Vísir - 17.10.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 17.10.1975, Blaðsíða 10
 VÍSIR. Föstudagur 17. október 1975. BRíTLAND ír Á HIUARÞRÖM — Lundúnabréf frá Mik Magnússyni Verðbólgan i Bret- landi eykst um á að giska 26% á ári — sum- ar tölur áætla hana jafnvel hærri.í júni sl. sögðu opinberar tölur rikisstjórnarinnar að vöruverð væri 88% hærra en árið 1970. Stjórn Verkamannaflokksins hefur viöurkennt aö aöalástæö- an fyrir aukinni dýrtiö séu verö- hækkanir vegna kaupkrafa — og þá ekki aöeins hækkunin á olíu og ööru eldsneyti. Aöalvandkvæöi breta eru þau, aö verkalýössamtök hafa heimtaö stööugt meira fé, án þess aö vera reiöubúin til aö bjóöa meiri framleiöni á móti. Og þaö sem meira er, þá hafa þau krafist meiri hækkana en þurfti til aö mæta dýrtiöinni. í raun hafa þeir krafist 25% kauphækkana til að vega upp á móti tæplega 20% hækkun á verðlagi. Augljósasta svariö hefur svo verið ennþá stærra stökk I verð- lagi I búöum. Ef afkastageta kemur ekki á móti kauphækkunum getur aö- eins eitt gerst — efnahagurinn hrynur. Og þetta er þaö, sem hefur verið aö gerast 1 Bretlandi á undanförnum árum. Samdráttur í verslunum Allt þetta hefur haft þaö I för meö sér aö vöruverö — einkum á innfluttum vörum — hefur hækkaö geysimikiö. Fólk byrjar þess vegna aö spara viö sig ýmsan munaöarvarning. Kaupmenn draga þá úr pönt- unum slnum og vegna þess aö rekstrarkostnaöur þeirra er enn sá sami, minnkar gróöi þeirra. Viöbrögö margra gegn þessu er að auka verðmismun á nauö- synjavörum. Neytandinn verö- ur þvl fyrir nýju áfalli. Þess vegna dregur hann enn meir úr innkaupum. Vltahringur, sem hvorugur aöilinn kemst úr. Sama sagan endurtekur sig hjá heildsala og framleiöanda. Hann segir þá upp hluta af starfsliöi slnu. Sá atvinnulausi hefur ekki efni á aö kaupa vör- urnar I búöunum: salan dregst enn saman: fyrirtæki veröa gjaldþrota og þar með nær hringurinn saman. Tapaðar pantanir og auðar pantanabækur Ástandiö hjá þeim, er vinna I útflutningsiönaöinum, er sist betra. Aguidetothe Govemmerrt's programme Verkamenn I sllkum verk- smiðjum — svo sem bílaiönaöi og raftækjaiönaöi — vilja meiri peninga til aö geta vegiö upp á móti slhækkandi verölagi. Og fái þeir kröfum sínum ekki framgengt, fara þeir I verkfall. Þrýstingur frá rlkisstjórninni til aö halda framleiðslunni gangandi til að koma I veg fyrir algert hrun efnahagsllfsins leiöir venjulega til samninga: þá venjulega með tvennum af- leiöingum: Hluti framleiöslunn- ar hefur tapast og hin voldugu verkalýðssamtök fá kaupkröf- um stnum framgengt án þess að aukin framleiösluafköst komi I staöinn. I sumum tilfellum — eins og benda þarf á — hafa verið geröir samningar um framleiösluaf- köst, en þeir duga sjaldnast til lengdar. Tökum til dæmis námuiönaöinn. Þegar rlkis- stjórn Verkamannaflokksins komst til valda I ársbyrjun I fyrra, batt hún enda á langt þóf, meö þvl einfaldlega aö veita námumönnum geysimiklar kauphækkanir — en með þvl skilyröi að kolaframleiöslan yröi aö aukast til aö mæta kostnaðinum. Námuverkamenn samþykktu þetta. „Vegna óviðráðan- legra ráðstafana” Til aö byrja meö jókst fram- leiðslan reyndar. En núna, næstum átján mánuöum seinna, framleiöir hver námumaöur minna af kolum en fyrir verk- falliö. Allt þetta leiöir til vantrausts hjá löndum þeim er kaupa framleiðslu breta. Þau geta ekki vitað meö neinni vissu, hvort pantanir þeirra verða af- greiddar á réttum tíma og á umsömdu verði. Ég frétti nýlega um íslenskan innflytjanda, sem kaupa vildi flash-kubba fyrir jólamarkaö- inn. í aprílmánuöi baö hann stórt breskt fyrirtæki um yfirlit yfir verö og afgreiöslutlma. Honum var tjáö hvaö sendingin myndi kosta og var lofaö afgreiöslu ákveöinn dag I ágúst. En þaö sem raunar geröist, var aö honum bárust endurtekn- ar .tilkynningar frá breska fyrir- tækinu, er sögöu ,,aö vegna ástæöna er þeir réöu ekki viö,, myndi pöntun hans tefjast þar til I febrúar næsta ár og myndi kosta helmingi meira en samiö haföi veriö um. Þetta var auövitað ekki jólamarkaöinum til mikils gagns. Það eina, sem Islenska fyrir- tækiö gat þá gripiö til bragös, var aö skrifa fyrirtæki I Þýska- landi — sem svo reyndar af- greiddi vöruna innan átta vikna og á umsömdu veröi. Þegar fyrirtæki lenda I óvissu um hvort þau fái þá vöru, er þau vilja, afgreidda er ekkert ánnaö að gera en leita annars staöar fanga. Af þessu leiöir aö mjög fá bresk fyrirtæki hafa fullskrifaö- ar pöntunarbækur og þaö leiöir svo til enn verri samdráttar. Leiðin út úr ógöngunum Allar rikisstjórnir, sem vilja bæöi bjarga efnahag slnum og halda kjósendum ánægöum um leið, verða aö taka þessar staö- reyndir rækilega til athugunar. Núna I sumar tók rlkisstjórn Verkamannaflokksins — meö stuöningi nær allra breskra verkalýössamtaka — ákvöröun. Kauphækkunum voru settar skorður um 6 pund á viku — ekki rétt á 6 pundum heldur voru 6 pund hámark. Hún studdi þetta meö áróöursherferö, er haföi þaö aö markmiöi aö fræöa allan al- menning um geröir stjórnarinn- ar (sjá meöfylgjandi eintak af „Afkomuleiöir”). En nú hafa þeir komist aö þvl, að ekki er fylgst nægilega ört meö veröbólgunni. Vöruverö hækkar enn og útgjöld rlkis- stjórnarinnar aukast — meö þeim afleiöingum aö veröbólgan gæti enn komist hærra. Ef veröbólgan veröur ekki stöövuö, kemur vart annað til greina en aukiö atvinnuleysi. Þaö er aöeins um tvo kosti aö velja. En rlkisstjórnin hefur látiö undan kröfum verkalýössam- takanna um að leyfa ekki frek- ari fjölgun atvinnulausra. Ten- ingunum er kastaö. Annaö hvort setur breska rlkisstjórnin brátt á kaupbind- ingu eöa allt efnahagsllfiö hryn- ur til grunna. Þjóöin getur ekki lengur bæöi sleppt og haldiö. Harold Wilson dansar all-erfiöan llnudans núna, og þaö verður athyglisvert að sjá hvernig honum tekst. Mun hann láta undan launastefnu, sem honum er þvert um geö — eöa undan auknu atvinnuleysi sem honum er einnig þvert um geö?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.