Tíminn - 22.10.1966, Side 8
LAUGAPÍ>AGUR ?2. október 19«6
ú
eawraaaai
Fréttir.frá starfsemí S.Þ.
Hverjar yrðu afleiðingarnar, ef hætt
væri að rækta deyfilyfjagrös?
í umræðum um eiturlyfja-
málið hefur þeirri hugraynd
oft verið hreyft að láta efna-
fræðilega samsett lyf koma í
stað deyfilyfja sem unnin eru
úr jurtum. Með því móti mundi
t. d. lögleg ræktun ópíums
ekki verða möguleg, og tæki-
færi til ólöglegrar ræktunar,
sölu og „rýrnunar" í lyfjaiðn-
aðinum mundu verða mik'.u
færri en nú er.
Enda þótt farið sé að fram-
leiða í æ ríkara mæli lyf un*i-
in úr gerfiefnum, er vandatnál-
ið ekki eins einfalt og viröast
má við fyrstu sýn, segir í ný-
birtri skýrslu sem slcrifstofa
Sameintiðu þjóðanna hefur
samið og lögð verður fram á
fundi eiturlyfjanefndarinnar í
desember.
Skilyrði er, að deyfilyf unr.-
in úr gerfiefnum, jafnvel þó
þau séu einnig vanamyndandi,
verði jh^ngóð eða betri en
hin, þtÆ hefur enn ekki
gerzt, segir í skýrslunni, held-
ur eru hin nýju lyf þvert á
móti ennþá hættulegri að því
er snertir vanamyndun.
Af þeim 89 eiturlyfjum, sem
nú eru undir alþjóðlegu eftir-
liti, eru 60 unnin úr gerfiefn-
um. Fræðilegir möguleikar á
að framleiða fleiri slík lyf eru
„svo til ótæmandi." Auðvelt er
að hafa eftirlit með slíkum lyfj
um, enda koma þau lítið við
sögu í ólöglegri eiturlyfjaverzl
un. En einungis fá þeirra eru
til sölu og notuð til lækninga.
ekktust þeirra eru pethidin,
methadon, normethadon og de
xtromoramid.
Eitt sem mælt hefur með
lyfjum unnum úr gerfiefnum
er hið hagstæða verðlag á brá
efnunum. En hér verður líka
að taka með í reikninginn
kostnaðinn við rannsóknir og
framleiðslu, og er mikið vafa-
mál hvort framleiðsluverð verð
ur mismunandi á hinum ýmsu
tegundum.
Vandamálið, hvort stíjfna
beri að því að hafa eingöngu
á boðstólum deyfilyf unnin
úr gerfiefnum, er þannig bæði
flókið og yfirgripsmikið, og er
nauðsynlegt að kanna það
gaumgæfilega, segir í skýrsl-
unni.
Afleiðingarnar fyrir þá sem
rækta jurtirnar.
Annað veigamikið vandamál
í þessu sambandi er, hvaða af-
leiðingar það muni hafa fyrir
lönd, sem rækta jurtir til deyfi-
lyfjagerðar, verði ræktun
'þeirra bönnuð.
Að því er varðar ópíum
verða Indland og Tyrkland
harðast úti, þó önnur lönd eigi
hér líka hlut að máli. Eftir
því sem lögleg framleiðsla ópí
ums hefur verið takmörkuð
(úr 1171 tonni árið 1963 niður
í 940 tonn árið 1964) hafa
þessi lönd dregið úr fram-
leiðslu sinni og minnkað rækt-
unarsvæðin.
Það er ekki sérlega arðvæn-
legt að rækta ópíum til lög-
legrar sölu. i skýrslunni segir
að kíló af ópíum með 12 pró-
sent morfín-innihaldi kosti 11
dollara (473 ísl. kr.).;
Sú staðreynd að umrædd
lönd eru þegar farin að rækta
aðrar jurtir á tilteknum svæð-
um, og að tiltölulega fámenn-
ir hópar fást við ræktunina
(77.747 í Indlandi o.g 160.671
í Tyrklandi), bendir til þess,
að löndin mundu án verulegra
vandkvæða geta lagt niður ópí-
um-rækt, ef þau hlytu alþjóð-
lega aðstoð. Hins vegar er lögð
á það áherzla í skýrslunni, að
ópíum-verzlunin sé tiltölulega
þýðingamikil fyrir útflutnings-
löndin vegna öflunar erlends
gjaldeyris.
