Tíminn - 25.09.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.09.1966, Blaðsíða 7
7 SUNNUDAGUR 25. september 1966 TMMINN SORG OG SLYS Sumarið með birtu sinni og blíðu hefur verið mörgum að þessu sinni tími sorgar og dauðaslysa. Dag eftir dag hafa blöðin birt fregnir af árekstrum og slysum á vegum borgarinnar og landsíns, já heima á tún- um, eða inni í húsum. IÞetta eru frásagnir, en að baki þeirra er heill heimur af kvölum og þrautum, brostnum vonum, sársauka og sorgum. Hversu margir hafa ekki ein mitt vegna slysanna staðið í sporum ekkjunnar í Nain, horft á yndi sitt eða aleigu á þess- um heimi/látið á líkbörum. En þá mætti spyrja, er þetta ebki emu sinni gangur lífsins? Og sumir álíta jafn- I vel að „fár og mæða sorg og slys, sem á miðjum vofir vegi“ sé, hvorki meira né minna en vilji Guðs. Og eitt er víst, að einn helzti slysavaldurinn, naðran mikla, eiturormur áfengisins er vand- lega alin við barm og hjarta- stað þjóðarinnar og haldið að vanþroska fólki vandlega á þeim slóðum, sem það kemur saman til að njóta gleðistunda á ávaxta af velgengni sinni, dáð um og dug. Eins mætti á það líta, að daglega og oft á dag berast einnig fregnir af enn ógurlegri sly-sum, sem orsökuð eru af mönnunum sjálfum útreiknuð af sérfræðingum og framin eftir áætlun stórmenna heims- ins. En þar eru auðvitað stríðs- eða styrjaldargiæpirnir hæst á lista. Hversu mörgu eru þau orðin börnin í Vietnam, sem eru eða hafa verið brennd og sundurkramin í sprengiregni og stríðsvélum síðastliðið sum- ar, sum látizt strax önnur lif- að og lifa við hræðilegri þján- ingar en nokkur tunga eða penni gætu lýst. Og samt eru líklega ekki færri fullorðnir en börn undir sömu stjórnu böls og dauða. Er þetta þá ekki allt í lagi? Ætti kirkjan ekki bara að leggja blessun sína yfir bölið allt, slysin hér og grimmdar- æðið þar, sorgir ekknanna og társtunur foreldranna og segja: „Beygið ykkur undir Guðs voldugu hönd.“ Nei, þetta er ebki Guð. Þetta væri miklu fremur kraftur hins illa, sem hlýtur að vera ósætt- anlegur við anda Krists og hugs unarhátt kristins manns. Sé barn fætt í þennan heim á líf þess að vera og er heilagt ævina á enda og skal verndað eftir föngum. Og reynt skal að hugga og styrkja og breyta hverju stríði í sæluríkt sigur hrós. Það gjörði sjálfur meist- arinn á sínum ævivegi. Og það hefur andi hans og kenning unnið að um aldaraðir þótt ekki sé enn komið lengra en raun ber vitni, sökum átaka- leysis og alls konar misskiln- ings á boðskap hans. Að sjálfsögðu getur kristinn maður fylgt því í framkvæmd að ekki fæðist of mörg börn í heim þessara hrellinga, hung- urs og nauða, sem enn er hér á jörð. Og takmörkun getnað- ar og fæðinga ótímabærra ætti að vera eitt af helztu barat.tu- málum kristins dóms í bili. En sé lífið, mannslífið fætt þá er heilög, já, helgasta skyldar. að vernda það og varðveita sjálfu sér til heilla og samfélaginu li’ blessunar. Þetta er fimmta boðorðið i framkvæmd, þetta er það, sem felst í kraftaverkum Krists, þeg ar hann í kærleika sínum geng- ur fram í einvígi við dauða og þjáningar samferðafólks síns á lífsleiðinni. Og fólk er til, sem skilur þetta á réttan hátt. ' Nýlega frétti ég af foreldrum, sem áttu sjúkt barn, sem þó var von heilsu og lífs, með því móti að það nyti hjálpar hinna færustu sérfræðinga í fjarlægri heimsálfu. Þau eiga fleiri börn, en ókunnugt er mér um ástæð- ur þeirra að öðru leyti, en samt mun þar fremur fátækt en auður. Þau senda drenginn sinn, yndislegt tveggja ára barn til sérfræðinganna til að veita þá hjálp, sem unnt væri á þessari jörð, þótt það kosti hundruð þúsunda, og þau verði að taka tugþúsunda lán með 12 prósent vöxtum að sögn. Og satt að segja er þetta ofraun einu, litlu íslenzku heimili. Og sjálfsagt ná þau sér kannske aldrei upp aftur