Vísir - 29.09.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 29.09.1975, Blaðsíða 7
Vlsir. Mánudagur 29. september 1975 7 Sem lengstír trefkir og sem viðostar kópur IIMIM SÍÐAN Húfan og treflar, að sjálfsögðu mjög langir treflar, verða sérlega vinsælir i vetur. Það kemur sér lika vel, þvi að þetta eru hlutir, sem hafa verið vinsælir mjög lengi. Margir hafa þvi þegar eignazt slika húfu og trefil — og þá er engin nauðsyn á nýju. Stærsta myndin sýnir rústrauða kápu. Takið eftir ermunum og hvernig kápan er skreytt með skemmti- legum leggingum, sem likjast reipi. Kápan er mjög við og nær talsvert niður fyrir hnén. Að sjálf- sögðu þykir svo til- heyrandi að vera i stig- vélum með kápunni. Lifgað er upp á húfu og trefil með þvi að vefja rústrauðum klút utanum trefilinn. Hann er siðan vafinn einu sinni utan um húf- Úr þvi að vetur kon- ungur er farinn að gera vart við sig, fara menn sjálfsagt að klæðast hlýjum fatnaði. Vetr- arfrakkar og vetrar- kápur eru dregnar fram i dagsljósið að nýju. , Það er orðið nokkuð langt siðan við skrif- uðum um allra nýjustu tizkuna. Fyrir þá, sem áhuga hafa á að frétta og sjá eitthvað nýtt, birtum við þessar myndir af kápum. Þessar kápur til- heyra allar vetrartizk- unni, svo að ætli ein- hver að fá sér kápu, jafnvel sauma hana, þá er hér eitthvað til að styðjast við. Nú gildir ekki annað en það, sem er vitt og enn viðara. Enginn, sem klæðir sig sam- kvæmt tizkunni, fer i þröngan fatnað. Þetta kemur sér áreiðanlega vel fyrir þá, sem eru svolitið þybbnir. Minnsta myndin sýnir okkur ullarkápu, sem er ljós-drapplituð. Þetta snið er mjög vin- sælt núna. Kápan er mjög við og tekin saman i mittið með belti, sem er strengt vel. Við það myndast tilheyrandi fellingar, eins og sagt er. Á ermum er svo uppbrot og stór kragi er á kápunni. Stúlkan á myndinni er svo látin vera i bláu með þessum ljósa lit. Trefillinn er ljósblár og hatturinn lika. Siðasta myndin sýnir mjög ljósleita kápu með skyrtusniði. Káp- an er i eins konar „Kamellit” eins og þeir kalla hann, tizkuhöfð- Umsjón: Edda Andrésdóttir ingjarnir. Sá litur er mjög vinsæll núna og sérstaklega á kápum. Skemmtileg lining er á ermunum og kápan er bundin með belti i mittið. Að sjálfsögðu fylgja svo stigvél. Stúlkan er með rauðan hatt á höfðinu og rauð- rósóttan klút, sem fer vel við kápuna. —EA una

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.