Tíminn - 22.10.1966, Side 3
3
LAUGAKHáíWR -28. dktSber 1966
liMmM
MINNING iðu rattn. 'v' - > Ólafur Thordersen. Á VÍÐAVANGI
EINAR GUÐSTEINSSON
skrifstofustjóri
Mjök eruan tregt
tungu at hræra.
Þessi orð Egils komu mér fyrst
í huga, þá er ég hugðist minnast
vinar mins og starfsfélaga, Einars
Guðsteinssonar skrifstofustjóra við
Fríhöfnina á Keflavíkurflugvelli,
með örfáum kveðjuorðum.
Hversu orðlausir og máttvana
stöndum vér menmrnir gegn hin-
um órannsakanlegu, og að okkur
finnst, óréttlátu örlögum, er þau
rífa upp með rótum fyrirvaralaust
þá stofna, er oss þykja fegurstir
og traustastir. Hver skilur það
ranglæti, að ungur maður, er fram
tíðin blasir við, skuli rifinn úr
faðmi fjölskyldu sinnar, þá er líf-
ið virðist rétt hafið. Eða er hér
enn að sannast hið fornkveðna, að
þeir sem guðirnir elska, deyja
ungir.
Einar Guðsteinsson, er í dag
verður til moldar borinn frá
Grindavíkurkirkju, var fæddur í
Reykjavík hinn 29. marz 1935, og
var þvi aðeins 31 árs gamall, er
hann lézt. Foreldrar hans vom
þau Guðsteinn Einarsson, hrepp-
stjóri í Grindavík og kona hans
Elsie Jónsdóttir. Þótt Einar fædd
ist í Reykjavík, fluttist hann strax
eftir fæðingu til Grindavíkur,
enda bjuggu foreldrar hans þar,
og taldi Einar sig ávallt Grind-
Æskulýðsvika
K.F.U.M. og K.
Hin árlega æskulýðsvika KFUM
og KFUK í Reykjavík, sem hald
in er í húsi félaganna við Amt-
mannastíg, hefst nú um helgina.
Verða haldnar almennar sam-
komur í félagshúsinu á hverju
kvöldi komandi viku, og hefjast
þær jafnan kl. 20.30. Ræðumenn
eru yfirleitt margir á samkomu
vikum þessum, bæði úr hópi
þeirra yngri og eldri, og tala bæði
leikmenn og prestar. Þá er mikil
áherzla lögð á almennan söng,
svo og kórsöng og einnsöng. Ung
ar stúlkur leika undir almennan
söng á gítara. Samkomur þessar
hafa verið vel sóttar, og er ungu
fólki sérstaklega boðið en allir
eru velkomnir.
Á fyrstu samkomu æskulýðsvik
unnar að þessu sinni verður aðal
ræðumaður, Jóhannes Ólafsson,
læknir, sem starfað hefur fimm
ár í Eþíópíu, en einnig segja
Edda Gísladóttir og Ásgeir M.
Jónsson nokkur orð. Æskulýðskór
inn syngur. Samkoman hefst
sunnudagskvöld kl. 8.30, og eru
allir velkomnir sem fyrr segir.
víking, þótt ekki væri hann fædd-
ur þar.
Aðeins nokkurra vikna gamall
missti Einar móður sína. Mun hún
hafa verið á svipuðum aldri og
Einar nú, er hann lézt, svo að
segja má, að tvisvar sé höggvig í
sama knémnn.
Þótt ekkert fái bætt missi um-
önnunar og hlýju ástríkrar móður
mun Einari þó hafa verið sem
Ijósgeisli i myrkri harmsins, sér-
stök ástúð föður og föðursystkina
og hélzt sá kærleikur og um-
hyggja ávallt.
Ungur lagði Einar út á hina
þyrnum stráðu rósabraut mennta-
gyðjunnar. Lauk hann landsprófi
frá héraðsskólanum á Núpi árið
1952. Hóf hann síðan nám við
Menntaskóla Akureyrar, en hætti
þar eftir einn vetur og settist í
ISamvinnuskólann. Dirautskráðist
Einar frá Samvinnuskólanum vor
ið 1954. Veturinn 1954—55 nam
Einar við verzlunarskóla í Bristol
í Englandi og lauk þaðan prófi
vorið 1955. Hóf hann þá að starfa
hjá Sambandi islenzkra samvinnu-
félaga, en í janúar 1956 var hann
ráðinn bókhaldari við Kaupfélag
Suður-Borgfirðinga. í september
1958 var Einar ráðinn sem skrif-
stofu- og afgreiðslumaður við Frí-
höfnina á Keflavíkurflugvelli, sem
þá var að taka til starfa. í júní
1959 var hann ráðinn útsölustjóri
Á.T.V.R. við Áfengisdeild Fríhafn
arinnar, en er sú deild var sam-
einuð öðrum rekstri stofnunarinn-
ar í október 1960, var Einar skip-
aður skrifstofustjóri og gegndi því
starfi til dauðadags.
