Vísir - 06.10.1975, Síða 3
Vísir. Mánudagur 6. október 1975
3
SAS setur upp
stöðvardeild
hér á landi
SAS flugfélagið mun setja upp sú þjónustustarfsemi sem slikt
sérstaka stöðvardeild á íslandi hefur i för með sér.
vegna þess að það hefur flug Þá verðuf sú breyting á að ts-
hingað með eigin vélum á næsta land verður sérstakt markaðs-
ári. Yfirmaður deildarinnar svæði en hefur hingað til tilheyrt
veröur Skandinavi og verður því sem SAS kallar „Distrikt
hann jafnframt æösti yfirmaður Nord” ásamt Færeyjum og
SAS á islandi. Grænlandi.
Hingað til hefur SAS rekið hér Birgir Þórhallsson, sem verið
ski-ifstofu, en þjónusta verið hefur sölustjóri SAS hér á landi
keypt, af islensku flugfélögunum. frá upphafi starfseminnar, gegnir
Með tilkomu eigin flugrekstrar þvi starfi áfram.
verður hins vegar tekin upp hér .ÓT.
Hespulopi
vinsœlostur
Veruieg aukning hefurorðiö á
útflulningi utlarvöru frá Ala-
fossi hf. á þessu ári.
Búiðer að flytja út 50 þúsund
tilbúnar flikur og búið að panta
svo mikið til afgreiðslu á næstu
mánuðum, að afgreiðslugeta
fyrirtækisins er fullnýtt á þessu
sviði.
Veruleg aukning hefur og orð-
ið á handprjóngarni. A Hespu-
lopi stærstan þátt i þvi að venju.
Á árinu hafa lika verið kynntar
.nýjar tegundir af ullarbandi.
Alafoss hefur um nokkurra
ára skeið séð um útflutning á
framleiðslu ýmissa fyrirtækja,
sem eru viðsvegar um landið.
Hefur þessi tilhögun komið sér
vel fyrir báða aðila, skapað
aukna fjölbreytni i atvinnulifi
þeirra staða þar sem fyrirtækin
starfa. Ennfremur hefur hún
skapað nýja möguleika fyrir
band og vefnaðarframleiðslu
Alafoss hf.
A þessu ári hafa markaðs-
rannsóknir Alafoss beinst að þvi
að koma áklæðum og værðar-
voðum, sem ofnar hafa verið á
vegum fyrirtækisins, á markað.
Verða þessar rannsóknir efldar
á næstu mánuðum enda bendir
margt til þess að um verulegan
útflutning geti orðið að ræða.
—EKG
Pyrstur meö fréttimar VÍSIR
HÚn il 11 hjá'P3'
sv° sern.. „rænm
hakka uartö«uSk
p.TS.^ö,n
sté'skál
er MlKomnasta
e’
véfin
idhúséraen
uwSh
Renvvo°d
LfeVTiB
n-rrss
•• « «*t»-
„,fs.52^
Lao9ave9
Eftir Óla Tynes
Ummæli Ólafs Jó-
hannessonar dóms-
málaráðherra um flug-
vélakaup Landhelgis-
gæslunnar i ræðu sem
hann flutti á fundi
Framsóknarféla gs
Reykjavikur á mið-
vikudag verða að telj-
ast undarlegasta fram-
lagið til þessa máls
hingað til. Það er
greinilegt að ráðherr-
ann hefur enn minna
vit á málinu en ,,sér-
fræðinganefndin” sem
hann afskrifar mjög
svo fyrirhafnarlitið.
„Mér að mæta”
Ráðherrann fjallar um vernd-
un 200 milna landhelgi og segir
meðal annars:
„Landhelgisgæslan er þess
vanbúin að taka á sig þetta
verkefni, en hún hefur þó betri
skipakost en áður. Menn hafa
verið að lýsa furðu sinni yfir þvi
að landhelgisgæslan skuli fá
sambærilega flugvél við þá sem
hún hefur haft.
