Tíminn - 01.10.1966, Qupperneq 3

Tíminn - 01.10.1966, Qupperneq 3
verk og sjá að þau voru harla góð?“ 3 Ósmekklegt. Kæri Landfari- Undanfarna daga hef ég tekið eftir því, að margir bifreiðaeig- endur hafa skreytt bifreiðir sínar með merkjum. Þess merki eru tveir fánar, annar þeirra er sá ís- lenzki, en hinn er köflóttur og táknar kappakstursfána. Mér finnst þetta í hæsta máta ósmekk legt að klessa slíkum merkum á bifreiðarnar, ekki sízt að sjá ís- lenzka fánann á grútskítugum höggbrettum bifreiðanna. Þetta er ósómi sem ekki er unnt að líða, kollvarpað er öllum reglugerðum um meðferð íslenzka þjóðfánans. Því ekki að fjarlægja þessi merki, eða taka þau niður klukkan átta á kvöldin? Lúlli. Og þá er hér bréf frá Ólafi Ketils syni: Sagan um veginn „Flestum, sem fóru eitthvað um veginn á síðastliðnu vori, er það í fersku minni hversu slæmur hann var. í Flóanum og Grímsnes inu var hann verstur, þó víðar væri slæmt. Virtust viðgerðir á honum í maímánuði og fram í júní samstilltar af kunnáttuleysi og klaufaskap með samanhræðri verkfræðilegri vitleysu, er gekk svo langt í Grímsnesinu að klak anum var klárað með jarðýtusting í stað þess að brjóta hann niður. í forarsvöðin var stundum fleygt möl, en sumt af henni rótað burt með jarðýtu eftir 2 til 3 daga eins og hrúgurnar viðveginn sýna í dag. Endirinn varð sá að Grímsnes vegur varð ófær síðustu daga maí mánaðar eins og landskunnugt er. Við ökumenn, og aðrir, vonuð um þá klaka leysti og hægt væri að ná í möl, mundu gamlir forar pyttir fljótt fylltir, ásamt djúpum gígum, svo hægt væri að aka eftir sléttum vegi í júnílok. Sú von hefur að litlu leyti rætzt, en aðrar vonir brugðist. í Hellisheiðarveg var fljótlega borið, svo að entist langt fram eft- ir sumri með góðum árangri, þótt nokkra endurbót þurfi hann nú. í júlí var og einnig malborið milli Þrengslavegar og Hveradala- brekku, við það verk batnaði sá bútur svo að hann hefur verið vel fær síðan. Þá var einnig borið í eina holu í Ölfusi, móti Völlum (djúpan pytt frá í maí). Seint í ágústmánuði var einnig borið í, varð Ölfusið fyrir því happi að lát ið var í veginn þar nær 30 bíl ar. Við slíka vegabót gerbreyttist það svo að það er ætíð gott yfir ferðar síðan. í júlí og ágúst veit ég svo til að látnir höfðu verið 4 malarbílar í Grímsnesveg. Þvílíkri vegabót verður ekki frekar lýst, en það þekkja allir þá gjörð eru stórátök, hversu mikil breyting get ur orðið á langri vegalínu. í síð ustu viku ágúst var sett möl í djúp ar holur syðst í Laugardal, ásamt því að uppfylltar voru gryfjuhoi ur norðan Eyvindartungu, svo og í Snorrastaðamýri. Eftir það varð Laugardalsvegur sunnantil sem nýr vegur. Samkvæmt framansögðu hafa nú verið gjörð stórátök með malar burð. En betur má ef duga skal. Með líkum hraða og hér hefur gerst, mættu menn vona að í októ ber yrði borið í mjög gamlar og djúpar holur vestan við Miðdals- holt. í nóvember væri svo von með malarburð sunnan við Efstadal. Flestir eru það enn í dag, sem hlakka til jólanna, margt gjörð ist fyrir þau. Við Sigurður í Hlið vonum það, að mýrin þar á móti verði ekki höfð alveg útundan á þessu ári með tvö til þrjú malar hlöss í verstu pyttina. Að sjálfsögðu líta svo vegagerð armenn og verkfræðingar yfir sín Laugardag 'in. „Mig langar að Dioja Landíara að taka þessar fáu línur. Landfari er ekkert klökkur á því, að birta greinar allskonar, sem tilheyra dægurmálum. Það sem knýr mig til að senda þessar línur er fyrst og fremst laugardagsleikritin. Þau eru Út- varpinu og þeim sem ráða val- þeirra til smánar. Tvö síðustu laugardagskvöld sló held ég öll met út hjá þessari stofnun. í þeim fólst ekkert lífrænt, ekkeit nema það ljótasta, ódæði íramin af verstu tegund. Svo ég nefni annað þeirra, setm