efnalega. En þau iðrast ekki eftir tilraun sína, sem gef ur miklar vonir, en þó vissu um, að annað átak verður á eftir að koma til þess að allt nái fullum tilgangi. Og líklega verða þá enn vegin björg upp á veikan arm þeirra, sem vita Kvikmyndagagnrýni Köttur kemur / bæinn Hin rauðklædda Diana og undrakötturinn Mourek meS sólgleraugun. Köttur kemur í bæinn. Hafn arfjarðarbíó. Tékknesk frá 1962. Leikstj.: Vojtech Jasny. Það er merkur kvikmynda- viðburður að gerast í Hafnar- firði þessa dagana. Ekki er þar með verið að gefa í skyn, að kvikmynd sú sé afar merkileg, heldur er nú verið að sýna tékkneska kvikmynd, en mynd- ir frá þeirri þjóð hafa ekki verið sýndar opinberlega hér- lendis í háa herrans tíð, — ef til vill aldrei áður. Var þó ærin ástæða til komin. Kvikmynd Vojterh Jasnys, Köttur kemur í bæinn, er sér- kennileg og afar frumleg (eins og Sveinn Kristinsson mundi vilja haf? það) satíra á fals- bera mannkynsins, lygara, svik ara og hræsniskapinn í mann- fólkinu. Hið óheiðarlega fólk er afhjúpað dulargervi sínu á sérstæðan máta, og ef til vill fyrir þær sakir á kvikmyndin engan sinn líka. Jasny skiptir mannlífinu í svart og hvítt, millum góðleika og yfirdreps- skapar, ekki samkvæmt hinni venjulega upptuggu, þar sem hið góða ber yfirhöndina, en svikararnir fá makleg mála- gjöld, heldur með nýjum og ferskum blæ., Sagan gerist á litlum bæ, þar sem dag nokk- urn kemur trúðaflokkur, ásamt töframanni og fagurri kvenper sónu. í fylgd með þeim er kött ur. Enginn venjulegur köttur, því hann ber sólgleraugu. En ef þau eru tekin af honum og hann horfir framan í fólk, fá menn á sig ákveðinn lit, er hver hefur sína merkingu til að opinbera innri manngerð fólksins. Þannig táknar rautt ástina og vináttuna (eins og kommúnistar vilja meina.) Lyg arar og hræsnarar verða fjólu- bláir, þjófarnir gráleitir. Gult merkir hins vegar lauslæti og ekki hik né efa i móðurást eða föðurumhyggju. Að sjálfsögðu er, þetta hugs- unarháttur kristinna foreldra. En þó — hvílíkur munur eða hjá þeim, sem vildu helzt gefa barn sitt vandalausum til að losna við það. Og gætu þau þó fórnað miklu. Hve undra- langt er slíkur hugsunarháttur eða hinna, sem ekki geta lagt á sig að neita sér um eina sígarettu hvað þá meira til að vernda framtíð barns síns eða veita því öryggi, að ég nú ekki tali um feður, sem í ölæði mis þyrma börnum sínum eða mæð ur, sem binda þau heima, svo að þær komist á dansleik eða i drykkju„partý.“ Og þessi aðstaða ungu hjón- anna með veika barnið vekur kristnum manni margar spurn ingar vandasamar til úrlausn ar. Hvernig stendur á því að ríki borg, söfnuður eða sveitarfélög eiga ekki varasjóði til öryggis til að styrkja fólk í slíkum kringumstæðum, svo um mun ar eða gerir því slíka umönn- un mögulega án þess að stofna fjölskyldunni í voða eða koma hinum börnunum á vonarvöl. Er það ekki skortur á kristi- legum samfélagsanda og sam- starfi? Hvernig stendur á því að sérfræðingahjálp er svona dýr? Er verið að okra á mannlegri neyð? Eða geta ekki stórþjóðir og smáþjóðir veitt eins mikið fé og fremur til að mennta sérfræðinga sína til að bjarga og líkna eins og veitt er að litl-u gagni til geimfræðinga og atomstöðva, sem síðan auka beint og óbeint hungur og ör- yggisleysi og skapa beinlínis dauða og þjáningar þúsunda og milljóna í styrjöldum og djöfulæði grimmdar og mann- úðarleysis. Hvar er hugsunarháttur afbýðisemi. Þannig skoðar áhorfandinn sálarnekt íbúanna í sérkennilegu ljósi, hviklyndi þeirra og kærleiksskort. Eða eins og leikstjórinn segir: „Ég vildi sýna fram á, að heimur- inn væri bundinn klafa lyginn- ar og hræsninnar, og að við verðum að berjast gegn heimsku mannanna og vanþekk ingu meðal allra þjóða.