Tíminn - 01.10.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.10.1966, Blaðsíða 5
LAUGAJtDAGUK 1. október 1966 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN Framkva&mdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- iýsingastj.: Steingrímur GJslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símiar 18300—18305, Skrifstofur: Ba*kastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands. — í lausasölu kr. 7.00 twt — Prentsmiðjan EDDA h. f. Vegamál í ólestri Nú styttist óðum að því, að Alþingi komi saman til funda á ný. Mörg eru þau vandamál, og sum geigvænleg, sem þetta þing hlýtur að fjalla um. Meðal höfuðmála þingsins verða án efa vegamálin. Ófremdarástandið í þeim málum er orðið slíkt, að ekki verður við unað- Af þeim yfirlýsingum, sem fram hafa komið hjá rík- isstjórninni og málgögnum hennar virðist algert ráð- leysi ríkjandi, og engin stórátök í vegamálum fyrirhuguð á næstunni. En það eru kosningar framundan og ríkis- stjórnin hefur ærna ástæðu til að óttast þungan dóm kjósenda um frammistöðuna í vegamálunum og því raunu meiri lfkur á, að unnt verði' að knýja stjórnina til að- gerða en áður — og víst er það, að þingmenn Framsókn- arflokksins munu ekki láta vegamálin liggja í þagnargildi á næsta þingi. Nú er ástandið í vegamálunum orðið þannig, að eng- ar verulegar framkvæmdir eiga sér stað, nema þar sem unnið er fyrir lánsfé. Fjárveitingar til fjölmargra vega fara nú nær óskiptar í að borga af lnum, sem búið er að vinna fyrir í vegunum og vegaviðhaldið er fjarri öllu lagi, miðað við hina ört vaxandi og þungu umferð — ekki sízt hina stórvaxandi vöruflutninga með stórum vörubílum — og staðreynd er það, að í suma vegi hefur alls ekki verið borið árum saman. Það er ekki von, að landsmenn uni slfku á sama tíma og sífellt er verið að leggja þyngri og þyngri álögur á umferðina og með vaxandi umferð hafa tekjurnar af um- ferðinni vaxið gífurlega. Stærsta hlutann af þeim fúlg- um hefur ríkissjóður tekið til almennrar eyðslu í stað þess að leggja féð óskipt til vegamála, eins og hlýtur að teljast eðlilegt og að verður að stefna, að gert rerði. Síðan 1959 hefur ríkissjóður tekið hvorki meira né minna en 2.200 milljónir króna af tekjum af umferð- inni umfram það, sem lagt hefur verið til veganna- Fyr- ir þá upphæð hefði verið unnt að leggja malbikaðan veg norður til Akureyrar og austur að Þjórsá og er þá miðað við kostnaðinn af Keflavíkurveginum- Fram að 1959 lagði ríkissjóður hins vegar vegagerðinni til meira fé en nam tekjum af umferðinni og sést af því, hver öfugþóun hefur orðið í tíð núverandi ríkisstjórnar. Er fjármálaráðherrann gaf yfirlit um framkvæmdir ríkisins á s.l. vori, sagði hann, að það skorti „fjárhags- grundvöll“ fyrir lagningu hraðhrauta með varanlegu slit- lagi. Er Mhl. ræddi um vegamálin í forustugrein í sumar, sagði blaðið: ,,Það er hins vegar ljóst, að meðan hinar miklu fram- kvæmdir við Búrfell og í Straumsvík standa yfir, verður erfitt af efnahagslegum ástæðum, og einnig vinnuafls- vegna að hefja slíkar framkvæmdir, en sjálfsagt er að hefja nú þegar undirbúning að því, að þær geti hafizt jafnskjótt og þessum stórframkvæmdum lýkur að þremur árum liðnum“ Þannig boðaði Mbl- þriggja ára stöðnun framkvæmda í varanlegri vegagerð og bar við álframkvæmdum og vinnuaflsskorti. Öllum slíkum „áætlunum“ verður að víkja til hliðar og þeim mun verða vikið til hliðar á næsta þingi. Kröfur þjóðarinnar um betri vegi eru orðnar svo háværar og almennar. að við þéim getur ríkisstjórnin ekki daufheyrzt lengur. Bifreiðin er nú orðin eitt nauð- synlegasta. tækið í daglegu lífi almennings á íslandi og ómælt er það tjón, sem hlýzt af hinum slæmu vegum. Án góðra samgangna getur framleiðslan ekki blómgazt, og vegirnir eru því sannkallaðar lífæðar þjóðarinnar. TÍMINN Ríkisfyrirtæki eiga mikinn þátt í efiingu ítalska iðnaöarins Þau hafa látið ólíkustu atvinnugreinar til sín taka. ÞEGAR