Vísir


Vísir - 17.09.1975, Qupperneq 2

Vísir - 17.09.1975, Qupperneq 2
2 Vísir. Miðvikudagur 17. september 1975. vimsm: — Hvað er það skemmti- legasta, sem þú gerir? Ragnar Eliasson, afgreiðslumað- ur hjá bilastöðinni Steindör. Mér finnst skemmtilegast að vinna min daglegu störf. Svo er lika gaman að dunda við sumarbú- staðinn sem ég á. Að lesa góða bók er einnig nokkuð skemmti- legt. Jón Þór Karlsson, sjómaður. Mér finnst yfirhöfuð mjög gaman að vera til. En það skemmtilegasta sem ég geri er að ferðast bæði innanlands og erlendis. Einnig finnst mér gott að lesa góðar bæk- ur og fara á ball. Hrund Logadóttir, nemandi. Skemmtilegasta sem ég geri er að vera i skólanum. Svo finnst mér mjög gaman að fara á bölL Annars er skitteri i mestu uppáhaldi hjá mér. Sigriður Thoroddsen, húsmóðir. Að hugsa um börnin min er það skemmtilegasta sem ég geri. Einnig hef ég gaman af að riða út. Karl Thoroddsen. Það er mest gaman vera i „biló”. Svo þegar það kemur snjór, þá er svakalega gaman að renna sér á þotu. Guðmundur Torfason, veraa- maður. Ég er ekkert sérstaklega ánægður með tilveruna yfirleitt, þó hef ég mest gaman af að riða út og mála. HVI tKKI SVIFDKtKAFtLAUY S.H.O. skrifar: ,,Ég tel nauðsynlegt að koma þvi á framfæri til þeirra, sem ætla sér að leggja stund á svif- drekasportflugað þeir kynni sér nokkur undirstöðuatriði i svif-- flugi. Þannig var að fyrir nokkru sáum við nokkrir svifflug- félagar sem erum að koma okkur upp „klúbbhúsi” uppi á Sandskeiði að svifdrekamaður fór upp i hlið „Kattarhryggjar- ins” við Vifilfell með flugtæki sitt. Við það var svo sem ekkert að athuga. En að ætla sér að fljúga undan vindi, hlé megin við fjallið er stórhættulegt. Ég veit ekki hve margir eiga Skátarnir voru líka með Stjórn Landssambands hjálp- arsveita skáta gerir eftirfar- andi athugasemd: „1 Vfsi i gær varfrétt um hörmulegt flugslys sem varð á Eyjafjallsjökli. Þar er þess getið, að um 250 manns hafi tekið þátt í leit að hinni týndu flugvél og hafi þeir verið félagar úr Slysavarnarfélagi tslands og Flugbjörgunar- sveitinni. Stjórn Landssam- bands hjálparsveita skáta vill geta þess, að 110 félagar úr 6 hjálparsveitum skáta á S-V landi tóku þátt i þessari leit og munu hjálparsveitirnar hafa átt langflesta menn i leitinni ef talan 250 er nálægt sanni sem við drögum ekki i efa. Með þökk fyrir birtinguna. Sœlgœti tollfrítt fyrir þá sem ekki vilja vínið Móðir eins sem kom frá útlönd- um hringdi: „Sonur minn var að koma heim núna á dögunum frá út- löndum og vissi ekki um þessa nýju reglugerð um toll á sælgæti ef keypt væri fyrir meira en 1400 krónur. Hann keypti handa mér næststærstu gerð Mackintosh’s box og 2 Toblerone og svo 2 litil box af Mackintosh’s handa syst- kinum sinum. Þegar hann fór i gegnum græna hliðið i Keflavik var skoðað i töskuna hans og reyndist hann vera með of mikið sælgæti. Var hann þvi sektaður um 1000 krónur og sælgæti fyrir jafnmikið gert upptækt. Nú hef ég ekkert á móti þvi að farið sé eftir settum reglum, en svo sem vitað er má lika koma með vin og vindlinga inn i landið tollfrjálst. Sonur minn er hins vegar ekki kominn á þann aldur aðhann megi koma með þessar vörur. Þá hefði hann getað gefið mér eina léttvinsflösku og pabba sinum eina sterka og sigarettur og ekki lent i neinum vandræðum með neitt. Er ekki full ástæða að taka það til athugunar að þeir sem ekki mega eða vilja kaupa vin og tóbak