Tíminn - 25.09.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.09.1966, Blaðsíða 12
n TÍMINN SUNNUDAGUR 25. september 1966 II! i í fttugur á morgun ■ ■ Arni Jónasson bústjóri, SKógum Flmmtugur verður á morgun Árni Jónasson bústjóri í Skógum undir Eyjafjðllum. Ámi er Þing- eyingur að ætt og uppruna, frá Grænavatni í Mývatnssveit. Frá 1945 hefur hann verið bústjóri í Skógum. Rangæingar og Skaft- fellingar reka í sameiningu bú- nkap á jörðinni Ytri-Skógum, er þeim á sínum tíma var gefin undir héraðsskóla. Var það mikið lán fyrir sýslufélögin að fá svo mætan og dugandi mann til for- stöðu skólabúsins sem Árna Jón asson. Árni hefur rekið Skógabúið með miklum myndarskap, gert stór- felldar ræktunarframkvæmdir og reist flest hús jarðarinnar frá grunni. Einnig hefur hann starf- að ötullega og fjölmörgum fé- lags- og framfaramálum. Hann hefur lengi átt sæti í hrepps- nefnd Austur-Eyjafjallahrepps og haft heilladrjúg afskipti af málefnum bænda á vegum bún- aðar- og stéttarsamtaka. Störi hans í þágu hinnar stór- merku ræktunar á Skógasandi munu seint ofmetin og svo mun um fleira. ÞÁTTUR kirkjunnar Framhald af bls. 7. T>ess vegna: Burt með börn- in af götunni. Bannið börnum innan tvítugs að aka bílum og dráttarvélum. Afnemið strax lagaheimild og undirbúning að hægri handarakstri á íslandi. Hættið að selja áfengi nema í örfáum og smáum skömmtum sérfróðra manna um eiturverk- anir. Verndið börnin gegn ógn- um tóbaksins, sem bráðum legg Sjónvarpstæki Útvarpstæki Segulbandstæki Plötuspilarar Tækin eru byggð fyrir hin erfiðu móttökuskilyrði Nor egs — því sérstaklega næm / ÁRS ábyrgð RADIONETTE- verzlunin Aðalstræti 18. Sími 16995 Kvæntur er Árni Jóhönnu Ingv arsdóttur og eiga þau tvo upp komna syni. Á þessum merka afmælisdegi munu vissulega margir hugsa hlýtt til Árna Jónassonar og óska honum allra heilla og velfarnað ar í lengd og bráð. J. ur undir sig kirkjurnar, hvað þá félagsheimilin. Stofnið sjóði, líknarsjóði og samtök til að koma veikum börnum og fólki til sérfræðinga hvar sem eru í heiminum, ef þeir geta hjálpað, svo að ekki verði foreldrar öreigar þess vegna. Og vinnið svo með ráðnum huga, dáð og djörfung gegn styrjöldum, hvort sem það eru hatrammar deilur hjónaskiin- aðanna, eða helvíti sprengju- regns í Vietnam eða fjötrar kynþáttahaturs í Afríku. Gangið fram til að hugga og líkna, og efla mátt orða Krists, er hann sagði við hina sorg- mæddu á vegi sínum: „Vertu ekki hræddur: „Grát þú eigi.“ „Þinn sonur lifir.“ Þessar stuttu setningar hans skapa enn frið og fögnuð í mannheiminum, hvar sem þær og kraftur þeirra fær að njóta sín í Jesú nafni. Þá fækkar slys um og tái'um. Árelíus Nielsson. MENN OG MALEFNI þessum málflutningi Morgun- blaðsins. Svona málflutningur og áform hljóta að verða þjóðhollum ísl. hvatning til andófs gegn uiönnum með slíkar skoðanir og áskorun um átök og stuðning við þau öfl, sem á íslenzkum fyrir- tækjum og íslenzku framtaki vilja byggja. Sterkasti þátturinn i lífsviðhorfum þeirra manna, sem mest hafa mótað íslenzka stjórnmálabaráttu og mestu hafa ráðið um uppbyggingu atvinnu- lífs í höndum íslendinga sjálfra hefur verið ættjarðarástin, þjóð- erniskennding. Blóðið hefur jafn an runnið til þeirrar helgustu skyldu að standa vörð um þjóð- ernið, menningarlegt og efna- legt sjálfstæði íslenzku þjóðar- innar. Það er annað að eiga eðli- leg og náin samskipti og sam- vinnu vjð aðrar þjóðir og þá innan þeirra marka að það þjóni hagsmunum okkar sem sjálf- stæðrar þjóðar, en gefast upp og leggja okkar ráð öll í hend- ur hinni alþjóðlegu auðhyggju, því missum við úrslitatökin á atvinnumálum okkar er nær víst, að menningarlegt sjálfstæði fer forgörðum líka. Það er óþarfi að nefna fleiri dæmi um þær hættur, sem munu steðja að okk ur á þessu