Vísir - 06.10.1975, Side 6
6
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Frainkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson
Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson
Ritstjórifrétta: Arni Gunnarsson
Fréttastjóri erl. frétta: Guömundur Pétursson
x^Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur
Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innaniands.
i lausasölu 40 kr. eintakið. Biaöaprent nf.
Andróðri erlendra
þarf að svara
Reglugerðin um 200 sjómilna fiskveiðilögsögu
tekur gildi innan nokkurra daga. Þess er ekki að
vænta að til árekstra komi innan nýju fiskveiðitak-
markanna fyrr en eftir 13. nóvember þegar gild-
andi samningar falla niður. Á þessu stigi er ógern-
ingur að segja fyrir um hvað gerist er samnings-
timabilið endar tæpum mánuði eftir útfærsluna.
Engar likur eru á að nýtt bráðabirgðasamkomu-
lag verði gert fyrir þennan tima. Framferði Vest-
ur-Þjóðverja og einstrengingsháttur bresku stjórn
arinnar hafa mjög dregið úr samkomulagsmögu-
leikum. En það var tvimælalaust rétt stefna af hálfu
Islendinga að vera reiðubúnir til viðræðna, en setja
jafnframt ströng skilyrði fyrir hugsanlegum
skammtima samningum.
Þessi lokaáfangi i þriggja áratuga baráttu fyrir
fullum yfirráðum yfir fiskimiðum landgrunnsins er
stærsta skrefið sem stigið hefur verið til þessa. Við
höfum aldrei fyrr staðið jafn vel að vigi við útfærslu
fiskveiðilögsögunnar og nú. Framvinda hafréttar-
reglna hefur verið svo ör allra siðustu ár að staða
okkar er mjög sterk á alþjóðavettvangi að þvi er
varðar lagalegan grundvöll.
Við verðum þrátt fyrir þessa aðstöðu að gera okk-
ur grein fyrir þvi að áform okkar mæta harðri and-
spyrnu hjá þeim þjóðum sem hér hafa haft fisk-
veiðihagsmuna að gæta. Bresk og vesturþýsk
stjórnvöld munu ekki láta þegjandi undan siga. Af
þeim sökum skiptir miklu að við kynnum áform
okkar og lagalegan rétt á erlendum vettvangi. I
þeim efnum er ekki nóg að einblina á ráðstefnusal-
ina. Við verðum einnig að láta rödd okkar heyrast
utan þeirra.
I Lundúnabréfi i Visi fyrir helgi var með skýrum
rökum bent á að bresk blöð móta nú almenningsá-
litið i Bretlandi og afstöðu stjórnvalda til land-
helgisútfærslunnar. Skrif bresku blaðanna um þetta
málefni hafa verið okkur mjög andsnúin og byggð á
rangfærslum. Engin andsvör hafa komið fram þar
sem okkar málstaður hefur verið skýrður.
í þessu sambandi er þvi haldið að breskum al-
menningi að íslendingar hafi gert öðrum þjóðum
erfitt um vik að ná samkomulagi um verndun fiski-
stofna. Þvi er ennfremur dróttað að Islendingum að
þeir séu að stuðla að atvinnuleysi i Evrópu með að-
gerðum sinum. Jafnvel virtustu blöð i Bretlandi
hafa gerst sek um alvarlegar rangfærslur og vill-
andi upplýsingar.
Mikils er um vert að við snúum vörn i sókn á þess-
um vigstöðvum og aukum til mikilla muna kynn-
ingarstarf okkar erlendis. Við höfum gert allt of lit-
ið af þvi að senda upplýsingar og fréttir héðan um
ákvarðanir okkar og þær forsendur sem þær eru
reistar á. Á þessu þarf að gera bragarbót. Það má
gera á margvislegan hátt. Þvi er ekki að neita að
stjórnvöldum ýmissa rikja var gerð rækileg grein
fyrir aðstæðum okkar með viðræðum þeim sem for-
sætisráðherra og utanrikisráðherra áttu fyrr á
þessu ári við þjóðarleiðtoga.
Þrátt fyrir þessar viðræður virðist vera full þörf á
að auka kynningarstarf erlendis og tryggja að and-
svör komi fram við þeim áróðri sem beint er gegn
okkur i þessu máli. Hér er um mikilsvert atriði að
ræða sem við megum ekki leiða hjá okkur með öllu.
Visir. Mánudagur 6. október 1975
Sigvaldi Hjólmarsson skrifar:
RANNSÓKN
Á FORSPÁR-
HÆFILEIKUM
Merkur árangur. Fé vantar til dulsálar-
frœðilegra rannsókna, einkum viðvíkj-
andi meintum sýnum á framliðnum
— VIÐ GERÐUM i vetur all-um-
fangsmikla tilraun á forspárhæfi-
leikum meðal skólanemenda,
segir dr. Erlendur Haraldsson,
lektor i tilraunasálarfræði við
Háskóla íslands. Tilraunin var
fólgin i þvi að þátttakendur, alls
að tölu 450, voru látnir geta uppá
bókstöfum. Giskanirnar voru alls
45 þúsund eða um 100 á hvern. Og
i ljós kom að hæfileiki manna til
að sjá fyrir ókomin atvik stóð i