hét „Nornm“ Hvað höfum við að gera með að hlusta á slíkt. Vill ekki Útvarpið teljast menningarstofnun. Er þetta gert til að laða fólk til að halda sig heim, nei og aftur nei. Hér með er skorað á þá sem ráða vali leikrita í útvarpið að breyta um háttu og senda ekki á öldum ljósvakans, sem hæfir að eins villimönnum en ekki siðuðu þroskuðu fólki. Það var minnst á þuli útvarps ins um daginn í Landfarp, það cr sjálfsagt ekkert nema gott eitt um það að segja en ég vil raka það fram að mér finnst Jóhannes Arason taka öllum fram, röddin skýr og hljómar vel. Mér finnst Ragntoeiður Ásta lesa of hratt, svo efcki sé meira sagt. Akureyringur. Kvikmyndagagnrýni öryggismarkið Fail safe. Bandarísk frá 1963. Leikstjóri: Sidney Lumet. Handrit: Walter Berstein. Framleiðandi: Max E. Young stein. Stjör-nubíó. ísl. texti. Sidney Lumet mun strax með fyrstu mynd sinni, Tólf reiðir menn, hafa vakið tals- verða athygli, en hún hlaut einmitt gulibjörninn á kvik- myndahátíðinni í Berlín 1958. Lumet, eins og fleiri merkir leikstjórar, hefur snúið baki við Hollywood, sem reynir að drepa niður hvern sterkan per sónuleika sjálfstæðrar kvik- myndasköpunar, og gerir nú myndir sínar í Englandi, en það ku þó nokkuð hagstætt fyr ir útlending að gera kvikmynd- ir í því landi. Eins og sumar bandarískar kvikmyndir seinustu árin, fjall ar Öryggismerkið (Fail safe) um pólitískar erjur, vígbúnað- arkapphlaupið og hættuna á kjarnorkustyrjöld miili ’tússa og Bandaríkjamanna. Misjafn- ar eru þær myndir að gæðum. en kunnir leikstjórar sem John Frankenheimer hafa getað skap að eftirtektarverð verk úr þeim efnivið. Einnig mætti nefna The best man eftir ný- liðann Franklin Sehaffner Áhrifadrýgstur við þannig kvikmyndagerð hefur reynzi Stanley Kubrick og er mynd hans, Dr. Strangelove, talin sú bezta þeirra tegundar og jafn framt telja sumir kvikmynda sérfræðingar hana markverð ustu bandarísku kvikmyndma. gerða á sjöunda tug aldarinn ar. Væntanlega mun Stjörnu- bíó einnig bera hana fram fyr- ir hérlenda kvikmyndahusgesti. Kvikmynd Sidney Lumet‘s, Fail safe, er mjög sterk og mögnuð lýsing á, hvernig há- þróuð vélmenning hefur nað yfirhöndinni yifr mannlegri reisn. Hvernig heimurinn stend ur á barmi kjarnorkustyrjald- ar vegna tæknilegs misskiln ings. Framan af er atburða- rásin hægfara og myndin ekki nema í meðallagi gerð. En er á líður eykst spennan til muna og Lumet nær sterkari tökum á efninu í síðari helm- ing kvikmyndarinnar. Það ei athyglisvert, hve Lumet næi mikilli spennu úr þröngu formi myndarinnar, er byggist að mestu leyti á samtölum. Dularfulhir hlutur birtist á radarskerminum í aðalstöðvum loftvarnanna. Sprengjuflugvél. arnar fá skipun um að nálg- ast þetta óþekkta fyrirbæri, sem sumir voru farnir að ótt- ast að væri flugskeyti, sent af Rússum. Það reynist þó vera farþegaflugvél á villigöt- um. Sprengjuflugvélunum er sagt að snúa við, en vegna truflana næst ekki samband við einn hópinn. Samkvæmt fyrirfram ráðgerðri áætlun skulu þær flugvélar, er ekki fá skipun um að snúa við, halda áfram leið sinni til Moskvu. Því er það, sökum tæknilegra mistaka, að einn hópurinn legg ur leið sína til höfuðborgar Sovétríkjanna, með 20 mega- tonna vetnissprengju innan borðs. Eru nú góð ráð dýr Forsetanum er tilkynnt um at- burð þennan og allt er ger: til að stöðva flugvélarnar. í taugaæsingnum, sem af verð- ur, kemur í l^ós afstaða sumra manna gagnvart mistökum þes- um. Hinn ofstækisfulli kapíta! isti, prófessor Groetschele (Walter Matthau), heimtar, að mistök þessi skulu notuð til að koma Rússum á óvart og yfirbuga þá með skyndiárás. Black hershöfðingi (Dan 0‘ Herlihy) leggur hins vegar til, að allt sé gert til að koma í veg fyrir stórstyrjöld, og ráð- gert er að senda