Tæknihjálp, sem koma á í
staðinn fyrir ópíum-ræktun,
hefur verið veitt Burma, Afga-
nistan, íran og verður veitt
ákveðnum svæðum i Thaílandi.
í íran hefur verið tekin upp
ræktun á sykurrófum og baðm-
ull, sem veitir fyrrverandi ópí-
um-ræktendum viðunandi arð.
Kóka-jurtin er álitleg tekju-
lind þeim sem rækta hana, og
ræktarlandið er um það bil
190.000 hektarar i Perú og
Bóliviu. Perú hefur undirrit-
að Eiturlyfjasáttmálann frá
1961 og lofað að afnema óhæf-
una á 25 árum. Ríkisstjórnin
hefur einnig skipað nefnd sem
á að finna viðeigandi úrræði
fyrir þá sem snúa sér frá kóka-
ræktun. Bólivía er líka farin
að fá áhuga á málinu.
Cannabis (indverski hamp-
urinn, sem hasjisj er unnið úr)
vex villtur og dreifist auðveld-
lega. Svo að segja um heim
allan er hann ræktaður ólög-
lega, segir í skýrslunni. Hamp-
urinn er mest notaður í iðn-
aði. í Indlandi og Pakistan er
„hartsið“ notað til lækninga.
Þetta „harts,“ sem hefur að
geýma eiturlyfið, fæst einungis
í stóru magni sé kvenjurtin
látin vaxa annars staðar e n
karljurtin. Það á sér ekki stað
þar sem hampur er ræktaður
löglega.
Líbanon, Marokkó, Suður-
Afríku og Brasilíu eru með-
al þeirra landa þar sem mest
kveður að ólöglegri ræktun
jurtarinnar. Marokkó er Líban-
on hafa fengið alþjóðlega að
stoð til að rækta aðrar jurtir
en cannabis. í Líbanon er ver-
ið að gera tilraunir með sól-
fylgjur.
Fæst eining?
Þriðja mikilsverða atriðið í
þessu sambandi er spurningin,
hvaða afstöðu lönd eins og td
Sovétríkin, Kína, Norður-Kór-
ea og Norður-Víetnam muni
taka. Þau framleiða öll ópiurn
eða lyf sem. unnin eru úr ópí-
um. Árið 1964 voru Sovétrík-
in annar mesti ópíumframleið-
andi heims með 20 af hundraði
heildarframleiðslunnar, en
Indland framleiddi 69 af hundr
aði og Tyrkland 9 af hundraði
alls ópíums í heiminum.
í skýrslunni er vísað til til-
lögu, sem lögð var fyrir eit-
urlyfjanefnd Sameinuðu þjóð
anna gíðast þegar hún kom
saman og var þess efnis, að
framkvæmdasjóri samtakanna
sendi fyrirspurn til aðildarríkj-
anna um ópíum framleiðslu
þeirra. í skýrslunni er geng-
ið lengra og lagt til, að fyrir-
spurnin taki líka til annarra
eiturlyfja og lyfja úr gerviefn-
um, jafnframt því sem málin
verði enn betur skýrð með
fyrirspurn frá Alþjóðaheilbrigð
ismálastofnuninni (WHO).
Norðmenn hafa lagt fram 10.
000 dollara til Flóttamanna-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna
umfram þá upphæð sem þeir
leggja reglulega fram til starf-
seminnar. Fjárhæðin var lögð
fram eftir að forstjóri Flótta-
mannahjálparinnar hafði farið
fram á aðstoð til handa rúm-
lega þúsund manns sem flúið
hafa frá portúgalska Angóla
til Zambíu.
2000 örsnauðar f jölskyldur
vinna þrekvirki.
Matvæla- og landbúnaðar-
stofnun Sameinuðh- þjóðanna
(FAO) skýrir frá því, að 2000
kóreanskar flóttamannafjöl
skyldur, sem eru blásnauðar
hafi í kyrrð og ró unnið sann-
kallaða hetjudáð. Með allra
frumstæðustu verkfærum hefur
þeim tekizt að byggja tveggja
kílómetra langa stíflu eða flóð-
garð fyrir utan þorpið Daeduk
á suðurströnd skagans og hafa
þannig breytt 770 hektara hafs
botni í ræktarland, sem allar
fjölskyldurnar geta lifað af.
Hve einsætt þrekvirki er hór
um að ræða, má sjá af því, að
hollenzkir og japanskir verk-
fræðingar álitu, að verkið
mundi taka 8—10 ár — með
nýtízku tækni og tækniþjálfuð-
um verkamönnum.
