Vísir - 17.10.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 17.10.1975, Blaðsíða 8
8 VÍSIR. Föstudagur 17. október 1975. LÍF OG LIST UM HELGINA Átta málverkasýningar opna Tryggvi Ólafsson í Gallerí SUM 1 einu töturlegasta sýningar- húsnæöi höfuöborgarinnar, Galleri SÚM, veröur opnuö mál- verkasýning á morgun, laugar- dag kl. 16. Er það Tryggvi ólafsson sem þar sýnir myndir slnar, en þetta er þriöja sýning Tryggva I Galleri SÚM, og fjóröa einka- sýning hans hérlendis. Þaö er óneitanlega „stemmn- ing” I þessu gallerli og viö ræddum viö Tryggva þegar hann var aö koma myndum sln- um fyrir. — Myndirnar sem eru 25 tals- ins, eru málaöar á s.l. tveimur árum, sagöi Tryggvi, — en ég. hef búið i Danmörku, s.l. 14 ár. Eftir aö ég hafði lokið eins árs námi viö Myndlistarskólann hér heima fór ég á Listahá- skólann I Kaupmannahöfn og var þar I 6 ár. Slðan hef ég veriö búsettur I Kaupmannahöfn. — Hefurðu haldiö sýningar erlendis? — Já, ég hef haldið sýningar I öllum höfuöborgum Noröur- landa og auk þess I Þýskalandi og Hollandi. — Hvort finnst þér betra aö mála I Reykjavlk eöa Kaup- mannahöfn? — Ég hef hreinlega engan samanburö, svaraöi Tryggvi — ég hef nefnilega búiö lengur I Kaupmannahöfn en Reykjavlk. Ég er ættaöur frá Neskaupstaö og kom ekki til Reykjavikur fyrr en ég fór I menntaskóla, ég hef búið þrisvar sinnum lengur I Kaupmannahöfn en Reykjavik. Sýning Tryggva verður opin daglega frá kl. 16—22 næstu vikur. Tryggvi Súmmari hvildi sig aö- eins á meöan viö stóöum viö. Steingrímur Sigurðsson sýnir við Djúp „Ég er staddur fyrir vcstan, á ísafiröi, og ætla aö fara aö halda tvær málverkasýningar,” sagöi Steingrimur Sigurösson, er hann haföi samband viö Visi I gær. Fyrri sýning Steingrims verð- ur I Alþýðuhúsinu á Isafirði nk föstudag kl. 5.30—11.30 og á laugardag kl. 10.30—23.30 og I Bolungarvik i sjómannastof- unni. „A sýningunum veröa skemmtiatriöi. A Isafiröi mun Jón Kr. Ólafsson frá Bildudal syngja vestfirska mansöngva liklegast á laugardagskvöldið. 1 Bolungarvik leika tveir bolvisk- ir feðgar á orgel og harmóniku. Nú,svo má ekki gleyma að ég ætla aö gera skyndimyndir af andlitum sýningargesta sem þess óska.” „Hvernig stendur á þvi að þú ert vestur viö Djúp að sýna mál- verk,” verður blaðamanni á að spyrja. „Ég er tengdur Vestfjörðum af sérstakri ástæðu. Hér er óplægður akur fyrir málara. Ég hef komiö hingað áður. Fór hingaö I könnunarferð seint á sumri, og ákvaö aö halda hér sýningu. Ég er hamingjusamur hér. Hér er gaman að vinna,” segir Steingrlmur Sigurðsson að lok- um. —F.KG— SAGT FRÁ TVEIM SÝNINGUM í VIÐBÓT Á BLS. 14 Húsamálarinn sem sinnir nú eingöngu list sinni sýnir í Norrœna húsinu Einar Hákonarson sýnir hja Byggingarþjónustu arkitekta 1 sýnmgarsal Byggingaþjón- ustú arkitekta viö Grensásveg opnar Einar Hákonarson mál- verkasýningu á morgun, laugardag kl. 2. Einar hefur stundaö listnán við Myndlista- og handíöaskóla Islands I 4 ár og viö Varlands listaháskólann I Gautaborg I 3 ár. Hann er nú kennari við Myndlista- og handlöaskóla ís- lands. Á sýningu Einars eru 45 ollu- málverk, flest ný eða nýleg og eru þau öll til sölu. Einar hefur tekiö þátt I fjöl- mörgum alþjóölegum sýningum auk samsýninga hér innanlands og hlotiö verölaun bæði fyrir málverk og grafik erlendis. Á s.l. ári sá hann um sögusýn- inguna Island-Islendingar á Kjarvalsstöðum. Hann sá einnig um uppsetningu á Kjarvalssýn- ingunni sem hefur verið á Kjar- valsstööum. Sýning þessi er fjóröa einka- sýning Einars I Reykjavlk. Viö spurðum hann um tilefni þess að sýningin væri haldin I þessum sal. — Félag Islenskra arkitekta lánaöi Félagi ísl. myndlistar- manna þennan sal fyrir sam- sýningu þeirra s.l. vor, þegar „Kjarvalsstaöarimman” hófst, og er þetta önnur málverkasýn- ingin sem haldin er hér, sagði Einar. — Er nokkuð aö frétta af „rimmunni”? Einar kimdi viö þessari spurningu, en sagöi svo aö sér fyndist ,, — fyrir neöan allar hellur sú óvirðing sem minningu Jóhannesar meistara Kjarval væri sýnd, að