Vísir - 09.10.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 09.10.1975, Blaðsíða 9
VtSIR. Fimmtudagur 9. október 1975. 9 hér heima. Þetta er þá offram- leiðsla. Er þá ekki of mikil ein- hæfni i islenskum landbúnaði, eins og margir halda fram? — Niðurgreiðslurnar beinlin- is knýja til einhæfni. Kinda- kjötsframleiðsla hæfir vel öllum landsháttum. Um mjólkina er það að segja, að viða er fram- leiðsla hennar of mikil. Þó er ekki afgangur á haustmánuð- um. A þessu ári hefur mjólkur- framleiðslan minnkað um 3%, og það er fyrirsjáanlegt, að i vetur verður að flytja mjólk að norðan. Það hefur hins vegar það vandamál i' för með sér, að mjólkurbúðir þar sitja uppi með verkefnalaust starfsfólk. Þau eru margslungin vandamálin i landbúnaði. Veðurfarið leikur stórt hlutverk. Það sem getur verið rétt að gera í dag, kann að verða alrangt á morgun. Að undanförnu hafa menn reynt meira en áður að sérhæfa sig i vali búgreina. Bændur stunda meira einhliða búfjár- rækt, eða einhliða mjólkur- framleiðslu. Slikum búskap fylgir þó mikil áhætta, og litið má útaf bera, ef allt á ekki að fara i strand. Sem dæmi get ég nefnt þér, að i' fyrra kom upp veirusótti mjólkurbúum i' Eyja firði. Margir bændur þar urðu illa úti. Þeir höfðu ekki upp á neitt að hlaupa. — Væri ekki hagkvæmara, Gunnar, að stefna að þvi að stækka búin og auka fram- leiðslu hvers og eins? — Stóru búin skila sist meiri vinnulaunum en þau minni, og það er fremur algengara að þau standi sig ekki eins vel. Ef kaupa þarf vinnuafl standast þau ekki samkeppnina. Stærstu búin, til dæmis i Eyjafirði og á Suðurlandi, eiga i vök að verj- ast. Þau eru yfirleitt þokkaleg miðlungsbú, sem skila mestum tekjum. Það er eins og bændur hafi betra vald á þeirri bústærð. Sem dæmi get ég nefnt, að árið 1973 voru bú i Strandasýslu með eitt og hálft prósent hærri tekjur en landsmeðaltal. Það hefur þó verið talið harðbýlt hérað. Þar eru meðalbú 205 ær- gildi, en ein kú er reiknuð 20 ær- gildi. 1 Rangárvallasýslu var meðalbúið á sama tima 447 ær- gildi, en Rangæingar voru þó ekki nema með 42 þúsund krón- um hærri tekjur en landsmeðal- tal. Munurinn er ekki meiri á tekjunum, þótt búin séu miklu stærri. Að visu eru afskirftir meiri á stóru búunum. — Gunnar! Dæmieru til þess, að stórbændur, sem virðast eiga allt til alls og lifa góðu lifi, fái láglaunabætur. Finnst þér þetta ekki óeðlilegt? — Ef framtöl þeirra eru rétt og þeir hafa raunverulega litlar tekjur,eiga þeir rétt á láglauna- bótum. Fjármagnskostnaður á stórum búum étur mikið upp og afskriftirnar verða veruleg- ar. — Mörg búa skila litlum eða engum arði. Væri ekki rétt að reyna að fækka slikum búum og stefna að arðbærari bústærð- um? — Það er mikill vandi að meta hvort fækka beri búum. Við eigum ekki að stefna að stórum búum, þau stuðla að of- framleiðslu. Arðlausu búin skila litlu en taka á sig mikinn kostn- að. — 1 árslok 1973 voru bændur á landinu taldir 4878. Vjð þessa tölu má bæta 2 til 300 vegna þeirra, sem starfa að einhverju leyti utan búsins. Meirihluti þessara búa gerir meira en að standa undir sér. Þvi má heldur ekki gleyma, að afurðir, sem bændur framleiða skapa at- vinnu I fjölmörgum greinum. Það eru margir bæir og þorp, er beinlinis lifa á landbúnaði. í þvi sambandi nægir að nefna Selfoss, Hvolsvöll, Egilsstaði og fleiri bæi. — Ef við vikjum þá að öðru. Hvort er bóndi atvinnurekandi eða launþegi? — Um svar við þessari spurn- ingu hefur mikið verið deilt. Bóndinn er tvimælalaust at- vinnurekandi, en tekjur hans eru miðaðar við launþega. — Mikið hefur verið deilt á bændastéttina að undanförnu. Hvað hefur valdið þessum deil- um að þinu mati? — Þessum deilum hefur eink- um valdið misskilningur. Þegar þrengir að i efnahagsmálum er það mjög tilfinnanlegt fyrir neytendur, þegar helstu neyslu- vörur þeirra hækka. Það er von að fólk finni fyrir þessu, og það skilur ekki hvers vegna. Á sama hátt finnur bóndinn illilega fyrir hækkunum á rekstrarvörum. Þegar áburður hækkar skilur bóndinn ekki hvers vegna og telur jafnvel að maðkur sé i mysunni. Það er kannski