Menn hafa gert svo litið úr sér
að fara með spé um þetta efni.
Vita menn ekki að þessar vélar
þurfa að vera á lofti klukkutim-
úm saman? Fyrir starfsmenn
landhelgisgæslunnar er ekkert
of gott. 1 þessum efnum er mér
að mæta. Það er mikil fölsun hjá
blaðamönnum, jafnvel i Rikis-
útvarpinu sjálfu að vitna i
skýrslusem þeir segja vera sér-
fræðingaskýrslu. Hvaða sér-
fræðingar voru i þessari nefnd?
Þar var maður frá hagsýslu-
stofnun sem mér vitanlega hef-
ur aldrei komið nálægt flugi,
þar var fulltrúi minn i dóms-
málaráðuneytinu, ágætur mað-
ur sem aldrei hefur komið ná-
lægt flugi, og það var flugum-
sjónarmaður frá Reykjavikur-
flugvelli og Forstjóri Land-
helgisgæslunnar.
Hvorugur þeirra er flug-
maður.”
í mikilli hættu?
Og dómsmálaráðherra heldur
áfram sinum furðulega mál-
flutningi:
„Enginn þessara manna þarf
klukkutimum saman að vera á
flugi i misjöfnu veðri. Þetta er
það sem kallað er sérfræðinga-
skýrsla um flugvélamál Land
helgisgæslunnar og blaðamenn
vitna i. Við eigum ekki að telja
það eftir sem gert er fyrir Land-
helgisgæsluna. Það getur verið
að þessir menn eigi eftir að
lenda i mikilli hættu, og það
verður ekki skemmtilegt fyrir
þá sem hafa haft uppi leiðinda-
áróður i garð Landhelgisgæsl-
Myndir : Bragi
unnar og starfsmanna hennar,
ef eitthvað kemur fyrir.” Þann-
ig fórust ráðherra orð um flug-
vélakaupin. (Millifyrirsagnir
eru minar).
Klaufaleg lágkúra
Mér er til efs að á þessari öld
hafi nokkur stjórnmálamaður
beitt lágkúrulegri aðferð við að
réttlæta gerðir sinar, hvað þá
að hann hafi farið jafnklaufa-
lega að þvi.
Það var t.d. sjálft dómsmála-
ráðuneyti ólafs Jóhannessonar,
sem ásamt fjármálaráðuneyt-
inu skipaði nefndina, sem hann
nú segir dckert vit hafa á þessu
máli.
t öðru lagi segir hann, að einn
nefndarmannanna hafi verið
einhver flugumsjónarmaður frá
Reykja vikurflugvelli. Þessi
maður er Leifur Magnússon.
Hann er varaflugmálastjóri,
hefur verið yfirmaður flug-
öryggisþjónustunnar i meira en
áratug og er sjálfur flugmaður.
Ólafur Jóhannesson sakar
blaðamenn (jafnvel i Rikisút-
varpinu?) um falsanir, vegna
þess að þeir vitna til skýrslu
nefndarinnar sem hann skipaði
sem skýrslu sérfræðinga. Ja, þú
verður að fyrirgefa, ráðherra,
okkur datt satt að segja ekki i
hug að þú skipaðir i' nefndina
menn sem þú vissir að hefðu
ekkert vit á þvi sem þeir voru að
fjalla um.
í felur bakvið
gæslumenn
Aumasti hlutinn af málflutn-
ingi ráðherrans er þó eftir:
Blaðamönnum og öðrum gagn-
rýnendum á sko eftir að hefnast
fyrir gagnrýnina, ef eitthvað
kemur fyrir.
Þarna er farið niðurfyrir allar
gangstéttarhellur.
Hvorki blaðamenn né aðrir
hafa gagnrýnt þá menn, sem
eitthvað gæti komið fyrir. Þeir
starfsmenn gæslunnar sem
starfa fyrir hana i lofti eða á legi
hafa sýnt það oftar en einu sinni
að þeir eru starfi sinu fyllilega
vaxnir og spara ekkert þegar að
þvi kemur að verja landhelgina.
