Vísir - 29.09.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 29.09.1975, Blaðsíða 10
PRISMA 10 Vísir. Mánudagur 29. september 1975 Léttist um 410 pund é 14 mánuðum Varð ^ matarlyst* inni að bráð, en grennti sig og komst í Meta- skrá Guinness — t næstum því 50 ár hafði ég nærri sjúklega ástriðu í mat. Á sama hátt og vesalingarnir sem verða eituriyfjum og alkóhóli að bráð, má segja að ég hafi orðið matarlystinni að bráð, sagði Dolly Dimples, þegar hún minntist daganna áður en hún komst i Metaskrá Guinness fyr- ir að léttast um 401 pund á 14 mánuðum! Dolly áður en hún fór i megrun- arkúrinn og var hvorki meira né minna en 553 pund! — Mittismál mitt var 210 cm. Brjóstamálið 237 cm og upp- handleggirnir voru 120 cm. Ég gat ekki krosslagt handleggina á brjóstinu sagði Dolly, sem er ekki nema 140 cm á hæð. Hún var 553 pund áður en hún grennti sig niður i 152 pund! Allt frá barnæsku hafði hún taumlausa matarlyst. Ef hún var ekki sfborðandi kvaldist hún hræðilega. — Mér fannst eins og likami minn væri fastur i neti af ein- hverskonar hungurtaugum sem væru að kyrkja mig. Hver and- ardráttur var mér kvalræði, sagði Dolly. — Ég fékk m.a.s. útbrot um allan likamann. Það var árið 1950 að Dolly, sem búsett er i Hollywood i Flórida, veiktist og þurfti að vera rúmföst i einn mánuð. Læknirinn hennar leiddi henni fyrir sjónir að lifsnauðsynlegt væri fyrir hana að grennast. Dolly er nú orðin 73 ára og heitir réttu nafni Clesta Geyer er núna ekki nema 123 pund. Hún sagðist hafa gengið i gegn- um þessa 14 mánuði eins og kvalafullan vitiseld og neytti ekki nema 800 hitaeininga á dag. Þetta gerði að verkum að ummál hennar breyttist úr 237- 210-210 i 85-70-80 — Mér leið betur likamlega segir hún, — en andlegar þreng- ingar minar voru næstum þvi verri en mannlegur máttur getur þolað. Dag nokkurn, eftir að hún hafði létzt um 200 pund gafst hún hreinlega upp og borðaði heila eplaköku i einum skammti. — Þetta varð næstum minn banabiti segir Dolly. — Þá komst ég nefnilega að raun um að maginn i mér var ekki lengur botnlaus hit. Hún hélt sig alveg við megr- unarkúrinn eftir það. Um haustið 1950 gat hún i fyrsta sinn keypt sér tilbúinn kjól i verzlun, en hann var nr. 26 1/2. — Ég naut þess að ganga um göturnar án þess að eftir mér væri tekið sérstaklega, segir Dolly. — 1 dag getur Dolly næstum þvi etið hvað semer og þarf ekki að halda i við sig. Löngun henn- ar til að borða yfir sig tilheyrir fortiðinni. — Ég er viss um að megrun- arkúr krefst ekki nema 2% lik- amlegrar áreynsu, hin 98% eru andlegs eðlis, segir Dolly að lok- um. Niina er Dolly orðin 73 ára og vegur ekki nema 123 pund. Nýlega hittust þessi tvö: Lfklega hæsta kona heims og trúlega minnsti markmaður heims. Hún heitir Sandra Allen og er hvorki meira né minna en 335 cm á hæð en hann er Mihaly Mezaros og ekki nema tæpir 83 cm á hæð. Hann f erðast um með sirk- usnum Barnum & Bailey, en f röken Allen býr í Indi- ana. 'm . LEYLAND. .. pjónusta um land alH P. Stefánsson hf. hefur gert samning viö eftirtalda aöila um viðgeröir og varahtuta- þjónustu á Land Rover, Range Rover, Austin og Morris bifreiöum. BOLUNGARVlK: Vélsmiðja Bolungarvikur. ÍSAFJÖRÐUR: Vélsmiðjan Þór, SAUÐÁRKRÓKUR: Kaupfélag Skagfirðinga. PATREKSFJÖRÐUR: Vélsmiðjan Logi HRÚTAFJÖRÐUR: Bílaverkstæði Steins Eyjólfss. Borðeyri, BÚÐARDALUR: Kaupfélag Hvammsfjarðar. VÍÐIDALUR: Vélaverkstæðið Viöir. BORGARNES: Bifreiða og trésmiöjan, HAFNARFJÖRÐUR: Bilaver AKÓ KEFLAVÍK: Bílasprautun Birgis Guðnas, SELFOSS: Kaupfélag Árnesinga n Austin Jaguar Morris Rover Triumph KÓPASKER: Káupfélag N.Þingeyinga. ÞÓRSHÖFN: Kaupfélag Langnesinga. SIGLUFJÖRÐUR: Bílaverkstæöi Magnúsar Guðbrandss. HÚSAVÍK: .Vélaverkstæóió Foss. ÓLAFSFJÖRÐUR: Bílaverkstæðiö Múlatindur. AKUREYRI: Baugur H/F. EGILSSTAÐIR: Arnljótur Einarsson. REYÐARFJÖRÐUR: Bilaverkstæðið Lykill. HORNAFJÖRÐUR: .Vélsmiðja Hornafjarðar. VfK f MÝRDAL: Kaupfélag Skaftfellinga. HVOLSVÖLLUR: -Kaupfélag Rangæinga. P. STEFANSSON HF. HVERFISGÖTU103 REYKJAVÍK SÍMI 26911 PÓSTHOLF 5092 PART

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.