Tíminn - 22.10.1966, Page 9
LAUGARDAGUR 22. október 1966
TÍMINN
9
KJALUHTGAFA 130 MiS-
UHD HNTÖKUM SRDIST
UPP ÁTVEIMIR MÁNUOUM
István Bernáth málfræðing-
ur og rithöfundur frá Búdapest
kom tU Reykjavíkur fyrir
nokkrinn dögum, þetta er
þriðja íslandsferðin hans, en
að þessu sinni stendur hann
harla stutt við heldur heim-
leiðis í dag. Ekki er fjarri
sanni að segja, að István Bern-
áth sé „okkar maður“ í Ung-
verjalandi, ekki fyrir það að
hann gerir tíðreist tiT íslands,
heldur hitt, að hann er braut-
ryðjandi á því sviði að kynna
íslenzkar bókmenntir í heima-
Iandi sínu, þýddi fyrstur þar-
lendra manna bók úr íslenzku
á ungversku og heldur áfram
dyggilega að kynna löndum
sínum íslenzkar bókmenntir,
fornar og nýjar.
Ég hitti István Bernáth að
máli snöggvast í gær og spurði
hann frétta af því, hvað hann
hefði helzt haft með höndum
síðan hann var hér síðast á
ferð fyrir röskum tveim árum
eða hvað hann væri búinn að
þýða mikið úr íslenzku.
— Ég byrjaði að pýðd úr
íslenzku nokkur kvæði eftir
Davíð Stefánsson frá Fagra-
skógi, þau voru fyrst flutt í
útvarpinu í Búdapest og birt-
ust síðan á prenti í ungversku
bókmenntatímariti. Yfirleiit
hef ég gert mest af því að
þýða á ungversku erlend ljóð,
öðrum bókmenntaverkum frem
ur, og næsta rit, sem ég bý
til prentunar, er kvæðasafn rrá
öllum Norðurlöndum, og kem-
ur sú bók út í Búdapest nú
fyrir jólin. Þetta verður býsna
mikið lesmál, um fimm hunúr-
uð kvæði eftir tvö hundruð og
fimmtíu skáld frá Noi’ðurlönd-
unum sex. Hlutur hvers 'ands
í bókinni fer ekki eftir stærð
eða íbúatölu, ísland skipar þar
jafnstórt rúm og Danmörk og
Svíþjóð.
— Verða færeysk skáld með
í þessu safni?
— Já, fyrst eru þar nokkur
þjóðkvæði eða gömul dans-
kvæði. Af færeyskum skáldum
þessar aldar eru WilUam
Heinsen (sem yfirleitt skrifar
reyndar á dönsku, á þó til að
yrkja á færeysku, en hann er
eiginlega þungamiðjan í fær-
evskum bókmenntum og menn
ingarlífi í dag) bræðurnir Jan
us og Hans Djuurhus og Chrisfi
an Madras-
— En hvaða núlifandi ís-
lenzk skáld eru í ljóðasafninu?
— Það eru þeir Snorri Hjart
arson, Halldór Laxness, Jó-
hannes úr Kötlum, Guðmund-
ur Böðvarsson, Hannes Sigfús-
son Jón Óskar Sigfús Daðn
son og Hannes Pétursson.
— Kemur þetta kvæðasafn
út á næstunni?
— Já, ég las prófarkirnar af
bókinni i vor, og það heíur
verið ákveðið, að hún komi á
markaðinn fyrir jól.
— En þér hafið Uka þýtt ís
lenzk nútímaskáldrit j ó
bundn.u máli?