verið var að koma á laggirnar í Luxemborg árið 1952 fyrstu evrópsku efnahags samtökunum, eða kola- og stál samsteypunni, bjuggu nokkrir ítalir þar í gistilhúsi um stund ar sakir. Borðsalur gistihússins var langur og háu borði komið fyrir á palli fyrir öðrum end anum. ítalarnir lögðu þetta borð undir sig og breyttu há degisverði 'sínum í meira og minna varanlega veizlu. Tveir eða þrír komu aðvífandi í einu settust niður og töluðu eins hátt og þeir höfðu róm til. Á þessu gekk fram undir kvöld. Þegar nýir menn komu, risu vinir þeirra úr sætum og fögn uðu þeim, aðrir hrópuðu upp yfir sig og komu öllum til að reka upp rokna hlátur. Stund um heyrðust tappar teknir úr kampavínsflöskum (eða va.r það Asti Spumante?) Karl- menn hrópuðu, konur skræktu rökræður dunuðu með feikna hraða og almenn fagnaðarlæti kváðu við. Yfirþjónninn var svipsúr heimamaður og fannst sýnilega, að betri skipan hefði verið á meðan á þýzka hernám inu stóð og þessi suðrænu gleði læti væru illþolandi. Emn dag inn gekk hann til ókunns gests sem sat við borð innarlega í salnum, og hvæsti út úr sér: „Hvílíkur hávaði í þessum ítöl um! Og svo eiga þeir hvorki kol né stál.“ Enginn, sem dvalið hefir um stundar sakir í ítalskri borg, mun neita því, að ítalir séu meiri hávaðamenn en flestir aðrir. En hitt er jafn ómótmæl anlegt, að nú er rekinn mjög svo athyglisverður stáliðnaður á Ítajíu. Japanir uku stálfram leiðslu sína á fimm árum meira en sem svarar allri stálfram- leiðslu Breta á ári. í saman- burði við það kann átak ítala að virðast smávægilegt, en þeir framleiddu rúmar tvær milljón ir lesta af stáli árið 1950, en framleiða nú nálega þrettán milljónir lesta. Þessar framfar ir eru miklar á evrópskan mæli kvarða og tekizt hefir að koma aukningunni á gegn nálega samdóma áliti sérfræðinga um stál- og kolavinnslu í Evrópu. Árið 1952 töldu jafnt vinir sem andstæðingar að úti væri um ítalska framleiðslu. FÁEINIR ítalir komu auga á, hvaða framtíð þau stáliðnaðar fyrirtæki gætu átt, sem ynnu úr innfluttum hráefnum. Þess ir menn voru fáir og þeír voru hvorki starfandi við einka rekstur né í hópi þeirra, sem áætlanir gerðu fyrir ríkið. Þeir voru í IRI (Institute oer la Ricostruzione Industriale),. sem álitið er að ráði yfir 10 eða 15% af allri iðnaðarframleiðs'u ítala. Hið útreiknaða og vei heppn aða stálævintýri IRI er hvergi nærri eina djarfa átak þess eft ir striðið. Síðustu tíu árin hafa ítalir verið manna hraðvirkast ir við lagningu akvega i Vestur Evrópu, næst Þjóðverjum Stærsta afrek þeirra í þessu efni er Autostrada del Sol, sem orðinn er lífæð ítalsks efnahags lífs frá Mílanó suður til Sal- erno og meðfram allri vestur- strönd landsins. Iðnfyrirtæki í einkaeign voru ekki fáanleg til framlags nema í þann kafla veg arins, sem auðsjáanlega var arð bær, eða nyrzti þriðjungur hans. Vegagerðarskrifstofa rík isins var svo fjötruð í skrif- finnsku og lagaflækjum, að hún gat ekki tekið að sér frumkvæð ið og unnið nægilega hrátt. IRI tók því til sinna ráða, einkum á þeirri forsendu, að akvegurinn væri lífsnauðsynlegur til þess að tengja saman norður- og suður-hluta landsins, öllu ítalska efnahagslífinu til hags bóta. Á daginn kom, að tekjur af vegatollinum urðu svo mikl ar, að IRI leggur nú fram fé til áframhaldandi vegalagning ar, þar á meðal akvegi eftir austurströndinni, sem er mjög á eftir tímanum í efnahagslegu tilliti svo og þvert yfir landið, milli Napólí og Bari. Innan skamms verða hinir ýmsu hlut ar ítalíu í miklu nánari tengsl um hver við annan en þeir hafa nokkru sinni verið. IRI hefir tekið að sér frum kvæði á þriðja sviðinu, að vísu í litlum mæli enn sem kom ið er, en kann að reynast þess mikilvægara sem lengra líður. Tækniþjálfun er mjög ábóta- vant á Ítalíu, bæði í mennta kerfi ríkisins og einkarekstii. IRI hefir komið upp nokkrum þjálfunar og iðnkennslustöðv- um í landinu, fyrst og fremst til að fullnægja eigin þörfum, en er nú