Tíminn - 14.10.1966, Síða 14
14
TÍMINN
Á VlÐAVANGI
Pramhalr) <tl hls 3
verandi landsstjórnar, er höfuð
borgin svo illa á vegi stödd,
að hún getur ekki staðið í skil
um við viðskiptamenn sína og
verður að fresta framkvæmd-
um, sem búið var að slá föstu
að gerðar yrðu á þessu ári.
Hún nær ekki inn gjaldfölln-
um tekjum sínum með eðlileg
um hraða. Hefur ekki eigið fé
til aðkallandi rekstrarþarfa.
Fær ekki heldur nauðsynleg
lán til þess að bæta úr rekstr-
arfjárskortinum.“
KOSYGIN
iramnaia at bls. 1
í vegi fyrir sameiginlegar aðgerð
ir. af hálfu kommúnista í Viet
nam.
Ræðan, sem flutt var í Svedl
ovsk er talin ein sú hvassyrtasta,
sem Kosygin hefur haldið varð
andi afstöðu Kínverja til Vietnam
deilunnar.
Pólsku fulltrúarnir tóku ræð
unni vel og af viðbrögðum þeirra
má álykta að þeir styðja Sovét
ríkin fullkomlega í gagnrýninni
á Pekingleiðtogana.
Afstaða Kína hefur verið al-
varleg hindrun í baráttunni fyr
ir friði í Vietnam.
Þcssi afstaða hefur æ alvarlegri
áhrif á hagsmuni vietnömsku
þjóðarinnar og alheimskommún-
ismans, sagði Kosygin. Sagði for
sætisráðherrann. að Bresjnev
hefði orðið sömu afstöðu var
meðal annarra austur-evrópskra
leiðtoga, á ferð hans um Júgó
slavíu, Búlgaríu og Ungverja-
land.
Þá staðfesti Kosygin enn einu
sinni, að norður-vietnamskir her
menn fengju herþjálfun í Sovét
ríkjunum, og veittu þau auk
þess „sérstaka aðstoð" til þess
að hægt væri að mæta hinni nýju
árásarstefnu í Vietnam.
Þá sagði forsætisráðherrann, að
menningarbyltingin í Kína sýndi,
að leiðtogarnir í Peking gengju
stöðugt lengra í aðgerðum sínum
til að kljúfa alheimshreyfingu
kommúnismans.
LANDHELGIN
Framhald at bls. 1
stefnan væri hin sama og Ólafur
Thors hefði lýst í nóvember 1959,
að tryggja heilbrigðan grundvöll
efnahagslífsins svo að framleiðsl-
an aukist sem örast, atvinna hald-
ist almenn og örugg, og lífskjör
geti enn farið batnandi.
' Þá boðaði forsætisráðherra, að
þessi mál myndu lögð fyrir þing-
ið af hálfu stjórnarinnar:
Frv. til laga um landhelgisgæzlu
íslands, frv. til 1. um breyt-
ingu á iögum um bann við botn-
vörþuveiði í landhelgi, frv. til 1.
um breytingu á áfengislögum, frv.
til 1. um fávitastofnanir, frv. til
1. um breytingu á lögum um al-
mannavarnir, frv. til 1. um skip-
an prestakalla og prófastsdæma,
frv. til 1. um Kristnisjóð, frv. til
1. um verðjöfnunargjald af veiðar
færum. Frv. til laga um námslán
og námsstyrki frv. til skólakostn-
aðarlaga, frv. til 1. um afnám Við-
tækjaverzlunar ríkisins, frv. til
höfundarlaga, frv. til 1. um greiðsl
ur til höfunda vegna útlána úr-
bókasöfnum, frv. til 1. um breyt-
ingu á útvarpslögum vegna ísl.
sjónvarps, frv. til 1. um útflutn-
ingsgjald af sjávarafurðum, þ. e.
sams konar hlutdeild sjómanna-
samtakanna og Landssambands
ísl. útvegsmanna, frv. til laga um
áframhald heimildar fyrir landan-
ir erlendra veiðiskipa hér við land,
frv. til laga um aðild verzlunar-
fólks að atvinnuleysistrygging-
um. Ennfremur verður endur
flutt frv. til laga um réttindi skip
stjórnarmanna um samábyrgð ís
lands á fiskiskipum, og frv. um
bátaábyrgðarfélög, svo og frv. til
breytinga á laxveiðilögum.
