Tíminn - 01.10.1966, Síða 7

Tíminn - 01.10.1966, Síða 7
7 LAUGARDAGUR 1. október 1966 TIMINN 1 & k.^p- ? Gamli bærinn á Stóru-Borg og grunnbergið hjá Bollagörðum Sigurður K. Árnason heldur nú málverkasýningu í Bogasaln um og sýnir þar sautján lands lagsmyndir frá ýmsum stöðum, undan Eyjafjöllum, ofan af Kjalarnesi, vestan frá Króks fjarðarnesi, austan frá Stokks eyri, utan af Seltjarnarnesi, og þar er Vífilfell í tveim útgáf um. Sigurður var sjálfur stadd ur í Bogasalnum, er við litum inn, og við spyrjum hann, hvort hann sé uppalinn undir Eyja fjöllum. — Nei, ég er fæddur í Vest mannaeyjum og ólst þar upp til fermingaraldurs. — Samt sést hér ekkert frá Vestmannaeyjum. — Nei, ég byrjaði ekkert á þessu fyrr en eftir að ég var komirm til Reykjavíkur. Eg sá einu sinni mann standa úti við málaratrönur í Eyjum og fannst það mikil opinberun og hef síðan litið upp til þess manns. Pabbi var sjómaður en fékkst nokkuð við að teikna. Einu sinni teiknaði hann Heima klett og lét mig skyggja hann á meðan hann var að því. Það var hið næsta sem ég komst myndlist í Eyjum. En pabbi stundaði sjóinn og gaf sér lít inn tíma til að fást við myndir. — En þú heldur þig samt í námunda við Eyjar með því að mála undir Eyjafjöllum, eða hvaða gamli bær er þarna á mynd þaðan austan? — Það er á Stóru-Borg, sem fræg varð af sögu Jóns Trausta um Önnu frá Stóru-Borg. Eg var þar í sveit, þegar ég var strákur, og nú i sumar hefur sonur minn verið þar í sveit. Það varð nú til þess að ég fór að rifja upp gömul kynni, skrapp austur og málaði þessa mynd. Bærinn fór í eyði um aldamótin, þegar berklaveiki gaus þar upp, var þá byggður á nýjum stað. Þetta er eftir af gamla bænum, eldhúsið, og Þórður safnvörður í Skógum heldur því fram, að í þessu eld húsi séu enn til raftar úr gömlu bæjarhúsunum á Stóru Borg, og því fór Kristján þjóð minjavörður austur að skoða eldhúsið í sumar. En sjórinn hefur teygt sig þarna inn í landið og skolað talsverðu burt af gömlu bæjarhólunum. — Og þarna er mynd af Sel tjarnarnesi, svo þér finnst það þá líklega ekki of lítið og lágt, eða hvaða kynjaklappir eru á þessari mynd? — Eg á nú heima á Seltjarn arnesi og líkar vel, þaðan er víðsýnt og ég hef ekki séð skvett úr koppum á tún síðan ég kom þangað. Enda þykir t mörgum orðið allfínt að eiga sér hús þar. En'þessar klappir eru hjá Bollagörðum, og það vakti eiginlega athygli mína á staðnum, að Jón jarðfræðingur Jónsson hélt því fram, þegar farið var að bora þarna eftir heitu vatni og það fannst, a ð þarna kæmi grunnbergið upp neðan við bæinn 1 Bollagörð um. Og mér finnst þetta býsna sérkennilegar klappir og ég stóðst ekki freislinguna að mála þær. — Hvenær byrjaðir þú að mála? — Það eru víst tuttugu ár síðan ég fór að ganga í skóla frístundamálara, og fyrsti kenn ari minn var skozki listamaður inn Waistel, ágætur kennari sómadrengur og góður listamað ur. Iíann kenndi mér teikningu en var annars fyrst og fremst leirkerasmiður, starfaði fyrir Sigurður og mynd hans „Eldhúsið x gamla bænum“, máluð að Stóru-Borg. Tímamynd—Bj. Bj. Laugarnesleir um nokkurt skeið. Hann fluttist aftur út en kom þó hingað fyrir nokkrum árum og hélt keramik-sýningu. — Ertu sífellt að ferðast um landið til að mála? — Ég á mikið eftir ókannað. Þó hef ég ferðazt talsvert á svæðinu frá Lómagnúp vestur að Króksfjarðarnesi, samt hef ég aðeins ferðazt eftir Snæfells nesi en þangað þarf ég að fara og skoðast betur um, það er mjög sérkennilegur landshluti. Ég fer svo sem að engu óðs- lega, þetta verður allt að taka sinn tíma, það er ekki hægt að nálgast landið með neinu of- forsi, og maður verður að þróast í listinni. Dansskóli Heiöars Síðasti innritunardagur INNRITUN: REYKJAVÍK: Símar: 2- 03-45 1-01-18 kl. 1—7 1-31-29 — - KÓPAVOGUR: Símar: 3- 81-26 kl. 1—7 1-31-29 HAFNARFJÖRÐUR: Sími 3-81-26 kl. 1—7 KEFLAVÍK: Sími 2097 kl. 3—7 AFHENDING SKÍRTEINA FER FRAM: í Reykjavík að Brautarholti 4 sunnudaginn 2. okt. og mánudaginn 3. okt. frá kl. 1—7 e h- báða dagana. í Kópavogi í Félagsheimilinu (neðri sal)(salnuni niðri) sunnudaginn 2. okt. kl. 3—7 e.h. ' í Keflavík í Ungmennafélagshúsinu mánudaginn 3. okt. kl- 3—7 e h. MUNIÐ AÐ í DAG ER SÍÐASTI INNRITUNARDAGURlNN DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu um kjör 44 fulltrúa Landssambands ís- lenzkra verzlunarmanna og 44 til vara á 30. þing Alþýðusambands íslands. Framboðslistum skal skil að á skrifstofu L.Í.V., Skólavörðustíg 30, fyrir kl. 12 á hádegi mánudag 3. október 1966. Kjörstjórnin FERÐAFÚLK Sé yður einhvers vant við komu yðar til Akureyr- ar viljum vér benda yður á, að í miðbænum starf- rækjum vér: GISTIHÚS — KAFFISTOFU — LYFJABÚÐ — HERRADEILD — SKÓDEILD — VEFNAÐAR- VÖRUDEILD — JÁRN & GLERVÖRUDEILD — NÝLENDUVÖRUDEILD — KJÖTBÚÐ aðeins fá fótmál milli þessara staða. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA AKUREYRI SÍMI 21-400.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.