Vísir - 07.10.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 07.10.1975, Blaðsíða 1
¥ Arekstur í Reykjavíkurhöfn Brúarfoss og sementsferjan í árekstri Brúarfoss og sementsferjan frá Akranesi lentu i árekstri I Reykja- vikurhöfn snemma i morgun. Engin slys uröu á mönnum. Gat kom á Brúarfoss viö áreksturinn, en skemmdir á ferjunni uröu ekki meiri en svo aö hún hélt ferö sinni áfram. _OT Á sama tíma og útlán viðskiptabankana jukust um 25% varð 118% útlánsaukning Seðlabanka til ríkissjóðs og ríkisstofnana Á sama tima og útlán viðs kipta bankanna hafa aukist um 25% að meðaltali hafa útlán Seðlabankans til rikis- sjóðs og rikisstofnana aukist um 118%. Verslunarráð islands hefur harðlega gagnrýnt stefnuna i útlánamálum. i framhaldi af á- kvörðun Seðlabanka islands og viðskiptabankanna um að halda sömu stefnu i útlánamálum, hefur framkvæmdastjórn Verslunarráðsins bent á, að stóraukin útlánSeðlabankans til rikissjóðs og stofnana hans, leiði aðeins til aukinnar eftir- spumar eftir öllum vörum og þjónustu. Þegar slikt sé gert á sama tima og atvinnuvegunum sé með útlanastöðvunum gert ó- kleift að mæta eftirspurn með aukinni framleiðslu og vöru- framboði, hljóti afleiðingin að verða aukin þensla og verð- bólga. A timabilinu frá 31. ágúst'I fyrra til jafnlengdar I ár nam útlánaaukning Seðlabankans til rikissjóðs og rikisstofnana 118%. Útlán banka og annarra innlánsstofnana til rlkissjóðs og rikisstofnana jukust um 58%. Til landbúnaðar nam útlána- aukningin 43%, til sjávarútvegs 31, til verslunar 19% og til iðn- aðar 28%. Til byggingaverktaka ibúða var þessi aukning 31%, en til annarra byggingaverktaka dró úr henni um 12%. A fyrrnefndu timabili jukust útlán viðskiptabankanna um 25% að meðaltali, en Seðlabank- ans um 118%, eins og áður sagði. Verslunarráð segir, að gifur- legir fjármunir hafi verið færðir frá atvinnuvegunum til rikis- valdsins með núverandi stefnu i útlánum. Slik stefna geti a.ðeins leitt til aukinnar spennu og verðbólgu og verði að hætta. Verslunarráðið mótmælir á- framhaldandi útlánastöðvun til atvinnuveganna meðan útlán til rikissjóðs aukast á sama tima. —AG GULA EITRIÐ FRÁ ÁBURÐAR- VERKSMIÐJUNNIHÆTTUMINNA EN MENGUNIN Á MIKLUBRAUT Ljótur, gulur og eitraður reykurinn frá Aburöarverk- smiöjunni í Gufunesi vekur oft hneykslan manna á aö slfk mengun skuli látin viögangast. En vissu menn aö mengun á Miklubrautinni eöa viö Hlemm- torg af völdum útblásturs frá bilum er margfalt meiri? 1 kyrra veðrinu i gær lá reyk- urinn frá Áburðarverksmiðj- unni yfir öllu nágrenni hennar. „Það er tilviljunum háð að veöur sé þannig að mengun sé mælanleg af reyknum,” sagði Hörður Þormar, efnaverkfræð- ingur hjá Rannsóknastofnun iðnaðarins, i viðtali við Visi i morgun. Hörður hefur unnið lengi að mengunarrannsóknum á reyknum frá Áburðarverk- smiðjunni. „Vindur er svo sjaldan stöðugur, að mengun verður aldrei teljandi af völdum reyks- ins og sú mengun sem verður er langt fyrir neðan hættumörk. Ef vindáttin væri hins vegar stöðug horfði málið öðru visi við. Reykurinn er eitraður, en hann leggur aldrei yfir nógu lengi til að valda mengun. Frá útblæstri bila er miklu meiri mengun. Ég hef mælt á Hlemm- torgi, Miklatorgi og Miklubraut og fengið margfalt meiri meng- un þar,” sagði Hörður. Hörður sagði, að hin breyti- lega vindátt hefði valdið erfið- leikum við að rannsaka reyk- inn frá Aburðarverksmiðjunni. Nokkurn tima tekur að koma tækjunum upp. Kom oftfyrir við rannsóknirnar, að þegar tækin voru komin i gang, þá hafði vindáttin breytt sér og engin mengun lengur til að mæla. —ÓH Ljósm.: Jim Dökka skýiö yfir húsunum er reykurinn frá Aburöarverksmiöjunni, sem lá yfir f gær. En mengunin frá þessum reyk er minni en af útblæstri bfla á Miklubraut. „Kynni mín af fangelsi á Spáni" ....þegar mennirnir tveir komu til baka og höfðu ekki f undið neitt í töskunni minni, gat ég komist að til að spyr ja um ástæður til þess að ég var handtek- i.nn og færður til yfirheyrslu. Vafðist þeim nokkuð tunga um tönn, en létu þó í það skína, að ég hefði verið að taka myndir af uppþotinu, og hefði þess vegna verið tekinn." Ofanritað er úr lýsingu Baldurs Óskarssonar, f réttamanns, sem var handtekinn i Madrid og f ang- elsaður um nokkurra daga skeið. Hann slapp vegna bréfs, sem honum tókst að smygla út úr fangelsinu. Atvik, sem átti sér stað fyrir um 18 árum, en at- burðir síðustudaga gefa tilefni til að rif ja upp. — Sjá bls. 8-9 Tíðarfar og skapsmunir ,,Þaö mun vfst fullsannaö aö tiöarfariö skiptir verulegu máli varöandi skaphöfn manna. Þvi meiri rosatiö, rigningar og um- hleypingar — þvi verri skapsmunir! Og þaö þarf ekki aö lýsa fyrir ibúum suövesturhornsins hvernig veöráttan hefur veriö f sumar. Ahrifinhafa vissuiega ekkilátiö á sér standa, a.m.k. ekki iblööunum, enda þess aö vænta aö þeir menn, sem skrifa i þau aö staöaldri, finni ekki síöur en viö hin fyrir rosaköstunum. öllu verri geövonskuköst hafa tæpiega sést I blööunum lengi.” Þannig er upphaf greinar Páls Heiöars Jónssonar, hins vinsæla útvarpsmanns, ( blaöinu I dag. i grefn sinni tekur Páll nokkur dæmi úr blööunum um áhrif tiöarfarsins á skapsmuni maniia!_________- Sjóbls. 7

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.