Vísir - 07.10.1975, Blaðsíða 24

Vísir - 07.10.1975, Blaðsíða 24
vism Þriðjudagur 7. október 1975. Níu árekstrar í sólinni á Akureyri Það birti til á Akureyri i gær eftir nokkurra daga hryssing. Giiturnar voru þurrar, sól skein i heiði, og það urðu nfu árekstrar! Enginn þeirra var stórvægilegur og engin slys urðu á mönnum. Enga skýr- ingu kann lögreglan heldur á þvi hvernig stóð á öllum þess- um samankeyrslum í góða veðrinu. —ÓT Tók með sér bíl- rúðuna Rúðu og útvarpi var stolið úr bifreið á móts við Vagn- höfða 12 i gær. Þjófinn hefur liklega vantað hliðarrúðu i eigin bifreið, svo hann kippti henni uppúr i heilu lagi. Þá var farið inn f vélsmiðjuna Trausta við sömu götu, en ekki cr fullkannað hvort cinhverju hefði verið stolið. —ÓT Kennqrar í Flensbora í verkfall í morqun Kennarar við menntadeild Flensborgarskólans lögðu niður vinnu i morgun. Astæð- an fyrir vinnustöðvuninni er launadeila. Þessir kennarar eru félagar f Félagi mennta- skólakennara, en fjármála- ráðuneytið hefur neitað að greiöa þeim laun sammkvæmt kjarasamningi þess félags. Kennararnir hafa fengið greitt samkvæmt kjarasamn- ingi Landssambands fram- haldsskólakennara. Þeir segja, að menntamálaráðu- neytið hafi fjallað um mál þeirra, sent það fjármála- ráðuneytinu, sem hafi endur- sent málið til menntamála- ráöuneytisins með kröfu um endurskoðun. Þar hafi málið strandað. Unglingarnir urðu að fara heim i' morgun vegna þessa verkfalls. Bergur Lárusson t.v.'Jóhann Wolfram á dæluprammanum sem notaður var við að grafa eftir hol- lenska skipinu I sumar. Vatn rann jafnóðum I gryfjuna. Nú er leitinni hætt —Ibili. Ljósm: Loftur Leitin að „gullskipinu": EKKI FYRSTU VONBRIGÐIN en ólíklegt að leitarmenn gefist upp Aldrei áöur hafa leitarmenn að „gullskipinu” taliö sig jafn nálægt endamarkinu og f sum- ar. Eftir að þær uppiýsingar fengust að engan málm væri að finna þar.sem grafiö hefur veriö I sumar, eru þeir að vonum ó- hressir. En þetta er ekki i fyrsta skipti sem þeir verða fyrir vonbrigð- um. Og ef marka má þraut- seigju þeirra sem hvað lengst hafa unnið að leitinni, eru þeir tæplega búnir að gefast upp. NU eru u.þ.b. sextán ár síðan Bergur Lárusson og félagar hans hófu að leita að hollenska skipinu sem fórst við Skeiöarár- sand árið 1667. Fyrst var talið að í farmi skipsins hafi verið gull. Aneiðanlegar heimildir um farminn segja að hann hafi ver- ið kopar og óunnir demantar. Virkilegur kraftur komst ekki ileitina að skipinu fyrr en varn- arliðið kom til sögunnar. Liðið fékk að æfa sig i að leita að týndum kjarnorkusprengjum með þvf að láta sem skipið væri týnd sprengja. Varnarliðið vann aðallega að leitinni um og eftir 1970. Það lagði fram farartæki og nákvæm mælingatæki. Einu sinni áður hafa bandarikja- mennimir talið sig á réttum staö, en það reyndist ekki rétt. Þeir voru meira að segja svo vissir um að skipið væri undir þar sem þeir sögðu aðþeirlof- uðu að hengja sig, ef svo væri ekki. Björgun hf. hefurlagt fram öll „stórvirk vinnutæki við leitina og sfSðið mikið af straum af kostn- aði á slðustu árum. —ÓH NARRAÐIR UTAN AF LANDI Verður meistara námskeið rafvirkja ekki haldið? ,,Eg er búsettur úti á iandi og hef sleppt vinnu og lagt i ærinn kostnað viö að komast til borg- arinnar á tilsettum tfma,” sagöi einn af rafvirkjunum sem hugð- ust sækja meistaranámskeið rafvirkja i Tækniskólanum og vissi ekki betur en námskeiðið hæfist 1. okt. „Mér er kunnugt um fleiri rafvirkja sem eins er ástatt um, við erum að vonum mjög óánægðir og viljum fá Ur þvf skorið hvort af námskeiðinu verður eða ekki, en við höfum ekki fengið ákveðin svör um það enn.” Stefán Guðjohnsen tæknifræð- ingur I Tækniskólanum í Reykjavik sagði það rétt vera að ætlunin hefði verið að nám- skeiðið hæfist 1. okt., hins vegar hefði það ekki verið auglýst enn og rafvirkjarnir þvi ekki haft ástæðu til að koma til Reykja- vlkur fyrr en það hefði verið gert. Hann sagði að ekki yrði boðað til námskeiðsins fyrr en lausn hefði fundist á ágreiningi um launagreiðslur til kennara vegna fyrri námskeiða i Tækni- skólanum svo og um greiðslur fyrir námsefni sem þeir hafa unnið upp fyrir