orrustuflug- vélar eftir sprengjuflugvélun- um. Þeirri tillögu er forsetinn (Henry Fonda) og sammála. Þessi ráðagerð mistekst og er næsta skrefið, að forsetinn sím ar til forsætisráðherra Sovét ríkjanna, reyna að sannfæra hann um mistökin og jafn- framt biðja um aðstoð Rússa til að granda sprengjuflugvél- unum. Samtal þessara æðstu manna er mjög vel unnið, þar sem engum filmískum áhrifum er beitt og aðeins hið •'alaða orð hefur þýðingu. Spurningin er, tekst forsetanum að sann- færa forsætisráðherra Rúss- Sovétríkianna. lands, að um óhapp sé að ræða. Það er aðeins eitt ráð við því. í mjög vel gerðu atriði hiður forsetinn Black hershöfðingja að taka við verkefni, er mun ef til vill hafa hingar uggvæn legustu afleiðingar. Black á a'3 fljúga sprengjuflugvél yfir Empire State Building. Tekizt hefur að granda öllum þsim sprengjuflugvélum, sem eru á Framhalcl a hls 12 Forseti Bandaríkjanna (Henry Fonda) á tali við forsætisráðherra Á VÍÐAVANGI Er hægt að veita lán? f Iögum um atvinnujöfnuar- sjóð segir, að lán úr sjúðnum skuli veita þangað, sem þörf sé á atvinnuaukningu, en þó aðeins til „arðbærra frain- kvæmda". Menn cru því að velta fyrir sér, hvaða framkv. það gætu verið, sem veita mætti lán til úr ' sjóðnum eins og nú er ástatt um rekstr- argrundvöll atvinnuvega lands manna. Nú síðast cru rökin lögð á borðið uin það, að rekstr argrundvöllur fiskfrystihús- anna sé algerleSa brostinn og ekki „arðbær“ lengur, svo að varla má veita lán til þcss. Iin hvaða atvinnugreínar eru þá „arðbærar" núna eins og kom ið er „viðreisninnl“? Atvinnujöfnunarsjóður. Dagur á Akureyri ræðir ný- Iega um Atvinnujöfnunarsj. í forystugrein og segir: „Eins og kunnugt er voru á síðasta Alþingi sett ný lög um Isvonefndan Atvinnujöfnunar- sjóð, en gömlu lögin um At- vinnubótasjóð jafnframt úr gildi numin. Þessi nýju lög eiga þegar að vera komin til framkvæmda, og þingið, sem samþykkti lögin, kaus sjö menn í stjórn sjóðsins. í fyrstu grein laganna segir svo: „Hlutverk Atvinnujöfn- unarsjóðs er að veita lán til framkvæmda í þcim landshlut- um, þar sem brýn þörf er fjöl- breyttra atvinnu- og athafna- Iífs og skUyrði eru til arðbærra framkvæmdaj er séu til þess fallnar að stuðla að jafnvægi í byggð landsins og koma í veg fyrir að björgulegar byggðir eða byggðarlög fari í eyði.“ í sjöttu grein segir svo: „Stjórn sjóðsips lætur gera áætlanir og undirbýr láua- ákvarðanir með aðstoð Efna- hagsstofnunarinnar. Skal lata fara fram skipulegar rannsókn ir á atvinnuástandi, samgöng- um og menningarmálum ein- stakra byggðarlaga og lands- hluta. Á þessum rannsóknum Iskal reisa áætlanir um fram- kvæmdir, er að dómi sjóffstjórn ar beri helzt aff styffja meff lánveitingum og styrkjum. — Áætlanir þessar skulu jafnan gerðar í samráði við hiutað- eigandi sýsluncfndir, bæjar- stjórnir og hreppsncfndir og aðra þá aðila, er sérstakra hags muna hafa að gæta í þessu efni.“ Með hliðsjón af Norður- landsáætlun- Og enn segir Dagur í sömu forystugrein: „Telja verffur, aff lög þessi stefni í rétta átt, og komi þar fram nokkur árangur af mál- flutningi á þessu sviði á mörg- um undanförnum árum, inn- an þings og utan. Á þaff hefur raunar verið bent, aff fjárráff sjóðsins samkvæmt Iögun- um muni reynast alltof Iítil og tekna til hans aflað á frem ur óviðfelldinn hátt. Samt er hér um að ræða starfsemi, sem ætti að geta gert gagn, meira eða minna, eftir því, hvernig fjárhagurinn reynist, eða hvern ig á verður haldið til eflingar landsbyggð, sem nú á undir högg að sækia. Fyrir Norðlendinga er sér- stök ástæða til að gefa gaum að því, sem nú fer fram í þessu sambandi. Talið er, að Norður landsáætlun sú, sem nú er að unnið, muni talin til áætlana Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.