Tíminn - 22.09.1966, Page 2

Tíminn - 22.09.1966, Page 2
TÍMINN FIMMTXJDAGUR 22. september 1966 Hér sést Ifkan af blokkum Öryrkjabandalagsins, sem rísa munu við Laugaveg. í dag var tekin skóflustunga hússins yzt. til vinstri, en þaS er næst Laugarnesveginum. Bygging fyrsta húss Ör- yrkjabandalagsins hafin HZ-Reykjavík, miðvikudag. í dag var fyrsta skóflustungan tekin í grunn átta hæða íbúðar- húss, sem Öryrkjabandalagið bygg ir fyrir öryrkja. Eggert G. .Þor- steinsson tók fyrstu stunguna og flutti því næst stutt ávarp, þar sem hann Iýsti ánægju sinni yfir þessu merka framtaki í málefnum öryrkja. Viðstaddir skóflustung- una voru Oddur Ólafsson, formað- '1 Innoxa kynning í Súlnasalnum FB—Reykjavík. Síðastliðið sunnudagskvöld var haldin kynning í Súlna salnum á Hótel Sögu á Inn- oxa snyrtivörum, og einnig á vörum, er bera nafnið Liv ing each og fraefleimldarr ing Peach og framleiddar eru á vegum Innoxa. Það var Elín Ingvarsdóttir, eig- andi snyrtivöruverzlunarinn ar Regnboginn, sefti stóð fyr ir kynningunni, en í upphafi hennar sagði nokkur orð fulltrúi Innoxa, sem stödd er hér á landi um þessar mundir. Á milli þess, sem vörurn ar voru kynntar, komu fram tvær sýningardömur, sem sýndu kjóla og skó frá Guð rúnarbúð og Rímu, en hár greiðslan var frá hárgreiðslu stofunni Blæösp, en fulltrúi Innoxa hafði annazt snyrt- ingu stúlknanna, og að sjálf sögðu notað Innoxa vörur til þess. Síðar um kvöldið kom fram ungur og lítt þekktur en efnilegur söngvari, Ingi mar Sigurðsson, sonur Sig- urðar ísólfssonar íbróður Framhald s bis :■> ur Öryrkjabandalagsins, Geir Hall grímsson, borgarstjóri, fulltrúar félaga þeirra, sem að bandalaginu standa auk blaðamanna, útvarps- manna og sjónvarpsmanna. Bygging þessi sem verður skammt frá gatnamótum Lauga- vegar og Laugarnesvegar, er sú fyrsta af þrem, sem Örykjabanda- lagið mun byggja við Laugaveg- inn. Helgi og Vilhjálmur Hjálm- arssynir, arkitektar hafa leyst verkefni þetta af hendi í samráði við skipulagsyfirvöld borgarinn- ar, en þar er gert ráð fyrir sams konar átta hæða húsum. Einnar hæðar bygging tengir húsin sam- an og eru þar inngangar, matsal- ir, eldhús, verzlanir, hárgreiðslu- stofur, böð, bókasöfn, læknaþjón- usta, skrifstofur Ö.B.Í., upplýsinga þjónusta, vinnusalir o.fl. í kjallara tengibyggingarinnar er bíla- geymsluhús fyrir 60 bíla, en það- an er hægt að komast að lyftum og stigum íbúðarhúsanna. í kjall- aranum er einnig þvottahúsi o.fl. íbúðarhúsin þrjú eru öll eins: 1. hæðir er með inngangi og al- mennri þjónustu fyrir húsið. íbúð arhæðirnar eru 7, en á hverri hæð eru 7—11 íbúðir ásamt sam eiginlegri setustofu. íbúðirnar eru Framhald á bls. 14 Loftleiðir fluttu 66.963 farþega fyrstu 6 mánuðina SJ-Reykjavík, miðvikudag. Fyrstu 6 mánuði ársins fluttu Loftleiðir 66.963 farþega og er aukningin 13,6% miðað við sama tíma í fyrra, en þá voru fluttir 58,927 farþegar. Fyrstu fjóra