Vísir - 17.10.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 17.10.1975, Blaðsíða 7
VtSIR. Föstudagur 17. október 1975. 7 — Hvað segja konurnar sem sitja ó þingi? Hvernig skyldi ástandiö I þjóöfélaginu veröa eftir viku? Nú er ekki nema vika þar til aö kvennafriinu kemur. Þegar er ljóst aö þátttakan veröur góð og rekstur margra fyrirtækja kemur til meö aö truflast og jafnvel stöövast algjörlega. Viö höfum spurt vegfarendur, konur á vinnustööum og fleiri um kvennafrlið. Nú snúum viö okkur aö alþingi, og spyrjum fimm þingmenn hvort þær muni ekki taka þátt I frflnu. Konurnar sem nú eiga sæti á þingi eru, Vilborg Harðardóttir, Svava Jakobsdóttir, Sigurlaug Bjarnadóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Geirþrúður Bernhöft. —EA „BARÁTWAmm EN EKKI HÁTÍÐ' * Svava Jakobsdóttir ,,Geri ekki neitt sem flokkast undir vinnu” Svava Jakobsdóttir sagði okkur að i byrjun þings væri ekki venja að halda þingfundi á föstudögum. Þaðkemur þvi ekki til þess að þær leggi niður vinnu þar. Þó eru ýmsir nefndarfundir og þá láta þær sig að öllum Hkindum vanta þar ef til kemur. „Ég mun ekki gera neitt sem flokkast undir vinnu,” sagði Svava. „Ég tek þátt í kvennafrlinu og lýsi ánægju minni yfir þeim stuðningsyfirlýsingum sem fram hafa komið. Þennan dag hlýtur að koma iljós margvisleg trufl- un og sums staðar verður algjör stöðvun. Ýmis hjól munu stöðvast sem halda bæði atvinnulifi þjóðarinn- ar og svo einkalifi fólks i gangi. Þjóðfélagið getur ekki starfað eins og venjulega, og þetta mun opna augu manna fyrir mikilvægi þeirra starfa sem konur gegna.” Þetta sagði Ragnhildur Helgadóttir, þegar við ræddum við hana. Og Ragnhildur hélt áfram: „Stundum gleymast mikilvægar staðreyndir i hita umræðna. 24. október er dagur Sameinuðu þjóðanna. Staðreynd er, að i mörgum rikjum Sameinuðu þjóð- anna eru konur ótrúlegu misrétti beittar. Það er fyrst ogfremsttil stuðnings þessum konum og til að greiða þar með fyrir framþróun rikja þeirra sem S.þ. ákváðu að leggja sérstaka áherslu á málefni kvenna árið 1975. Eitt af þvi sem þarf til að þessi tilgangur Sþ náist, er að sýnt sé fram á hver sé hlutur kvenna i starfsemi þróaðs þjóðfélags. Islenskar konur úr öllum stjórn- málaflokkum ætla að leggja sitt lóð á metaskálina og sýna fram á þetta með framkvæmd kvennafrisins. Þær ætla lika að minna á, að enn er i islensku þjóðfé- lagi, — á heimilum og utan þeirra, — fjöldi kvenna- starfa sem er ekki metin sem skyldi.” „Á ekki að valda tjóni i þjóðfélaginu” „Allur fjöldinn ætlar að vera samtaka um að gera hlé á störfum sinum á sama degi, eftir þvi sem þeim er unnt og svo lengi dags sem þeim er fært,” sagði Ragnhildur ennfremur. „Engum dettur i' hug, að börn eða sjúklingar verði skilin eftir i' reiðileysi. Sumar konur taka börnin með á útifundinn, rétt eins og titt er á útisamkomum, aðr- ar fela þau umsjá feðra sinna og enn aörar hafa af skiljanlegum ástæðum engin tök á að komast frá. Enginn tekur heldur þátt i þessu gegn vilja sinum eins og oft er i verkföllum, enda er þetta ekki verk- fall. Mergurinn málsins er þessi: kvennafriinu er ekki ætlað að valda úlfúð milli atvinnurekenda né heldur tjóni I þjóðfélaginu. Þegar er komið i ljós að fjöldi at- vinnurekenda sýnir máli þessu skilning og gefur kon- um friþennan dag, sumir allan daginn. Að minu mati skiptir það mjög miklu máli, að sem flestir sýni slik- an skilning. Ég vona af heilum hug að þessi dagur verði bæði is- lenskum körlum og konum til sóma og það takist að sýna, hver þáttur kvenna sé i' þjóðlifinu.” Sigurlaug Bjarnadóttir „Allir vita að störf kvenna eru mikil- væg, en þetta leiðir það enn betur í ljós.” Sigurlaug Bjarnadóttir sagði: „Að sjálfsögðu legg ég niður vinnu. En það vill svo til að þingfundir eru ekki á föstudögum, svo að við fáum ekkert tækifæri til þess að „demonstrera” á þingi. Ég hef hins vegar öll tækifæri til þess á minu heimili.” Ég lit á þetta sem jákvæðar aðgerðir af hálfu kvenna,” hélt Sigurlaug áfram, „sem ekki eru fram- kvæmdar með neinni úlfúð eða illindum, heldur til þess að vekja athygli á baráttu okkar. Sumum kann ef til vill að finnast það út i bláinn að vera að berjastfyrir réttindum i þessu velferðarþjóð- félagi en það er örugglega ýmislegt sem betur má fara. Auðvitað vita allir að störf kvenna eru mikilvæg en þetta m un leiða það enn betur i 1 jós. En ég vil leggja áherslu á það, að i allri fram- kvæmd verði full ábyrgð og sanngirni og þess verði gætt að hvergi skapist neyðarástand.” Ragnhildur Helgadóttir „Læt mér duga þátttöku i anda” „24. október þarf ég að sitja fund erlendis vegna undirbúnings norrænu kvennasögusyningarinnar, svo ég verð að láta mér duga þátttöku i anda.” Vilborg Harðardóttir „Þetta er baráttuaðgerö en ekki há- tið” „Ég legg að sjálfsögðu niður vinnu og fer á útifund- inn,” sagði Vilborg Harðardóttir, þegar við höfðum samband við hana. „Mér er efst i huga að þetta er einingar- og baráttudagur kvenna og er viss um að þátttakan verður almenn. Þetta verður til þess að konur um allt land ihuga stöðu sina, og þær konur sem leggja niður vinnu verða að svara sjálfum sér og öðrum hvers vegna þær gera þaðog hljóta aðhalda þvi áfram. Þetta mun einnig verða til þess að- konur verða virkari i þeim samtökum sem þær eiga heima í,” sagði Vilborg ennfremur, „og ég legg áherslu á að þetta verkfall er baráttuaögerð en ekki hátið.” Geirþrúður Bernhöft „Mundi ekki taka þátt i þessu ef ég teldi það tilgangslaust” „JU, ég reikna með að ég taki þátt i kvennafríinu,” svaraði Geirþrúður Bernhöft spurningu okkar. „Ég hef ekki gert það upp við mig, hvort ég tek fri allan daginn, eða aðeins hluta úr degi en ég mun taka þátt i þessu og þá meðal annars mæta á útifundinn. Mér finnst það sjálfsagt að konur sýni samstöðu og ég mundi ekki taka þátt i þessu ef ég teldi það til- gangslaust,” sagði Geirþrúður ennfremur. Hún gat þess að rétt væri að við tækjum undir sam- þykkt Sameinuðu þjóðanna og þó þetta væri aðeins upphaf málsins, þá væri um að ræða 10 ára áætlun. „Það er æskilegt að konur sýni að þær meti þessa samþykkt.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.