minningarsýning sú, sem nú stendur yfir I Brautarholti 6 skyldi ekki haldin á Kjarvalsstöðum.’' Sýning Einars Hákonarsonar er opin daglega frá kl. 14-22 til 30. október. Minningarsýning Drífu Viðar f»orvaldur Skúlason sá um uppsetninguna á verkum Drifu Viðar. A morgun, laugardaginn 18. október kl. lSrOO^verður opnuð I Bogasalnum minningarsýning á verkum Drlfu heitinnar Viöar. Alls eru 36 oliumálverk á sýn- ingunni eftir Drifu. Eru það börn, móðir og systir Drifu, sem aö sýningunni standa. Drifa sýndi I Bogasalnum árið sem hún dó,1971. Þorvaldur Skúlason sá um uppsetningu verkanna. Sýningin stendur yfir alla næstu viku og er opin daglega frA kl 15—22. Yfirlitssýning á verkum Jóns Engilberts Frú Tove Engilberts ásamt dr. Selmu Jónsdóttur viö myndina sem frúin gaf Listasafni tslands, Úr vinnustofu málarans. Yfirlitssýning á verkum Jóns Engilberts verður opnuð I Lista- safni Islands á morgun kl. 17. Við ræddum stuttlega við frú Selmu Jónsdóttur, listfræðing og forstööumann Listasafnsins,! gær. t Þetta er geysi umfangsmikir sýning, alls 162 myndir og verö- ur hún opin i næstu fjórar vikur frá'kl. 13:20-22 daglega. A myndinni eru oliumyndir, vatnslitamyndir teikningar og grafik allt frá þvi að málarinn var 18 ára gamall. Myndirnar eru flestar I einkaeign en nokkr- ar þó i eigu Listasafnsins. 1 tilefni sýningarinnar gaf ekkja listamannsins, frú Tove Engilberts, Listasafninu mynd- ina „Úr vinnustofu málarans”, sem Jón vann að frá árinu 1935 og allt fram á síöasta dag, að sögn frú Tove. I sýningarskrá segir frú Selma m.a.: „Jón Engilberts var einn þeirra islensku myndlistar- manna sem komu fram á sjónvarsviðið á árunum 1930-40. Hann var afkastamikill, ákafur og þróttmikill málari. Sterkur og ástriðufullur persónuleiki málarans skin út úr verkum hans. Hann byggir verk sin upp með breiðum, kraftmiklum lin- um, sem afmarka fleti og fólk. Fólk, áþreifanlegt og lifandþer eitt aðalatriðið I verkum Jóns. Fyrirsætan verður ekki ein- göngu nokkurs konar hlutur eða form, hún verður kona holdi og blóði og heitum tilfinningum. Fólk I landslagi getur verið ein- mana verur, en finna má ein- hver innri tengsl milli þess eitt- hvert aðdráttarafl fólksins inn- byrðis, trúnaðarsamband þess á milli, sem erfitt er að benda beinlínis á. Jón notar landslagið sem bakgrunn fyrir þetta fólk, dimmt ógagnsætt dramatiskt landslag. Stofur, þorp og bæir geta einnig verið bakgrunnur fyrir fólkið”. Jón Engilberts fæddist i Reykjavik árið 1908 og lést þar árið 1972. Rúmlega 80 ollu- og pasteí- myndir eru á sýningu Agústar Petersen, sem opnar málverka- sýningu I Norræna húsinu á morgun kl. 17. Þetta er 12. einkasýning Agústar, en hann hefur einnig tekið þátt I fjölda samsýninga bæði hérlendis og erlendis. í sýningarskrá segir Bragi Ásgeirsson m.a.: „Agúst Petersen hlaut fyrsta litakassa sinn að gjöf þegar hann var 14 ára og þó að hann hafi síðan meira eða minna verið i snertingu við liti þá varð það ekki hlutskipti hans fyrr en löngu siðar, að helga sig mál- aralistinni og vinna til afreka á þeim vettvangi. Atvinna hans og brauðstrit varð húsmálun framan af ævi og fram yfir miðjan aldur en málverkið og huldir dómar litarins gripu hann æ sterkari tökum og undanfarin 13 ár hefur hann ein- göngu helgað sig þessu áleitna hugðarefni sinu. Áð Ágúst væri gæddur riku næmi fyrir lit og litrænum stemningum var mörgum ljóst, en að það nægði honum sem gilt vegarnesti út á torsótta listabrautina hefðu sennilega færri spáð fyrir. Hrakspár hafa tíðum verið Málverk Einars eru mjög litsterk og skemmtiieg. Akureyring- arnir koma fyrir verkunum á fyrstu samsýningu listamanna úr tveimur landshlutum. Ágúst Petersen hefur tekið þátt I alls 28 málverkasýningum siðan 1951. helsta vegarnesti margra þeirra er siðan náðu langt á listabraut að sagan hermir og jafnvel snillingar hafa ekki farið varhluta þeirra mann- legu hvatvisa”. Sýning Ágústs verður opin frá 18,—28. október.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.