Síðar á þinginu er að vænta
frv. til nýrra heildarlaga um toll-
heimtu og tolleftirlit frv. um stað
greiðslu opinberra gjalda og frv.
til laga um iistamannalaun.
í athugun eru frv. um eftirlit
með opinberum framkvæmdum
frv. um embættisbústaði og frv.
til nýrra bókhaldslaga, svo og end
urskipulagning félagsheimila-
sjóðs og íþróttasjóðs.
Unnið er að endurskoðun hafn
arlaga og málefna Skipaútgerðar
ríkisins, og raforkulaga, ennfrem-
ur að tillögum um öflun nýrra
tekna fyrir vegasjóð, svo og
breytingu á lögum um almanna
tryggingar vegna fyrirhugaðs af
náms rikisfrmfærslu sjúkra manna
og örkumla, breytingu á orlofslög
um, á lögum um rétt verkafólks
til uppsagnarfrests og um rétt,
þess og fastra starfsmanna til
launa vegna sjúkdóms og slysa-
forfalla og nýrri heildarendur-
skoðun á lögum um opinbera
aðstoð við íbúðabyggingair.
Þá er unnið að samningu frv.
til laga um jarðakaupasjóð rík-
isins og hagræðingarsjóð land-
búnaðarins.
HALDA OLL
P mji ' .• 'ij- 16
inu eiga bíóin og leikhúsin erfitt
uppdráttar, og það er staðreynd,
að jafn skemmtjlegt leikrit og
Tveggja þjónn hefur ekki hlctið
þá aðsókn, sem það á skilið. og
svo virðist sem leikhússáhugi al-
mennt hafi dofnað í bili.
Þótt flestir fagni tjlkomu ís-
lenzka sjónvarpsins, þá eru radd-
ir á lofti um það, að 6 kvölda sjou
varpsdagskrá sé ekki æsitileg,
menn segjast gjarnan vilja eiga
frí frá sjónvarpinu einu sinni í
.miðri viku, en ekki verður sjón
Ivarpað á fimmtudagskvöldum og
einnig á laugardagskvöldum, þegar
i dagskrá ríkisútvarpsins er með
jskásta móti, og fóik vill blanda
geði við kunningja i heimahúsum
og á skemmtistöðum.
Þá er það að frétta af sjón-
varpsmálum ,að sérstök flugvél
var send í hasti í vikunni ti! Vest
mannaeyja og hafði hún innan-
borðs nokkra tugi af sjonvarps-
tækjum handa Eyjaskeggjum. Þá
er von á sjónvarpsloftnetum með
flugvélum erlendis frá, en flutn
ingur á sjónvarpsvörum m°ð skip
um þykir allt of hægfara.
Erfiðlega gengur að ná sam-
komulagi meðal ráðamanna um
sjónvarpsiðgjaldið. Rætt hefur ver
ið um 3 þúsund króna árgjald, og
ef 14 þúsund tæki eru nú í notkun
þá eru það 42 milljóna krórm árs
tekjur.
Útför föður míns,
Guðlaugs Br- Jónssonar
stórkaupmanns,
verSur gerð frá Víkurkirkju, Mýrdal, laugardaginn 15. október, kl.
2 síðdegis.
Þorgrímur Guðlaugsson,
Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og útför eigin-
manns mins, föður okkar .tengdaföður og afa
Kristófers Jóhannesonar
Finnmörk.
Jónína Árnadóttir,
börn, barnabörn og tengdabörn.
RUSSAR
Framhald af bls. 16.
ara benzín en nú er flutt inn. Ef
vlðskiptamálaráðuneytið leyfir inn
flutning á sterkara benzíni, mundu
öll benzínkaup íslendinga sjáif-
krafa færast frá Rússum og til
Vesturlanda.
