Vísir - 06.10.1975, Blaðsíða 19

Vísir - 06.10.1975, Blaðsíða 19
Visir. Mánudagur 6. október 1975 19 □AG 11 KVÖLD | í DAG | í KVOLD | í DAG | Útvarp kl.20.30: „Bráðum kemur sólin upp yfir pkulinn" — dagskrá úr sögu kvenna „Bráðum keniur sólin upp yfir jökulinn” heitir dagskrá, sem flutt verður i útvarpinu i kvöld. Þetta er samfelld dag- skrá úr sögu kvenna, tekin saman af önnu Sigurðarddttur. Það er ýmislegt tekið fyrir i þættinum, bæði i léttum og al- varlegum tón. Flytjendur eru Asdis Skúladóttir, Hjörtur Páls- son og Soffia Jakobsdóttir. Til að byrja með er lesið ávarp sem nefnist: „íslands konur hefjast handa”, og er þarna að sjálfsögðu um hvatningarorð að ræða. Farið er nokkuð langt aftur i timann og sagt frá þvi hvernig konur fóru smám saman að vakna. Rætt erum ljóð sem ort hafa verið um konur. Sagt er frá upphafi kvenréttindafélaga i Bandarikjunum og sögð saga i sambandi við það. Fiallað er um ýmislegt i sam- bandi við Briet Bjarnhéðins- dóttur, og þvi sem hún sagði og skrifaði. Minnst er á Sigrúnu Rlöndal talað um menntun kvenna og lög þar að lútandi, -■ •--— - o —o r *— -• - og frumvarp um algert jafnrétti kvenna og karla. Margt fleira er tekið fyrir, en þátturinn endar á ástandinu eins og það er i dag. Þátturinn hefst klukkan 20.30 og stendur til klukkan 21.10. -EA. Er eitthvað nýtt í sjónvarpinu? Er eitthvað merkilegt i sjónvarpinu i vikunni? Við glugguðum i dagskrána og nefnum hér nokkra þætti sem við teljum að séu áhugaverðir. 1 kvöld bendum við á leikritið Frumsmiðin. Það er norskt. Leikritið segir frá samvisku- sömum starfsmanni á renni- verkstæði. Hann tekur eftir galla i efni sem hann á að vinna úr. Hann bendir yfirmönnum sinum á það, en þeir segja honum að fást ekki um það. Annað kvöld er á dagskrá sjónvarpsins þáttur um Barna- Meðal þess sem dagskrá sjón- varpsins býður upp á i vikunni er ballett. Fölnaöar rósir heitir sá þáttur, og hér sjáum við atriði úr honum. músikskólann i Reykjavik. Þar verður meðal annars rætt við skólastjórann Stefán Edelstein. Sama kvöld eru umræður um erlend málefni á dagskrá. Stjórnandi er Gunnar G. Schram. Biómyndin á miðvikudaginn heitir Komdu aftur, Sheba litla. Myndin er bandarisk og frá árinu 1952. Hún er byggð á sam- nefndu leikriti eftir William Inge. Meðal leikenda er Burt Lancaster. Kastljós er aftur komið á dag- skrá sjónvarpsins og verður á föstudagskvöld. Á eftir þvi er ballett þar sem Maia Plissets- skaya og Bolshoiballettinn dansa. Eins konar jass IV er á dag- skrá á laugardagskvöldið. Þar leika Pálmi Gunnarsson, Erlendur Svavarsson, Magnús Eiriksson, Halldór Pálsson og Úlfar Sigmarsson nokkur kunn jasslög. Laugardagsmyndin heitir Refurinn eða Honey Pot. Hún er bandarisk frá 1967. Með aðal- hlutverk fara Rex Harrison og Susan Heyward. —EA En í útvarpinu nœstu viku? A öðrum stað á sfðunni visum við á þáttinn „Bráðum kemur sólin upp yfir jökulinn” sem er á dagskrá i kviild. Það látum við nægja fyrir kvöidið. Það má benda á að i morgun var hafin lestur á nýrri barna- sögu, sem heitir Bessi. Annar lestur verður i fyrramálið. Annað kvöld er erindi sem Björn Bergsson kennari i Vest- mannaeyjum