Hinn 21. nóvember 1955 kvænt-
ist Einar eftirlifandi konu sinni,
Guðbjörgu Vagnsdóttur frá Pat-
reksfirði. EigauSust þau hjónin
sex börn, og eru þar af fimm á
lífi, á aldrinum fjögurra til tólf
ára, öll hin mannvænlegustu.
Það var einkennileg tilviljun, að
þau hjónin voru jafngömul upp á
dag, bæði fædd 29. marz 1935, en
þessi tilviljun virtist verða þeim
sem samnefnari í hjónabandinu,
svo samtaka og samhuga í hverju
sem tekið var fyrir hendur. Bæði
vom þau hjónin höfðingjar heim
að sækja, og var því oft gest-
kvæmt á hinu dásamlega heimili
þeirra, enda mátti hver sem þar
kom, fljótt finna, að hann var
velkominn.
Leiðir okkar Einars lágu fyrst
saman, er hann hóf starf sitt við
Fríhöfnina í september 1958, og
tel ég mér mikið lán, að hafa mátt
njóta þeirrar viðkynningar, þótt
hún yrði alltof stutt. Reyndist
Einar mér ekki aðeins- frábær
starfsmaður og starfsfélagi, en
einnig hinn tryggasti vinur. Með-
al starfsfélaga sinna og vina var
hann hvers manns hugljúfi, ávallt
uppfullur af glettni og kátínu, og
þekki ég engan mann jafn skap-
góðan og Einar var. Það er ein-
kennandi fyrir skapgerð Einars,
að öll þau ár, er hann vann með
okkur, gerði enginn okkar sér
grein fyrir því, að hann gengi ekki
heill til skógar. Það kom því eins
og reiðarslag, er ég frétti, að hann
hefði verið fluttur fárveikur á
sjúkrahús laust eftir hádegi hinn
12. þ. m., einkum þar sem ég hafði
aðeins klukkustund áður talað við
hann í síma, kátan og hressan að
vanda. Það var þvi langur næsti
einn og hálfur sólarhringur fyrir
ættingja og vini, meðan beðið var
á milli vonar og ótta, og beizkur
bikar að kyngja, sú fregn, að dauð
inn hefði sigrað að kvöldi hins 13.
Ég vil svo á þessari skilnaðar-
stund færa þér, Einar, minn kæri
vinur, mínar þakkir og okkar allra
starfsfélaga þinna, fyrir yndislegar
samverustundir, þú, sem reyndist
tryggur vinur í mótlæti sem með-
læti, það verður stórt skarð í
hópnum okkar, sem aldrei verður
unnt að fylla. Vor einasta huggun
er minningin um góðan dreng, því
„orðstírr deyr aldregi, hveim er
sér góðan getr“.
Ég vil svo að lokum votta öllum
aðstandendum mína dýpstu samúð,
svo og starfsfélaga minna og fjöl-
j skyldu. Börnunum litlu og föðurn-
^um, systrunum og föðurbræðrun-
I um, sem hann var sem einkason-
! ur. Og þig, Haddi mín, bið ég guð
I
I
að styrkja og Messa f þessari erf-
Þegar fregnin um andlát Einars
Guðsteinssonar barst um flugstöð-
ina á KefLavikurflu gvelli, setti
alla hljóða. Engan hafði grunað
að vegimir greindust svo fljótt og
sízt að þessi glaði og hraustiegi
maður væri á förum til hinnar
ókunnu strandar. Þegar nálgast
þá stund, er kveðja skal Einar
hinztu kveðju, rifjast upp fjöl-
margar minningar um þann góða
dreng. Fátt verður hér nefnt,
enda áttu þessar fáu línur aðeins
að vera vottur þakklætis fyrir
ágætt samstarf á liðnum árum.
Það er eins og manni verði ljósara
með hverjum degi, hversu skarðið
er mikið og vandfyllt, sem varð
við fráfall hans. Fríhöfnin á Kefla
víkurflugvelli hefur frá því að
hún var stofnuð notið hans góðu
starfskrafta og átti það ríkan þátt
í örum vexti hennar. Einar var mik
ill náttúruskoðandi og tók mikið
af myndum, þar sem hann fór. í
því sambandi hafði hann aflað sér
staðgóðrar þekkingar á ljósmynda
vörum. Hann var einn þeirra
manna, sem alltaf leita meiri þekk
ingar og fylgjast af brennandi
áhuga með nýjungum. Gott dæmi
um það er að hann var nýkom-
inn heim af ljósmyndavörusýn-
ingu í Köln.
En þótt ég sækti oft til hans
góð ráð á ýmsum sviðum, verður
hann mér þó alltaf minnisstæðast-
ur vegna prúðmannlegrar tram-
komu og góðvildar. Hann var einn
þeirra fáu manna, sem láta sér
aldrei um munn fara ljótt orð-
bragð og öll þau ár, sem ég um-
gekkst hann, sá ég hann aldrei
skipta skapi. Slíkan mann væri
gott að hitta aftur, þótt síðar
verði. Ástvinum Einars Guðsteins
sonar votta ég fyllstu samúð mína.