sviði, ef þeir'menn, sem nú ráða, fá ráðið öllu leng- ur. Þær kosningar, sem fram fara að vori geta því orðið ör- lagaríkar. Verði úrtölumennirn ir ofan á er ekki unnt að segja í hvaða fjötra þeir hafa vafið þjóðina, er hún næst fengi að kveða upp dóm sinn. SLÁTRUN Framhald af bls. 1. sagði slátrun hafa hafizt á mánu- daginn og væri féð með vænsta móti. T.d. hefði meðalvigt dilka frá Góustöðum í Eyrarhreppi ver ið 16—17 kg. Saknaði hann þess að fá ekki nýtt kjöt, en kvað það líklega verða selt á morgun, í búð um. ★ Fréttaritari Tímans á Vopna firði kvað slátrun ganga vel og sagði að féð væri vel í meðallagi. Víðast hefði heyjazt vel í sumar. ★ Fréttaritari Tímans í Stykk ishólmi sagði að slátrað yrði 3— 4000 fjár hjá Kaupfélaginu. Væru dilkarnir með alrýrasta móti og heyin í minna lagi. Kvað hann nokkra bændur selja kúastofn sinn og snúa sér að sauðfjárrækt- inni. ★ Fréttaritari Timans á Blöndu- ósi sagði, að slátrun þar hefði haf izt 8. september og gengi hún að óskum. Væri búið að slátra um 15 þúsund fjár en alls væri áætlað að slátra 44 þúsundum, sem væri 6 þúsundum fleira en í fyrra. Væri meðalvigtin svipuð og í fyrra, eða tæp 14 kg. Búizt væri við mikilli stórgripaslátrun, sem hefjast myndi að sauðfjárslátr- uninni lokinni. Myndi sú slátr un að líkindum standa fram í miðjan nóvember. Kvað fréttarit arinn heyfeng bænda minni en í meðalárferði. ★ Fréttaritari Timans í Þing- vallasveit kvað féð heldur rýrt, einkum tvílembingana. Heyfeng ur væri með minna móti, en hefði á hinn bóginn verkazt vel. Yrði svipað magn sett á eins og und anfarin ár. ★ Fréttaritari Tímans í Gaul- verjabæ kvað féð vera misjafnt þó kvað hann það heldur í lak ara lagi. Hann taldi, að bændur myndu yfirleitt ekki setja eins mik ið á og undanfarin ár. Einnig tók fréttaritarinn fram, að nautgripa- slátrun yrði með meira móti. SMITH C0R0NA SKÓLARITVÉLARNAR eru aftur fyrirliggjandi. HIN GLÆSILEGA OG FORMFASTA CORONA SEM ENDIST YÐUR ÆVILANGT. ★ Vélin er sambyggð töskunni. ★ Lokið laust. ★ Dálkastillir. ★ Þrískiptur borðastillir. ★ Blaðlengdarnál. ★ Frjálst línubil. ★ Einfalt og tvöfalt línubil. ★ Ásláttarstillir. ★ Blaðhvíld. ★ Vagnbreidd 25 sm. ★ Fveir litir: gulbrún, blá. ★ Létt, aðeins 3,5 kg. ÁRS ÁBYRGÐ OG FULLKOMIN VIÐGERÐAR- ÞJÓNUSTA. VÉLADEILD S.Í.S. ÁRMÚLA 3, SÍMI 38900 VÉLRITINN KIRKJUSTRÆTI 10, SÍMI 13971 KAUPFÉLÖGIN VÍÐA UM LAND MH Framhald af bls. 1. yrðu valinkunnir menn fengnir tjl þess. Þá gat menntamálaráðherra þess, að ætlunin væri að taka upp vísi að valfrelsi á námi í hinum nýja menntaskóla, svo sem tíðk aðist víða um lönd. Kvaðst hann vona að það yrði ekki eingöngu til að auka sérhæfingu meira e.n orðið væri, heldur glæða hæfileika nemenda á fleiri en einu sviði. - Hver einstakur á ekki að vera ein grein heldur klasi á meiði heildar menningarinnar, sagði mennta- málaráðherra. Kennara hins nýja skóla hefur verið áður getið hér í blaðinu. Nemendur munu vera tæpl 160 talsins í vetur ,og skiptast j 6 bekkjardeildir. Sá háttur hefur verið hafður á við skipulag Mennta skólans við Hamrahlíð að ætla hverri námsgrein sérstaka kennslu stofu, en ekki hverri bekkjardeild sem áður hefur tíðkazt Kennslu stofur i hinum fyrstu áfariga eru 6 talsins. Þegar hefur verið haf izt handa um framkvæmdir við annan áfanga skólahússins. og verður væntanlega hægt að taka hann tjl notkunar að noklcru leyti að ári. Þar verða sérstakar kennslustofur fyrir raunvísindagreinar o. fl. BÆNDUR HÖFUM FENGIÐ VINNUSÓLIR FYRIR: Skemmur Hlöður Gripahús og hvar sem góðrar lýsingar er þörf. Vatnsþéttar, höggþétt ar. Samþykktar af raf fangaprófun ríkisins. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. LÚÐVÍG GUÐMUNDSSON LAUGAVEGI 3 — SÍMI 17775.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.