“ Jasny notar börnin sem tákn vin- áttunnar, er framtíðin skal byggjast á, og þau hafa ýmis- legt heilnæmt lært af kennara sínum, Robert, er verður ást- fanginn af Díönu, sem er eig- andi kattarins. Diana þessi, sem ávallt er rauðklædd, er táknmynd vináttunnar og ást- arinnar. Þessari skemmtilegu fantasiu tekst Vojtech Jasny ágætlega að vinna úr, þó ef til vill megi segja, að myndin sé athyglis- verðari vegna frumleika sjns, fremur en þokkalega meðhöndl un leikstjórans. Þó er það ekki sagt kvikmyndinni til hnóðs og skal kvikmyndahúsgestum bent á að veita henni eftirtekt, og væri raunar skömm að, ef kvik myndin hyrfi af tjaldinu eftir fáa sýningardaga, sakir lélegr- ar aðsóknar. Jasny tekst bezt upp á þeim atriðum, er bæjar búar taka litaskiptum. Notar hann þar tíðar klippingar til að magna áhrifin. Þrátt fyrir ákveðinn tilgang litanna, er lit myndun samt óeðlileg og lit- irnir í myndinni helzt til daufir. Kemur það einkum fram í fjar myndatökum. Um leik er það að segja, að hann er hvorki Krists í slíkum framförurn eða hamförum? Hann líknaði og læknaði og krafðist ekki launa, utan þess sem hann þurfti lil mannsæimandi lífs, sem harm lifði. Hvernig hugsum við kristnir menn? Er ekki mann- drápshugsun orðin meira og minna ívaf í okkar samfélagi? Hvað er gert til að temja eða hemja áfengisflóðið aðalslysa valdinn og uppsprettu harn: anna hér á landi og er það þó ekki verra en víðast annars staðar, þótt ekki beri minna á því hér. Ég spyr vegna þess, að venju lega teljum við okkur svo fjarri öllum manndrápum og grimmd. En lítum samt okkur nær. í stað þess að semja lög um blátt bann við því, að börn eða óþroskað fólk stjórni hættu- legum vélum t.d. dráttarvélum sveitanna og bifreiðum borg- anna, fyrri en eftir nám og prófraunir, þá eru sett lög, sem allir, sem ráða mega virð- ast sammála um. Og þau þessi lög eiga að algjörlega ástæðu- Iausu og nauðsynjalausu að gjörbreyta öllum akstri og um ferð, sem aftur hlýtur að leiða af sér, að minnsta kosti í fyrstu hræðileg slys og harma? Hryllilegri afglöp hefur lÖg gjafarsamkoma þjóðariymai aldrei framið í tillitsleysi ti), mannslífa og mannheilla, jafn vel þótt Guðs náð mætti eítt- hvað draga úr hörmulegum af- leiðingum slíkra afglapa. Hugs- unarhátturinn er þó hinn sami þótt einhverju barninu yrði bjargað, sem í hættuna er stofnað. Nei, við erum ekki eins heil- ög og við höldum. Og heimsk- an og óforsjálnin skaþa okkur því hvarvetna voða og vanda, sem ekki þyrfti að vera, ef vakað væri í anda Krists. Framhald á bls. 12. góður né lélegur. Tilbreytinga ríkastur er þó leikur Jiri So- vaks í hlutverki skólaeftirlits- mannsins og hjá þeim, er fer með hlutverk aðstoðarmanns hans, hálfgerðan kjána, sem ég veit því miður ekki, hver leik- ur. Eins og getið var um i upp hafi greinarinnar, mun þetta vera fyrsta t ékkneska kvik- myndin, er sýnd er hérlendis, a.m.k. í langan tíma. Var víst sannarlega komið tilefni til, þvf nú á síðustu árum hefur ein- mitt kvikmyndagerð Tékkó- slava vakið feikimikla athygli. Fyrir u.þ.b. 5 árum ræddu menn mikið um nýstárlega kvikmyndasköpun, er upp kom í Frakklandi og nefndist „nýja franska bylgjan." Nú ræða menn hins vegar um „tékkn- esku flóðbylgjuna." Hér hefur Hafnarfjarðarbíói riðið á vað- ið og verður vonandi eigi stöðnun þar á, heldur væri ósk andi, að fleiri fylgdu í kjölfarið og íslenzkir kvikmyndakaup- menn einskorði sig ekki um of við vissar þjóðir, eins og þeim er tamt, því staðreyndin er vissulega sú, að of lítið er gert af því að kynna kvikmynd ir fleiri landa, sem fjölmargar eiga uppvaxandi kvikmynda- kynslóð. Mætti í því sambandi nefna t.d. Póllands, Rússlands, Spánar, jafnvel Brasilíu o.fl. o. fl. Eða hvenær hefur sézt hér mynd eftir Indverjann Satyajit Ray, sem talinn er meðal béztu kvikmyndaleikstjóra í dag? Sigurður Jón Ólafsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.