Tíminn - 22.09.1966, Qupperneq 3
I
FIMMTUDAGUR 22. september 1966
TÍMINN
Það var nú ekki meiniíigin,
þegar Landfari hóf göngu sína hér
í blaðinu, að stofnað yrði til rit-
deilna í þáttunum. Þó er nú svo,
að mörgum bréfum hefur verið
svarað, og hefur verið erfitt að
komast hjá því. Kirkju- og prests-
vinur skrifar enn í sambandi við
biskupsvígsluna í Skálholti, en læt-
ur þess jafnframt getið, að málið
verði ekki meira rætt af hans
hálfu. Bréf sit't nefnir hann
„Mér heyrðist detta
svartur ullarlagður".
Þegar cg las bréf Biskupsskrif
stofunnar, birt í Landfara 20.9. s.
1. datt mér í hug eftirfarandi saga:
Karl nokkur þóttist vera blindur,
en var sjáandi. Einu sinni varð
honum að orði, er hann sat í bað
sbofunni innan um fólkið, sem
hann vildi blekkja: ,,Mér heyrðist
detta svartur ullarlagður'. Þar
með kom hann upp um sig.
Eitthvað þessu líkt virtist mér
biskupsskrifstofan koma upp um
sig í bréfi því, er áður er minnzt,
sem athugasemd við bréf frá
kirkju- og prestavini, birtu í Land-
fara 13. sept. s.l. um kirkjuvigslu
og biskupsvígslu í Skálholti, og
það að fyrrv. sóknarprestar hafi
verið sniðgengnir sem boðsgestir
víð nefndar athafnir.
Biskupsskrifstofan forðast að
minnast á kirkjuvígsluna, sem var
þó sú athöfnin, sem sérstaklega
vakti eftirtekt margra, sem stór
athöfn frá kirkjulegu sjónarmiði
skoðað. Hefði líka verig erfitt að
neita því, að þar hefðu boðsgestir
verið á ferð, þótt fyrrv. prestar
væru ekki i þeim hópi. En um
vígslubiskupsathöfnina 4. sept. s.
1. í Skálholti tekur Biskupsskrif-
stofan fram í bréfi sínu í Landfata
með breyttu letri, að engum hafi
sérstaklega verið boðið til þeirr
ar athafnar, og þannig sé hin stór
yrta ádrepa bréfritarans með öllu
rakalaus.
Það er satt, að biskupsstofan,
eða biskup, býður ekki gestum til
slíkra athafna í sínu nafni, -
heldur kirkjumálaráðherra, að
fengnum tillögum biskupsskrifstof
unnar..
Til staðfestu þvi, sem kirkju-
og prestavinur heldur fram í grein
sinni um sérstakt boð til athafnar
innar 4. 9. s. 1. birtist hér Ijósmynd
1 af boðskorti frá kirkjumálaráð-
1 herra.
\bóms- og Liríijumálarrujftfírfu fjófann ^ftctfstein og fr
fu)ja
acl gfíru %Úr fú ánægju aá Uorna til Lfíötcluerdar c
3tótfíl Ófí/foss4. sefL 1966 fl. 6 siddegis, c
loftinni rdfiöfn, er uicjdur uarcJur n/á.'tf/sfuþ i ÓLc
tiolisfrisfupsdcemi firiu for na.
Biskupsskrifstofan telur bréfið
frá 13. sept. s.l. stóryrta ádrepu,
og rakalaus ósannindi. Eg veit
ekki, hvað það heitir að neita
staðreyndum. Kannski er það eitt-
hvaö meinlaust gaman eins og hjá
karlinum, sem heyrði svarta ullar
lagðinn detta.
Málið ekki meira rætt af minni
hálfu.
Sveitaböllin.
Kæri Landfari. Ég má til með að
mótmæla skrifum Gamla Nóa í
síðasta þætti, þar sem hann ræðst
að sveitaböllunum og telur þau
þjóðarskömm. Þetta er nú eins
og að segja að skemmtanalífið
yfirleitt hér á landi sé til skammar,
sem það er ekki nema í algjörum
undantekningar tilfcllum. Hefur
verið gert nóg veður út af beim
undantekningum á undanförnum
árum, þótt ég fari ekki að rifja
upp einsdæmin. Skemmtanalif hér
á landi er yfirleitt fjölbreytt <>a
þykir eftirsóknarvert, ,en munai
ekki vera það ef því fylgdi einung-
is óorð.
