Vísir - 07.10.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 07.10.1975, Blaðsíða 3
VÍSIR. Þriöjudagur 7. október 1975. 150 þúsund barnajakkar til Sovét Sovétmenn hafa keypt mikiö magn af prjónavörum frá ts- iandi á þessu ári. Nýiega gerðu þcir samning viö SIS um kaup á :i0 þúsund barnajökkum aö verðmæti 42 milljónir króna. Þessir jakkar veröa afgreiddir fyrir jól. Fyrr á þessu ári hafði Sam- bandið og Sovétmenn gert samninga um framleiðslu og sölu á verulegm magni af prjónavörum. Þessi varningur er framleiddur i ýmsum prjóna- stofum, sem starfa víðsvegar um landið. Eftir þennan siðasta samning munu prjónastofurnar fram- leiða á þessu ári fyrir sovéskan markað 150 þúsund barnajakka og 20 þúsund peysur. Allar þess- ar vörur eru framleiddar úr hráefnum frá Sambandsverk- smiðjunum á Akureyri. Heild- arverðmæti þeirra er áætlað um 190 milljónir króna. Þessi viðskipti koma til við- bótar sölu á ullarteppum, peys- um og öðrum ullarvörum, sem samið hefur verið um mörg undanfarin ár. Ergert ráð fyrir, að þessi viðskipti haldist litið breytt allt næsta ár. Hœkkun bruna- bótamatsins minni en í fyrra „Hækkun brunabótamatsins i ár nam 41% sem er mun nunni hækkun en i fyrra. Þá nam hækkunin 53%”. Þetta sagði Grétar Jónsson hjá Brunabóta- félagi islands í samtali við Visi. Brunabótafélag sér um brunabótamatið fyrir lands- byggðina. Einu sinni á ári er matið endurskoðað i samræmi við byggingarvisitöluna. Húsatryggingar Reykjavik- urborgar annast brunabótamat- ið i borginni. Þar fengust þær upplýsingar að endurskoðun arunabótamatsins byggðist á byggingarvisitölunni eins og hún væri 1. nóvember ár hvert. Það verður þvi ekki fyrr en eftir þann tima sem húseigendur i Reykjavik geta fengið að vita nýtt brunabótamat húsa sinna. Gjalddagi brunabótagjalda er 1. janúar i Reykjavik en 15. október hjá Brunabótafélagi ts- lands. EKG Flugfrakt í nýju húsnœði Flugfrakt, vöruafgreiðsla fyrir millilandafrakt Flugleiöa h.f. hefur nú fengið nýtt og rúm- gott húsnæði að Bildshöfða 20. Að undanförnu hafa vöru- geymslur fyrirtækisins verið á fjórum stöðum i bænum. Nú á næstunni mun öll starfsemin verða sameinuð i hinu nýja húsi félagsins að Bíldshöfða 20. Nýja húsnæðiðer 2500 ferm og er á jarðhæð. Með tilkomu hinn- ar nýju aðstöðu verður vöru- geymsla öll á einum stað, og þær vörur sem flugvélar Flug- leiða hf. flytja til landsins verða afhentar þar. Fyrst um sinn verður vörum sem fara eiga til útlanda veitt móttaka i vöruafgreiðslu innan- landsflugs á Reykjavikurflug- velli og á Keflavikurflugvelli svo sem verið hefur. — EKG, Nýír bókmennla gagnrýnendur róðnir að Vísi Indriöi G. Þorsteinsson. Indriði G. Þor- steinsson rithöfundur og Þorvarður Helga- son dr. phil. hafa ver- ið ráðnir til þess að skrifa um bókmenntir i Visi. Framvegis munu þeir skrifa gagnrýni um innlend- ar og þýddar erlendar bækur. Indriði G. Þorsteinsson rit- höfundur var um langt skeið blaðamaður við Timann og siðar ritstjóri þess blaðs. Hann er nú formaður rit- Þorvarður Helgason. höfundaráðs Rithöfundasam- bands tslands. Indriði mun fyrst og fremst skrifa gagn- rýni i Visi um islensk skáld- verk. Þorvarður Helgason er drv phil frá Vinarháskóla. Hann stundaði nám i leikhúsfræð- um, þýsku og frönskum bók- menntum. Hann kennir nú við Meníítaskólann i Hamrahlið. Þorvarður skrifaði leikhús- gagnrýni fyrir Morgunblaðið um fjögurra ára skeið. Hann mun nú skrifa gagnrýni i Visi um ljóðabækur, þýddar erlendar bækur og prentuð út- gefin leikrit. Visir býður nýja bók- menntagagnrýnendur, vel- komna lil starfa. — Þ.P. „Viljum halda áfram að byggja upp þyrlustarfsemi" — Ég tel algera nauðsyn að halda áfram á þeirri braut, sem við höfum markað okkur, og höldum áfram að byggja upp þyrlustarfsemi i landinu, sagði Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, I viðtali við Visi i gær. — Hitt er svo annað mál, sagði Pétur ennfremur, — hvort athugað verður með aðrar gerð- ir. t fyrsta lagi langar okk- ur eðlilega i það sem nýjast er og fullkomnast. af þyrlugerðum. Svo verður það einnig alltaf fyrir, þegar óhöpp af þessu tagi henda, að ihuga hvort ekki sé rétt að taka aðra stefnu i vélar- kaupum. Ég vil aðeinsleggja áherslu á, að ég tel þyrlur algerlega nauð- synleg tæki við þau björgunar- oglöggæslustörf,sem við innum af hendi. —HV Háður 12 verktökum með verkfœri ,,Ég hef átt við ýmis vand- kvæði að striða vegna tækja- skorts, en ég er sannfræður um að þetta muni takast og hægt verði aðspara mikið fé með þvi að nota aðferðir minar við lagn- ingu vega.” Það var sá landsfrægi vega- gerðarmaður Sverrir Runólfs- son sem sagði þessi orð i sam- tali við Visi. ,,Ég treysti mér ekki til að segja nú hvenær lagningu vegarspottans upp i Kjós lýkur. Við reynum að vinna fljótt og vel, en allt verður að hafa sinn vanagang. Sjálfri blönduninni á staðnum er lokið. Verið er að gera rannsóknir á slitlagi. Þegar þeim er lokið verður hægt að hefjast handa við að leggja slitlagið. Eftir þvi sem ég best veit hefur þessi aðferð við lagningu slitlags aldrei verið notuð fyrr hér á landi. Við höfum topp- verkfræðinga, sem ég treystial- gjörlega. Og þess vegna veit ég, að með þolinmæðinni mun þetta takast. Sjálf blöndunin á staðnum var framkvæmd með vél sem ég flutti inn frá Bandarikjunum. Það má segja að sá þáttur verksinshafi tekist 85-90%. Mið- að við það að mannskapurinn var algjörlega óvanur þessum vinnubrögðum telst árangurinn ótrúlega góður. En það verður að hafa i huga að ég hafði mjög góða starfsmenn.” Verkinu hefur seinkað, hefur þér mistekist? Verkið mun takast. Asfalt Institute sem er samtök asfalt- framíeiðenda i Bandarikjunum, segja aðferð þá sem ég nota mögulega. Ég hef áttviðýmsa byrjunarörðugleika að striða. Tækjakostur hefur tafið verkið. Ég hef orðið að leita til 12 verk- taka til þess að fá tæki og það er alls ekki svo auðvelt verk. Ég er háður mönnum með tæki og verkfæri, kannski mönnumsem hafa unnið á móti mér, sagði Sverrir Runólfsson að lokum. — EKG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.