Vísir - 09.10.1975, Blaðsíða 19

Vísir - 09.10.1975, Blaðsíða 19
VISIR. Fimmtudagur 9. október 1975. 19 DAG | í KVÖLD | í DAG 2 KVÖLD | Q DAG | Útvarp kl. 20.00: ^ MIKIÐ GRIN OG ÁSTARFLÆKJUR! leikrítið í útvarpinu í kvðld sýnt í Austurbœjarbíói fyrir 20 órum „Ástir og árekstrar” heitir leikrit útvarpsins i kvöld. Þarna er á ferðinni mikið grin og leik- ritið gengur út á miklar ástar- flækjur. Kennett Horne heitir höfund- urinn. Hann er enskur og fædd- ist aldamótaárið 1900. Hann Ævar Kvaran fer með hlutverk föðurins I leikritinu i kvöld en það gengur út á „ástir og árekstra.” skrifaði hvorki meira né minna en rösklega 20 leikrit, aðallega gamanleiki. Auk þess skrifaði hann margar reviur. Hann var mjög vinsæll i Englandi og flest verk hans hafa verið sýnd á West-End við miklar vinsældir. Hér hefur áður verið flutt eitt verk eftir hann. Það heitir Réttarhöld og rangar forsendur og var flutt árið 1958. Það var gamanleikur. Leikritið „Astir og árekstrar” var sýnt hér fyrir 20 árum. Þá var það sett á svið i Austur- bæjarbiói með sama lcikstjóra og nú, Gisla Halldórssyni. Þýðandi er Sverrir Thorodd- sen og samkvæmt þeim upplýsingum, sem við höfð um tengið er þýðingin mjög góð. Ævar Kvaran leikur föður i leiknum,Julian Peabody, Anna Kristin Arngrimsdóttirog Soffia Jakobsdóttir leika dætur hans, þær Jill og Phyllis. Agúst Guðmundsson og Sigurður Skúlason leika unnusta stúlknanna, þá Stephen og Mark. Briet Héðinsdóttir leikur einkaritara Julian Peabody, sem um leið er viðhald karls og Valur Gislason leikur svo lækninn i leiknum. Leikritið hefst klukkan 8 i kvöld og stendur i tæpa tvo tima. -EA. GIsli Halldórsson leikstýrir leikritinu i kvöld, og gerði það lika fyrir 20 árum I Austur- bæjarbiói. Útvarp kl. 22.35: Tónlist, sem oldrei hefur heyrst í útvarpinu óður — í þœttinum „Krossgötur" „Krossgötur” heitir þáttur sem hefur göngu sina i út- varpinu I kvöld. Þetta er tónlistarþáttur þar sem eingöngu verður flutt kristileg tónlist, eða „Godspell-tonlist”, eins og sagt er. Teknir hafa verið upp 10 þættir og hefur sú tónlist sem við fáum að heyra i þáttunum aldrei heyrst 1 útvarpinu hérna áður. Umsjónarmenn þáttarins eru systkin, þau Jóhanna Birgis- dóttir og Björn Birgisson.. Jóhanna er 18 ára gömul en Björn 23ja ára. Jóhanna er við nám i Bandarikjunum, og Björn er i viðskiptafræðideild Há- skólans. Við flytjum alla tegund tónlistar,” sagði Björn þegar við höfðum samband við hann. „A milli eru svo kristiíegar hug- leiðingar. Liklega eru þarna engin nöfn sem fólk kannast við, en það má geta þess að i þriðja þætti verður flutt verk sem sænskur flokkur, Choralerne, flutti i Háskólabiói á sinum tima.” Björn sagði að tónlistin væri að mestu leyti frá Bandarikjun- um. Þau systkin útveguðu sjálf plöturnar, nema 5-6 plötur sem útvarpið á, en þær hafa ekki heyrst áður. Björn sagði að þau hefðu skrifað útvarpinu og kynnt þvi hugmyndir sinar áður en ákveðið var að taka þættina upp. Þátturinn i kvöld hefst klukkan 22.35 og það er Jóhanna sem sér um kynningu laganna. -EA. j ÚTVARP » Fimmtudagur 9. október 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Björg Árnadóttir leik- kona les söguna „Bessi” eftir Dorothy Canfield i þýð- ingu Silju Aðalsteinsd. (4). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefáns- son ræðir við Tómas Þor- valdsson i Grindavik. Morguntónleikar kl. 11.00: Benjamin Luxon og Climax- kórinn syngja „Songs of the Sea” op. 91 eftir Charles Villiers Stanford, Edgar Kessel stjórnar/ Grant Jo- hannesen leikur á pianó verk eftir Deodat de Se- verac og Albert Roussel/ Wolfgang Schneiderhan og Sinfóniuhljómsveit útvarps- ins i Berlin leika Fiðlukon- sert i e-moll op. 64 eftir Felix Mendelssohn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. A frfvaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Endur- sögn” eftir Anders Bodelsen Þýðandinn, Bodil Sahn menntaskólakennari, les fyrri hluta sögunnar. 15.00 Miðdegistónieikar Ann Griffiths leikur á hörpu „Siciliana” eftir Respighi/ Grandjany og Sónötu i Es- dúr op. 34 eftir Dussek. Gér- ard Souzay syngur þrjár ariur úr óperum eftir Lully. Enska kammersveitin leik- ur með, Raymond Leppard stjórnar. Andrés Segovia og hljómsveitin „Symphony of the Air” i New York leika Gitarkonsert i E-dúr eftir Boccherini, Enrique Jordá stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Barnatimi: Agústa Björnsdóttir stjórnar Sitt- hvað af Suðurlandi. 17.30 Mannlif i mótun Sæ- mundur G. Jóhannesson rit- stjóri rekur endurminning- ar sinar frá uppvaxtarárum i Miðfirði (6). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Gestur i útvarpssal: Ellsworth Snyder leikur á pianó verk eftir Charles Ives, Burt Levy og David Ahlstrom. 20.00 Leikrit: „Astir og árekstrar” eftir Kennett Horne Þýðandi: Sverrir Thoroddsen. Leikstjóri: Gisli Halldórsson. Persónur og leikendur: Jill Peabody: Anna Kristin Arngrimsdótt- ir. Julian Peabody: Ævar Kvaran. Stephen Clench: Agúst Guðmundsson. Mark Graham: Sigurður Skúla- son. Phyllis Peabody: Soffia Jakobsdóttir. Violet Wat- kins: Briet Héðinsdóttir. Læknirinn: Valur Gislason 21.50 „Medea”, forleikur eftir Luigi Cherubini Kammer- sveitin i Prag leikur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Rúbrúk” eftir Paul VadÞýðandinn Úlfur Hjör- var, lýkur lestri sögunnar (26). 22.35 Krossgötur Tónlistar- þáttur i umsjá Jóhönnu Birgisdóttur og Björns Birgissonar. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.