Tíminn - 22.10.1966, Side 5

Tíminn - 22.10.1966, Side 5
LAUGARDAGUR 22. október 1966 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson -'áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug. lýsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur i fSddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán innanlands — í Iausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Lánsfjárhöftin og atvinnuvegirnir UmræSur, sem fóru fram á Alþingi síðastl. miðvikudag, leiddu glöggt í ljós, hve stórlega hefur verið þrengt að atvinnuvegunum með auknum lánsfjárhöftum síðan núv. ríkisstjórn kom til valda. Síðan 1959 hefur t.d. verðmæti útflutningsframleiðslunnar meira en tvöfaldazt að krónu- tölu, en rekstrarlán þau, sem Seðlabankinn veitir út- flutningsframleiðslunni hafa aðeins aukizt um 36%, ef miðað er við árslok 1959 og 1965. Sést vel á þessu, að stórkostlega hefur dregið úr þjónustu Seðlabankans við atvinnuvegina. En jafnhliða því, sem Seðlabankinn hefur dregið svo stórkostlega úr þjónustu sinni við atvinnuveg- ina, hefur hann skyldað viðskiptabankana til að frysta verulegan hluta af sparifjáraukningunni. Niðurstaðan hefur orðið sú, að meðan útlán viðskiptabankanna hafa aðeins aukizt um 111%, miðað við árslok 1959 og árslok 1965, hefur rekstrarkostnaður atvinnufyrirtækja alltaf aukizt um 150—170%. Vitanlega hefur lánsfjárþörf fyrir- tækja aukizt tilsvarandi og raunar meira, þar sem verð- bólgan hefur gert stórum verðminni alla sjóði, sem þau kunna að hafa átt fyrir. Af öllu þessu er augljóst, að stórkostlega hefur dregið úr þjónustu bankanna við at- vinnuvegina á þessu tímabili. Viðskiptamálaráðherra, sem varð fyrir svörum af hálfu ríkisstjórnarinnar, varð að játa, að þessar staðreyndir væru réttar, en hann reyndi að afsaka ríkisstjórnina og Seðlabankann með því, að útlánin hefðu aukizt verulega seinustu mánuðina- Ráðherranum var þá bent á þá stað- reynd, sem hann gat heldur ekki mótmælt, að þrátt fyrir þetta væri lánsfjárskorturinn, sem atvinnufyrirtækin byggju við, tilfinnanlegri nú en nokkru sinni fyrr. Frá atvinnuvegunum sjálfum lægju fyrir svo skýrar yfirlýs- ingar um þetta, að því yrði ekki mótmælt. Gömul og gróin fyrirtæki væru af þessum ástæðum komin í meiri og minni vanskil, því að þau fengju ekki eðlilega þjón- ustu hjá bönkunum . Afleiðing þess, að bankarnir hafa þannig dregið stór- lega úr þjónustu sinni við atvinnuvegina seinustu sjö ár- in, er alvarlegust sú, að atvinnufyrirtækin hafa ekki haft getu til að auka framleiðni sína neitt að ráði. Þau hafa órðið að nota sem rekstrarfé það fé, sem þau ella hefðu notað til að auka hagræðingu í rekstrinum. Af þess- um ástæðum verður Efnahagsstofnunin að játa í skýrslu sinni til Hagráðs, að hinn aukni hagvöxtur seinustu ára »byggist ekki, nema þá að mjög takmörkuðu leyti, á þeirri hagnýtingu tækni og skipulags í öllum greinum og þeirri markvissu leit að tækifærum, sem einkennir atvinnulíf þróaðra iðnaðarþjóða”. Það er nær eingöngu hin mikla síldveiði og hagstætt verðlag á útflutningsvörum, ásamt lengdum vinnutíma, sem hafa orsakað hagvöxtinn. Strax og eitthvað ber af leið, eins og t. d. verðlækkun á út- flutningsvörum, eru atvinnuvegirnir því komnir í strand. Þannig valda lánsfjárhöftin, sem eru afleiðing af fryst- ingu sparífjárins í Seðlabankanum, því að alltof lítið hef- ur verið unnið að því að auka framleiðni atvinnuveganna á undanfr'rnum góðærisárum, og því er þjóðin nú miklu verr undir það búin en ella að mæta ,,vandræðunum“. sem Bjarni Benediktsson er að boða. Jafnframt þessu valda lánsfjárhöftin svo miklum erfiðleikum í atvinnu- rekstrinum, að stöðvun vofir yfir mörgum fyrirtækjum, ef ekki fæst tafarlaust úr bætt. