Tíminn - 01.10.1966, Qupperneq 14
LAUGARDAGUR 1. október 1966
14
TÍMINN
DAUÐUR BÆR
Framnal'd aí bis i
eins nokkrir miðar seldir.
Gamla bíó: Nóg til af mið-
um — við höfum selt sem svai
ar einum bekk. Það er sjón-
varpið.
Háskólabíó: Ósköp rólegt.
Kannski selt á 4 bekki. Ef
við sitjum til hálf tíu, þá kann
ski lagast þetta.
Laugarásbíó: Það er full
forstofan hjá okkur. Við er-
um ekkert hrædd við sjónvarp
ið — þeir mega a.m.k. vanda
sig betur en útvarpið, ef þeir
ætla að taka frá okkur.
Nýja bíó: Það er engin að-
sókn. Við höfum sýnt þessa
mynd i heilan mánuð fyrir
fullu húsi, en nú bregður svo
við, að það er selt á einn bekk
niðri og einn uppi.
Á skemmtistöðunum var að-
sókn með aldræmasta móti um
10 leytið, en horfur á betri að-
sókn undir miðnættið.
SÍMVIRKJAR
Framhald aí bls. 1.
á morgun, eins og boðað,
hafði verið.
Aftur á móti þefur ekki
verið rætt við starfsmenn
í Gufunesi síðan þeir að
undirlagi flug- og sima-
málaráðherra, lögðu fram
nokkrar tillögur, er orðið
gætu viðræðugrundvöllur á
milli deiluaðila. Flestir
starfsmennirnir í Gufunesi,
sem sagt hafa upp störfum,
og hætta á næstu 6 dög-
um, tyka laun eftir 11. og
12. launafl. en þeir
starfa við flugöryggisþj.
yfir Atlantshafið, auk þess
sem Gufunes er fjarskipía
miðstöð fslands.
THE TIMES
færi til að taka þátt í vexti
og viðgangi þessara tveggja
stóru blaða, væri stærsti atburð
ur lífs hans.
Brezka viðskiptamálaráðu-
neytið skýrði frá því í dag, að
það hafi beðið sérstaka neíni,
sem hefur með einkarétt og
einkaleyfi að gera að rannsaka
kaup Thomson, lávarðar á
hlutabréfunum, en samkvæmt
lögum hefur stjórnin heimild
til þess að láta slíka rannsókn
fara fram með tilliti til hags
muna almennings í sambandi
við svona eigendaskipti.
Thomson, lávarður sagði
ennfremur, að hann myndi
ekki sitja í aðalstjórn hins nýja
útgáfufélags, en sonur hans
Kenneth, yrði varaformaður
stjórnarinnar. Kenneth Thom-
son, sem er 43 ára að aldri
er elzti sonur lávarðsins. Býr
hann í Kanada og er forseti
Thomson-blaðanna þar.
Hinn nýi aðalritstjóri The
Times, hefur verið tryggt al-
gert frelsi og á hann að stjórna
blaðinu aðeins í þágu hags-
mun landsins, segir í tilkynn-
ingu blaðstjórnar í dag.
í hinni nýju blaðstjórn munu
11 manns eiga sæti, þrír, sem
Thomson-fyrirtækin nefna til,
tveir, sem Gavin Astor tilnefn-
ir, tveir óháðir, landsþekktir
menn, sem Thomson-stjótrnin
býður fram og Gavin Aston sani
þykkir og tvær sams konar per
sónur, sem Gavin Astor býður
fram, en Thomson-stjórnin
féllst á. Auk þessara manna
munu aðal ritstjóri blaðsins og
aðalframkvæmdastjóri útgerð
arfyrirtækisins eiga sæti í
stjórninni.
GREIÐSLUVANDRÆÐI
Framhald af bls. 1.
2.5% lakari. Eftirstöðvainnheimta
er einnig lakari í ár en í fyrra. —
Munar hvort tveggja þetta borgar
sjóð 25—26 m kr. og má þegar
fullyrða, að engir umtalsverðir
greiðsluerfiðleikar væru nú hjá
borgarsjóði, hefði hann þessa upp
hæð til ráðstöfunar. Á sama liátt
og innheimta lögboðinnna gjalda
hefur gengið verr hafa og ýmsar
aðrar kröfur borgarsjóðs t.d. á
VERZLDNARSTARF
Okkur vantar afgreiðslustúlku nú þegar.
