Vísir - 06.10.1975, Qupperneq 14
14
Visir. Mánudagur 6. október 1975
Enska knattspyrnan:
Tap hjá QPR
og West Ham
— og Manchester United náði aðeins
jafntefli, svo enn stendur allt í járnum
í 1. deildinni í Englandi
Manchester United inissti af
tækifærinu til að taka örugga
forustu i 1. deildinni ensku á
laugardaginn, þegar liðið náði
ekki nema jafntefli á heimavelli
gegn Leicester City — eina lið-
inu i 1. deild, sem enn hefur ekki
unniö leik. Hvorugu tókst aö
skora mark, en aðeins eitt hefði
nægt United til að taka
forustuna, þvi bæði West Ham
og Queen Park Rangers töpuðu
sinum leikjum.
Manchester United átti skilið
að sigra i leiknum, en framlinu-
mönnum mistókst allt þegar að
marki Leichester kom.
Sjálfsmark bakvarðarins,
John McDowell, hjá West Ham
var eina markið sem skorað var
i viðureign liðsins við Everton i
Lundúnum. Hann bætti aðeins
við lausan skallabolta, sem
stefndi að marki hans, en það
var nóg til að markvörðurinn
missti af boltanum.
Queen Park Rangers hélt
jöfnu á móti Leeds út fyrri hálf-
leikinn og nokkuð fram i þann
siðari. Þá skoraði Stan Bowles
úr vitaspyrnu fyrir QPR, og allt
utlit var fyrir að það ætlaði að
nægja. En þá tók Peter Lorimer
til sinna ráða — skoraði tvö
mörk með stuttu millibili — og
þar með varð draumur
Lundúnarliðsins um sigur að
engu orðinn.
En við skulum nú lita á úrslit
leikja i 1. deildinni:
Arsenal-Manchester City 2:3
Birmingham-Sheffield Utd. 2:0
Coventry-Burnley 1:2
Derby-Ipswich 1:0
Leeds-QPR 2:1
Liverpool-Wolverhampton 2:0
Manchester Utd.-Leichester 0:0
Middlesb.-Aston Villa 0:0
Newcastle-Tottenham 2:2
Norwich-Stoke 0:1
West Ham-Everton 0:1
Sigur Leeds yfir QPR kom
liðinu upp i 4. sæti — aðeins einu
stigi á eftir 3 fyrstu liðunum
— Manchester United, West
Ham og QPR. Leeds hefur einn
leik til góða — gegn Derby —
sem sigraði Ipswich 1:0 á
laugardaginn. Eina mark
leiksins skoraði Francis Lee,
sem hefur heldur betur verið á
skotskónum i siðustu leikjum —
skoraði m.a. þrjú af mörkum
Derby i leiknum við Slovan
Bratislava i Evrópukeppninni á
miövikudaginn.
Tottenham var tveim mörk-
um undir i leiknum við
Newcastle, en náði að vinna
áöur en yfir lauk. Arsenal tókst
það aftur á móti ekki i leiknum
við Manchester City— en var
ekki langt frá þvi. City komst i
3:0 en Arsenal skoraði tvo
siðustu mörk leiksins.
Sheffield United situr enn á
botninum i 1. deild — tapaði um
helgina fyrir Birmingham 2:0. í
þeim leik var Len Badger
rekinn af velli eftir að hann
hafði lent i útistöðum við einn af
leikmönnum Birmingham — og
skilið hann blóðugan eftir á
vellinum.
t 2. deild hefur Sunderland
forustu — eitt litið stig — eftir
marklaust jafntefli I Ports-
mouth. Notts County náði held-
ur ekki nema jafntefli á laugar-
daginn og er i öðru sæti ásamt
Fulham, sem sigraði Blackburn
Rovers á útivelli 1:0.
Úrslit I 2. deild:
Blackburn-Fulham 0:0
Blackpool-Luton 3:2
Bolton-Charlton 5:0
BristolRovers-Nottingham 4:2
Chelsea-York City 0:0
Hull-Southampton 0:0
Notts. County-Bristol City 1:1
Oxford-Orient 2:1
Plymouth-Carlisle 2:1
Portsmouth-Sunderland 0:0
West Brom-Oldham 0:0
1 3. deildinni náði efsta liðið
Crystal Palace aðeins jafntefli á
útivelli gegn Port Vale 0:0 —og
sama gerði Bury, sem var einu
stigi á eftir fyrir leikina á
laugardaginn, gegn Colchester.
I 4. deild tapaði Reading 2:0
fyrir Scunthorpe og missti þar
með af efsta sætinu — þrjú lið
fóru upp fyrir Reading —
Tranmere, Lincoln og
Northampton, sem öll sigruðu i
sinum leikjum á laugardaginn.