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Fær Subandrio líflátsdóm? Hvernig takast Malik samningarnir við Rússa? SEINUSTU dagana hafa nöfn tveggja stjórnmálamanna Indónesíu verið oft neínd í útvarpsfréttum, en af ólfkum ástæðum. Annar þeirra Suban drio, fyrrverandi utanríkisráð- herra, sem er ákærður fyrir landráð og hefur mætt í opn um réttarhöldum, sem fylgzt hefur verið með um allan heim. Hinn er eftirmaður hans sem utanríkisráðherra, Adam Malik, er undanfarið hefur dvalið í Moskvu og samið við stjórnarvöld þar um gréiðslu á lánum, sem Rússar veittu Indónesíu meðan Sukarno var einræðisherra landsins og horf ur voru á, að hann léti völdin ganga til kommúnista. Rússar voru þá ríflegir í lánveitingum sínum til Indónesíu, en eru nú ekki eins fúsir til að veita greiðslufresti og áður. Það er skiljanlegt, þar sem allir draum ar um valdatöku kommúnisfa í Indónesíu eru ekki aðeins úr sögunni að sinni, heldur hef ur sennilega um ein milijón manna, sem taldir voru fylgja kommúnistum, verið lífláfnir í Inódnesíu síðastliðið ár Malik utanríkisráðherra hefur því ekki haft neitt góða samnings aðstöðu í Moskvu. ÆVIFÉRILL þeirra beggia, Subandrios og Maliks, er góð staðfesting á því, að skin og skúrir skiptast á í lífi roanna. Fyrir rúmlega ári síðan var Subandríó annar valdamesti maðurinn í Indónesíu og einna líklegastur til að verða eftir- maður Sukarnos sem æðsti maður landsins. Nú er skipt um hlutverk. Undanfarna daga hefur hann mætt í rétti, þar sem hann hefur verið ákærður fyrir landráð. Honum er borið á brýn, að hann hafi vitað um og jafnvel stuðlað að byltingar tilraun kommúnista á síðastl. hausti. Subandríó -hafur varið sig vel í réttinum og neitað öllum slíkum ásökunum. flinu hefur hann ekki getað mót- mælt að meðan hann var utan- ríkisráðherra, var takin upp mjög náin samvinna við Kína og önnur kommúnistaríki og oft virtist ekki nema tíma- spursmál hvenær Indónesía skipaði sér í flo-kk kommúnista ríkjanna. Enginn virtist stuðJa öllu meira að þessari þróun en Subandrio. SUBANDRIO er 51 árs að aldri læknir að mennjun, kominn af efnuðum ættum. Hann haíði lengi vel lítil afskipti af stjórn málum og kemur ekki við opinbera sögu fyrr en 1947, þegar hann var sendur til Lond on sem fulltrúi siálfstæðishreyf ingarínnar í Indónésíu til að tala máli hennar þar Hann þótti þá sanna, að hann væri laginn að tala máli sínu, þvi að honum er það ekki sízt þakkað, að Indónesia fékk sjálfstæði sitt viðurkennt tveim ur árum síðar. Hann fékk þetra líka viðurkennt. því að 1949 vn- hann skipaður fyrsti sendiherra Indónesíu í London Fimm ár um seinna varð hann sendi herra Indónesíu í Moskvu. \r ið 1957 gerði Sukarnó hann að utanríkisráðherra. en hann gegndi því starfi þá aðeins - ---------- -------------------- MALIK stutta stund, því að Sukarno fól honum annað mikilvægt embætti. Árið 1959 vairð hann aftur utanríkisráðherra og gegndi því starfi óslitið þang að til á síðastliðnu hausti, er hershöfðingjarnir viku honum frá, þegar þeir tóku völdin eft ir hina mis'heppnuðu byltingu kommúnista. Það var eitt aðalhlutverk Su- bandrios sem utanríkisráðherra að fylgja fram kröfu Indónesíu um að fá yfirráð vfjr vestur- hluta Nýju Guineu, sem IIol- lendingar vildu ekki láta