— Já, tvær skáldsögur, fyrsl
„79 af stöðinni“ og síðan „ís
landsklukkuna“ og þetta eru
fyrstu íslenzku skáldsögurnar
sem þýddar hafa verið á ung-
versku beint úr íslenzku. Áð-
ur hafa komið út á ungversku
nokkrar af skáldsögum Lax-
ness, en þær voru þýddar úr
öðrum málum, ensku, þýzku
og sænsku. Og Hjalti Krist
geirsson, fyrsti íslendingurinn
sem stundaði háskólanám i
Ungverjalandi, hefur sagt mér.
að þær þýðingar á skáldsögum
Laxness hefi misst mikið við
að vera ekki þýddar beint af
frummálinu, margt farið for-
görðum af málfari skáldsins
við þennan selflutning. Ég hef
þetta fyrir satt, því að ég þekki
Hjalta, hann var einu sinni
kennari minn eða leiðbeinandi
við íslenzkunám og hann hefur
gott skyn á bókmenntum þótt
hagfræðin sé hans grein.
— Og hvað er enn nýlegt af
íslandskynningu yðar í Ung-
verjalandi?
— Kannski mætti nefna út-
varpsdagskrá, sem ég setti sam
an handa útvarpinu í Búdapest.
Þetta var heils kvölds dagskrá.
sem stóð í fimm klukkutíma.
Þar kenndi margra grasa, fyr-
irlestur um land og þjóð, at-
vinnuhætti, bókmenntir og list
ir, lesið upp úr skáldritum og
flutt íslenzk tónlist. Ég gat
flutt af segulbandi lestur Hall-
dórs Laxness, einnig rímnalög
og píanókonsert eftir Jón Nor-
dal, svo nokkuð sé nefnt.
— Hvað er svo að frétta af
Njáluþýðingu yðar?
— Jú Njáls saga er fyrsta
íslendingasagan, sem ég hef
þýtt á ungversku og sú eina
hingað til. Hún kom út fyrir
tæpu ári, var prentuð í þrjá
tíu þús. eintaka upplagi og það
seldist upp á tveim mánuöum.
Útgáfan var í tveim bindum i
István Bernáth
smáu broti, en öll þar, pappir
ekki vandaður, en vegna'þessa
var hún ákaflega ódýr, kostaði
sem svarar tólf krónum íslenzk
um. En hún var, sem sagt horí
in af markaðnum eftir tvo
mánuði.
— Nú, eftir þessu að dæma
virðast íslenzkar bækur vera
allvinsælar í Ungverjalandi?
— Ég vona að svo verði,
þótt ekki sé hægt um það að
dæma af þessu einu því að
lestraráhugi í Ungverjalandi
er yfirleitt svo mikill eins og
hér er. En ég geri mér beztu
vonir um að áhugi landa minna
hafi vaknað til að kynnast
fleiri íslendingasögum. Næst
hef ég hug á að þýða Egils
sögu, reyndar var Egla fyrsta
íslendingasagan, sem ég las, og
þegar ég kem því í verk og
hún hefur verið útgefin í Ung-
verjalandi, þá er ég viss um,
að henni verði tekið tveim hönd
um ekki síður en Njálu var.
Einnig vonast ég til að Njála
verði prentuð í annarri útgáfu
áður en langt um líður.
— Hafið þér jafnmikinn á-
huga á íslenzkum bokmennt-
um fornum og nýjum?
— Ég veit ekki hvað segja
skal. Og þó, fyrst kynntist ég
fornbókmenntum íslands. Ég
er sannfærður um það, að sög-
urnar, íslendingasögurnar, séu
raunverulega grundvöllur allra
bókmennta á Norðurlöndum.
Og þennan samruna Norður-
landabókmennta tek ég til með
ferðar í ritgerð sem á að verða
doktorsritgerð mín á næstunni.
Þar verður ekki um neinar
merkilegar uppgötvanir að
ræða, hpldur að beri á borð
fyrir mína dómara og ung-
verska lesendur, hvernig þessi
bókmenntaheimur á Norður-
löndum hefur byggzt upp og
það er engin nýlunda fyrir
ykkur Norðurlandabúa, en
þetta hefur áður verið ókunn-
ugt flestum löndum mínum.
— Úr því þér minnist á það,
þá er sömu sögu að segja hér,
að við erum harla fákunnug
um ungverskar bókirienntir, og
hér eins og heima hjá íður,
koma tungumálaerfiðleikamir
að meini. Hafa ferðir yðar til
íslands ekki borið neinn þa»n
árangur, að hér verði kynntar
ungverskar bókmenntir meö
þýðingum á skáldritum landa
yðar?