Upplýsingar hjá verzlunarstjóranum.
Kjöt & Grænmeti
SNORRABRAUT 56.
STARFSMANNAHALD
Skrifstofustúlka
Fyrírtæki á Sauðárkróki óskar að ráða skrifstofu-
stúlku- Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Upplýsing-
ar veittar á skrifstofu Félags íslenzkra iðnrekenda,
Iðnaðarbankahúsinu.
Maðurinn minn og faðir
Friðrik Teitsson
vélsmíðameistari
andaðist í Landsspítalanum 29. september.
Karítas Bergsdóttir
Laufey Friðriksdóttir.
hendur sumum nágrannasveitar
félögunum, fengizt síður greidd-
ar nú en áður.
2. Borgarsjóður hefur greitt 6—
7 m kr. í peningum aðeins á þessu
ári vegna Bæjarútgerðarinr.ar,
vegna ábyrgða, sem á borgarsjóð
hafa fallið. Auk þessa eru fyrirsja
anlegar milljónagreiðslur við árs-
uppgjör vegna reksturs Bæjarút
gerðarinnar á yfirstandandi ári.
Ljóst er, að útgerð togara Bæjar-
útgerðarinnar verður ekki haldið
áfam að óbreyttum aðstæðum og
verður úrslitum vandamála togar
anna eigi frestað nema í nokkrar
vikur eins og nú er komið. Eigi
verður lengur undan því vikizt að
taka ákvörðun um hvort togararn
ir fái endurheimt fyrri veiðisvæði
við landið, og samið verði um til
svarandi áhöfn á íslenzkum togur
um sem erlendum.
3. Fjárhagsáætlun yfrstand
andi árs, er samin á grundvelli
kaupgjalds og verðlags í nóvem-
bermánuði 1965, og kemur því,
fram á árinu óhjákvæmilegur
kostnaðarauki borgarsjóðs vegna
kaup- og verðlagshækkana, sem síð
an hafa orðið.
4. Ekki hefur tekizt að fá auk-
in rekstrarlán, hvorki til þess að
vega upp á móti lélegri innheimtu
nú í ár en í fyrra, né heldur
til þess að brúa meira bil, sem
verður allt til síðasta mánaðar árs
ins, milli áfallins kostnaðar og
innheimtra tekna með hækkandi
fjárhagsáætlun frá ári til árs, þar
sem tekjur koma svo seint inn á
árinu, sem raun ber vitni.
í þeim greiðsluerfiððleikum sem
verið hafa, hefur verið lögð áherzla
á, svo sem unnt hefur verið, að
firra viðskiptaipenn borgar-
sjóðs vandræðum, og þeir hafa
sýnt skilning nú sem fyrr, er
þakka ber.
Þegar fullreynt var, að eigí var
unnt að afla frekari rekstrar-
lána, var dregið úr eða hægt á
ýmsum framkvæmdum borgar-
sjóðs, og má ætla, að eigi verði
fjármagn fyrir hendi, a.m.k. ekki
áður en veður spillast, til að frani-
kvæma að fullu ákveðnar gatna-
og gangstéttaframkvæmdir þessa
árs, og mun það einkum koma nið
ur á malbikunarframkvæmdum í
Heimahverfi svo og gangstéttagerð
en áherzla verður lögð á að láta
þær framkvæmdir sitja fyrir á
næsta ári.
Jafnframt hefur lánsfjáröflun
til framkvæmda ýmisssa borgar-
fyrirtækja svo sem Hitaveitu geng
ið verr en búizt var við, og þess
vegna hefur ekki verið hafizt
handa um lagningu hitaveitu í Ár-
bæjarhverfið eða önnur ný hverfi
og framkvæmdum við kyndistöð í
Árbæjarhverfi hefur seinkað. Hins
vegar mun annar nýi geymirinn
•á Öskjuhlíð koma í gagnið, í
inóvembermánuði næstkomandi og
varastöðin við Elliðaár nýtast bet
ur fyrir Hitaveituna á komandi
vetri en sl. vetur.