flytur. Það heitir: Skólinn undir umsjá. A miðvikudag lýkur lestri miðdegissögunnar „Dagbók Þeódórakis”. Sama dag er smá- saga á dagskrá. Hún heitir: Dag skal að kvöldi lofa, og er eftir Hersiliu Sveinsdóttur. A fimmtudg verður á dagskrá miðdegissagan „Endursögn” eftir Anders Bodelsen. Lesinn verður fyrri hluti sögunnar. Samakvölder leikrit sem heit- ir „Ástir og árekstrar” eftir Kennett Horne. Siðar um kvöld- ið er svo tónlistarþáttur sem heitir Krossgötur og er i umsjá Jóhönnu Birgisdóttur og Björns Bjrgissonar. Ef einhver hefur áhuga, þá verður útvarpað setningu Alþingis á föstudaginn og um kvöldið verður útvarpað fyrstu tónleikum Sinfóniuhljómsveitar Islands á nýju starfsári. Þar á eftir fer ljóðaþáttur „Pegasus á hjólum”. Þátturinn er i umsjá Stefáns Snævarr. Þá eru einnig ljóðaþættir á laugardag og nefna má þátt i umsjá Steinunnar Sigurðardótt- ur, sem kallast „útúrdúr úr Landréttum”. — EA. | SJDNYARP • 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Frumsmiðin Norskt leik- rit eftir Sam O. Kjenne og Jahn Pedersen. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Sam- viskusamur starfsmaður á renniverkstæði tekur eftir, að efnið, sem honum er ætl- að að smiða úr, er gallað og tilkynnir það yfirmönnum sinum, en þeir segja honum að fást ekki um það. (Nord- vision—Norska sjónvarpið. 22.05 tþróttir. Myndir og frétt- ir frá iþróttaviðburðum helgarinnar. Umsjónar- maður ómar Ragnarsson. 22.35 Frá Nóaflóöi til nútim- ans. 23.05 Dagskrárlok. / 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Dag- bók Þeódórakis” Málfriður Einarsdóttir þýddi. Nanna ólafsdóttir les (24). Einnig verður flutt tónlist eftir Þeódórakis. 15.00 Miðdegis tónleik ar. Georges Octors og Jenny Solheid ieika Sónötu fyrir fiðlu og pianó eftir Lekeu. Jascha Silberstein og La Suisse Romande hljóm- sveitin leika Sellókonsert i e-moll eftir Auber, Richard Bonynge stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphom. 17.10 Tónleikar. 17.30 Sagan: „Ævintýri Pick- wicks” eftir Charles Dick- ens Bogi Ólafsson þýddi. Kjartan Ragnarsson leikari les (15). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 18.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn Helgi Hallvarðsson skip- herra talar. 20.00 Mánudagslögin. 20.30 „Bráðum kemur sólin upp yfir jökulinn” Samfelld dagskrá úr sögu kvenna, tekin saman af Onnu Sigurðardóttur. Flytjendur: Asdis Skúladóttir, Hjörtur Pdlsson og Soffia Jakobs- dóttir. 21.10 Konsert fyrir flautu og hljómsveit eftir Carl Niclsen.Frantz Lemsser og Sinfóníuhljómsveit danska útvarpsins leika, Herbert Blomstedt stjórnar. Frá danska útvarpinu. 21.30 Útvarpssagan: „Ódám- urinn” eftir John Gardner Þorsteinn Antonsson þýddi. Þorsteinn frá Hamri les (10). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaðar- þáttur. Gfsli Kristjánsson ræðir við Agúst Eiriksson, garðyrkjubónda i Laugar- ási. 22.35 Hljómplötusafniö i umsjá Gunnars Guðmunds- sonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. — Það ert þú, vinur minn, sem ákveður, hvort við höfum efni á að kaupa bil eða ekki!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.