Vísir - 17.09.1975, Síða 6

Vísir - 17.09.1975, Síða 6
6 trtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davlð Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Árni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði jnnanlands. t iausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Að sjá meira en bara hvitt og svart Skortur á sjálfsgagnrýni hefur verið eitt megin- einkenni stjórnmálaumræðna hér á landi um lang- an tima. Eitt skýrasta dæmið þar um eru ályktanir flokksþinga og flokksfélaga. Þær eru yfirleitt lof- gjörð um ágæti og dugnað flokksforystunnar og gagnrýni á allar gerðir andstæðinganna. í þessum efnum virðist aðeins vera tvennt til: Hvitt og svart. Það er harla kynlegt að stjórnmálamenn skuli ekki hafa áttað sig á þvi að umræður af þessu tagi eru harla broslegar. Ljóst er a.m.k. að slikur mál- flutningur er ekki til þess fallinn að leggja grundvöll að málefnalegum umræðum um þjóðfélagsmál. Þegar til lengdar lætur hlýtur hann að koma stjórn- málaflokkunum sjálfum i koll enda lætur fólk i upp- lýstu þjóðfélagi ekki svo glatt blekkjast af einföld- um slagorðum. Með hliðsjón af þeim hefðbundnu vinnubrögðum, sem tiðkazt hafa i þessum efnum, skýtur nokkuð skökku við þegar lesin er stjórnmálayfirlýsing þings ungra sjálfstæðismanna sem haldið var um siðustu helgi. Þar er þvi hiklaust haldið fram, að þvi fari fjarri að rikisstjórninni hafi tekizt sem skyldi að nálgast þau markmið sem hún setti sér i upphafi. Á það er bent i þessari yfirlýsingu að algjörlega hafi mistekizt að draga úr hraða verðbólgunnar. Ennfremur er að þvi vikið að ekki votti fyrir sam- drætti i rikisbúskapnum, og rikisútgjöld nemi nú jafnvel hærra hlutfalli af þjóðartekjum en á siðasta ári vinstri stjórnarinnar. Hér er vissulega hreyft við og vakin athygli á þeim þáttum sem úrskeiðis hafa gengið. Ljóst er að við getum ekki haldið áfram á þessari braut. Það stenzt ekkert þjóðfélag svo gifurlega verðbólgu án þess að tefla efnahagslegu sjálfstæði i tvisýnu og þá er réttast að viðurkenna það. Jafnframt hljótum við að leggja aukna áherzlu á að draga úr rikisumsvif- unum þannig að rikisútgjöld verði minna hlutfall af þjóðartekjum en nú er. Á móti þessu er á það bent i yfirlýsingu ungra sjálfstæðismanna, að tekizt hafi að halda fullri at- vinnu og vinnufriði þó að kjör þjóðarbúsins hafi far- ið versnandi. Þetta er umtalsverður árangur ekki sizt þegar á það er litið, að atvinnuleysi hrjáir nú flestar nágranna- og viðskiptaþjóðir okkar. Þvi fer fjarri, að tekizt hafi að ná jafnvægi i við- skiptum við útlönd. En eigi að siður hefur með markvissum aðgerðum tekizt að draga nokkuð úr viðskiptahallanum og það án þess að gripið hafi verið til hafta svo að nokkru nemi. Þetta er athyglisverð staðreynd, sem vert er að hafa i huga. Þegar litið er á árangurinn af starfi núverandi rikisstjórnar er ljóst að i sumum efnum hefur miðað nokkuð i áttina en á öðrum sviðum stöndum við i stað. Hér er einnig á það að lita að eðli máls sam- kvæmt hlýtur að miða hægar en ella, þegar keppt er að svo margþættum markmiðum. Hitt er athyglisvert að aðilar innan stjórnarflokk- anna skuli geta rætt um viðfangsefni rikisstjórnar- innar án þeirra einföldu slagorða sem alla jafnan einkenna ályktanir og yfirlýsingar flokkssamtaka. Það væri fagnaðarefni ef unnt reyndist að beina stjórnmálaumræðum i landinu i þennan farveg. Vlsir. Miövikudagur 17. september 1975. Fulltrúar nýríkjanna sleppa loðmœlgi dipló- matanna ENGUM DYLST aö miklar Dreytingar eru framundan um víöa veröld.Vestræn lönd eru að :: fara gegnum erfiða kreppu og :; svo virðist sem þau séu mörg að ! stokka upp sin spil. En á sama í tima koma nýjar þjóðir frami 5: sviðsljós heimsvaldanna vegn^ :[ auðs og nýrra möguleika. S: Þannig er ekki ótrúlegt að :: heimurinn verði búinn að fá 5: nýjan svip aö nokkrum árum 5: liðnum. ■ ■ ■ Sá ávani verstrænna manna í er bæði hvimleiður og vara- í samur að hugsa tilveruna S aöeins útfrá þvi sem gerist i : Evrópu og Norður-Ameriku, og fyrir þvl vöknuöu margir upp við vondan draum og fannst sem karlar af útnesjum og afdölum væru farnir að gera sig digra þegar i ljós kom sl. haust á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að Evrópa og Norður- amerika voru þar I rungandi minnihluta. Það fór lika greinilega i taugarnar á hinum vestrænu diplómötum að ýmsir fulltrúar hinna nýju aðildarþjóða reyndust illa skólaðir i dipló- matiskum vinnubrögðum og sýndust sumir naumast fylgja grundaðri stefnu. Fulltrúi nokkur frá Afrlkuriki gerði til að mynda uppskátt að' hans yfir- vald i heimalandi hefði mælt svo fyrir að hann greiddi atkvæði með öðrum Afrikurikjum jafnaöarlega, en ef þau hefðu ekki sameiginlega stefnu þá með Arabablokkinni, og ef hún væri ekki á einu máli þá með meirihluta hennar. En hitt var aö sögn reyndra diplómata frá þróunarrlkjum sönnu nær að fulltrúar nýju þjóöanna voru opinskárri en aðrir og hirtu siður um að mæla eitt en hugsa annað. Taka tillit til allra hinna Nú er þvi ekki um annað að ræða en reikna með heiminum öllum, hann veröur ekki lengur flokkaöur niöri mismerkilega parta. Hann er að verða ein heild hvort sem mönnum likar betur eða verr, hver og einn verður að taka fullt tillit til allra hinna. Og hann er ekki fagur. Þess vegna er ekki úr vegi að velta fyrir sér nokkrum ,punktum viövikjandi þeim löndum sem eru á leið til nýrra valda. Það var aðallega hækkað ollu- verð, sem hratt af stað þeim valdabreytingum sem nú eru aö koma I ljós, og þess vegna hafa oliurikin hlotiö ótrúlegan nýjan styrk á stuttum tima. En sam- timis er Afrikulöndum smátt og smátt aö vaxa fiskur um hrygg og þau aö hrista af sér hinn Sigvaldi Hjólmarsson skrifar OKurikin hafa f*rt þjóðum þriðja heimsins heim sanninn um hvlllkt vald hráefnlslindlr þeirra geta fert þeim I heimsmálunum. luwmiHnuHuui

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.