námskeiðin. Hann kvað það mál ekki leysast nema hjá ráðuneytunum þ.e. milli menntamála- og fjármála- ráðuneytisins. „Námskeiðið verður auglýst um leið og þessi ágreiningur er úrsögunni”,sagðiStefán „strax á morgun ef lausnin fæst i dag.” Ami Gunnarsson deildarst jóri i menntamálaráðuneytinu vildi litið um málið segja, annað en það að það væri á umræðustigi milli ráðuneytanna og leystist vonandi hið bráðasta. Þorsteinn Geirsson hjá fjár- málaráðuneytinu kvað það koma sér mjög á óvart ef þessi ágreiningur væri orsök seinkun- ar námskeiðsins og ennfremur kæmi það sér á óvart ef þetta væri eitthvert stórmál. Aö sföustu gaf Guðmundur Einars- son deildarstjóri i launadeild fjármálaraðuneytisins þær upp- lýsingar, að sér væri ékki kunn- ugt um neina deilu eða ágrein- ing milli kennara tækniskólans og fjármálaráðuneytisins varð- andi þetta mál og jafnframt að búið væri að greiða kennurunum laun fyrir fyrri námskeiðin. Einhversstaðar á þessari leið er pottur brotinn. —eb— Hvað dvelur Kötlu? Hvernig er með Kötlu gömlu, ætlar hún ekkert að gjösa? Þótt ekki sé nú búmannlegt að óska eftir eldgosi, munu einhverjir eflaust farnir að undrast yfir þessum rólegheitum hennar. Yfirleitt hafa liðið 40-60 ár milli gosa, en sfðasta Kötlugos var 1918. Að sögn Sveinbjörns Björnssonar er hverfandi litil hætta á að næsta gos i Kötlu komi að óvörum. Fimm jarðskjálftamælar vakta þá gömlu allt um kring, af þeim er stöðugt lesið og fylgst með hvort óeðlilega miklar hræringar séu i jöklinum. Auk þess hefur reynsla af fyrri gos- um sýnt að snarpir jarðsk jálfta- kippir.sem ibúarigrennd verða varir við, gera boð á undan öskugosinu sjálfu. Einnig má búast við fnykillum hlaupum i ánum undan jöklinum áður en stóra stundin rennur upp. . Næsta öruggt er að Katla sendi út svo ákveðnar viðvar- anir áður en hún fer í ham, að nægur timi vinnist til að loka allri umferðum sandinn og fjar- lægja lifendur af hættusvæðun um. Almannavarnir hafa i fór um sinum áætlun til þessara starfa og fyrir u.þ.b. ári var hún æfð og þótti takast vel. I •' Vik eru menn nokkuð ugg andi um byggingar þær sem reistar hafa verið frammi á sandinum, óttast er að er stór hlaup i ánum ryðjist til sjávar geti þau komið af stað flóð- bylgju er skylli upp á sandinn og ylli einhverjum usla. Mest hætta á búsifjum af völdum goss er þó hjá bændum i Alftaveri, en þaö er talið vera á mesta hættu- svæðinu. Þar hafa verið endur- nýjaðar þær hreyfanlegu sendi stöðvar sem koma ibúunum samband við umheiminn. Að sögn Sveinbjörns Bjöms sonar hefur Katla verið hið sett- legasta fram til þessa. Þó var i henni einhver iðraþembingur i vor, en full alvara hjá henni er ekki merkjanleg, svo enn situr við vangaveltur einar. —eb— „ATVINNUHORFUR 1 „Með tilliti til þeirra miklu auðvitað unnið lengur, og þá uppsagna sem átt hafa sér stað verða þessir menn væntanlega eru atvinnuhorfur I vetur ekki of flestir endurráðnir til einhvers glæsilegar sagði Þórir Daníels- tima. Það er og vitað að einhver son hjá Verkamannasambandi hluti vinnuaflsins verður þarna islands i samtali við Vísi. uppfrá í vetur. „Nú er búið að segja upp um Þegar vetrarvertiöin hefst er 500 manns sem unnið hafa við liklegt að úr rætist um vinnu, en Sigölduvirkjun, frá og með 1. sjávaraflinn er svipull og enn nóv. Ef tiö verður góð verður Hggur ekki fyrir hversu margir VETUR EKKI OF GLÆSILEGAR" munu starfa á vetrarvertiðinni i byrjar, sagði Þórir Danielsson Ragnarsson i viðtali við Visi. vetur.” að lokum. „Undanfarnar vertiðir hefur vantað vinnuafl til sjávarút- En tekur bygging járnblendi- Sjávarútveginn hefur vegsins. Bátar lágu bundnir við verksmiðju ekki til sin mikið cknrt mannskan bryggju, öðrum var haldið úti vmnuafi. sKoi i mannsKap. me& of litlum mannskap Þvi verkefni sem nú er unnið „Ef rekstur gengur með eðli- Þannig að ef reksturinn gengur að á Grundartanga lýkur um legum hætti verðurhægtað taka eölilega getur útgerðin tekið við næstu áramót, og ég veit ekki viö auknum mannskap við auknum mannafla.” enn hvenær næsta verkefni sjávarsiðuna, sagði Kristján ekg

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.