Tíminn - 14.10.1966, Qupperneq 1

Tíminn - 14.10.1966, Qupperneq 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. TK—Reykjavík, fimmtudag. — Eysteinn Jónson, formaður Framsóknarflokksins, flutti ræðu á Alþingi í dag í tilefni tilkynningar forsætisráðherra um óbreytta stefnu í efnahagsmálum. Eysteinn sagði m.a.: „Verðbólgan verður ekki Iæknuð nema með nýjum jákvæðum aðferðum, þar sem meginkjaminn er sá, að auka framkvæmdaafl þjóðarinnar með nýjum starfsaðferðum og nýjum tækjum. En þetta kostar mikl- ar framkvæmdir í mörgum greinum, sem ekki komast í verk, ef leið lánsfjárhafta, skipulagsleysis og forustuleysis ei farin áfram. Það verður að finna aðferðir til þess, að það sitji fyrir, sem nauðsynlegast er til að komast úr sjálfheldunni, og þess vegna verður stefnan að byggjast á nánu samstarfi ríkis- valdsins og annarra þjóðfélagsafla. Ekkert minna dugir en að menn geri sér grein fyrir því, að alls- herjarúttekt verður að fara fram á þjóðarbúskap okkar og hreinskilið og undandráttarlaust mat á þ'a. Brandt til A-Berlínar! NTB-Berlín fimmtudag. Fréttin um, að WiIIy Brandt, borgarstjóri Vestur-Berlínar Iiefði lieimsótt Austur-Berlín n dag, kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Var ekki um annað rætt í Vest ur-Berlín í dag en hver til- gangur fararinnar hefði verið. Er þetta í fyrsta sinni, sem Brandt kemur til Austur-Berl ínar frá því múrinn var reistur árið 1961. Talsmaður borgarstjórnarinn ar í Vestur-Berlín sagði við fréttamenn í dag, að ekki yrðu' gefnar neinar nákvæmar upp- lýsingar um heimsóknina, fyrr en borgarstjórinn hefði rætt við stjórnina í Bonn og full- trúa setuliðanna. Brandt, sem einnig er aðal- foringi stjórnarandstöðunnar í Vestur-Þýzkalandi, og kona hans dvöldu í fimm klukku- stundir austan múrsins og snæddu þau m. a. hádegisverð með sovézka ambassadomum, Pjotr Abrassimov. Blöð í Vestur-Berlin skýra öll sérstaklega frá því, að bif reið borgarstjórans hafi farið viðstöðulaust gegnum hliðið við Charlie-stöðina og án þess að austur-þýzkir verðir fram kvæmdu sitt venjulega eftirlit. Brandt sagði sjálfur eftir heimsóknina, að samtal hans og sovézka ambassadorsins hafi verið mjög gagnlegt og hafi þeir rætt fjöld mála af mikilli hreinskilni, einnig ýmis at- riði er varða Berlín. Framhald á bls. 15 hvernig horfir og hvað framundan er að óbreyttri stefnu og því næst verður að snúa inn á nýja leið, því að á rangri leig erum við. Það sýnir reynslan ótvírætt.“ Eysteinn Jónsson harmaði í upphafi máls síns að forsætisráð- herrann skyldi ekki hafa gert við- hlítandi grein fyrir því uggvæn- lega ástandi, sem nú ríkti í efna- hagsmálum þjóðarinnar, þrátt fyr ir þær hagstæðu aðstæður _sem ríkt hefðu að ýmsu leyti. Óbreyttri stefnu væri ekki hægt að halda því að hún leiddi í hreinan ófarn- að og menn yrðu að breygja sig fyrir þeirri staðreynd. Grundvallar atvinnuvegir landsmanna riðuðu nú, til falls. Togaraútgerð er að hverfa úr landinu, útgerð smærri báta er lömuð og dregst saman, hröðum skrefum, og nú liggur nærri, að frystihúsin sé að reka í strand. Margar greinar iðnaðar framleiðslu eru að leggjast niður og mörg iðnfyrirtæki eru að hætta rekstri og við þetta bætast erfið- leikar í útflutningsverzluninni. Reksturslánaskortur grefur undan fyrirtækjunum og óðaverðbólgan sverfur að landbúnaðinum. Nær engir kjarasamningar eru í gildi í landinu og launkerfi ríkisins er að komast í upplausn og nú er lagt á borð fyrir okkur fjárlaga- frumvarp, sem þýðir hækkun fjár laga um 900 milljónir þegar upp verður staðið, en það litla, sem fer af þessari hækkun í verklegar framkvæmdir fer í afborganir að mestu og vexti af því, sem þegar er búið