Tíminn - 14.10.1966, Síða 5
FÖSTUBAGUR 14. október 1966
Útgefandi: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Pórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug
lýsingastj.: Steingrímur Gíslason Kitstj.skrifstofur > fidrju
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti i. Af. ;
greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur,
simi 18300 Áskriftargjald kr 105.00 á mán innanlands. — í
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f.
Risastökk f járlaganna
Það hlýtur að vekja óskipta athygli, að á sama tíma og
ríkisstjórnin þykist ætla að koma á einhverri stöðvun
verðbólgu og dýrtíðar og stagast flesta daga á vilja sín-
um og gerðum í þá átt, leggur hún fram hæstu og mestu
verðbólgufjárlög, sem þjóðinni hafa verið sýnd. Sam-
kvæmt þeim á að innheimta hjá þjóðinni um 850 milljón-
um meira en ráðgert var fyrir ári, og er sú árshækkun
jafn há öllum fjárlögum þjóðarinnar árið áður en þessi
ríkisstjórn tók við- Þessi einstæðu verðbólgufjárlög með
enn ferlegra risastökki til hækkunar en nokkru sinni fyrr
bera vitni um þann raunverulega vilja og getu, sem ræð-
ur hjá núverandi ríkisstjórn til verðbólgustöðvunar. Þau
eru ein samfelld og ný spenna verðbólgubogans. Með
þessu fjárlagafrumvarpi hefur ríkisstjórnin sjálf flett of-
an af sýndarmennskunni í stöðvunartali sínu að undan-
förnu.
Nú þyrfti mikil hækkun fjárlaga ekki endilega að vera
ófarnaður einn, ef ráðstöfun fjárins sýndi verulegt nýtt
átak til uppbyggingar. nauðsynlegra framkvæmda eða
eflingar atvinnuvegum En það væri synd að segja, að
sá aðalsvipur væri á þessum fjárlögum. Öll þessi mikla
hækkun og miklu meira fer beina leið í verðbólguhítina,
en raunverulega er dregið stórlega úr uppbyggingunni
Orð Morgunblaðsins í forustugrein í gær sýna glögga
og augljósa mynd af þessu. Blaðið segir:
„Á fjárlögum fyrir órið 1967 er þó gert ráð fyrir um
50 millj- kr. hækkun á framlögum til verklegra fram-
kvæmda, en þess ber þó að gæta, að meginhluti þeirrar
hækkunar fer til þess að greiða skuldir, sem þegar hefUr
verið sfofnað til vegna margvíslegra framkvæmda, en
fjárveitingar ekki veittar til á fjárlögum s.l. árs".
Þetta er mergurinn málsins. Af 850 millj. kr. hækkun
fara aðeins 50 millj. kr. til verklegra framkvæmda, og
þær fara allar í orðinn halla á framkvæmdareikningnum
og eru þó aðeins lítið brot af því, sem til þess þarf að
rétta hann. Engin króna á þessum risafjárlögum virðist
afgangs til þess að vega á móti 20—30% hækkun fram-
kvæmdakostnaðar, að ekki sé minnzt krónu til þess að
sækja svolítið á vegna fólksfjölgunar og brýnnar nauð-
synjar þjóðar, sem á svo margt ógert Engin króna er
ætluð til haldkvæmrar vegagerðar, og virðist því stjórn-
in trú fagnaðarboðskap sínum frá því í vor um a.m.k.
þriggja ára algera stöðvun í varanlegri vegagerð- Fjárhæð
til byggingar barna- og gagnfræðaskóla er hin sama og í
fyrra/ þótt byggingarkostnaður hafi hækkað um fjórð-
ung, og er því um að ræða samdrátt skólabygginga, sem
því nemur. Engin hækkun er til hafnargerða, þó að rík-
isframlag dugi r.ú víða ekki einu sinni fyrir vöxtum á
þegar teknum framkvæmdalánum. Svona mætti lengi
telja.
Þessi fjárlög sýna enn betur en áður þá geigvænlegu
óheillaþróun sem átt hefur sér stað > ríkisbúskapnum
síðustu sjö árin, þróun sem verður æ hraðari, þróun
rikis, sem seilist æ dýpra í vasa þjóðarinnar eftir fjár-
munum, en týnir æ meiri hluta þeirra í eyðslu, en æ
minni hluti fer til uppbyggingar.
