Vísir - 07.10.1975, Blaðsíða 14

Vísir - 07.10.1975, Blaðsíða 14
HEIDELBERG ílNNSBRUCK BUKAREST KONUR^ W Ali meinar ekki öll stóryrðin Múhameð Ali, heiins- meistarinn i þungavigt i boxi, er frægur stórkjaftur. Hann lýsir þvi yfir að hann sébestur. Hann talar fjálglega um það á blaðamannafundum hvernig hann muni mala and- stæðing sinn i smátt, auk þess sem hann skitur and- stæðinginn út eftir bestu getu. En þetta eru bara látalæti. Gert fyrir blaðamenn og áhorfendur, sem veina af fögnuði, þegar orðin eru hvað ljótust. Ali viðurkennir tilgang sinn með öilum stóryrðunum. Ekki við blaðamenn eða i sjónvarpi. begar hann keppti við Frazier i Manila, og sigraði, var hann stórorður fyrir keppnina. En eftir á, hallaði hann sér að fjórtán ára göml- um syni andstæðingsins, og hvislaði að honum: ,,bú skalt ekki taka mark á öllu þessu ljóta sem ég hef sagt um pabba þinn. betta eru bara látalæti til að gera hasar i kringum keppnina. Pabbi þinn er mikill maður og mikill keppnismaður. Gleymdu þvi aldrei.” Eftir leikinn, þegar ekki þurfti á umtalinu og auglýsingunni að halda, mátti Ali varla vatni halda af hrifningu á Frazier og keppnisskapi hans. bað er óþægilega mikil ,,show-bísniss”-lykt af þessu. Ætla að losna við VtSIR. briðjudagur^7. október 1975. Ij Mikil Mikil „megrunar alda” hefur gripið um sig i Danmörku um þessar mundir og hvorki meira né minna en 500 Jótar hafa ákveðið að losa sig við 10 auka tonn. Innan vébanda þessa hóps er minni hópur i Arósum, 150 kon- ur og karlar sem hafa sett sér það markmið að losna við sam- tals 3 tonn fyrir jól. Félagsskapurinn sem stendur á bak við þessi megrunar-áform nefnir sig „Granna linan”. — Ekki er nokkur vafi á að góður árangur næst, sagði einn af félagsmönnum samtakanna. Lone-Gubba sem er 26 ára göm- ul. — Höfð verður eins konar samkeppni innan hópsins sem hittist einu sinni í viku, og hver er vigtaður fyrir framan alla hina. Talan á vigtinni er lesin uppháttt, — og maður fer hjá sér ef ekki hefur náðst einhver árangur og einhver kg. fokið siðan siðast., helst ekki færri en 1 1/2! Losnaði við 18 kg. — í febrúar var ég 80 kg., en ég er 160 cm há segir Lone. — Ég fór i þessi samtök i júni, þá var ég komin niður i 74 kg. Nú er ég 62 kg og tvisvar i viku fæ ég mér röskan sprett i skóginum. Mér hefur aldrei liðið betur. Fyrir utan það nota ég kjólastærð nr. 42 en i febrúar þurfti ég nr. 50! — Ég hef aðeins verið með i 14 daga, segir Tove Luridsen. — Ég var 116,6 kg. þegar ég byrj- aði. Vigtin sýndi i gærkvöldi 112,3 kg. Ég er fastákveðin i að komast niður i 52,2 kg. bað skal takast. — S.l. laugardag fékk ég mér svolitið vodka með vinum min- um. bað var mér dýrkeypt og ég þurfti aðeyða öllum sunnudeg- inum á hlaupum i skóginum til þess að verða ekki að athlægi við næstu vigtun. bessi megrunarkúr er bæði góður og ódýr. Matarpeningarnir duga helmingi betur og það sem ég spara er meira en það sem kost- ar að taka þátt i megruninni. Andlegt mikilvægi — Ég byrjaði á þessu i april s.l. segir forstöðukona „Grönnu linunnar” Ruth Gundelach, sem er 49 ára gömul og búsett i Arós- um. —• Ég hef sjálf losað mig við 16 kg. Aætlun okkar er bæði fyrir konur og karla, fyrir alla fjölskylduna. Við byrjuðum i Arósum en höfum nú námskeið i : 6bæjum viðs vegar um Jótland. Við komum og vigtum fólk einu sinni i viku. Við gefum einnig ráðleggingar um hollt mataræði. Matarkúrinn er visindalega reiknaður út af háskólanum i Arósum. Galdurinn er i þvi fólginn að borða hollan og „réttan” mat og hreyfa sig rikulega. En sál- ræni þáttur megrunarkúrsins er ekki minnst virði, og að við hitt- umst einu sinni i viku og allir eru vigtaðir. Fyrsta vigtunin kostar rúmar 2 þús. kr„ en um 500 i' hvert skipti eftir það. bessir peningar sparast auðveldlega i matar- kaupunum. begar óska-vigtinni er náð verður breyting á kúrnum og fólk ekki vigtað nema einu sinni i mánuði. — Lif mitt er gjörbreytt sagði - Lone Gubba. — Ég hafði aldrei tekið þátt i neins konar iþrótta- iðkun en er nú farin að fá sæmilegan tima á ýmsum hlaupavegalengdum! Ein af þeim feitlagnari sem fór á vigtina sagðist sigri hrós- | andi hafa losnað við 8 kg. og - mittismálið hafði minnkað um ■ 22 cm á siðustu vikunum. þrjú tonn f® • W ■ yrir jol megrun- aroldo í Danmörku ...m KRANSÆÐASTIFLA I STÓRBORGUM Mikla athygli vakti frétt I siöustu viku umöra tiðni hjartasjúk- dóma I bæ nokkrum I Finnlandi. Myndin sýnir töflu yfir tiðni kransæðastiflu I ýmsum borgum, og er athyglisvert að kransæðastifla og dauði af völdum hennar er limm sinnum hærri i hinum finnska höfuðstað en I Sofiu I Búlgariu. Ótrúlegt en satt, þá lifði ökumaður bifreiðarinnar sem sýnd er þarna á myndinni, hálfgrafin undir múrsteinum og braki úr hús- inu. Tildrög slyssins voru þau að tii þess aö forða þvi að aka á lit- inn dreng sveigði ökumaður bifreiðarinnaf heldur krappt og lenti á húshorninu með þessum afleiöingum. Hann stökk út úr biinum aðeins sekúndubroti áður en húsið hrundi! HELSINKI k L0ND0N NIJMEGEN ..........| PRAG Hjartadauði á hverja 1000 íbúa á aldrinum 20-64 ára. Kransœðastífla algengari á norðlœgum slóðum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.