mánuðina sem Hótel Loftleiðir var starfrækt, gistu þar 14.448 gestir. í ágúst voru Stop Over farþegar 1.390, eða 34,1% af heildartölu gesta á hótelinu í ágúst. í júlí komu 1.248 j SOP farþegar, og hefur þessum | Þá segir ennfremur í ,dreifi bréfinu, að allar fjórár Rolls Royce 400 vélarnar hefðu í sumar flogið fullsetnar á leið inni Luxemborg, Keflavík, New York og grípa hefði þurft til DC-6B vélanna inn á milli. Nú hafa tvær DC-6B vélar verið aug lýstar til sölu. Starfsmannafélag Loftleiða er nú að undirbúa kaup á jarðnæði Framhald á bls. 14 / við árið á undan. í dreifibréfi frá þar sem þessar upplýsingar er að finna, eru sölumenn erlendis hvatt ir til að halda upp áróðri fyrir hótelinu. Gestum er nú boð- in tveggja sólarhringa dvöl á hótelinu fyrir 34 dollara frá 1. október. Innifalið í verðinu er matur og ferð til Hveragerðis. vinn»ndum snyrtivöruvinningana. ——iSQJX FYRIR 536 ÞÚSUND KJ—Reykjavík, miðvikudag. Á fyrsta listmunaupboði Sigurð- ar Benediktssonar voru slegin mál verk og listmunir fyrir 536 þúsund rúm, og eins og svo oft áður fóru verk og listmunir fyrir rúm 536 þús. og eins og svo oft áður fóru verk meistaranna Ásgríms og Kjar vals fyrir hæst verð, en mynd Ás gríms Við Öxará og mynd Kjar- vals Úr Gálgahrauni fóru fyrir 65 þúsund hvor. iSumarnótt Kjarvals fór á 60 þúsund og Nature morte Jóns Stef ánssonar fór einnig á 60 þúsund. Við Þingvallavatn eftir Ásgrím var slegin á 55 þúsund, Tröllkonu hlaup Sveins Þórarinssonar á 25 þúsund og Venus Blöndals fór á 23 þúsund. Alls voru 47 númer eftir 35 lista menn slegin á þessu uppboði, og Súlnasalurinn í Sögu var þéttset- inn eins og alltaf, þegar Sigurður er þar á ferðinni með sígarettu- kveikjarann sinn. Sígildur ítalskur gaman- leikur staðfærður í Iðno GB-Reykjavík, miðvikudag. Fyrsta frumsýning haustsins í Iðnó verður n.k. laugardagskvöld, er Leikfélag Reykjavíkur sýnir „Tveggja þjón“ eftir Carlo Gold- oni, „hinn sígildasta ítalskasta leik ritahöfunda“ eins og Sveinn Ein- arsson leikhússtjóri komst að orði á fundi með fréttamönnum í dag. Þýðingu leikritsins gerði Bjarni Guðmundsson fyrir nokkrum árum um, en hún hefur tekið nokkrum breytingum síðan æfingar hófust í vor eð leið undir stjórn sænska leikstjórans Christian Lund, þess sama sem setti á svið „Þjófa, lík og falar konur“, sem L. R. frum- sýndi á síðasta leikári og enn er sýnt í Iðnó fyrir fullu húsi. Sveinn sagði, að þessa sýningu hins tveggja alda gamla leikrits mætti víst kalla allnýstárlega, hinum upphaflegu nöfnum persóna væri að vísu haldið, en að öðru leyti væri leikritið staðfært nokkuð, ámóta og skozka leikfélagið Trav erse Theatre hefði tekið til bragðs í sumar, er það flutti leikritið í Edinborg og London staðfært upp á skozkan máta og hlotið mikið lof fyrir. Lund leikstjóri sagði, að æfingar leiksins hefðu verið með þeim hætti, sem tíðkast í svo- nefndum „leikhúsvinnustofum" (theatre