Þessi fjárlög sýna í risalíki þær tvær meinsemdir, sem
verstar eru og hættulegastar efnahag hverrar þjóðar.
Þau eru í senn bullandi verðbólgufjárlög og hatrömm
kreppufjárlög í garð menntasóknar, uppbyggingar og
arðsamra atvinnuvega.
__ TÍMINN ________s
Ríkisstjórnin hefur sýnt algert
andvaraleysi í strandferðamákim
Saga strandferðamálanna eftir síðari heimsstyrjöldina
Mikl'ar breytingar hafa átt sér
stað í samgöngumálum hér á
landi frá lokum hinnar síðari
heimsstyrjaldar. Til þess tíma
var varla um að ræða aðrar sam
göngur en á landi og sjó, en
nú eru flugsamgöngur orðnar
mjög veigamikill þáttur í póst-
og fólksflutningum milli fjar-
lægra byggða, og einnig hafa ski1.
yrði til vöru- og fólksflutninga
á landi batnað mjög mikið Samt
er það svo, að þjóðin getu> ekki
á farsælan hátt búið eingöngu
við flug- og vegasamgöngur árið
um kring, því að sum byggðar-
lög eru þannig sett, að þau
verða með því móti alltof ein
angruð, einkum að því er snert
ir vöruflutninga yfir vetunnn
Allir skilja og viðurkenna, að
samgöngur á sjó milli landa eru
þjóðinni lífsnauðsyn, en sumir
virðast hins vegar álíta, að ekki
þurfi aðra flutniriga fólks og
varnings á sjó milli innlendra
hafna en þá, sem millilandaskio
í strjálum og óskipulagsbundn-
um ferðum geta framkvæm’
En í þessu felst mikil van
hyggja, því að landslagi og veð
urfari er svo háttað hér i landi.
að það mun um langa framtíð
henta þjóðinni vel að stuðla að
skipulegum strandsiglingum 'úð
hlið annarra samgangna. með
því tengjast bezt byggðii víða
um land. menningarlega »g efna
hagslega.
Á styrjaldarárunum 1939-
45 sigldu millilandaskip á veg
um landsmanna tiltölulega lítið
á hafnir utan Rvíkur og lenti
því vörudreifingin miklu meira
en ella á Skipaútgerð ríkisins.
sem hafði þá tvö fastastrand-
ferðaskip, Esju og Súðina, eri
varð jafnframt að leigja fjólda
innlendra smáskipa. svo sem
línuveiðara, til þess að anrrast
flutningana.
Fórst eitt af þessum skipum,
línuveiðarinn Þormóður, á ár
inu 1943, með þeim hörmuleg-
um afleiðingum að yfir 30
manns drúkknaði.
Varð sjóslys þetta til þess að
ýta mjög undir endurbætur a
skipakosti strandferðanna, og
var skipuð opinber fjögra manna
nefnd, með einum fulltrúa frá
hverjum þingflokki, til þess að
gera tillögur um málið, en a
grundvelli tillagna hennar voru
smíðuð strandferðaskipin Hek’a
Herðubreið og Skjaldbreið en
Súðin var seld.
Nefnd skip komu til þjónustu
á árunum 1947—48, en smíði
þeirra var auðvitað ákveðin iy2
—2 árum fyrr. Munu nú flestir
sjá, að skipasmíðar þessar, voru
ekki rekstrarlega heppilegar, þeg
ar litið er á þá byltingu í sam-
göngumálum. sem átti sér stað
skömmu eftir styrjöldina, en
ekki virðist sanngjarnt að áfell-
ast ráðamenn í þessu sambandi
Umræddar skipasmíðar og tii
koma tankskipsins Þyrils við árs
lok 1947 fólu í sér hið mesta
átak, sem gert hefur verið
strandferðamálunum hér á landi
til þessa dags, og var nokkur vor
kunn þó að hlé yrði á frekan
framkvæmdum á umræddu sviði
fyrst á eftir, enda þótti rekstrar-
útkoma hinna nýju skipa við
unandi fyrst um sinn. En eftir
því sem árin liðu og viðhalds-
kostnaður skipanna jókst. er
þau sjálft fjarlægðust æ meir
að vera hentug að gerð. varft
rekstrarútkoman fráleitari.