megi koma inn með sælgæti fyrir svipaða upphæð og það myndi kosta? Mér finnst að fólki sé stórlega mismunað með þeim reglum sem eru i gildi.” slika svifdreka en það þarf ekki marga til þess að stofna félag (Svifdrekafélag) og þá um leið opnast tækifæri til upplýsinga- skipta og að fá menn með sér- þekkingu til þess að leiðbeina félögunum, Flugmálafélag Is- lands væri liklegt til að veita að- stoð i þessum málum.” GETRAUNIR MUNU LOGNAST ÚTAF HÉR Á LANDI EF HALDIÐ VERÐUR FAST VIÐ NÚVERANDI STEFNU Ólafur Haukur Ólafsson skrifar vegna fréttar um getraunir i Visi 12/9 1975: „Það vekur furðu mina að Gunnlaugur Briem, forstjóri Getrauna á Islandi, skuli reyna að skella skuldinni af minnk- andi sölu getraunaseðla á iþróttafélögin og halda þvi' fram að þau séu ekki nógu áhugasöm um dreifinguna. 1 sömu and- ránni neitar hann þvi jafnframt að 100% hækkun á seðlunum skuli hafá nokkur áhrif á eftir- spurnina. Það er einmitt þessi hækkun, að minu mati og fjöl- margra kunningja minna, sem veldur minnkandi sölu. Ég er þess fullviss að stjórn Getrauna gerir sér ekki ljóst, hver ástæðan er fyrir þvi að fólk kaupir getraunaseðil frekar en einhvern happdrættismiða. Ástæðan er ekki einungis spila- fýsn og áhugi á enskum fótbolta eða fótbolta yfirleitt, heldur einnig trúin á að eigin reynsla og vit geti fært manni betri vinningsmöguleika en öðrum er taka þátt i spilinu. Það er einmitt þetta siðasta sem gerir fótbolta-getraunir svo vinsælar i mörgum löndum. Til þess að reynsla manna og vit komi að verulegu gagni, nægir ekki að vera aðeins með eina röð, heldur þurfa menn að styðjast við kerfi, misjafnlega stór. Til þess að hægt sé með góðri sam- vizku að notast við kerfi, sem eitthvert vit er i og þar af leið- andi þarfnast nokkurs raðafjölda, má röðin ekki kosta 50 kr. Eitt li'tið 40 raða kerfi kostar 2000 kr„ og verður það dágóðsumma, ef spilaðer viku- lega, fyrir ekki meiri vinnings- möguleika. Samsvarandi kerfi mundi kosta 625 Isl. kr. i Sviþjóð og u.þ.b. 17 isl. kr. i Eng- landi. Ég tel að það hefði verið miklu nær hjá Get- raunum, ef þeir hefðu fjölg- að leikjum á seðlinum úr 12 I 13 og hreinlega lækkaö verðið á röðunum eða að minnsta kosti haldið þvi' óbreyttu. Jafnframt væri eðlilegt að útfylling seðl- anna væri einfölduð til muna og þeirsamræmdirþeim seðlum er notaður eru á hinum Norður- löndunum. Það er hreint ekki svo Skemmtilegt né fljótgert að fylla út stórt kerfi á núverandi seðla. Það væri einnig eðlilegt að hættyrði aðseljaseðlana sem slika, en I staðinn væri fólk lát- ið greina fyrir þær raðir er þaö skilaði inn. Til að minnka kostnaðinn af seðlunum mætti gera þá úr óvandaðri pappir, þvi sá er þeir eru prentaðir á i dag er óþarflega góður. Ef prentunarkostnaður er svo mik- ill hér heima, þá efast ég ekki um að frændur vorir Ðanir eða Sviar mundu hlaupa undir bagga með okkur og prenta seðlana fyrir okkur, þeir hafa næga reynslu I prentun slikra seðla. Ef haldið verður fast við núverandi stefnu I þessum má) um, þá leikur enginn vafi á þvi að getraunir munu lognast út af hér á landi. Það verður ekki af völdum áhugaleysis hjá iþrótta- hreyfingunni, heldur vegna þess að stjórn Getrauna gerir þeim, er vilja spila að einhverju gagni, þátttökuna bæði dýra og erfiða.” LIGGUR ÞER EITTHVAÐ Á HJARTA? Utanáskriftin er: VÍSIR c/o „Lesendabréf" Síðumúla 14 Reykjavík

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.