Ekki spara fé
Enginn hefur mótmælt þvi að
svo miklu fé verði verið til
Landhelgisgæslunnar að það
nægi til að tryggja að hún hafi
góöum og öruggum flugvélum á
að skipa. Menn eru einfaldlega
ekki á einu máli um hvaða teg-
und flugvélar eigi að kaupa. ts-
land er ennþá lýðræðisriki.
Menn hafa til þess fullan rétt að
vera ósammála um hvað sem er
oghaldasinum skoðunum fram.
Tilfinningamál
Ólafur Jóhannesson færir
engin rök fyrir sinu máli. Hann
óvirðir menn sem hann hefur
sjálfur átt aðild að að skipa i
starf. Hann reynir að fela sig á
bak við þá starfsmenn Land-
helgisgæslunnar sem gegna
störfum sem áhætta getur falist
i.
Enginn hefur „haldið uppi
leiðindaáróðri i garð starfs-
manna landhelgisgæslunnar”.
Það er æðsta stjórn Landhelgis-
gæslunnar sem hefur verið
gagnrýnd. Hún situr bakvið
skrifborð og eina hættan sem
henni er búin virðist sú að menn
séu henni ekki sammála.
Brostnar forsendur?
Ýmsir starfsmenn Land-
helgisgæslunnar sem ég hef tal-
að við, þar á meðal reyndir og
virtir skipherrar, hafa verið
hlynntir þvi að kaupa Fokker
Friendship vél á þeirri forsendu
að hún geti borið meiri tækja-
búnað en minni vél. Þeir hafa
sérstaklega nefnt 360 gráðu rad-
ar, neðan á skrokknum.
Nú hefur þvi verið lýst yfir að
hann sé meðal ýmissa tækja
sem ekki sé talin ástæða til að
kaupa. Eru þá ekki forsendurn-
ar að bresta? Fokker vél ber
óneitanlega meira en Beech-
craft C-90, sem „sérsfræðinga-
nefndin” mælti með. En ef ekki
er keypt i hana sem svarar
auknu burðarþoli, skiptir það
litlu.
Öryggishliðin
Ég efast ekki um að Ólafi Jó-
hannessyni sé einlæglega annt
um öryggi starfsmanna land-
helgisgæslunnar. En ef grund-
valla á Friendship-kaupin á þvi,
er enn komið að fölskum for-
sendum. Beechcraft King Air er
ekki ab neinu leyti ótryggari
vél. Ef gera á dæmið upp til fulls
kysu flugmenn jafnvel frekar að
nauðlenda Beechcraft vélinni á
sjó, þar sem hún er með væng-
ina neðan á skrokknum.
Það mun i þessu tilfelli eins og
jafnan þegar menn deila, að
báðir hafa nokkuð til sins máls.
Virtasti skipherra Landhelgis-
gæslunnar sagði við mig að sér
þætti verst að ekki hefði verið
keypt fjögurra hreyfla Orion
skrúfuþota. Ég er honum alveg
sammála um að það hefði verið
mjög æskilegt. Ég hefði svo
sannarlega getað unnt fluglið-
um gæslunnar að hafa þá vél.
En eitt er að vilja og annað að
geta.
Fyrir jafn staurblanka þjóð
og við Islendingar erum þýðir
ekki alltaf að fara eftir óskum,
hversu réttlætanlegar þær
kunna að vera. Menn verða að
sniða sér stakk eftir vexti. Þvi
þýðir ekki fyrir dómsmálaráð-
herra að stilla starfsmönnum
Landhelgisgæslunnar upp á
skrifborbið sitt og segja að það
sé verið að ógna öryggi þeirra
með þvi að gagnrýna stjórn-
velskar ákvarðanir.
— ÓT.