Ástæða er til að leiðrétta þann
misskilning, sem komið hefur fram
í blaðaskrifum, að framkvæmda-
hraði hafi verið svo mikill fyrri
j hluta ársins, og lán þá fengin, sem
j greiða hafi þurft með útsvarstekj
um síðustu vikurnar, að komið
hafi niður á fjárhag borgarsjóðs
nú. Engin rekstrarlán hafa verið
tekin á þessu árin, sem falla í
gjalddaga fyrr en í desember, og
framkvæmdahraði hefur verið eðli
legur að undanteknum þeim ráð-
stöfunum, sem gerðar hafa verið
síðustu vikurnar til að draga úr
greiðslum úr borgarsjóði þar til
síðast á árinu.
Stjórnednum Reykjavíkurborg
ar og flestum Reykvíkingum
er ljóst. að takmarka verður rekstr
arkostnað og framkvæmdir borgar
innar við gjaldgetu borgarbúa. -
Verkefni sem æskilegt væri að
leysa, blasa hvarvetna við og kröf
ur borgarbúa til borgarfélags síns
eru því miklar, en hljóta að tak-
markast við það, sem menn greiða
í samieginlegan sjóð. Borgarstjórn
in vill að sínu leyti fullnægja
þeim kröfum, sem borgarbúar gera
með því að verja sem hagkvæm-
ast þeim fjármunum, sem gjald-
geta borgarbúa leyfir.
Geir Hallgrímsson.
BÍL STOLFf
HVERAGEROI
HZ-Reykjavík, föstudag.
f morgun var tilkynnt til lög-
reglunnar á Selfossi, að bifreið
úr Hveragerði hefði verið stolið
um nóttina. Fannst bifreiðin,
skömmu síðar við afleggjarann að
Litla-Saurbæ og höfðu þjófarn-
ir stolið úr bifreiðinni útvarpi
og varadekki. Var haft samband
við lögregluna í Hafnarfirði og
hún beðin að hafa uppi á bifreið-
úr Keflavík, þar sem grunur lék
á því, að menn úr henni hefðu
átt hlut að máli.
Hafnarfjarðarlögreglan hefur í
dag reynt að hafa uppi á áður-
nefndum bíl og um fjögurleytið
fréttist til hans í Grindavík. Fór
lögreglan til Grindavíkur og kom
til Hafnarfjarðar aftur um sjö-
leytið í kvöld. Fannst bæði út-
varpið og varadekkið í bífreið-
inni, og tók lögreglan hvort
tveggja í sína vörzlu. Einnig voru
mennirnir tveir, sem í bifreiðinni
voru, settir í vörzlu lögreglunn
ar. Verða þeir yfirheyrðir á morg
un.
Tvö bifreiðaslys
HZ-reykjavík, föstudag.
Tvö bifreiðaslys urðu síðdegis
í dag í Reykjavík. Kona varð fyr
ir bifreið á gatnamótum Vita-
stígs og Hverfisgötu og hlaut
áverka á fæti. Hitt slysið varö um
fimmleytið á Hringbrautinni
skammt frá Bræðraborgarstíg, 7,
ára telpa, Anna Steinunn Ólafsd.,
Sólvallagötu 39, hljóp á sendi-
ferðabifreið og skall í götuna. Var
hún flutt á Slysavarðstofuna og
við frumrannsókn var ekki vitað,
hvort flytja yrði hana á spítala
en hún var með töluverða ávekra
á höfði.
NITTO
JAPÖNSKU NITTO!
HJÓLBARDARNIR
i flashjm stærðum fyrirliggjandi
i Tollvörugeymslu.
FUÓT AFGREIÐSLA.
DRANGAFELL H.F.
Skipholti 35 — Sírr.i 30 360
SERVÍETTU-
PRENTUN
SÍMI 32-101.
V'élahreingernina
Vanlr
menn.
Prífaleg,
fljótleg,
vönduS
vinna.
Þ R I F —
sfmar
41957 og
33049.
TREF.IAPLAST
PLASTSTEYPA
Húseigendurl Fylgizt me8
tímanum. Et svalirnar eða
þakið þarf endurnýjunar
við- e5a ef þér ertrð að
öyggja, þá látiS okkur ann-
ast um lagningu trefja-
plasts eSa plaststeypu á
þðk, svalir, gólf og veggl é
núsum ySar, og þér burfiS
ekkt aS hafa áhyggjur af
þvt í framtíSinnl.
Þorsteinn Gíslason,
málarameistarl,
simi 17-0-47.
TRÉSMIÐJAN,
Holtsgötu 37,
framleiSir eldhúss- og
svefnherbergisinnréftingar.