— Ég hef fært þetta i tal
við Kristir. E. Andrésson for-
stöðumann Máls og menning-
ar og vona að geta líka hitt
Baldvin Tryggvason fram-
kvæmdastjóra Almenna bóka-
félagsins áður en ég held heim.
En það eru vissulega erfið-
leikar nokkrir þar sem svo fá-
ir hér kunna ungversku. Þó
ætti eitthvað að vera hægt að
gera af þessu.
— Úr því þér fáizt við að
þýða bæði ljóð og annan skáld
skap, langar mig að spyrja
yður yrkið þér ekki sjálfur
eða skrifið sögur frá eigin
brjósti?
— Eftir því sem ég kynn-
ist meira miklum kveðskap
annarra og annarra þjóða
finnst mér minna til um það
að vera að fást við yrkingar
sjálfur. Helzt. fæst ég við það
að semja ritgerðir, essays, og
nokkuð hef ég gert af því að
semja leikrit fyrir útvarp. En
annars hef ég fangið fullt að
fást við þýðingar úr öðrum
málum.
— Hvað kunnið þér annars
mörg tungumál?
— Þótt ég hafi þýtt nokkuð
úr íslenzku, treysti ég mér
því miður ekki til að tala ís-
lenzku. Ég kann hana nokk-
urn veginn á bók. En eftir
því sem ég kem hingað oftar,
hlusta á íslendinga tala sam-
an, átta ég mig betur á tal-
málinu, ætli ég verði ekki bú-
inn að læra það eftir tíu ár,
kannski tuttugu. Annars skal
ég segja yður það, að ég átti
þess kost nú að heimsækja
Guðmund Böðvarsson bónda og
skáld á Kirkjubóli í Hvtiársíðu.
Og það verð ég að segja, að
aldrei hef ég hingað til verið
þess umkomi’nn að skilja nokk
urn mann tala íslenzku sem
hann. Hann talar svo hreinum
og skýrum rómi og einfalda
gullfallega íslenzku. Það hlýt-
ur að hljóma lengi í eyrum
mér eftir að ég er kominn
heim.
— Já en hvað lesið þér þá
mörg tungumál?
— Ætíi þau séu ekki þrett-
án, og það geta allir aflað sér
þeirrar kunnáttu sjálfir. Ann-
ars skuluð þér ekki halda, að
ég þýði öll kvæðin sjálfur, sem
ég gef út í ljóðasöfnum. ég get
ekki komizt yfir það. Ég hef
þýtt mikið úr þýzku, kvæði
eftir t. d. Goethe, Hölderiin,
Brecht o. fl. En til dæmis allt
þetta í stóra kvæðasafninu frá
Norðurlöndum. Ég hef fjöl-
marga samverkamenn, hin
ágætustu ungversku ljóðskáld.
Ég þýði kvæðin fyrir þá í 6-
bundiiu máli, segi þeim frá
bragreglum og hrynjandi kvæð
anna á frummálinu og þeir
sníða svo kvæðunum stakk á
ungversku en sum þýði ég
sjálfur, eftir því sem verkast
vill.
— Ferðizt þér mikið til ann-
arra landa í sambandi við þýð-
ingar úr öðrum málum?
— Ég hef ekki lagt leið
mína til heimsborganna svo-
kölluðu, hef ekki komið til
London, New York eða
Moskvu, þótt ég lesi skáldskap
frá þessum stöðum, mér hefur
þótt nóg að kynnast skáldum
og fólki upp og ofan hér á
Norðurlöndum hingað til, þeg-
ar ég. hef fengið tíma til að
skreppa að heiman.
G.B.
Njáls saga nefnlst f ungversku útgáfunni „Vigingfiak", sem þýðlr
Vfkingasynir. og þannig lítur út kápuforsíSa annars Dindis.