farið að taka við nemend um, sem ætla að starfa við rekst ur annarra fyrirtækja. Þessi tíl- raun er enn mjög smá í sniðum á norður-evrópskan mælikvarða og eins í hlutfalli við þarfir ítala, en þær aukast sýnilega ört. Nemendurnir skipta aðeins þúsundum en ekki tugþúsund um. Flestir eru fullorðnir menn, sem aðeins sækja námskeið í sex mánuði. En þetta er eigi að síður markverð byrjun á sviði, sem hefðbundnar aðferð ir bæði einkareksturs og opin bers reksturs á Ítalíu hafa algerlega vanrækt. Þarna hefir IRI séð fyrir mikilvægum hlekk, sem áður vantaði, og af þeim sökum er oft minnst á „aðferð IRI“. Kristilegum demókrötum fellur þessi hugmynd sérlega vel í geð, þar sem hugsjónamenn þeirra vilja gjarnan geta sýnt fram á, að ríkisrekstur og einkarekst ur geti samrýmst. IRI var mjög sljótt og athafnalítið í fyrst- unni, meðan Mussolini sat við völd, en ágætur árangur þess nú kann að stafa af því, að þarna hafi verið réttur maður eða menn að verki á réttum tíma, þegar mikið lá við, eins og raunin þykir hafa orðið um ENI, (sambærilegt fyrirtæki í olíuvinnslu). Mattei (hjá ENI) og Saracene (hjá IRI) eru báð ir dæmi um menn, sem sýndu frjótt ím.vndunarafl þegar þess var mest þörf. IRI reyndist fúst til að leggja orðstír sinn í hættu í fangbrögðunum við stálið og tiu. ■ Norður-suður-akveginn. Þetta sýnir framsýni og vilja til að gera það, seni nauðsynlegt virð- ist, hvað sem hinum smærri hindrunum líður, en það bendir fremur til manna en fyrirtækja. IRI hóf göngu sína fyrir hönd ríkisins sem aðalerfingi gjald- þrota fyrirtækja. Það verður enn að styðja og halda uppi ýmissi lasburða, fjárstyrktri starfsemi, þar á meðal skipa- smíðum og vélafyrirtækjum eins og Alfa Romeo. En það hefur sýnt furðulega hæfni til sveigj- anleika og aðlögunar, og er af þeim sökum mjög athyglisvert efnahagslegt fyrirbæri. Ríkis- I stjórnin á ítalíu er veik og iðn aðurinn ekki öflugur, nema hér og þar. IRI hefur fyrst og fremst auðnast að brjótast gegn um sumar erfiðustu hindranirn ar á vegi ört vaxandi en jafn- vægislítils efnahagslífs. Hjá ítölum hefur fyrst og fremst brostið trausta undirstöðu, þarf- irnar verið augljósar, en stefna IRI einkum mótazt af frjóu ímyndunarafli, og þess vegna hefur þetta gengið vel enn sem komið er. f raun og veru hefur IRI sjálfvirkan aðgang að fjár- magni í landi, þar sem fjár- magn skortir og ríkisstjórnin takmarkar útgáfu hlutabréfa. Þetta hefur gert IRI mögulegt að taka sér viss forgangsrétt- indi. Hins vegar hefur ríkis- stjórninni tekizt að halda til streitu, að IRI, eins og ENI og önnur slík fyrirtæki, leggðu tvo fimmtu hluta fjárfestingar sinn ar fram á hinum vanþróuðu svæðum í syðsta hluta landsins. (En Saracone kann að hafa átt uppástunguna að þessu sjálfur á sinni tíð). En IRI starfar eins og hlutafélög að því er snertir tap og gróða, og neitaði að reisa stáliðjuverið suður í Taranto nema ríkisstjórnin legði fjórð- ung fjárfestingarinnar fram sem styrk. Á þennan hátt getur IRI stundum haft áhrif á efnahags- stefnu ríkisins, en starfað eigi að síður líkt og venjuleg fyrir- tæki, og látið ríkið bera hluta kostnaðarins við óarðbærar framkvæmdir. Eins getur IRI ráðið starfsmenn til sin og sagt þeim upp, framkvæmdastjóra ekki síður en aðra, eins og venjuleg hlutafélög. Það býr ekki við tryggingarskyldu eins og opinber þjónustu fyrirtæki. „IRI-AÐFERÐIN“ er mjög sveigjanleg, þar sem fyrirtækið býr einkum að eigin vexti. Vöxt ur þess, eins og ENI, stafar fyrst og fremst af því, hve þörf in var brýn fyrir breytíngar, sem hin venjulegu fyrirtæki ríkis og einstaklinga gátu ekki ráðið við. En nokkur hætta er samfara þessu. Það mikla vald, sem Mattei (hjá ENI) kann að hafa haft fyrir fáum árum, gef- ur vísbendingu um uppvöxt „ríkis í rjiknu." En IRI er ef til vill of fjölbreytt að samsetn ingu til þess að mynda grund- völl að pólitísku valdi, meðal Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.