að gera og framlögin til framkvæmda fara lækkandi ár frá ári. Svo er forsætisráðherrann að tala um stöðvun. Sýnist mönnum þó allt stefna í annað en stöðvun og skiptir þar engu máli, þótt ríkis stjórnin hyggist reyna að leyna vexti verðbólgunnar í nokkra mán uði eða fram yfir kosningarnar líkt og gert var með „stöðvunar- stefnunni" 1959. Eftir kosning- arnar fór lokið af katlinum og upp úr sauð. LANDHELGIN 0PNUÐ? Bjarni: Bændur ein aðalorsök verðbólgu TK-Reykjavík, fimmtudag. t í „tilkynningu ríkisstjórnarinn-; ar,“ sem forsætisráðherra flutti á Alþingi í dag sagði hann m.a.: „Þá þarf og skjótlega að taka Dr. Bjarni Benediktsson ! ákvörðun um, hvort gera eiSi með I I rýmkun veiðiheimilda innan I fiskveiðilögsögunnar, ráðstafan ir til öflunar efnivöru til hrað- frystihúsanna, og þar með létta undir með útgerð minni báta og togaranna, jafnframt því, sem gerðar verði nauðsynlegar breyt ingar til að draga úr reksturs- kostnaði þeirra." f ræðu, sem for- sætisráðherra flutti síðar í um- ræðum um tilkynninguna, sagði hann, að ríkisstjórnin vissi full- vel að margir smærri bátarnir björguðu sér með fiskveiðum í landhelgi, en þetta væri látið á- tölulaust og séð í gegnum fingur vegna erfiðleika út- gerðarinnar. Við verðum að taka ákvörðun um það, hvort við eigum að opna landhelgina meira. Vciðitakmörkun togar- anna og bátanna er ein meginor- sök erfiðleika útgerðarinnar, ásamt verðfallinu á útflutningsvör um og þessi veiðileyfatakmörkun veldur hráefnaskorti frystihús- anna og erfiðleikum þeirra. | Þá sagði Bjarni, er hann svaraði Iræðu Eystein Jónssonar, að bænd um væri lítill greiði gerður með því að telja þeim trú um, að erfið- leikar þeirra og landbúnaðarins, stafi að verðbólgunni. Sanni nær Kosygin um Kínverja í gær: NTB-Moskvu, fimmtudag. Aleksej KosySin, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, réðist í dag harkalega á Kína í ræðu, sem hann flutti í tilefni af heimsókn Gomulka, leiðtoga pólskra komm únista. væri að segja, að bændur og land- búnaðurinn væri ein af meginor- sökum verðbólgunnar. í tilkynningu ríkisstjórnar- innar, boðaði forsætisráðherra óbreytta stjórnarstefnu. Megin- Framhald á bls. 14. Ásakaði Kosygin Kínverja fyr- ir að standa í vegi fyrir jákvæð um aðgerðum í Vietnamdeilunni og hefðu leiðtogarnir í Peking gert bandarískum heimsvaldasinn um stóran greiða með því að koma Framhald á bls. 14. Undirstaðan að grotna niður. Ástandið í útvegi og fiskiðnaði er svo hættulegt, að það hlýtur að verða meginverkefni þessa þings að leysa það vandamál. Við get- um ekki látið undirstöðu efnahags lífs okkar grotna þannig niður. Og þetta er að gerast á sama tíma og verið er að hleypa erlendum atvinnurekstri inn í landið. Kann ski á að rýma þannig til fyrir hon- um, en ég vil ekki trúa því, að það sé stefna allra þingmanna stjórnar flokkanna. Málflutningur ríkisstjórnar- innar hefur verið sá, að aðeins eitt sé nauðsynlegt, og það sé að halda niðri kaupgjaldi og verði á land únaðarvörum og ef það takist, sé búið að stöðva verðbólguna. Kaup- máttur launa fyrir venjulegan vinnudag hefur ekki aukizt sem neinu nemur, ef þá nokkuð síðan 1959, miðað við framfærslukostn- aðinn og húsnæðiskostnað nýrra ibúða, en á þescu tímabili hafa þjóðartekjurnar vaxið gífurlega. Ennfremur sagði Eysteinn: Kjarni vandamálsins, sem íslenzka þjóðin stendur frammi fyrir í efnahagsmálum er annars vegar sá að finna leiðir til að koma þýð- ingarmestu verkefnunum í fram- kvæmd, með því framkvæmdaafli, sem þjóðin ræður yfir. Hins veg- ar að leysa úr þeirri þraut, að Fi-amhald á bls. 7. Alvarleg hindrun friðar / Vietnam

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.