workshop), þar sem ým- islegt væri breytingum háð, er all- ir legðu eitthvað til málanna. Hann kvaðst hafa fengið til liðs við sig starfsfélags sinn úr Borg- arleikhúsinu í Stokkhólmi, Nisse Skog, sem teiknað hefði leikmynd ir og búninga. Þeir fara utan eft- ir helgi, þar sem Lund byrjar nýja og nýstárlega sviðsetningu hins gamla leikrits „Vermlendinganna“ Þá hefur honum verið boðið að koma til Bremen og setja þar á svið í helzta leikhúsi borgarinn- ar „Þjófa, lík og falar konur.“ Leikendur í „Tveim þjónum“ verða Arnar Jónsson, Sigríður Hagalín, Brynjólfur Jóhannesson, Haraldur Björnsson, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Guðmundur Páis- son, Jóhann Pálsson, Valgerður Dan, Kjartan Ragnarsson og Sig- mundur Örn Arngrímsson. FULLTRÚAR DAGS BRÚNAR SJÁLF- KJÖRNIR Fulltrúar á 30. þing ASÍ frá Dagsbrún í Reykjavík og Einingu á Akureyri urðu sjálfkjörnir þar sem aðeins komu fram listar upp- stillinganefndar og stjórnar hjá Dagsbrún og trúnaðarmannaráðs og stjórnar hjá Einingu. Aðalfull- trúar Einingar verða: Björn Jónsson, Björn Her- mannsson, Gunnar Sigtryggsson, Jón Ásgeirsson, Margrét Magnús- dóttir, Vilborg Guðjónsdóttir, Þór hallur Einarsson. Varamenn: Rósberg G .Snæland, Freyja Fremhald á bls. 15. Hlaat 9000 dollara styrk til fíðluaáms GÞE-Reykjavík, miðvikudag. 18 ára gömul íslenzk stúlka, Guðný Guðmundsdóttir hefur ný- lega hlotið 9 þús. dollara styrk til náms við fiðluleik við tónlist- arháskólann Eastmann, sem er grein af háskólanum í Rochester. Er þetta mjög mikil viðurkenn- ing fyrir þennan unga fiðlusnill- ing, en skóli þessi er talinn með- al fremstu tónlistarháskóla þar vestra. Guðný hefur um 10 ára skeið stundað nám í fiðluleik við tón- listarskóla íslands með Björn Ól- afsson sem aðalkennara. Hún hef- ur komið fram á fjölmörgum nem endatónleikum skólans, og leikið í Sinfóníuhljómsveit íslands og hefur margsannað afburðahæfi- leika sína. Um skeið lék hún í Nordisk Ungdomsorkestra í Lundi í Svíþjóð, og sl. sumar var hún við nám í Interlohen í Michigan, Guðný með fiðluna sína. en það er stærsti listasumarskóli í Bandarikjunum. Þar var aðal- kennari hennar Caroll Glenn, en hún er jafnframt að- alfiðlukennarinn við Eastmann Rochester. í Michigan lék Guðný í World Youth Symphonu Orsh- estra.' sem skipuð er 140 ungmenn um. Á nemendatónleikum skólans í Mirhigan var mikið um styrk- veitingar frá tónlistarháskólum í Bandarikjunum, og þar mun hafa verið ákveðið að veita Guðnýju fyrrgreindan styrk. Til þess að geta hafið nám við Eastmann þarf Guðný að hafa lok ið námi er svarar til menntaskóla- náms í Bandaríkjunum. Þarf þún því að ljúka 4 bekkjarprófi frá menntaskólanum hér, og á hún eftir einn vetur til þess. Mun hún því ekki hefja nám við Eastmann fyrr en í september á ári kom- anda, og er styrkurinn til fjög- urra ára. (Tímamynd Bj, Bj.)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.