Brian Kidd, Arsenal, til vinstri og Joe Corrigan markvöröur Manchester City eru báðir ákveðnir á
svipinn þegar þeir horfa á eftir boltanum viö mark Manchester i leik liöanna á leikvelli Arsenal, High-
bury, á laugardaginn. Manchester City sigraöi ileiknum 3:2
Jóhannes með Celtic á
Hampden Park í kvðld!
r
— Atti stjörnuleik þegar Celtic sigraði Hearts 3:1 á laugar-
daginn og er enn einu sinni valinn í lið vikunnar í Skotlandi
Jóhannes Eðvaldsson fær
hverja lofgreinina á fætur
annarri f skosku biöðunum eftir
3:1 sigur Celtic yfir Hearts I
skosku „yfirdeildinni” á
laugardaginn. Er honum þar
hrósað f hástert og talinn besti
maður liðsins og á vellinum I
mörgum blöðum.
t fimmta skipti i röð er hann
valinn I lið vikunnar, og segir
það ekki svo litið um ágæti hans,
enda eru ekki neinir smákarlar
sem þar koma til greina eins og
gefur að skilja i' landi þar sem
knattspyrnanér eins i hávegum
höfð og i Skotlandi. Eftir allar
umferðirnar nema eina i
deildarkeppninni, hefur hann
verið valinn i lið vikunnar, og
eru það ekki nema afburða-
menn, sem ná þvi.
Hann skoraði ekkert af
mörkunum þrem i leiknum, en
átti þátt i öðru markinu, sem
Deans skoraði. Harry Hood
skoraði fyrsta markið en Wilson
það þriðja.
1 kvöld leikur Jóhannes með
Celtic á móti Patriek Tristle á
Hamden Park i Glasgow i
undanúrslitum deildar-
bikarsins. Mun hann leika á
miðjunni eins og i siðustu leikj-
um, en þar hefur hann komið
mjög vel út. Ef Celtic sigrar i
þeim leik, er liðið komið i úrslit i
deildarbikarnum og mætir þar
annað hvort Rangers eða
Montrose, sem leika annað
kvöld.
Rangers heldur enn forustu i
deildinni — sigraði Aberdeen á
heimavelli með minnsta mun,
eða 1:0. ÍJundee United gerði
það gott á laugardaginn —
sigraði Ayr United 3:2 og er i
fjórða sæti i deildinni — en
Motherwell tapaði nú sinum
fyrsta leik — hafði áður gert 5
jafntefli.
Annars urðu úrslitin i ,,yfir-
deildinni” þessi á laugar-
daginn:
Celtic-Hearts 3:1
Dundee United-Ayr Utd. 3:2
Hibemian-Dundee 1:1
Rangers-Aberdeen 1:0
St. Johnstone-Motherwell 2:1
Staðan að loknum sex um-
ferðum er þessi:
Rangers 6 4 2 0 8:2 10
Celtic 6 4 1 1 13:6 9
Hibernian 6321 8:5 8
DundeeUtd. 6 3 1 2 9:7 7
Motherwell 6 0 5 1 7:8 5
Ayer Utd. 6 3 1 3 7:9 5
Aberdeen 6 1 2 3 10:12 4
Hearts 6 1 2 3 7:11 4
Dundee 6 1 2 3 7:12 4
St.Johnstone 6 2 0 4 6:10 4
Jóhannes Eövaidsson á hvern stórleikinn á fætur öörum I Celtic-
búningnum.
Ted McDougall með
fjögur mörk í forskot
Ted McDougall, Norwich er
enn langmarkahæstur i ensku
knattspyrnunni — með 15 mörk
að loknum II leikjum. Röð efstu
manna er annars þessi:
I. deiid:
Ted McDougall, Norwich 15
Peter Noble, Burnley 11
Dennis Tueart, Man. City 9
Malcolm McDonald, 8
Newcastlc 8
Peter Lorimer, Lceds 8
Alan Cowling, Newcastle 7
JoeRoyie, Man. City 7
2. deild:
Mick Walsh, Blackpool 7
Mick Chaimon, Southampt. 6
Pauæ Cheesley, BristolCitv 6
George Jones.Oldham 6
3. deild:
David Kemp, Crystal Palace
Ray Treacy Preston
Fred Binney, Brighton
Peter Silvester, Southend
Mick Cullerton, Port Vale
4. dcild:
John Ward, Lincoln
Ronnie Moore, Tranmere
Fren O'Gallaghan, Doncaster