Vonandi verður minningin um
þennan æðrulausa og góða dreng
þeim nokkur huggun í raunum
þeirra.
Sigfús Kristjánsson.
Leikfélag Kópavogs endur-
sýnir um þesar mundir hinn
vJnsœla gamanieik Óboðinn
gestur eftir Svein Halidórs-
son. Vegna nýrra verkefna
verða aðeins örfáar sýningar
á leikritinu til viðbótar. Þeir,
sem hafa hug á að sjá sýn
inguna, ættu þvr ek«i að
láta það dragast. Næsta sýn
ing er á mánudag 24. októ
ber. Myndin er af Auði Jóns
dóttur og Júlíusi Kolbeins i
hlutverkum sínum.
Brauðhúsið
Laugavegi 126.
Smurt brauð
Snittur
Cocktailsnittur,
Brauðtertur
Sími 24631.
HÚSBYGGJENDUR
Smíðum svefnherergis-
og eldhúsinnréttingar
SÍMI 32-2-52.
Jón Eysteinsson,
lögfræðingur.
Lögfræðiskrifstofa
Laugavegi 11,
sími 21916-
Eru það falsanir?
Morgunblaðið segir í leiðara
í gær, að það séu hreinar fals
anir hjá Tímanum að halda
því fram, að fjárlögin séu
mestu verðbólgufjárlög, sem
þjóðinni hafi verið sýnd og
geri beinlínis ráð fyrir stór-
vexti verðbólgunnar á næsta
ári, þar sem ríkið ætli sér að
taka 8—900 milljónum meira
í skatta og gjöld af landsfólk
inu en á yfirstandandi ári. Það
vefst hins vefiar fyrir Morgun-
blaðinu að leiða rök að því, að
þetta séu fálsanir, og hefur
blaðið ekki annað fram að
færa en að ekki sé gert ráð
fyrir neinum nýjum sköttum,
en cinmitt það sýnir bezt, að
fjárlögin gera beinlínis ráff
fyrir bullandi verðbólguvexti,
þar sem 8—900 milljónir
króna eiga að nást í ríkiskass-
ann á sömu skattstofnum og áð
ur.
Bakdyr lóðaúthlutun-
arinnar opnaðar
Fyrr á árum hafði íhaldið
lóðaúthlutunina í borginni al-
gert heimilismálog úthlutaði án
allra auglýsinga. Þetta sætti
ætíð mikilli gagnrýni minni-
hlutans, og Ioks fyrir þremur
árum þóttist íhaldið ætla að
sjá að sér og varð við kröfum
minnihlutans um að láfa lóðaút
hlutun fara fram að loknum
auglýsingum eftir umsóknum
og mati á þeim. Þetta hélt
íhaldið nokkurnvefiin í tvö ár,
og var augljóslega meiri sann
girnisbragur á úthlutuninni þá
en áður. Á s. 1. vori var enn
auglýst eftir umsóknum um
lóðir og allmikil úthlutun fór
fram að því loknu, en auðvitað
var langt frá því að unnt væri
að fullnægja umsóknum.
Svo bregður allt í einu svo
við á fundi borgarstjórnar s.
1. fimmtudag, að í fundargerð
um bæjarráðs koma fram all
margar úthlutanir lóða án þess
að auglýst hafi verið, og má
gerla sjá, að það er verið að
hygla ýmsum „valinkunnum"
mönnum, enda höfðu ekki
nema tveir þeiiTa, sem nú fá
lóðir ekki sótt um þær i vo'.
Þetta var auðvitað gagnrýnt
harðlega á borgarstjórnarfund-
inum og spurt, hvort íhaldið
ætlaði nú að hætta við það að
auglýsa lóðaúthlutunina. Full-
trúi íhaldsins kvað svo ekki
vera, auglýst yrði áfram eins
konar aðalúthlutun Ióða, en
fráleitt væri að úthluta hverj
um einasta „lóðarskika", eins
og hann sagði, eftir auglýsing
um. Var þetta eins konar yfir
lýsing um það, að hafa skyldi
tvenns konar hátt á úthlutun
inni, annars vegar auglýsa eft
ir umsóknum og úthluta al-
menningi eftir þeim, en síðan
an aðra úthlutun fyrir betri
menn án auglýsinga. Virðist
auðsætt, að vildarmenn og oela
börn íhaldsins uni ekki þröng
um stakki úthlutunar fyrir opn
um tjöldum, og því hafi nano
sprunfiið, og nú eigi að koma
á gamla laginu samhliða aft
ur, og hafa tvenns konar loffa
úthlutun, almúgaúthlutun og
síðan á eftir vinaúthlutun al
ýmsum „lóðaskikum" bakdvra
megin.
Þar sem aðeins tveir þeirra.
sem nú fengu hina völdu „lóða
skika“ höfðu sótt um lóðir j
vor, spyrja menn hvort tóða
þörf þeirra hafi allt í cinu orð
ið svona brýn, eða hvort þeir
Framhald á bls. 12.