Þessi almennu viðhorf íi;
skemmtanalífsins yfirleitt ná einn
ig til dansleikja í sveitum, vegn.a
þess að þeir eru partur af skemmt
analífinu. Mér er óhætt að full-
yrða, að hvergi finnst hógværara
fólk á skemmtistað en einmitt
sveitafólk, og dansleikir, sem
haldnir eru í byggðarlögum þess
og sóttir af því, bera af hvað alla
umgengni snertir. Ilins vegar hef-
ur orðið að auglýsa hvað eftir
annað, vegna væntanlegs aðkomu-
fólks, hvernig æskilegt er að vera
klæddur o. s. frv. og kemur það
ekki mál við sveitafólkið. En
stundum getur ferið svo að þau
félagssamtök, sem að dansleikjum
standa fái því ekki ráðið hvernig
til tekst í næsta nágrenni dans-
staðar, þegar um það er að ræða
að ákveðnir hópar unglinga sæki
að staðnum, stundum langt að,
til að hafa þar í frammi ýmis
konar ærsl. Verður það að skrifast
á annarra reikning og einnig sú
„þjóðarskömm“, sem Gamli Nói
gerir sér svo tíðrætt um. \ói litli.
GRÓÐUR OG GARÐAR
Litíí á gróður og
garða í september
Á engi í september 1966.
I.
Athugaðir garðar við Eyja-
fjörð í annarri viku september-
mánaðar. Gróskulegt í trjágörð
um og blómskrúð mikið á Akur
eyri. Búa trén sennilega ennþá
að góðu sumri í fyrra. Aðra
sögu er að segja úr matjurta-
görðunum nyrðra. Kartöflur illa
sprotnar, jafnvel á Svalbarðs-
strönd þar sem spretta þó sjald
an bregzt. Kartöflugrös allra
helztu útsæðisræktartegunda
(Bintje, gullauga, rauðar ís-
lenzkar) gulbrúnflekkótt af
kulda og stormi. Mikið norðan
hvassviðri skemmdi mjög kart-
öflugrös 22.—23. júlí. Komið
hafa einstaka mjög heitir dagar
en tíð hefur þó að jafnaði verið
óvenju köld. Jafnvel blöð grasa
og ýmissa villijurU arðu trosn
uð og hvítflikróit í óveðrinu.
Einnig sá á trjám, sem áveðra
standa, en allt í blóma í skjóli.
Það þarf skjól og meira skjól á
íslandi.
Töðufengur víða góður i
fyrra slætti, en sáralítið sprett
ur upp víðast hvar. Heyskapur
því að öllu samanlögðu með
minna móti. Sumir bændur
brugðu sér á engi og fá nokk-
urt hey til uppbótár. Fæstir
ungir menn kunna að slá með
orfi og ljá nú orðið. Og nú hafa
flestir kauptúnamenn fargað
kúnum, en leigja bændum tún
sín. Óslegin tún sáust jafnvel í
Hrísey. Áður var þessu öfugt
farið. Þá fengu kauptnamenn
lánað heyskaparland hjá bænd
um.Allt trauster sett á vélarog
fyrirfinnst hvorki hestur né
hundur á sumum bæjum.
Frost felldi kartöflugrös að
faranætur 9. og 10. sept., og er
þarna loku skotið fyrir sæmi-
lega uppskeru. En berin voru
orðin þroskuð og stóðust sæmi-
lega. Mátti víða sjá kaupstað-
arfólk á berjamó. Fengu sum
ir leyfi hjá bændum og greiddu
smá-gjald, eins og vera ber, en
margir létu sér sæma að læð-
ast á bílum þangað, sem lítið
bar á og stelast í berjalönd með
berjatínur og ílát.
„Ég skrepp í garðinn hjá þér
og tíni nokkur ribsber í stað-
inn“, sagði einn bóndinn.
„Nei, nei, ég gleymdi bara að
biðja um leyfi og borga, gjörðu
svo vel“, svaraði aðkomumaður
inn og veifaði 100 krónu seðli!!
Minkurinn breiðist út og sæk-
ir að sjónum t með Eyjafirði.
Fundust t.d. 2 bæli í fjöru-
klungri á Stóru-Hámundarstöð
um í vor og voru drepnir 11
minkar. Kringum bælin sást á
hverju þeir höfðu aðallega lif-
að. Þar fundust margir æðar-
ungar, þorskkóð, smáupsar, mar
hnútar og langa. Minkar
veiddust á sömu slóðum í fyrra.
