Tíminn - 25.09.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.09.1966, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 25. september 1966 TÍMIWW■ ........ 3 í SPEGLITIMANS Hér er mynd af Sophiu Lor en og Omar Shariff. Þau leika saman í kvikmyndinni C'era una volta, sem tekin er á Suður ftalíu. ★ Bóndi nokkur í Ástralíu bjargaði lífi 10 ára drengs með því að drepa 42 hunda af 60, sem höfðu ráðizt á hann. Flestir hinna 60 hunda voru úr hópi villtra hunda, sem höfð ust við í nágrenninu, en nokkr ir voru frá hundabúi í grennd inni. Þegar þeir hlupu að drengnum, ætlaði hann að „hóa“ þeim burtu, en við það urðu þeir enn æstari og réö ust á hann. Bóndin, William Eastham, sem var þarna nær- staddur, greip til rifflis síns og tæmdi úr skothylkjum sínum á þvöguna, en réðist síðan inn í miðjan hópinn og sló af alefli frá sér með byssuskeftinu. Þegar hildarleiknum iauk, lágu eins og fyrr segir 42 hundar í valnum, en hinir flúðu. Dreng urinn var síðan fluttur með, hraði á spitala, og við rann- sókn kom í Ijós, að á likama hans voru 20 bit, meðal annars á andliti og á höf ði. ★ Á Baseballvelli nokkrum í New York, voru saman kom- in á dögunum 45.000 ungmentii sem æptu og sungu í kór: „We love you Beatles, oh, yes we do.“ Var þetta skiijan- lega á bítlatónleikum, en þeir voru haldnir skömmu eftir hin frægu ummæli John Lennor.s um kristindóminn. Ennfrem ur mátti sjá þarna risastói spjöld, sem á var ritað: „Help we need you Beatles, yester day, today, and always.‘ Sjóliði nokkur í brezka hern um í Aden gerði fyrir nokkru djarfa tilraun til þess að losna úr herþjónustu. Skaut hann fimm byssuskotum í vinstra fót sér, og þeirri fimmtu ætl aði hann vinstri hendi, en sú missti marks. í opinberri skýrslu um málið sagði sjó- liðinn, að hann hefði 16 sinn um sótt um að verða leystur úr herþjónustu en án árnag- urs. ★ Enska tízkusýningardaman Jean Shrimpton (Rækjan) er nýbyrjuð að leika í kvikmynd um og fyrsta kvikmyndin, sem hún fær hlutverk í heitir ,.Pri vilege“. Hún hafnaði mjög freistandi tilboðum frá Holly- woood, til þess að geta leikið í þessari mynd. Mótleikari hennar í myndinni er Paul Jones, sem áður söng með Man fred Mann. ★ Hundruð sóldýrkenda voru flutt á brott fra baðströnd nokkurri í Sussex í Englandi fyrir skömmu. Ástæðan var sú að gömul sprengja síðan á stríðsárunum hafði fundizt á sjávarbotni við ströndina. ★ í viðtali við Önnu Maríu drottningu Grikklands í The Times segist hún vilja vera aiveg grísk. Segir drottningin í viðtalinu frá daglegu lífi i konungshöllinni í Aþenu og kemur þar fram að hún hefur orðið að koma fram við æ fleiri opinber tækifæri, meðal ann- ars orðið að halda tvær ræð- ur á grísku. Hrósar hún mjog mikið tengdamóður sinni Fred eriku drottningu og segir hana hafa átt mikinn þátt í því að hún hafi aldrei fundið til heim- þrár. Þegar Alexía prinsessa dóttir hennar verður stærri, á hún að ganga í venjulegan grískan skóla, en ekki fara í skóla þar sem nemendur eru sérstaklega valdir úr. ★ Bandaríski klerkurinn Har- old M. Koch er kominn til Moskvu og hefur fengið hæli sem pólitískur flóttamaður. Seg ist presturinn hafa tekið þessa ákvörðun til að mótmæla stefnu Bandaríkjanna í Víetnam og hinni afturhaldssömu stefnu Johnsons í innanlandsmálum. Óskar hann þess að fá að taka þátt í baráttu sovézku þjóðar- innar í þá átt að efla heims- friðinn og bandaríska sendi- ráðið í Moskvu hefur enn ekki haft sambaiH við ICoch. ★ Scotland Yard tilkynnti fyr ir nokkru, að verið gæti, að Harry Roberts, scm er sakn- að vegna morðanna ji lögreglu þjónunum þremur nú á dög- unum geti verið dulbúinn sem kona. Grun sinn hefðu þeir fengið frá konu nokkurri, sem setið hefði á hárgreiðslustofu, og séð þar allgrunsamlegan við skiptavin. Hefði sá beðið um ljósa litun á hári sínu, og hefði hár viðskiptavinarins haft þann óvenjulega eiginleika af kvenmannshári að vera, að einn lokkur féll sí og æ ofan á ennið. ★ Bandarískir vísindamenn búa sig undir að senda út í geim- inn nokkrar „Nóa arkir,“ þ.e. a.s. gervihnetti, sem í eru smá dýr. Eiga gervihnettirnir að vera lengi á lofti og vilja vísindamennirnir með þessu fá að vita nákvæmlega hvaða áhrif langvarandi þyngdarleysi hefur á lifandi verur og einnig hvaða áhrif geislunin í geimnum hef- ur á þær. Farþegalistinn lítur þannig út: Átta rottur, einn api, nokkrar bjöllur, vespur og froskegg. ★ Afgreiðslumaður í lyfia- verzlun komst fljótlega að því, eftir að hann var byrjaður að vinna hvað fólk hefur ákveð- inn smekk í sambandi við lita val á toiletrúllum. Einn dag labbaði gömul kona inn í verzl unina og bað um bleikan papp ír. Afgreiðslumaðurinn sagð- ist því miður ekki eiga hann á lager, en þeir fengju hann í næstu viku. Gamla konan leit undrandi á hann og horfði síðan drykklanga stund á rúll urnar í hillunum og sagði síð an ósköp lágt: Ó, jæja þá, ég býst ekki við, að ég geti beðið með það í viku. ★ Svo virðist, sem Elizabeth Taylor taki hlutverk sín mjög alvarlega. í kvikmyndinni dr. Faustus, sem eiginmaðurinn Richard Burton framleiðir nú í Róm, fer Elizabeth með hlut verk Helenar af Troju, en mæl ir ekki orð af vörum alla mynd ina. Þegar Burton hélt blaða mannafund fyrir nokkrum dög um í Róm, ákvað Liz að lifa sig inn í hlutverkið, og sat steinþegjandi fundinn út, svolgrandi svaladrykk. ★ Fjórir ungir menn frá Wales byrjuðu í vikunni tilraun til að slá heimsmetið í marathon borðtennis. Þeir ætla sér að spila borðtennis samfleytt í 72 stundir. Núgildandi met er 55 stundir. ★ Grace furstafrú Monaco og Rainer fursti voru á ferð í London fyrir skömmu. Voru þau í heimsókn í Greenwich, og sjást þau vera að koma írá einum skemmtistað þar í grennd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.