af hendi. Subandrio sótti það mál á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna og víðar. Hann átti mik- inn þátt í því, að Sameinuðu þjóðirnar beittu sér fyrir því. að Hollendingar létu undan síga. Subandrio þótti þá sýna, að hann væri snjall íroðurs maður. jafnt á fundum og í einkasamtölum. Það kom hon um að góðu haldi, að hann er frábær málamaður. Hann talar m.a. reiprennandi ensku, hol- lenzku og rússnesku. Subandrio hefur jafnari notið mikils trúnaðar Sukarno'b en um það hefur verið deilt. hvor þeirra hefði meiri áhrif á hinn. Fyrir Sukarno verður sú afstaða óskemmtileg, ef Su bandrio verður dæmdur 61 dauða og honum revnist ó megnugt að láta náða hann ADAM MALIK er einu ári eldri en Subandrio. Hann fékk aðeins barnaskólamentitun í uppvextinum, og hefur engrar svokallaðrgr æðri menntunar notið ,enda af fátæku fólki kom inn. Hann er hinsvsgar sagður prýðilega sjálfmenntaður, enda mikill bókamaður. Hann gerð ist fljótt mikill anastæöingur Hollendinga og átti þátt í stofn blaðs 1937, ásamt nokkrum blaðamönnum, er vann gegn yfirráðum Hollendinga. Hol lendingar höfðu hann oft í haldi. Þegar Japanir Iögðu Indónesíu undir sig á stríðs árunum gekk Malik, í lið með þeim og vann fyrir fréttastofu þeirra. Jafnhliða tók hann mik inn þátt í sjálfstæðishreyfing unni og vildi strax lýsa yfir sjálfstæði Indónesíu, þegar Jap anir gáfust upp.Þeir Sukarno og Hatta, sem þá voru aðálleiðtog arnir, vildu fara gætilegar. Eindregnustu þjóðernissinnarn ir undir forustu Maliks, létu þá setja þá Sukarno og Hatta í stofufangelsi. Þannig knúðu þeir það fram að lýst var yfir stofnun sjálfstæðs rfkis í Indó nesíu 17. ágúst 1945 og féll það í hlut Maliks að birta til- kynninguna. Hollendingar höfðu þetta að engu og lögðu mestan hluta landsins undir sig að nýiu. Eftir fjögurra ára átök urðu þeir þó að láta und- an og Indónesía fékk sjálfsíæði sitt viðurkennt 1949. Á þessum árum, gerðist Malik mjög vinstri sinnaður óg tók þátt í byltingartilraun, er kommúnistar gerðu 1946. Sukamo lét þá setja hann í fangelsi og var hann ekki lát inn laus fyrr en 1948. Þá geið ist harm stofnandi vinstri flokks, er aðhylltist Trotski- isma, og var aðalleiðtogi hans til 1965, er flokkurinn var bann aður. Það dró þó mjög úr áhuga hans á kommúnism- anum, að hann heimsótti Sovét- ríkin 1952 og varð þar fyrir verulegum vonbrigðum. Eftir heimkomuna skrifaði hann bók um þetta ferðalag og kom þar fram veruleg gagn- j rýni á ýmsum þáttum í stjórn- - arkerfi Sovétríkjanna. Á næstu | árum, reyndi Sukarno að hafa ; samstarf við sem flesta flokka í landinu, m.a. flokk Maliks. Malik voru falin ýmis trúnaðar störf og var hann m. a. sendi herra Indónesíu í Moskvu á árunum 1959—63. Sú gagnrýni sem fólst í áðurnefndri bók hans, spillti ekki neitt íyiir honum í Moskvu, því að hún hafði þeinzt að stjórnarháttum Stalíns fyrst og fremst. Þegar hershöfðingjarnir tóku völdin eftir hinar misheppnuðu byltingartilraun í fvrra, gerðu þeir Malik að utanríkisráðherra Hann þykir hafa reynzt vel í þeirri stöðu, öruggur og einbeittur. Hann er ekki eins snjall áróðursmaður og Su- bandrio, en hógværð hans og festa vekja traust og því er hann í vaxandi áliti þeirra erlendu manna, sem hann hef ur mest skipti við sem utanrik isráðherra. Það myndi tvímæla laust auka mjög álit hans, ef honum tækist að ná hagkvæm um sammingi við Rússa um skuldamálin eftir allt það, sem á undan er gengið. Þ. Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.