Nokkur verðmunur er á sterku
og veiku benzíni og mun mismun-
urinn á 87 oktan benzíni og 93 eða
95 eins og kom til mála að kaupa
hjá Rússum, vera rúmir 12 aurar
á lítra í innkaupi, miðað við skráð
heimsmarkaðsverð, en innkaups-
verðið til fslands er um 21 af
hundraði fyrir neðan hið skráða
verð.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför
föður okkar, tengdaföður og afa,
Guðjóns Eyjólfssonar
Hulda Guðjónsdóttir,
Ingvar Guðjónsson, Fjóla Halldórsdóttir,
Sigríður Guðjónsdóttir, Hörður Steinþórson,
Ágústa Guðjónsdóttir, Skarphéðinn Kristjánson,
og barnaböm.
Þökkum innilega öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og jarðarför
Jóhönnu Jóhannnsdóttur
Baldursheimi, Skagaströnd.
Sigurjón Jóhannsson,
börn, barnabörn og tengdabörn.
Útför
Árna Jónsonar
bónda, Alviðru, Ölfusi,
hefst með húskveðju að heimili hans laugardaginn 15. október
kl. 12.
Athöfnin í Kotstrandarkirkju hefst kl. 3.30.
Margrét Árnadóttir,
Magnús Jóhannesson.
OÐLINGUR
NÁÐIST
Á FLOT
FB-Reykjavik, fimmtudag.
Klukkan 15:50 í dag náði varð-
skipið Albert Vestmannaeyja-
bátnum Öðlingi á flot, en eins og
fram kom í fréttum í dag, strand-
aði skipið fyrir neðan bæinn Hvol
í Mýrdal í fyrrinótt. Albert fylgdi
Öðlingi til Vestmannaeyja í dag.
Umsóknarfrestur
útrunninn
Umsóknarfresti um prófessors
emætti i lögfræði við Háskóla ís-
lands lauk 10. þ.m. Umsækjendur
um embættið eru: Lúðvík Ingv-
arson, fyrrv. sýslumaður, og Þór
Vilhjálmsson, borgardómari.
Menntamálaráðuneytið,
12. obtóber 1966.
HÖGNI JÓNSSON,
Lögfræði- og fasteignastofa
SkólavörSustig 16,
sími 13036,
heima 17739.
OKUMENN
Látið athuga rafkerfið í
bílnum.
Ný mælitæki.
RAFSTILLING,
SuSurlandsbraut 64,
sími 32385
(bak viS Verzlunina
Álfabrekku).
NITTO
JAPÖNSKU NITTO
HJÓLBARDARNIR
I floshjm staorðum fyrirliggjandi
f Tollvörugeymslu.
FUÓT AFGREIÐSLA.
DRANGAFELL H.F,
Skipholti 35 — Sfmi 30 360
KJÖRDÆMISÞING Á AUSTURLANDI
Kjördæmisþing Framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið dag-
ana 29. og 30. okt, næstkomandi i félagsheimilinu að Iðavölluni, og
hefst það kl. 14. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
FÖSTUDAGUR 14. október 1966
Uridgestone
HJÓLBARÐAR
Síaukin sala
BRIDGESTONE
sannar gæðin.
Veitir aukið
öryggi í akstri.
BRIDGESTONE
ávallt fyrirliggjandi.
GÓÐ ÞJÓNUSTA —
Verzlun og viSgerðir.
Sími 17-9-84.
Gúmmíbarðinn h.f,
Brautarholti 8.
TREFJAPLAST
PLASTSTEYPA
Húseigendur! Fylgizt með
tímanum. Ef svalirnar eða
þakið þarf endurnýjunar
við, eða ef þér eruð að
L>Y99ja, þá látið okkur ann-
ast um lagningu trefja-
plasts eða plaststeypu á
þök, svalir, gólf og veggj á
húsum yðar, og þér þurfið
ekki að hafa áhyggjur af
því í framtíðinni.
Þorsteinn Gíslason,
málarameistari,
sími 17-0-47.
TRÚLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiðsla.
Sendum gegn póstkröfu.
Guðm. Þorsteinsson,
gullsmiður,
Bankastræti 12.
Jón Grétar Sigurðsson
héraðsdómslögmaður,
Austurstræti 6,
sími 18783.