsson gaf og lutu þar I lægra haldi, með eins marks mun, 2:3. VB vann einnig annan leik við þá Sandgerðinga, 2:1. Sfðasti leikurinn I feröinni var við lið frá syðsta bæ Færeyja, Sumba, og öllum á óvart sigruðu heima- menn með fjórum mörkum gegn tveimur, en Reynismenn voru orðnir þreyttir eftir þjark og dans og gátu þvi lítið sýnt af þvi, sem I þeim býr. emm Ákveðið um helgina! A blaðamannafundi hjá KSt I gær kom ekkert fram um það, hvort Tony Knapp landsliðs- þjálfari fari utan með landslið- inu i byrjun næsta mánaðar. Verður ekki ákveðið um það fyrr en um helgina, þegar séð verður, hvar KR mun standa I déildinni. Báðir aðilar vilja ekk- ert um málið segja á þessu stigi, en samkvæmt árciðanlegum heimildum, sem við fengum I gærkvöldi, mun Knapp fá að fara —jafnvel þótt KR tapi fyrir ÍBV og verði á botninum I 1. deild. —klp— E3 KENNSLA I HREINGERNINGAR I TAPAD — FUNDID Hvert ætlarðu aðhringja... Hvert ætlarðu að hringja þegar stiflast, eða dripp-dropp úr eld- húskrananum heldur fyrir þér vöku? Þjón- ustuauglýsingar Visis segja þér það — og margt fleira. [JJ2J222ETEH Mikið verður um að vera hjá golf- mönnum nú næstu daga og mót fram- undan um hverja helgi. A morgun fer fram keppni á milli Golfklúbbs Reykjavikur og Golfklúbbs Suður- nesja á Hólmsvelii i Leiru. Hefst hún kl. 15,30, og er öllum klúbbfélögum i báðum þessum klúbbum opin. Um næstu helgi fer fram Bridge- stone/Camel-keppnin hjá GS I Leir- unni. Er það opin 36 holu keppni, sem hefst kl. 9,30 á laugardagsmorguninn. Verða þá leiknar 18 holur og síðan aftur 18 daginn eftir. Eftir hádegi á laugardaginn — eða kl. 13,00 — hefst Aömirálskeppnin á sama stað. Er hún á milli golfklúbb- anna, sem senda frain 8 manna sveit- ir. Fer sú keppni fram jafnhliöa opna mótinu, sem margir fara eflaust i. i dag hefst svo á Akureyri Coca Cola—keppnin, sem einnig er opið mót. Tekur það fjóra daga, enda er þarna um að ræða 72 holu keppni, sem m.a. veitir sigurvegaranum rétt til aö taka þátt i Afrekskeppni Fi hjá Golf- klúbbi Ness. Július R. Júliusson sigraði i Coca Cola-keppninni hjá Golfklúbbi Reykjavikur, sem fram fór um siðustu helgi. Hann var einnig beztur án for- gjafar i þessari sömu keppni helgina þar á undan og verður þvi meðal þátt- takenda i Afrekskeppni Fí á Nesvell- inum annan laugardag. Július lék 36 holurnar á Grafarholts- vellinum á samtais 149 höggum, og var 3 höggum á undan Einari Guðnasyni GR, sem náði bezta 18 holu hringnum af öllum keppendum — 72 högg. Úrslitin urðu annars sem hér segir: Július R. Júliusson GK 75:74 = 149 Einar Guðnason GR 78:72= 152 Sigurður Thorarenscn GK 75:78= 153 Þorbjörn KjærboGS 75:79= 154 Geir Svansson GR 77:78= 155 Eirikur Þ. Jónsson GR 78:79= 157 Dunlop unglingakeppnin hjá Golf- klúbbnum Keili fór fram um siðustu helgi. Var þar keppt i tveim flokkum — eldri og yngri flokki — og mættu á milli 20 og 30 strákar til leiks. Úrslit urðu sem hér segir: (Leiknar voru 36 holur — þeir yngri af fremri teigum en þeir eldri af aftari). Drengjaflokkur: Högg Einar Sigfússon GK 172 Hilmar Björgvinsson GS 176 Try ggvi Trausiason GK 184 Unglmgaflokkur: Reynir Baldursson GK 177 Rúnar Halldórsson GK 177 Guöjón Guðmundsson GK 183 Rcynir sigraði siðan Rúnar i auka- keppni um fyrsta sætið. A sunnudaginn fór fram á sama stað opin keppni kvenna. þar sem hart var barizt um glæsileg vcrðlaun með og án forgjafar. Þar sýndi Jakobina Guð- laugsd. frá Vestmannaeyjum mikla yfirburði og var niu höggum á undan þeirri næstu. Úrslitin urðu annars þessi: An forgjafar Högg Jakobina Guðlaugsdóttir GV 90 Hanna Aðalsteins GK 93 Kristin Pálsdóttir GK 99 Með forgjöf: Sigrún Ragnarsdóttir NK Kristin Þorvaldsdóttir NK Jakobina Guðlaugadóttir GV Nettó högg ÖKUKENNSLA I BARNACÆZLA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.