Flóttamannafjölskyldurnar
2000 luku því á 4 árum og 7
mánuðum — með eigin hönd-
um og heimtatilbúnum verk-
færum. Leiðtogar þeirra gera
ráð fyrir, að vinnudagarnir
hafi samtals verið 1.495.095.
Þrisvar sinnum ruddist vatn-
ið gegnum flóðgarðinn, og
varð þá að byrja aftur frá
byrjun.
Að þessum framkvæmdum
stendur kóreanskur flótta-
mannafélagsskapur, sem nú
leggur á ráðin um nýja sókn
til að endurheimta 7000 hekt-
ara í viðbót af hafsbotninum.
„Endurheimta“ er einmitt
rétta orðið, því hér er um að
ræða jarðveg sem skolazt hefur
til hafs ofan úr fjöllunum.
Jafnskjótt og það fréttist,
hvað flóttamennirnir hefðu fyr
ir stafni í Daeduk, barst þeim
hjálp, bæði matvæli og efni
til litlu vinnustofunnar þar
sem þeir bjuggu til verkfæri
sín. Mannúðarstofnanir í Kór-
eu og Nýja Sjálandi lögðu
fram hjálp, m.a. fyrir milli-
göngu Herferðar gegn hungri.
Stjórnarvöldin létu byggja íbúð
arhús, gáfu þorpinu skóla og
sendu 500 atvinnuleysingja af
götunum í Seoul til að hjálpa
til.
Lokaáfanganum var náð 30.
maí í ár, þegar forseti Kóreu
kom á vettvang í þyrlu til að
vígja hið nýja landsvæði. Lét
hann i ljós vonir ríkisstjórn-
arinnar um, að fordæmi flótta-
mannanna í Daeduk kæmi til
leiðar keðjuverkun eftir endi-
langri ströndinni, sem leiddi
til þess að landinu bættust enn
stór flæmi nýrra ræktarlanda
Sendinefnd íslands á þingi Samainuðu pjóðanna. Fremri röð frá vinstri Emil Jónsson, utanríkisráðherra.
Hannes Klartansson, Benedikt Gröndal og Kristján Albertsson. Aftari röð. Haraldur Kröyer, Friðjón
Þórtfarson og Jóhannes Elfasson.
Sigurður
Jónsson
Innstu-Tungu
í dag 22. október, fer fram frá
Stóra-Laugardalskirkju í Tálkna-
firði útför Sigurðar Jónssonar frá
Innstu-Tungu í Tálknafirði, og
dóttursonar hans, Sigurðar Theó-
dórssonar, Réttarholtsvegi 55, vél-
virkjanema úr Landssmiðjunni,
sem hvarf af dansleik frá félags-
heimilinu Birkimel á Barðaströnd
24. júlí sJ.
Sigurður Jónsson var fæddur 29.
ágúst 1878 að Dynjanda í Arnar-
firði, sonur hjónanna Jóns bónda
á Dynjanda Bjarnasonar ættaður
frá Söndum í Dýrafirði, og konu
hans Þorbjörgu Sigurðardóttur frá
Hagakoti 1 Ögursveit Guðmunds-
sonar sterka á Kleifum í Skötu-
firði.
Sigurður Jónsson ólst upp í
föðurhúsum í stórum systkina
hópi. Snemma fór Sigurður til
sjós, bæði á opin skip sem þilskip
eins og títt var á þeim árum.
Árið 1905 gekk Sigurður Jóns-
son að eiga eftirlifandi konu sína
Sigríði Guðmundsdóttur úr Hokins
dal í Arnarfirði. Þau áttu þrju
börn: Þorbjörgu gifta Andrési
Finnbogasyni skipstjóra í Reykja-
vík Karólínu gifta Theódóri Ó.afs-
syni vélvirkja í Reykjavík, og Guð-
mund, sem þau misstu á fermmg-
araldri. Tóku þau þá fósturson,
Guðmund S. Guðmundsson, -er.i
bætti þeim sonarmissinn og hef-
ur æ síðan búið með þeim
Sigurður Jónsson bjó á ýmsum
stöðum í Arnarfirði fram til ar^-
ins 1920, að þau hjón fluttu að
Litlu-Eyri í Bíldudal, þar sem þau
bjuggu til ársins 1925, er þau
fluttu til Tálknafjarðar og bjuggu
þar lengst í Innstu-Tungu. En nú
fyrir rúmu ári var heilsu hans
Framhald á bls. 12