rétt að nefna nokkrar tölur, sem gætu útskýrt sjónarmið bóndans. Það er á- berandi hve miklu meiri hækk- anirhafa orðið á rekstrarvörum en verðlaginu i heild. Hér eru nokkrar tölur, sem blasa við bóndanum. Frá 1. september 1973 til sama tima 1975 hækkaði kjarnfóður um 119%. Áburður hækkaði um 149%. Viðhald og fyrning útihúsa hækkaði um 99%. Viðhald girðinga hækkaði um 298%,reksturvéla um 135%, flutningskostnaður um 127%, vextir um 157% og laun um 90%. Meðaltalshækkunin nemur 109%. — Ef búvöruverð skilar af sér ættu bændur að fá 109% hækkun á móti. — Hvernig er þá útlitið hjá bændastéttinni, ef við litum til næstu mánaða? — Það er ekki hægt að segja annað en að horfur i' ár séu mun verri en áður hefur verið. Það hefur dregist úr hömlu að rikið greiddi niðurgreiðslur og út- flutningsbætur. Fyrirtæki, sem bændur versla við, verða að taka á sig mikinn aukakostnað vegna dráttarvaxta. Astandið fer stórversnandi. Framleiðslukostnaður fer hækkandi og vegna minnkandi kaupgetu almennings fer sala- minnkandi. Það vottar þegar fyrir samdrætti i kjöt- og smjör- sölu, en hins vegar hefur orðið nokkur aukning á mjólkur- og ostasölu. Lausafjárstaða bænda er af- leit. Kaupfélögin eru í mikilli fjárþröng, og hafa til dæmis átt i erfiðleikum með að greiða laun nú i sláturtiðinni. Eins og ástandið er nú er ekki hægt að gera kröfur á hendur rikinu um úrbætur. Við höfum aðeins farið fram á jöfnuð I niðurgreiðslum á milli bú- greina, það er á milli nautakjöts og lambakjöts. Hér við bætist svo að margir bændur sitja uppi með slæm hey eftir erfitt sumar, þótt ástandið sé gott á Norður- og Austur- landi. -- Þeirri hugmynd hefur ver- ið hreyft, og mörgum finnst hún óvitlaus, að við flytjum inn landbúnaðarafurðir og drögum úr eigin framleiðslu? — Þessi hugmynd er mjög vanhugsuð. Það væri hugsan- legt að flytja inn einstaka teg- undir. Mjólk yrði þó margfalt dýrari. Til dæmis i Kanada er verð á mjólk svipað og á óniður- greiddri mjólk hér. Ég er ekki farinn að sjá neytendur kyngja þvi verði fyrirhafnarlaust. Kjöt- innflutningur er óhugsandi, en hugsanlegt væri að kaupa smjör og osta frá Danmörku og Hol- landi. En um leið yrði grund- velli kippt undan stórum byggð- um hér á landi, og við yrðum al- gjörlega háðir viðskiptalegum duttlungum stórþjóða. — En væri þá ekki ráð, að reyna að haga þvi svo til að sem flestir bændur byggju á þeim landssvæðum, þar sem hag- kvæmast er að búa? — Hagkvæmni búskaparins fer eftir veðri hverju sinni. Það sannar best dæmið frá Stranda- sýslu árið 1973. Hins vegar hefur þróunin orðið sú, að þær byggð- ir, þar sem búskapur er erfið- astur, hafa smátt og smátt farið i eyði. Það er óeðlilegt og andstyggi- legt að ætla að skipa mönnum brott af sinum jörðum. Ég er hræddur um að borgarbúar segðu eitthvað, væri þeim fyrir- skipað að flytja á milli hverfa eftir þvi sem hentugt þætti. Ýmsir bændursætta sig við lak- ari kjör til að geta verið þar sem þeir una best. Þær umræður, sem orðið hafa i sumar um landbúnaðarmálin, hafa illt eitt i för með sér. Með þeim hefur verið reynt að spilla fyrir og valda misklið milli stétta. Þetta er súrt i broti og gerir vandamálin erfiðari úr- lausnar. 1 þessum málum, sem öðrum, þurfa allir að reyna að hliðra til. Sjálfur hef ég reynt að gera þetta og sætt íideilum fyrir I hópi stéttarbræðra. —AG— Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda og bóndi á Hjarðarfelli, stendur hér á tali við Pál Pálsson á Borg. — Ljósm. VIsis — JBP. flucfelac LOFTLEIDIR ISLANDS l’FWHi SIÍM AiWAST l Ll TiMAti FYUIU YUI U ■fföoagfrakt # Það vœri hugsanlegt að flytja inn einstakar tegundir landbúnaðarvara • Það eru yfirleitt þokkaleg miðlungsbú, sem skila mestum tekjum___________ KMJM AD FLYT.IA Vöruafgreiöslur okkar í Bíldshöfða 20 i Vöruafgreiðslan Klettagörðum 1 og 9 er flutt. Vöruafgreiðslan Sölvhólsgötu flyst helgina 26. október. Athugið: Afgreiðsla flugfylgibréfa verðurfyrst um sinn í sama húsnæði við Sölvhólsgötu. Sími 21816. Nýtt símanúmer 82855. Bíldshöfða 20

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.