Var þetta orðið mjög áber-
andi í kringum 1960, einkum eft
ir hina miklu gengisbreytingu,
sem þá var ákveðin og jók
rekstrarkostnað skipanna mjög
mikið.
Hefði þá mátt ætla, að sú rík-
isstjórn, sem hafði „viðreisn“ að
kjörorði, viðurkenndi staðreynd-
ir og snéri sér að éndurbótum
á skipakosti og aðstöðu strand-
ferðanna, en þetta brást.
I þess stað fékk ríkisstjórnin
lánuð gleraugu frá Noregi til
þess að líta á málið og hélt uppi
tali um endurbætur, sem kunn-
ugir sáu að gátu ekki haft í för
með sér neinn sparnað að
óbreyttum skipakosti og ýmsum
öðrum ástæðum, að engin al-
vara fylgdi umræddu endurbóta-
tali ríkisstjórnarinnar sást bezt
á þvi, að útgerð strandferðaskip-
anna var sifellt haldið í fjár-
hagslegum vandræðum og engir
fjármunir voru í té látnir til
þeirra umbóta, sem þó var gum-
að af að gefa ættu margra millj.
króna sparnað á ári.
Handahófskennd og skefjalaus
hafnagjöld fyrir strandferða-
skipin og vörur fluttar með
þeim voru samþykkt af hlutað
eigandi ráðuneyti og 1 snemma
árs 1965 var tankskipið Þyrill
selt, þótt það væri- eina skip út-
gerðarinnar, sem löngum hefði
skilað góðum hagnaði, og var
líklegt til að halda áfram að
gera slíkt hið sama.
Forstjóri Skipaútgérðarinnar
hafði fyrir löngu séð hvert
stefndi um rekstur hinna gömlu
strandferðaskipa og að þýðingar
mesta hagræðingin myndi sú að
skipta um skipakost. Hafði hann
því snemma á „viðreisnartíman-
um“ að eigin frumkvæði þegar
hafið athugun á því, hvaða verð
myndi fáanlegt fyrir strandferða
skipið Heklu, Esju, Herðubreið
og Skjaldbreið á erlendum mark
aði til þess að betur væri
hægt að átta sig á því, hvað
kosta myndi að breyta skipu-
kostinum í æskilegt horf,
en engar jákvæðar undirtekt-
ir munu hafa fengizt frá ríkis-
stjórninni um þetta á þeim tíma.
Snemma árs 1965 kom til
harðrar opinberrar deilu um
strandferðareksturinn milli for
stjóra Skipaútgerðarinnar og
þess ráðherra, sem þá fór með
yfirstjórn fyrirtækisins, og mun
þetta hafa orðið til þess að ráð-
herrann (E..J) skipaði fjögurra
manna nefnd til þess að athuga
reksturinn og gera tillögur um
framtíðarskipan hans.
í nefndina voru skipaðir: Birg
ir Finnsson alþm. , formaður,
Matthías Bjarnason alþm; , Pétur
Pétursson forstj., og Árni Vil
hjálmsson prófessor.
Óviðfeldið má það teljast, að
enginn af nefndarmönnum þ'ess-
um hefir búsetu eða sérstakt
trúnaðarumboð fyrir fólk í þeim
landshlutum sem munu hafa um
eða yfir 80% af vöruumsetningu
og farþegatöluumsetningu strand
ferðaskipanna miðað við undan-
farin ár, og ekki hefir nefndin
skilað áliti enn sem komið er,
en á þessu ári hefir það gerzt,
að tvö strandferðaskip Esja og
Skjaldbreið voru settar á sölu-
skrá, og hefir Skjaldbreið nú
þegar verið seld úr landi, en
Esju verið lagt upp. í staðinn
hefir svo verið samið un leigu
á færeysku skipi í 6 mánuði, en
lengur er það ekki tryggt.
> Hið færeyska skip mun að
ýmsu leyti hentugt til strand-
ferða hér, en þó eru sagðir á
því gallar, svo sem sá, að frysti-
lest fyrir innlendan neyzluvöru
markað, beituflutning o. fl. mun
vera alltof ófullkomin. og nú
þegar m/s Herðubreið hefir
forfallast um lengri tíma vegna
sjótjóns, virðist blasa við veru-
leg skerðing á strandferðaþjón-
ustunni, einkum ef vetur leggst
snemma að.
Munu því margir landsbúar,
sem þurfa mjög að treysta á
Framhatd á bls. 15