Vísir - 09.10.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 09.10.1975, Blaðsíða 8
8 VtSIR. Fimmtudagur 9. október 1975. # Tekjur bœnda 1973 voru 81 og hálft prósent af tekjum viðmiðunar- stéttanna # Það er 14 kr. ódýrara fyrir bónda að kaupa hvern mjólkurlitra út úr búð # Sala á nautakjöti á niðursettu verði var neyðarúrrœði # Kjötsala til Fœreyja spillir fyrir fœreyskum bœndum Rœtt við Gunnar Guðbjartsson, formann Stéttarsambands bœnda: „Árið 1973 var það besta í sögu landbúnaðarins" — Nú eru horfurnar hins vegar mjög slœmar má ekki gleyma þvi, að launa- binding var i gildi. Arið 1973 var hins vegar mikil framleiðsla, sala gekk vel og verðlagning var eðlileg. — En hverjar voru þá tekjur bænda árið 1973, ef litið er til viðmiðunarstéttanna? — Tekjur bænda árið 1973 voru 81 og hálft prósent af tekj- um viðmiðunarstéttanna. Þetta var mjög gott ár, eins og ég sagði áðan, Til samanburðar má geta þess, að árið 1972 voru tekjur þeirra 78 og hálft prósent af tekjum viðmiðunarstéttanna. Arið 1973 voru tekjurnar reikn- aðar samkvæmtframtölum 4078 bænda. Meðaltalið var liðlega 565 þúsund krónur á bónda, árs- tekjur, en viðmiðunarstéttirnar, iðnaðarmenn og verkamenn höföu 845 þúsund króna árstekj- ur. — Gunnar! Þvi er stundum haldið fram, að litið sé að marka skattfarmtöl bænda, þeir séu aö verulegu leyti sjálfum sér nægir með matvæli, og þvi sé framfærslukostnaður þeirra lægri en almennt gerist i land- inu. — Það er fjarstæða að halda þessu fram. Eftir að niður- greiöslur urðu svo miklar, sem nú eru, kaupa allir bændur mat- væli utan að. Þeir kaupa mjólk og kjöt i verslunum. Það er mun ódýrara fyrir þá en að taka þessar vörur hjá sjálfum sér. Þannig fá þeir hvern mjólkur- litra 14 krónum ódýrari, en ef þeir notuðu eigin mjólk. Bónd- inn fær 55 krónur fyrir hvern litra, en kaupir hann á 41 krónu i útsölu. A hverju kilógrammi af lambakjöti sparar bóndinn lið- lega 100 krónur með þvi að kaupa það úr sláturhúsi. Það er þvi út i loftið að halda að hann taki þessi matvæli hjá sjálfum sér. — Þú nefndir niðurgreiðslur, fyrirbæri i efnahagslifinu, sem mjög hefur verið umdeilt. Hvað finnst þér sjálfum um niður- greiðslurnar? — Mér finnst niðurgreiðslu- kerfið mjög vafasamt, og þegar Gunnar Guðbjarts- arsambands bænda. son er formaður Stétt- Hann býr á Hjarðar- alltof langt gengið. Það er há- mark að niðurgreiðslur nemi vinnslu- og sölukostnaði. — Niðurgreiðslurnar raska veru- lega öllu verðskyni almennings, og samkeppnisaðstöðu ein- stakra búgreina, eins og best kemur fram í sambandi við nautakjötið, eða stórgripakjöt- ið. Niðurgreiðslurnar eru i raun og veru að eyðileggja fram- leiðslu á nautakjöti. Verðhlut- föll verða skökk, og bændur missa áhuga á nautakjötsfram- leiðslu. # Niðurgreiðslukerfið er mjög vafasamt, og þegar er of langt gengið Sala á nautakjöti á niðursettu verði var neyðarúrræði. Þessi útsala var kannski ekki eðlileg, en það var betra að selja kjötiö á þennan hátt en að láta það eyðileggjast. — En ef við vikjum þá aö sölu lambakjöts til útlanda, til dæm- is Færeyja. Finnst þér ekki fáránlegt, að hægt skuli að kaupa ódýrara islenskt lamba- kjöt i Færeyjum en hér á ís- landi? — Það er rétt, að það er hægt að kaupa lambakjöt i Færeyjum á lægra verði en hér þekkist. Þessi kjötsala til Færeyja hefurl spillt fyrir færeyskum bændum og valdið þeim erfiðleikum. — Af hverju er þetta þá gert? — Við seljum kjötið til Fær- eyja meðal annars vegna birgðasöfnunar hér heima og vegna skorts á frystirými i sláturtiðinni. Þá má geta þess, að sum sláturhús fullnægja ekki þeim kröfum, sem gerðar eru á öðrum mörkuðum erlendis. Færeyingar gera litlar kröfur i þessum efnum, og þangað er hægt að selja kjöt, sem ekki yrði keypt annars staðar. — Þið safnið birgðum af kjöti felli i Miklaholtshreppi, en verður að dveljast langtimum saman i Reykjavik vegna starfs sins. Hann hefur komið mjög við sögu i orra- hrið landbúnaðarmál- anna siðustu mánuði. Margt er eftir honum haft af þeim vettvangi, einkum þegar hann hefur svarað gagnrýni aðsópsmikilla and- stæðinga stefnu þeirr- ar, sem fylgt er i land- búnaðarmálum. Visir átti viðtal við Gunnar Guðbjartsson nú i vik- unni, og fer það hér á eftir. r #A þessu óri hefur mjólkurframleiðslan minnkað um 3% — Margir halda þvf fram, Gunnar, að afkoma bænda sé yfirleitt mun betri en þeir sjálfir vilja veradáta. Hvernig var af- koma þeirra á siðasta ári? — Við höfum enn ekki fengið launaúrtak frá síðasta ári. Það kemur stundum seint frá skatt- inum. Hins vegar litur út fyrir, að afkoman verði heldur lakari en árið 1973, sem var besta ár i sögu landbúnaðarins. Dýrtiðarspennan var mikil i fyrra. Hækkanir á rekstrar- gjöldum komu ávallt á undan öðrum hækkunum. Bændur töp- uðu þvi verulegu fé á rekstrar- vörum, þar eð hækkanir á af- urðum þeirra komu ekki inn i verðlagið fyrr en 20. ágúst. Þá

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.