Þrjár Vogmeyjar rak á land
á Hellureit. Eru þessir ein-
kennilegu fiskar fremur sjald-
gæfir. Sjaldgæfur fugl, fjalla-
finka, náðist á Hámundarstöð-
um, og hvítur hrossagaukur
hélt sig þar tvö undanfarin sum
ur. Þetta hefur verið hvítingur
(albínó) senniléga karlfugl og
virtist í vinfengi við venjulegan
kvenfugl.
II.
Nú, 17. sept., er tekinn að
færast haustlitur á sum tré,
einnig syðra. — Gróðursetning-
artími blómlaukanna fer í hönd
Blómlaukarnir eiga að vera bún
ir að mynda rætur áður en jörð
frýs á haustin. Þá verða þeir
gróskumiklir og blómsælli en
ella að vorinu. Verða innflytj-
endur blómlauka að hafa það
Framhald á bls. 12.
Sáðdýpt folómlauka.
3
ðavangi
Nú ofbýður Katli
Mikið var, að Alþvðublaðinu
þótti heldur langt gengið, þeg
ar Morgunblaðið lvsti Bjarna
Ben ofunnenni, sem bæri af
af öllum stjóinmálamönnum
landsins og stjórnaði meira að
sesja einnig þeim málum, sem
ráðherrar Alþýðuflokksins
væru að nafninu til settir yfir.
Kolbíturinn í öskustó ríkis-
stjórnarinnar hefur risið upp.
Alþyðublaðið segir í forystu-
grein í gæi:
„Morgunblaðið lætur liggja
að þvj í forystugrein i gær,
að Bjarni Benediktsson, sé
ekki aðcins forsætisráðherra
heldur ráði hann einnig mestu
um utanríkismál. Er hér uin
að ræða óvenjulega móðfiun
í garð þcirra Emils Jónssonar
núverandi utanríkisráðheira
og Guðmundar f. Guðmundsson-
ar fyrrverandi utanríkisráð-
herra, sem samtals hafa farið
mcð utanríkismál í fjórum rík-
isstjórnum á rúmlega tíu ára
tímabili og hafa að sjálfsögðu
mótað stefnuna í þeim malum,
bæði sjálfir og í samvinnu við
samráðherra sína.“
Gamall geislabaugur
fægður
Og Alþýðublaðið Iætur ekki
heldur troða á Gylfa ug scgir:
„Þá segir Morgunblaðið enn-
fremur, að formaður Sjálfstæð-
isflokksins, Bjarni Benedikts-
son hafi átt drjúgan þátt í að
koma á því frjálsræðl í efna-
hagsmálum, sem bezt hafi gef-
izt. í þessu efni má sömuleið-
is minna Morgunblaðið á, að
alla stjórnartíð viðreisnar-
stjórnarinnar, og raunar Ieng-
ur, hefur Gylfi Þ. Gíslason far-
ið með viðskiptamál innan
ríkissttjórnarinnar, og þótt all-
ar meiriháttar ákvarðanir í
þeim málum sem öðrum, hafi
verið teknar af ríkisstjórninni
í sameiningu, þá hefur hann
og hans ráðuneyti haft af þeim
mestan veg og vanda. Er vand-
séð hvað Morgunblaðið gengur
til með staðhæfingum sem
þessum, sem til þess eins eru
fallnar að vekja deilur og varpa
rýrð á samstarfsmenn forsætis-
ráðherra og þau störf, sem þeir
hafa unnið á undanförnum ár-
um.
Leynir sér ekki, að í þess-
um skrifum blaðsins glyttir í
gamla foringjasjónarmiðið.
sem flestir töldu dautt innan
Sjálfstæðisflokksins, en þar
virðist þó lengi lifa í gömium
glæðum.“
Fleiri en Biarni í
stjórn
Og þessi athyglisverða for-
ystufirein Alþýðublaðsins um
viðbrögð Alþýðuflokksins við
kröfu Morgunblaðsins um upp-
hafningu Bjarna Benediktsson
ar yfir venjulega menn, endar
með þessum orðum:
„Bjarni Benddiktsson forsæt
isráðherra er mætur maður og
sjálfsagt góður leiðtogi sins
flokks, þótt meun greini a um
það eins og annað. En með því
að halda bví fram, að ^ikis-
stjórnin sé Iítið annað en
hann, er honum ekki greiði
gerður.
Morgunblaðið skyldi ekki
gleyma því að Sjálfstæðisflokk-
urinn er ekki einn í ríkisstjórn
heldur aðili að stjórn með Al-
þýðuflokknum, og ættu ritstjór
ar blaðsins að hugsa sig tvisv-
ar um áður en þeir bera fleiri
fullyrðingar af þessu tagi á
borð fyrir þjóðina."